Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Herra biskup er að biðja um uppskriftina Bjarni minn . . .
Aðili máls má kæra ákvörðun lægra setts stjórnvalds
Æðra stjórnvaldi skylt
að endurskoða ákvörðun
MORGUNBLAÐIÐ greindi í gær
frá tveimur stjómsýslukærum sem
lagðar hafa verið fram, hvor til
síns ráðuneytis. Ferðafélag íslands
hefur kært hreppsnefnd A-Húna-
vatnssýslu til umhverfísráðuneytis
og Bjami Sveinsson hefur kært
bæjarráð Akraness til félagsmála-
ráðuneytis. í skýringarriti forsætis-
ráðunejdisins við stjómsýslulög
sem gefið var út 1994, en lögin
tóku gildi 1. janúar það ár, segir
að stjórnsýslukæra sé eitt af þeim
úrræðum sem fyrir hendi em til
að fá stjórnvaldsákvörðun endur-
skoðaða hjá öðra stjórnvaldi en því
sem ákvörðunina tók, en markmið
laganna sé fyrst og síðast að stuðla
að auknu réttaröryggi í stjórnsýsl-
unni. Orðrétt segir: „Með stjórn-
sýslukæra er átt við það réttarúr-
ræði þegar aðili máls eða annar sá
sem kærurétt á skýtur stjórnvalds-
ákvörðun til æðra stjórnvalds sem
skylt er að endurskoða ákvörðun-
ina.“
Aðila máls er almennt heimilt
að bera stjómvaldsákvörðun undir
dómstóla og gera kröfu um að hún
verði ógilt. í skýringarritinu segir
að stjómsýslukæra hafí hins vegar
að sumu leyti kosti umfram þá leið;
hún sé ódýr, skilvirk og einföld leið
til að fá ákvörðun endurskoðaða.
Þá hafi æðri stjórnvöld yfirleitt
nokkuð rúma heimild til að endur-
skoða matskenndar ákvarðanir
lægri stjórnvalda, auk þess sem þau
hafi ekki einasta vald til þess að
fella ákvörðun niður, heldur oftast
að auki vald til þess að taka nýja
ákvörðun í staðinn.
Æðra stjórnvaldi ber
að leiðbeina
í kafla um form og efni kæru
er m.a. vitnað í álit umboðsmanns
Alþingis. Þar segir: „Samkvæmt
almennum reglum stjórnsýsluréttar
verða ekki gerðar strangar kröfur
til forms eða framsetningar mál-
skots til æðra stjórnvalds. í því
sambandi er nægjanlegt að aðili,
sem ekki unir ákvörðun lægra setts
stjómvalds, tjái æðra stjómvaldi
þá afstöðu sína, hvort sem er skrif-
lega eða munnlega. Ekki er því
þörf á, að aðili tilgreini erindið sem
„stjórnsýslukæru", þar sem það
ræðst af efni erindis hveiju sinni,
hvort fara beri með það sem kæru.
Telji æðra stjómvald vafa leika á,
hvort aðili vilji kæra ákvörðun, ber
því að leiðbeina honum og ganga
úr skugga um, hvort hann æski
þess að fá málið endurskoðað með
stjómsýslukæra.“
Málsaðili verður að eiga
verulegra hagsmuna að gæta
Stjórnsýslulögin mæla ekki fyrir
um hveijir eigi kærurétt. Líta verð-
ur til þess hvort hlutaðeigandi eigi
einstaklegra og veralegra hags-
muna.að gæta við úrlausn málsins,
„en af því leiðir að ávallt verður
að meta heildstætt hversu veruleg-
ir hagsmunimir eru og hversu náið
þeirtengjast úrlausn málsins," seg-
ir í kafla um kæruaðild.
Stjórnsýslukæra sem uppfyllir
öll skilyrði leggur skyldu á æðra
stjómvald að taka hina kærðu
ákvörðun til endurskoðunar. Æðra
stjómvaldi er því t.d. óheimilt að
vísa máli frá af þeirri ástæðu að
„óheppilegt eða óæskilegt" teljist
að endurskoða ákvörðunina.
Ákvörðun ekki kærð fyrr
en mál er til lykta leitt
Um kæruheimild segir almennt
að aðila máls sé heimilt að kæra
stjórnvaldsákvörðun til æðra
stjórnvalds til þess að fá hana fellda
úr gildi eða henni breytt nema
annað leiði af lögum eða venju.
