Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 13 Morgunblaðið/Kristján HREINN Hringsson, Hringur Hreinsson, Stefán Árnason og Sigvaldi Pétursson að störfum við skólpdælustöðina. Skólpdælustöðin eins og skipsstefni STARFSMENN lyá Þorgils Jó- hannessyni byggingaverktaka eru þessa dagana að leggja loka- hönd á klæðningu veggja nýrrar skólpdælustöðvar við Torfunefs- bryggju á Akureyri. Framkvæmdir hófust um miðj- an október. Um áramótin fór húsið að taka á sig mynd og hef- ur það vakið athygli vegfarenda en það er eins og skipsstefni. Arkitektastofan í Grófargili hannaði skolpdælustöðina. Þriðja skólpdælustöðin Þetta er þriðja skóipdælustöð- in sem byggð er á Akureyri, en áður hafa slíkar stöðvar verið byggðar við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri og í Hafnar- stræti. Þær eru hluti af áætlun sem miða að því að sameina allt skólp í eina skólprás og hreinsa það þar. Kostnaður við bygginguna var áætlaður 17,7 milljónir króna, en tilboð Þorgils Jóhannessonar hljóðaði upp á 13,7 milljónir króna. Yerklok eru áætluð í lok apríl. Lagnir hafa verið lagðar að þeim stöðvum sem þegar hafa verið byggðar, en í sumar er áætlað að leggja lagnir á miðbæj- arsvæðinu, að stöðinni við Torfu- nefsbryggju. Er umferðareftirlit lögreglu að skila sér? Heldur dregið úr hraðakstri LÖGREGLAN á Akureyri tók 374 ökumenn fyrir of hraðan akstur á síðasta ári og voru margir þeirra sviptir ökuleyfi á staðnum. Þeim hefur fækkað nokkuð sem teknir þar áhrif. Rúmlega 550 árekstrar urðu á síðasta ári, þar sem lögreglan var kölluð á staðinn og í mörgum til- fellum var um slys á fólki að ræða. Þá urðu 3 banaslys í um- ferðinni í umdæmi lögreglunnar á Akureyri. Lögreglan gerði skýrslur um árekstra í 321 skipti en í öðrum tilfellum gerðu öku- menn upp með svokölluðum tjóna- tilkynningum sem síðan ganga til tryggingaféiaganna. Rétt um 100 ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu og höfðu flestir þeirra drukkið það mikið að þeir voru sviptir öku- leyfi og þurftu einnig að greiða háa sekt. Þá voru um 30 réttinda- lausir ökumenn teknir við akstur á síðasta ári. Þá voru, samkvæmt yfirliti frá lögreglunni, 134 kærðir fyrir ölv- un á almannafæri og er sá fjöldi svipaður á hveiju ári. Þá voru ýmis önnur mál sein tengdust ölvun, t.d. voru 79 líkamsárásir kærðar og og 103 skemmdarverk, sem í mörgum tilfellum má rekja til ölvunar. Þá þurftu 277 bíleigendur að horfa á eftir bílnúmerum sínum, sem voru klippt af vegna þess að ekki var mætt í aðalskoðun, 75 vegna þess að bifreiðaskattar voru ekki greiddir og 78 vegna þess að lögboðnar tryggingar féllu úr gildi. eru fyrir hraðakstur og er talið að aukið eftirlit lögreglu hafí haft DENZEL * 'vi?***V \ ..* **> * V *•* f *V* v " " I ■ ' ■ ■' c ’• Mm RETTVISIN HEFUR EIGNAST NÝJAN ÓVIN DENZEL WASHINGTON (CRIMSON TIDE) ÞARFAÐ KLJÁST VIÐ SKÆÐASTA FJÖLDAMORÐINGJA SÖGUNAR! MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR IHÁSKÓLABÍÓI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.