Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D tvgmiliffifrifc STOFNAÐ 1913 14. TBL. 84. ARG. FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Talið að mikið mannfall hafi orðið í Pervomaískoje sem Rússar hafa nánast jafnað við jörðu Hóta því að átökin breiðist frekar út Moskvu, Istanbúl, London, TsjVtsjinju, skammt frá Pervomaiskoje. Reuter. HERSTJÓRNANDI tsjetsjenskra uppreisnarmanna hótaði því í gær að sjálfstæðir hópar uppreisnar- manna kynnu að færa átökin í Tsjetsjníju enn frekar inn í Rúss- land. Talsmaður r-ússnesku stjórn- arinnar lýsti því yfir í gær að látið hefði verið af frekari tilraunum til að frelsa gíslana sem eru í haldi tsjetsjenskra skæruliða í bænum Pervomaiskoje. „Ákvörðun hefur verið tekin um að ljúka aðgerð- inni," sagði talsmaðurinn. Gerðu Rússar geysiharðar árásir á bæinn í gær og er nær engin von til að þeir sem þar eru, lifi þær af. I gærkvöldi var óljóst hvort Rússar hefðu tekið bæinn en þeir segja að tekist hafi að bjarga 28 gíslum. í gærkvöldi sögðu gíslatakarnir á Svartahafi að þeir kynnu að sleppa öllum 200 gíslunum af farþegaskip- inu Avrasíu, sem þeir tóku í fyrra- kvöld, kæmust þeir óáreittir til Ist- anbúl. Neitar aðild að gíslatöku Aslan Maskhadov, herstjórnandi Tsjetsjenaleiðtogans Dzhokars Dúdajevs og aðalsamningamaður hinna mörgu uppreisnarhópa Tsjetsjena er samið var um vopna- hlé í júlí, sagðist í gær ekki hafa átt neinn þátt í gíslatökumálunum Mögulegt að gísl- ar á Svartahafi verði látnir lausir í Dagestan og á Svartahafi. Hann sagðist heldur ekki hafa staðið fyr- ir brottnámi 30 Rússa í Grosní á þriðjudag en markmiðið með þeirri aðgerð hefði verið að þvinga Rússa til að leyfa Salman Radújev og mönnum hans, er enn halda tugum gísla í Dagestan, að fara til Tsjetsjníju. Sjálfstæðir hópar upp- reisnarmanna hefðu verið að verki. Maskhadov, sem er fyrrverandi Hðsforingi í her Sovétríkjanna gömlu og barðist í Afganistan, var- aði stjórnina í Kreml við í gær. „Ægilegasta stund átakanna er að renna upp, þegar þau breiðast út yfír landamæri Tsjetsjníju," sagði hann. „Það kæmi mér ekki á óvart ef einn af hópunum okkar birtist fljótlega í Mozdok, Vladíkavkaz, Saratov, Moskvu eða Astrakan". Gagnrýna Tyrki Öryggisráðstafanir voru hertar á flugvöllum Moskvu í gær vegna gíslatökumálanna. Aðstoðarlög- reglustjórinn á Séremetévo-flugvelli sagði að fjölgað hefði verið í lögregl- uliði á öllum vegum er lægju til vallarins. „Eftirlitsmenn kanna alla grunsamlega bílaumferð og skilríki ökumanna," sagði hann. Rússar sögðust í gær hafa oftar en einu sinni varað tyrknesk stjórn- völd við því að útlægir Tsjetsjenar þar í landi gætu gripið til hryðju- verka en stjórnvöld í Ankara hefðu hundsað þær viðvaranir. Jafnframt var gefið í skyn í Moskvu að menn Dúdajevs hefðu fengið að þjálfa sig í Tyrklandi og fengið þar lyf án þess að reynt hefði verið að grípa inn í. . Mannræningjarnir á Svartahafi, sögðu í gær að eina ósk þeirra væri sú að öryggissveitir hefðu ekki afskipti af gíslamálinu. „Við erum ekki morðingjar," sagði einn þeirra. Yfírmaður tyrknesku leyni- þjónustunnar, Sonmez Koksal, hét hópnum því að skipið gæti haldið óáreitt til Istanbúl. Harkalegar aðgerðir Rússa gegn Tsjetsjenum nú vekja æ meiri áhyggjur á Vesturlöndum og gætu valdið því að þeir fengju ekki aðild að Evrópuráðinu. I næstu viku verða á þingi ráðsins greidd at- kvæði um umsókn Rússa sem hafa haft áheyrnarfulltrúa frá 1992. Ákvörðun var frestað í fyrra vegna óánægju með