Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand Sérðu? Ég fékk reikning Hví skyldi ég borga „Andi laganna byggist Viltu taka mál mitt að þér? frá flugfélaginu upp á fyrir ferð sem ég á eðli mannlegra Þegar ég er búinn með 6.500 kr. aldrei fór? þarfa.“ þennan kleinuhring? BREF TIL BLAÐSEMS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Þegar ýmislegt kemur til greina Frá Birni S. Stefánssyni: HVAÐ er til ráða í Langholtssókn? Kristján J. Gunnarsson færir rök að því í bréfi til blaðsins 6. þ.m. (Kirkja í kreppu), að ekki verði leyst úr vandræðum þar öðru vísi en að sóknarbörn almennt kveði upp úr um hvað gera skuli. Vald til ráðn- ingar og uppsagnar prests sé að vísu ekki í höndum safnaðarins, heldur ríkisins (ráðuneytis dóms- mála), en sóknarnefnd hefur ráð organista í sínum höndum. Ef menn telja það ráð, hvað sem skipan valds líður, að söfnuðurinn lýsi afstöðu sinni, þarf að leggja málið fram á þann hátt, að afstaða safnaðarins verði ljós. Þrennt kemur til greina að dómi Kristjáns: A, að prestur víki; B, að organisti víki og C, að báðir víki. Loks má vera, að ein- hver telji, að hvorugur skuli víkja (D). Lítum á hvernig nokkur upp- hugsuð sóknarbörn kunna að meta þá þijá kosti, sem Kristján telur vera. Sigurður mælir með því, áð prestur víki, telur lakara ráð, að báðir víki, en vill síst, að organist- inn víki. Gunnar telur skásta kost- inn, að báðir víki, þar næst vill hann, að organistinn víki, en vill síst, að prestur víki. Guðrún telur skást, að organistinn víki, vill síð- ur, að báðir víki, en síst, að prest- ur víki. Ásdís telur skást að báðir víki, síðra, að prestur víki og vill síst, að organistinn víki. Helga tel- ur skást, að prestur fari, síðra, að organistinn víki og síst, að báðir fari. Ólafur vill helst, að organist- inn víki, þar næst, að prestur fari, en síst, að báðir fari. Bjarni telur það eitt ráð, að prestur víki og gerir ekki upp á milli hinna kost- anna. Eyjólfur telur það eitt ráð, að organistinn víki og gerir ekki upp á milli hinna kostanna. Ragn- hildur telur það eitt ráð, að báðir fari og gerir ekki upp á milli hinna kostanna. Þótt ekki sé um nema þijá kosti að ræða, er augljóst, að menn ráða ekki við það með venjulegum að- ferðum við skoðanakönnun og at- kvæðagreiðslu að fá fram álit fjöld- ans með einhveiju viti. Menn kæm- ust í enn meiri vandræði að kanna álit safnaðarins með venjulegum aðferðum, ef fjórði kosturinn, að hvorugur víki, yrði í málinu. Ég gerði hér í blaðinu 7. f.m. (Fijálslegri aðdragandi forseta- kjörs) grein fyrir aðferð til að útkljá slíkt mál og bendi nú á hana sem ráð, ef sóknarbörn eiga að lýsa hug sínum almennt. Þá er seðill lagður fýrir sóknarbörn með kostunum þremur og þeim falið að merkja þá, einn eða fleiri. Sigurður merkir þá 1 við A, 2 við C og 3 við B, Gunn- ar merkir 1 við C, 2 við B og 3 við A. Ragnhildur merkir 1 við C og ekki annað, og svo framvegis. Kjör- stjórn gerir upp með því að gefa stig fýrir, eins og lýst var í fyrri grein. Af seðli Sigurðar fær Á 2 stig, þar sem hann er talinn betri en tveir kostir, en C 1 stig, þar sem hann er talinn betri en einn kostur. Af seðli Ragnhildar fær C 2 stig, þar sem hann er talinn betri en tveir kostir, en A og B skipta með sér stiginu, sem fellur í hlut þess, sem er í öðru sæti. - í könnun, sem fram færi á þennan hátt, mundi það ekki flækja málið, þótt fjórði kost- urinn, að báðir haldi áfram, yrði með. Ég ítreka það, að almenningur ræður við aðferðina samkvæmt reynslu, sem fékkst við skoðana- kannanir á Snæfellsnesi og í Árnes- sýslu í apríl og maí 1994. BJÖRN S. STEFÁNSSON, Dunhaga 5, Reykjavik. Lyf og aftur lyf Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur og Ásdísi Frímannsdóttur: VIÐ viljum ítreka ósk okkar eft- ir frekari upplýsingum um notkun sýklalyfja, samanber grein í Mbl. þann 30. nóvember. Við teljum að hér kunni að vera á ferðinni mikið heilsufarslegt hagsmunamál og vilj- um því varpa fyrirspurn til ís- lenskra lækna, og/eða heilbrigðis- yfirvalda, hvort þeir hafi ekki upp- lýsingar um þessa rannsókn starfs- bræðra þeirra í Danmörku. Einnig væri fróðlegt að líta aug- um tölur yfir notkun geðdeyfðar- lyfja í lok árs 1995, þar sem mönn- um bar ekki saman um hversu mik- il aukning væri á ferðinni í upphafi þess árs. Eigi að síður var aukningin (sam- kvæmt töflu landlæknis í grein í Morgunblaðinu þann 11. janúar 1995) úr rúmum 4 dagskömmtum á hveija þúsund íbúa árið 1992 í rúma 12 dagskammta árið 1994. Þarna er um að ræða lyf skyld lyfinu Prozac, (Fontex, Flúoxín, Tingus og Seról) sem hafa minni aukaverkanir en fyrri lyf, en eru jafnframt mun dýrari. Er talað um ca. 100 milljóna króna kostnaðaraukningu vegna þróunar í notkun lyfjanna árið 1994 í sömu grein landlæknis og heil- brigðisráðun. 11. janúar 1995. I ágætri grein í Morgunblaðinu 15. janúar 1995, „Hin hliðin á ham- ingjunni", þar sem fjallað er um lyfið Prozac, koma m.a. fram þær upplýsingar að mikill meirihluti kvenna er kemur til áfengismeð- ferðar hafi fengið flúoxetín vegna þunglyndiseinkenna, þar sem rót vandans lá í misnotkun áfengis eða vímuefna. Það er því áhyggjuefni ef til dæmis „almenn svartsýni" kynni að vera ástæða ávísunar á rándýr geðdeyfðarlyf. Þeir er virki- lega eiga við alvarleg andleg vand- kvæði að stríða mættu heldur njóta þess í formi lægri lyfjakostnaðar. Virðingarfyllst, GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, formaður Lífsvonar, ÁSDÍS FRÍMANNSDÓTTIR, stjórnarm.Lífsvonar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.