Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 39
ÉG FRÉTTI af því
að Páll Pétursson, fé-
lagsmálaráðherra, hefði
verið að segja ræningja-
sögur á Alþingi nú fyrir
jólin og hefði ég verið
í aðalhlutverki og aðrir
lögmenn landsins í
aukahlutverkum en
sögusviðið hefði verið
Akureyri, staður, sem
ráðherrann skildi ekki í
að nokkur þyrði að
koma til á bifreið. í
fyrradag fékk ég ræn-
ingjasögu ráðherrans á
prenti frá Alþingi og
ætla ég að gera hana
að umræðuefni hér á
eftir. Mér skilst að sag-
an hafi verið spiluð í útvarpi og sjón-
varpi en til öryggis læt ég hana fljóta
hér með ef hún hefði farið framhjá
einhveijum:
„Það þarf líka að setja þak á inn-
heimtukostnað lögmanna og ég hef
skrifað dómsmálaráðherra bréf þar
sem ég hef vakið athygli hans á því
að ég telji mjög nauðsynlegt að setja
þak á innheimtukostnað lögmanna.
Og ég gæti sagt margar ræningja-
sögur af því hvernig lögmenn hafa
hagað sér í innheimtu. Eg hef frétt
af bílastæðasekt upp á 800 kr. norð-
ur á Akureyri sem endaði með því
að verða 40 þús. þegar hún var búin
að fara í gegnum klærnar á ræningj-
unum. Önnur saga um bílastæða-
sekt, líka frá Akureyri. Ég skil ekki
að nokkur maður þori að koma til
Akureyrar á bíl. Hún varð að 36
þús. Þetta er fín landkynning. En
það eru ræningjar víðar en á Akur-
eyri. Þeir eru líka héma í borginni.“
Ég sé um innheimtu bílastæða-
sekta á Akureyri og verð því að taka
þetta til mín. Ráðherrann segir að
ég hafí fengið til innheimtu 800 kr.
bílastæðasekt, sem umsvifalaust hafi
orðið 40.000 kr. eftir að krafan hafði
farið í gegnum klærnar á „ræningj-
unum“, þ.e. að lögmaðurinn hafí þá
sjálfsagt lagt kr. 39.200 á kröfuna
sem innheimtuþóknun.
Sem betur fer er það ekki algengt
að stöðumælamálin verði að slíkum
fjárhæðum sem félagsmálaráðherra
tilgreinir en það er engu að síður
til. Til þess að athuga hvaða „ræn-
ingjar“ koma við sögu þá ætla ég
að sundurliða hlutfalislega það mál
sem mestum kostnaði hefur safnað
og félagsmálaráðherr-
ann er sjálfsagt að vitna
til:
Vinnalögmanns: 19% af heild-
arkröfu
Gjöld til ríkisins 15% af heild-
arkröfu
Annar útlagður kostnaður lög-
manns við
innheimtuna 62% af heildarkr-
öfu
Höfuðstóll og vext- 4% af heild-
arkröfu
Annar útlagður
kostnaður er vegna
vinnu ýmissa aðila m.a.
við að finna og ná bíln-
um til að bjóða hann
upp. í þetta fór gífur-
legur tími og fyrirhöfn,
sem lögmaðurinn varð að greiða fyr-
ir.
Athyglisvert er að ríkið á 15% af
kröfunni en lögmaðurinn fær ekki
nema 4% meira í sinn hlut en hann
er þó búinn að leggja mikla vinnu í
málið og hefur borið ábyrgð á því.
Ef ráðherrann vill raunverulega
lækka innheimtukostnað en ekki
bara vaða upp á lögmenn með
skömmum einungis vegna þess að
hann heldur að það sé vinsælt meðal
kjósenda, þá gæti hann litast um í
eigin glerhúsi. Þar gæti hann barist
fyrir því að lækka gjaldskrá ríkisins
sem heitir Lög um aukatekjur ríkis-
ins en skv. þeirri gjaldskrá leggjast
háar íjárhæðir á t.d. innheimtumál
á ýmsum stigum þeirra, hann gæti
lækkað gjöld fyrir þinglýsingar og
lækkað stimpilgjöld og hann gæti
aflagt virðisaukaskatt á þóknun lög-
manna og væri þá margt unnið.
Ráðherrann segir í öfugmælatóni
að „þetta sé fín landkynning" og
gefur í skyn að slík mál sem stöðu-
mælasektir verði ekki að slíkum fjár-
hæðum erlendis. Þessi fullyrðing er
alröng. Ráðherrann fær e.t.v. ein-
hvern tíma að vera utanríkisráðherra
og þá kemst hann að því að stöðu-
mælasektir eru margfaldaðar í ná-
grannalöndum ef þær eru ekki
greiddar á réttum tíma. Ef ráðherr-
ann færi til Bandaríkjanna og safn-
aði þar stöðumælasektum myndi það
enda með því að leysa þyrfti ráðherr-
ann út úr tukthúsi og myndu lög-
menn vafalaust skjótt skjóta saman
í lausnargjaldið.