mannréttindabrot Rússa í Tsjetsjníju. ¦ Aðild Rússa/17 ¦ Flugskeyti og þungavopn /18 RÚSSNESKIR sérsveitarmenn taka sér hlé frá bardögum við bæinn Pervomaiskoje í gær. Skömmu síðar skutu Rússar Grad- flaugum að bænum en þær valda gífurlegri eyðileggingu. Grískir sósíalistar velja leiðtoga Fjórir sækjast eftir embættinu Aþena. Reuter. GRÍSKI sósíalistaflokkurinn (PA- SOK) hyggst kjósa eftirmann Andreas Papandreou forsætisráð- herra á þingflokksfundi í dag. Papandreou sagði af sér í byrjun vikunnar en hann hefur legið al- varlega veikur á sjúkrahúsi um nokkurt skeið. Fjórir frammámenn í flokknum hafa lýst því yfir að þeir gefi kost á sér í embætti flokksleiðtoga og forsætisráðherra; Gerassimos Ars- enis, fyrrum varnarmálaráðherra, Costas Simitis, fyrrum iðnaðarráð- herra, Yannis Charalambopoulos, fyrrum varnarmálaráðherra, og Akis Tsohatzopoulos innanríkis- ráðherra. Ekki er búist við að fleiri flokks- menn gefi kost á sér. írakar fallast á að i ræða olíusölu við SÞ Reuter Baghdad. Reuter. ÍRAKAR eru reiðubúnir að ganga til viðræðna við Sameinuðu þjóð- irnar um olíusölu án skilyrða, að sögn hinnar opinberu fréttastofu landsins, INA. „írakar munu bregðast yið áskorun um að mæta til viðræðna um olíu í skiptum fyrir mat og lyf, svo fremi sem það verður eng- um skilyrðum háð," hafði frétta- stofan eftir Tareq Aziz, aðstoðar- forsætisráðherra. Kvaðst Aziz hafa beðið sendiherra íraks hjá SÞ að koma þessu á framfæri við Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóra SÞ. ¦ Saddam segir/21 SILVIO Berlusconi lítur um ðxl í réttarsal í gær. Réttarhöldum yfir honum og tíu öðrum var frestað um IV2 viku. Berlusconi fyrir rétti Mílanó. Reuter. SILVIO Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra ítalíu, kom í gær fyrir rétt í Mílanó vegna ákæru um spillingu. Auk Berl- usconis eru bróðir hans, Paolo, og níu aðrir ákærðir í málinu en aðeins fjórir úr hópnum voru viðstaddir réttarhöldin. Berlusc- oni var brosmildur og afslappað- ur þegar hann kom til réttarins. Hann ítrekaði sakleysi sitt í sam- tali við fréttamenn og veitti eig- inhandaráritanir í réttarhléi. Réttarhöldunum var í gær frestað til 26. janúar nk. „Ég tel mig ekki vera sakborn- ing," sagði Berlusconi. „Þjóðin veit hverjir eru sekir og hverjir eru fórnarlömb, hverjir eru góð- ir og hverjir vondir. Fólk veit fullvel hvað er að gerast." Þeir þrír sem mættu til réttar- ins í gær eru skattaeftirlitsmenn en á meðal þeirra sem kusu að sitja heima var skattaráðgjafi Fininvest, fyrirtækjasamsteypu Berlusconis. ForsvarsmennFin- invest eru sakaðir um að hafa greitt skattaeftirlitsmönnum mútur. Op ræn- ingjaí réttarsal Ósló. Reuter. NORSKUR dómstóll dæmdi í gær fjóra menn til fangavistar fyrir að stela málverki Edvards Munchs, „Ópinu", og reyna að selja það. Einn sakborninga, Paal Enger, grýtti vatnskönnu í gólf réttarsalarins er dómur var kveðinnupp og æpti: „Ég er saklaus. Ég hef aldrei stolið neinu málverki." Varð að draga Enger út úr réttarsaln- um. Réttarhöldin yfir fjórmenn- ingunum hafa staðið í fjóra mánuði. Hinn 28 ára gamli Enger, sem talinn er höfuð- paurinn, var dæmdur í sex ára og þriggja mánaða fangelsi og William Aasheim, sem er tví- tugur, hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm. Þá voru tveir aðrir menn dæmdir í fjög- urra og tveggja ára fangelsi fyrir að selja stólna muni og hafa lagt á ráðin um sölu „Ópsins". Fjórmenningarnir hafa áfrýjað dómnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.