Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 60
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 jlpVectraP^ ^ Töivu- og Bksímalagnir PJ frá AT&T Ufif <Q> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Strætisvagnar Reykjavíkur Farþegum fjölgaði um tæp 3% FARÞEGUM Strætisvagna Reykjavíkur fjölgaði um tæp 3% á síðasta ári, að sögn Lilju Olafs- dóttur, forstjóra SVR. Að sögn Lilju fjölgaði farþeg- um um rúm 200 þús. á síðasta ári og voru um 7.324.000 en árið 1994 voru þeir um 7.118.000. „Þetta er skemmtilegt með tilliti til þess að meira seldist af bflum á síðasta ári,“ sagði hún. Botninn 1991-1992 „Það hefur verið og er tenging á milli bílaeignar landsmanna og notkunar á almenningssamgöng- um. Vera má að heilsubylgja hafi gripið um sig eða fólk er með næmari kostnaðarvitund." Lilja sagði að á undanförnum árum hafi farþegum fjölgað lítil- lega eða frá árunum 1991 og 1992 en þá hafi botninum verið náð með 6,6-6,8 milljónir far- þega. Árið 1993 voru farþegar 7 millj. en 7,1 millj. árið 1994 og 7,3 millj. eins og fyrr segir árið 1995. Af farþegum árið 1995 voru börn 7,3%, unglingar 12-15 ára voru 13,5%, aldraðir og öryrkjar voru 15% og aðrir 64,2%. Borgarkringlan riftir leigusamningi 10-11 lokaðað kröfu Kring’lunnar SAMNINGAR hafa tekist um að 10-11 versluninni í Borgarkringl- unni verði lokað og fær fyrirtækið bætur frá húseigendum fyrir riftun á leigusamningi sínum til tíu ára. Þetta er liður í samstarfssamningi eigenda Borgarkringlunnar og hús- félagsins í Kringlunni sem nú er í burðarliðnum. Þar er sem kunnugt er gert ráð fyrir sameiginlegri yfir- stjórn húsanna og verulegri upp- stokkun á verslunarrekstri í Borg- arkringlunni. „Samningaviðræður hafa staðið yfir undanfarið ár og að lokum fékk ég tilboð sem erfitt var að hafna,“ sagði Eiríkur Sigurðsson, kaupmaður í 10-11 í samtali við Morgunblaðið. „Ég tel skynsam- legra fyrir mig að fá bætur fyrir þessa hluti og eyða orkunni í upp- byggingu fleiri búða, frekar en að berjast við þau öfl sem þarna eru. Aðilar í Kringlunni hafa ekki verið reiðubúnir að leyfa mér að taka þátt í þessari uppbyggingu. Mér hefur verið tilkynnt að sameining Kringlunnar og Borgarkringlunnar verði ekki að veruleika nema ég fari út. Hann sagði búðina í Borgar- kringlunni hafa gengið vel og um 32% veltuaukning hefði orðið á sl. ári frá árinu á undan. „Mér hefur líkað vel að vera þarna og við lögð- um mikla vinnu í að byggja búðina upp. Hins vegar ætla ég að finna nýjan stað fyrir búðina í nágrenni við Borgarkringluna,“ sagði Eirík- ur Sigurðsson. ■ 10-ll/6b Aftakaveður í Hnífsdal TÖLUVERT tjón varð á húsum og bílum í Hnífsdal í aftakaveðri í gærmorgun. Bilskúr fauk á næsta hús, að minnsta kosti fimm bílar skemmdust, járn fauk af húsum og rúður brotnuðu og stúlka slasaðist er hún fauk á bíl. I fyrrinótt brast hann á með sunnan hvassviðri og voru átta til níu vindstig við landið vestan- vert. Vindurinn nær sér upp í Hnifsdal í þeirri átt og varð mjög hvasst í verstu vindhviðun- um. Veðurstofan hefur ekki vindmæli í Hnífsdal og er því ekki vitað nákvæmlega hvað vindurinn var mikill. Á stærri myndinni eru björgunarsveitar- menn að negla fyrir glugga þar sem rúður höfðu brotnað og festa járnplötur, en á minni myndinni sést hvernig þíðan í gærmorgun kom af stað grjót- hruni á veginum um Óshlíð. Þessi björg höfnuðu á veginum skammt frá einum vegskálanum. ■ Tjónáeignum Morgunblaðið/Þorkell Bakkavör til Reykja- nesbæjar BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar samþykkti á fundi í fyrrakvöld að