Ráðherrann segir ennfremur: „Ég
skil ekki að nokkur maður þori að
Félagsmálaráðherra
getur barist fyrir því,
segir Þorsteinn
Hjaltason, að gjaldskrá
fyrir aukatekjur
ríkisins lækki.
koma til Akureyrar á bíl.“ Ég hlýt
að skilja þessi ummæli svo að ráð-
herrann hræðist það að fá stöðu-
mælasekt ef hann kæmi á bílnum
sínum til Akureyrar. Ráðherranum
hefur e.t.v. ekki dottið það í hug en
hann sleppur alveg við slík vandræði
ef hann greiðir í stöðumælinn og
geri ég það að tillögu minni að hann
sannreyni þetta næst þegar hann
kemur til Akureyrar. Þá kæmist
hann líka að því að gjaldið í stöðu-
mæla á Akureyri er mun lægra en
víða annars staðar. Ef hins vegar
ráðherrann gleymir að greiða í mæl-
inn getur hann búist við að fá gíró-
seðil undir rúðuþurrkuna. Hann gæti
þá greitt þennan gíróseðil eins og
flestir gera eða gert eins og sumir
að greiða hann ekki í von um að
ekkert verði frekar aðhafst í málinu.
Þá fengi hann innan tíðar grænan
B-gíróseðil frá Akureyrarbæ þar sem
hann er beðinn um að greiða gjaldið.
Ef hann skirrist enn við, e.t.v. í von
um að menn gleymi þessu eða nenni
ekki að innheimta ekki hærra gjald,
þá fær hann annan gíróseðil. Að
þessu sinni er gíróseðillinn frá mér,
þ.e.a.s. Almennu lögþjónustunni hf.
A þessum gíróseðli myndi ég segja
ráðherranum að málið sé til lögfræði-
legrar innheimtu hjá mér og væri
hann beðinn um að greiða. Það sem
kæmi ráðherranum e.t.v. mest á
óvart er, að þrátt fyrir að hann hefði
nú þráast við að greiða það lengi að
málið væri komið til lögfræðings, þá
er enginn lögmannskostnaður á mál-
inu, þ.e. ég legg engan kostnað á
málið á þessu stigi og það er ekki
nein sérstök ráðherrameðferð. Svona
er þetta í öllum tilvikum. Gíróseðill-
inn frá Almennu lögþjónustunni hf.
er með nákvæmlega sömu fjárhæð
og gíróseðillinn, sem hann fékk
sendan frá Akureyrarbæ. Ef ráðherr-
ann greiddi nú engu að síður ekki
þennan gíróseðil myndi innheimtu-
þóknun lögmannsins leggjast á málið
og ráðherranum yrði birt greiðslu-
áskorun, sem hann myndi kvitta fyr-
ir móttöku á. Síðan héldi innheimtu-
ferlið áfram og ef hann greiðir ekki
þá myndi það enda með því að bif-
reið ráðherrans yrði seld. Innheimtu-
þóknun sem leggst á málið er ná-
kvæmlega eins upp byggð og gjald-
skrá Lögmannafélags Islands var í
júU 1992.
Ég ætla að ljúka þessum skrifum
með að birta andsvar Steingríms J.
Sigfússonar á Alþingi og vil ég nota
tækifærið og þakka þingmanninum
fyrir að taka upp hanskann fyrir
mig og reyndar fleiri, sem hrakyrtir
eru í ræningjasögu ráðherrans, en
svo mæltist Steingrími:
„Varðandi stöðumælasektir vil ég
segja það við hæstv. ráðherra að það
þýðir ekkert fyrir hann að vera í
fýlu við Akureyringa þó hæstv. ráð-
herra hafí gleymt að borga þar í
stöðumæli og síðan trassað að greiða
sektina þangað til að hún var komin
í 40 þús. kr. Þetta segir auðvitað
bara meira um óráðsíu hæstv. ráð-
herrans í persónulegum fjármálum
eða vinar hans sem hann hefur þá
söguna frá, heldur en um Akur-
eyringa. Ég vil láta það koma fram
úr því að vegið er að stöðumælamál-
um á Akureyri að þar er þó enn
hægt að borga í stöðumæli með tíu
króna peningum. Slíkt er ekki í boði
hér syðra. Að þessu leyti er þó sann-
gjarnari gjaldtaka norðan heiða en
annars staðar.“
Höfundur er lögmaður.
BRETTALYFTUR
ÓTRÚLEGT VERÐ!