Ákvörðun, sem ekki bindi enda á
mál, verði ekki kærð fyrr en málið
hafí verið til lykta leitt.
Stjórnvaldsákvörðun lægra setts
stjórnvalds má kæra til ráðherra á
grandvelli almennrar kæruheimild-
ar í stjórnsýslulögum. Hins vegar
verður stjórnvaldsákvörðun sjálf-
stæðrar ríkisstofnunar eða sjálf-
stæðrar stjórnsýslunefndar ekki
kærð til æðra stjórnvalds nema Iög
mæli sérstaklega fyrir um það. Þá
er á það bent að vegna reglu um
sjálfsstjóm sveitarfélaga verði að
telja meginregluna þá að stjórn-
valdsákvörðun sveitarfélaga sæti
ekki stjórnsýslukæra til ráðherra
nema fyrir sé að fara lagaheimild
til þess. Fram er tekið að víða í
lögum séu lögfestar slíkar kæru-
heimildir. Stundum getur óvissa
risið um það til hvaða stjórnvalds
kæra beri ákvörðun. Slík óvissa
geti t.d. risið þegar lög mæli ekki
fyrir um hvaða ráðherra fari með
yfírstjórn umræddra mála. Ræðst
það þá af reglugerð um Stjórnarráð
Islands. Þyki vafí leika á undir
hvaða ráðuneyti stjómarmálefni
heyri samkvæmt reglugerðinni
sker forsætisráðherra úr.
Ákvarðanir lægra setts
stjórnvalds kærðar
til ráðherra
í kafla um það hvert ákvörðun
verði skotið segir að þegar sér-
stakri kærunefnd hafí verið komið
á fót, og úrskurðarvald í vissum
málum fært frá ráðuneyti til slíkrar
nefndar, geti leikið vafí á um vald-
mörk ráðherra og kærunefndarinn-
ar. Meginreglan sé sú að ráðherrar
fari með yfírstjórn stjórnsýslunnar
nema hún sé að lögum undanskilin.
Til ráðherra verði því væntanlega
kærðar allar stjórnvaldsákvarðanir
lægra settra stjómvalda sem skýr-
lega hafi ekki verið undanþegnar
valdi hans.
Endurmenntunarstofnun Hl
Nám í markaðs-
og útflutnings-
fræðum í boði
Ingjaldur Hannibalsson
NÝLEGA var ákveðið
að bjóða upp á nám
í markaðs- og' út-
flutningsfræðum á vegum
Endurmenntunarstofnunar
Háskóla íslands. Fram að
þessu hefur stofnunin stað-
ið fyrir einstökum nám-
skeiðum á þessu sviði, en
þama er um að ræða eins
árs nám í margvíslegum
greinum.
Ingjaldur Hannibalsson
hefur unnið undirbúningi
og mótun námsins ásamt
fleirum. Þá hefur hann
kennt námskeið í útanríkis-
verslun við Viðskipta- og
hagfræðideild Háskólans,
sem mun verða mikilvægur
þáttur í þessu námi.
Að sögn Ingjalds mun
kennsla hefíast um mán-
aðamótin febrúar mars.
Hann segir að það veiti engin sér-
stök réttindi. Aftur á móti sé þetta
nám á háskólastigi þar sem tekin
séu próf í lok hvers áfanga og
fólk fái skírteini þegar það útskrif-
ast.
Ingjaldur er fyrst spurður að
því hver aðdragandinn hafi verið.
„Undirbúningur hefur staðið í
langan tíma. Endurmenntunar-
stofnun hefur í nokkur ár boðið
upp á lengra nám í rekstrar- og
viðskiptafræðum og sjávarútvegs-
fræðum fyrir fólk úr atvinnulífinu.
Mjög oft hefur verið boðið upp á
nám í þessum greinum og hefur
eftirspurn verið mikil. Það var svo
talinn vera grandvöllur fyrir námi
af svipaðri Iengd í markaðs- og
útflutningsfræðum. Fyrir utan of-
antalin námskeið hefur Endur-
menntunarstofnun boðið upp á
lengra nám í heilsuhagfræði. Ánn-
ars hafa námskeiðin verið styttri."
I hverju felst námið?
„Byijað er á því að kynna fyrir
nemendum atriði í sambandi við
framsetningu ritaðs máls, munn-
lega tjáningu og upplýsingaöflun.