CML brettalyftur
eru úrvalsvara
á fínu verði.
Þær eru á einföldum
eða tvöföldum
mjúkum hjólum,
sem ekki skaða gólf.
Verð m/vsk frá
Hringás ehf.
Smiðjuvegi 4a, s. 567 7878.
___________AÐSEMPAR GREINAR
Ræningjar og ráðherra
M
Þorsteinn
Hjaltason
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Föstudagsbrids
Bridssambandsins
FÖSTUDAGINN 12. janúar var
spilaður einskvölds tölvureiknaður
Mitchell með forgefnum spilum. 28
pör spiluðu 10 umferðir með 3 spilum
á milli para. Bræðurnir Vilhjálmur og
Þráinn Sigurðssynir gera það ekki
endasleppt þrátt fyrir 77 ára meðalald-
ur. Þeir sigruðu einnig í þessari keppni
fyrir jól og þá með miklum glæsibrag,
eða um 67% skor ef minnið svíkur
ekki umsjónarmann þáttarins.
Hæsta skor í N/S sl. föstudag var
þessi:
Vilhjálmur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson 312
Snorri Karlsson - Sigurbjöm Þorgeirsson 311
3ón Viðar Jónmundss. - Ormarr Snæbjömss. 308
AV
Þórður Sigfússon - Eggert Bergsson 336
Skúli Skúlason - Guðmundur Jónsson 312
Arsæll Vignisson - Páll Þór Bergsson 310
Meðalskor 270.
Vetrar Mitchell BSÍ er spilaður öll
föstudagskvöld í húsnæði BSI að
Þönglabakka 1. Spilaður er einskvölds
tölvureiknaður Mitchell með forgefn-
um spilum. Spiiamennska byrjar
stundvíslega kl. 19.00.
Bridssamband Islands vill þakka
Arnóri Ragnarssyni fyrir samstarfið á
liðnum árum og óskar honum velfam-
aðar á nýju ári.
Bridsfélag Hreyfils
Mánudaginn 8. janúar 1996 hófst
fjögurra kvölda barómeter tvímenn-
ingur með þátttöku 24 para. Staða
efstu para eftir 11 umferðir af 23 er:
Flosi Ólafsson - Sigurður Ólafsson 783
Halldór Magnússon - Valdimar Elísson 717
Jón Sigtryggsson - Skafti Bjömsson 716
Tómas Kristjánsson - Einar Gunnarsson 709
RúnarGunnarsson-BrynjarValdimarsson 705
Flosi og Sigurður fengu 178 yfír
meðalskor síðasta spilakvöld eða
64,7% skor. Halldór og Valdimar voru
með 59,3% skor og Jón og Skafti
59,2%.
Félag eldri borgara í
Reyigavík og nágrenni
Fimmtudaginn 11. janúar spiluðu
nítján pör tvímenning. Spilað var í
Risinu, Hverfísgötu 105.
A-riðill — 10 pör:
Þorleifur Þórarinssor. - Oliver Kristófersson 143
Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 133
Þórarinn Amason - Bergur Þorvaldsson 123
B-riðill - 9 pör yfirseta:
Fróði Pálsson - Haukur Guðmundsson 126
Rafn Kristjánsson—Tryggvi Gíslason 119
Halla Ólafsdóttir - Þórhildur Magnúsdóttir 1113
Meðalskor 108
Sunnudaginn 14. janúar var spilað
í 10 og 12 para riðlum.
A-riðill — 10 pör:
Baldur Ásgeirsson - Mapus Halldórsson 134
Ingunn Bernburg — Halla Ólafsdóttir 127
Þórarinn Ámason - Bergur Þorvaldsson 122
Meðalskor 108
B-riðill — 12 pör:
Böðvar Guðmundss. - Sæmundur Bjömss. 213
Lárus Arnórsson - Ásthildur Sigurgíslad. 190
Þorleifur Þórarinsson - Oliver Kristófersson 182
Ragnar Halldórsson - Oddur Halldórsson 176
Meðalskor 165
Sveitakeppnin hefst sunnudaginn
28. janúar. Látið skrá ykkur sem fyrst
í síma 557-5232, Bergur.
Virkar m.a. gegn:
Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og
afkastarýrnun.
Einnig gott fyrir aldraða.
Skerpir athygli - eykur þol
Nýr lítill GSM
q kynningarver&i
Audiovox GSM - 650
263 g með rafhlöðunni
sem fylgir símanum •
Rafhlaða endist í 70 mín.
samtal eða 18 klst. bið •
Tekur stórt kort
PÓSTUR OG SÍMI
Söludeild Ármúla 27, sími 550 780
Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, sími 550 667C
Söludeild Kringlunni, sími 550 6690
Póst- og símstöðvum um land allt