Eftir það verður farið yfír rekstr-
arhagfræði, markaðsfræði, mark-
aðsathuganir, sölustjórn, sölu-
tækni, flutningafræði, fjármál
milliríkjaviðskipta og loks utanrík-
isverslun.
Nemendur geta þar fyrir utan
tekið valnámskeið í tungumálum
sem höfða til viðskiptalegra þarfa
og er þar valið um ensku, þýsku
eða frönsku. Þá stendur þeim til
boða að fara í kynnisferð til Evr-
ópu þar sem þátttakendur munu
kynnast því helsta sem fyrirtæki
eru að gera á sviði markaðsmála
og milliríkjaviðskipta. Einnig
munu þeir kynnast
þeirri þjónustu sem fyr-
irtæki fá á þessu sviði.
Hveijir standa fyrir
þessu námi?
„Skipuð var fimm
manna nefnd sem held-
ur utan um þetta með fulltrúum
frá Endurmenntunarstofnun, Há-
skóla íslands, Tækniskóla íslands,
Útflutningsráði íslands og ís-
lenska markaðsklúbbnum eða
ímark. Framkvæmdaaðilinn er svo
Endurmenntunarstofnun. “
Hvernig fer kennsla fram?
„Það er kennt síðdegis á
fimmtudögum, föstudögum og
stundum á laugardögum. Gert er
ráð fyrir því að fólk geti stundað
námið með vinnu. Þess má geta
að allar greinar námsins eru að
langmestu leyti kenndar í hefð-
bundnu námi við Háskóla íslands
og þá fyrst og fremst í viðskipta-
og hagfræðideild. Þama er hins
►ingjaldur Hannibalsson er
fæddur í Reykjavík 1951 og
útskrifaðist úr Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1971. Hann
lauk BS-prófi í eðlisfræði og
stærðfræði frá Háskóla íslands
árið 1974. Þá lauk hann MS-
prófi í iðnaðarverkfræði frá
Ríkisháskólanum í Ohio árið
1975 og doktorsprófi í iðnaðar-
verkfræði frá sama skóla árið
1978.
Ingjaldur var deildarstjóri
tæknideildar Félags íslenskra
iðnrekenda 1978 til 1983, for-
stjóri Iðntæknistofnunar ís-
lands 1983 til 1986, forsljóri
Álafoss hf. 1986 til 1987 og
framkvæmdastjóri Útflutnings-
ráðs íslands 1988 til 1993. Hann
hefur verið stundakennari og
dósent við Háskóla íslands frá
1978 og dósent í fullu starfi frá
1993.
vegar verið að gefa fólki sem ekki
stundar hefðbundið nám í Háskól-
anum tækifæri til að auka mennt-
un sína á þessu sviði.“
Er þetta dýrt?
„Kostnaðurinn við námið fyrir
hvem nemanda eru 145 þúsund
krónur og 25 þúsund krónur til
viðbótar fyrir hvert tungumála-
námskeið. Það er alveg sambæri-
legt við önnur námskeið sem End-
urmenntunarstofnun býður upp
á.“
Hefur fólk sýnt þessu áhuga?
„Umsóknarfresturinn er ekki
ennþá útranninn, en það er komið
á fjórða tug umsókna og okkur
sýnast viðbrögðin vera mjög góð.
Það kemur ekki á óvart
þegar mið er tekið af
því að við lifum á tímum
aukinnar samkeppni og
að sífellt er lögð meiri
áhersla á góða markaðs-
setningu. Það er alveg
óumdeilt að mjög mikilvægt er að
auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar
og aukin þekking sem flestra á
utanríkisverslun og markaðssetn-
ingu erlendis hlýtur að stuðla að
því.“
Til hverra höfðar námskeiðið?
„Við setjum þau inntökuskilyrði
að fólk hafí stúdentspróf eða aðra
sambærilega menntun, tveggja
ára starfsreynslu í atvinnulífinu
og geti lesið og skilið ensku. Við
teljum þetta áhugavert fyrir fólk
sem lokið hefur námi í öðram
greinum en viðskiptafræði. Einnig
fyrir fólk sem starfar að markaðs-
málum eða vill hasla sér völl á því
sviði.“
Sífellt meiri
áhersla er
lögð á mark-
aðssetningu