leigja fiskvinnslufyrirtækinu Bakka: vör hf. frystihús í eigu bæjarins. í kjölfarið mun fyrirtækið flytja hluta starfsemi sinnar til Reykjanesbæjar og skapa um 15 ný ársverk í bæn- um. Þá á Bakkavör í viðræðum við Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar um að flytja alla starfsemi sína til bæjarinns. Frystihúsið er um 1.600 m2 að stærð og hefur það staðið autt um __nokkurt skeið. Ágúst Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bakkavarar, segir að þessi leið hafi verið valin til að leysa húsnæðisvanda fyrirtækisins, en núvettodi húsnæði þess hafi verið orðið of lítið. Nú sé unnið að því að koma frystihúsinu í gagnið og gerir Ágúst ráð fyrir því að starfsemi þar muni hefjast upp úr mánaðamótum. Flytja út hrogn Jafnframt sé verið að kanna hvort fysilegt sé fyrir fyrirtækið að flytja alla starfsemi sína til Reykjanesbæj- ar. Það sé þó ljóst að núverandi ’^'líúsnæði þar muni ekki nægja undir alla starfsemi þess og því þurfi að ráðast í einhvetjar byggingafram- kvæmdir ef af flutningum verður. Bakkavör er í eigu nokkurra ein- staklinga auk Granda hf. sem á 40% hlut. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og útflutningi á hrognum og eru starfsmenn þess að jafnaði um 35 " taisins. Velta fyrirtækisins nam um 330 milljónum króna á síðasta ári. Samgönguráðherra Samkeppni umGSM frá 1998 HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra segist ekki vilja opna fyrir samkeppni í farsímakerfinu strax og segir breytingu Pósts og síma í hlutafélag forsendu aukinnar sam- keppni. Reglur ESB um frelsi í rekstri farsímakerfa, sem eiga að taka gildi á næstu vikum, gætu orðið hluti samningsins um Evrópskt efnahags- svæði. Það fer þó líkast til eftir af- stöðu EFTA-ríkjanna. Evrópusambandið mun leyfa fijálsa samkeppni í símakerfinu frá 1. janúar 1998, með þeirri undan- tekningu að nokkur aðildarríki fá aðlögunartíma. EFTA-ríkin, ísland þeirra á meðal, hafa jafnframt lýst því yfir að þau muni gefa fjarskipta- þjónustu frjálsa á sama tíma. Ekki í stakk búnir nú Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði við Morgunblaðið að ís- land væri ekki í stakk búið til að gefa farsímaþjónustu fijálsa eftir nokkrar vikur. „Ég hef gert ráðstaf- anir til að setja fullan kraft á undir- búning þess að við séum undir það búnir að standa við 1. janúar 1998 og hef ekki útilokað að samkeppni geti orðið fyrr,“ sagði ráðherra. ■ Höldum okkur við/6 Fyrirtækin eiga 1,3 milljarða hjá Tryggingastofnun KRISTJÁN Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna segir að fyrirtækin í landinu hafí átt 1.373 milljónir króna í sjóði hjá Tryggingastofnun ríkisins í árs- lok 1994. Sjóðurinn hafí alfarið orðið til vegna tryggingagjalds sem innheimt er af fyrirtækjunum í landinu. Kristján segir að það skjóti þess vegna skökku við að nú sé áformað að leggja ný gjöld á sjávar- útveginn til þess að ná til baka þeirri upphæð sem Tryggingastofn- un endurgreiðir útgerðarmönnum vegna aflahlutar fyrstu tvo mánuð- ina sem sjómenn eru frá vinnu vegna slysa til sjós. Á síðasta ári var þessi upphæð um 128 milljónir króna. I frumvarpi um ráðstafanir í rík- isfjármálum er ráðgert að inn- heimta sérstakt iðgjald af útgerðar- mönnum vegna aukatryggingar sjómanna til að mæta útgjöldum Tryggingastofnunar vegna greiðslu á kaupi og aflahlut sjó- manna sem njóta slysatrygginga- bóta. „Samkvæmt okkar upplýsingum frá Tryggingastofnun hefur vara- sjóðurinn ekki rýrnað á árinu 1995. Átvinnureksturinn á því þarna í sjóði 1.373 milljónir króna. Samt er rætt um að leggja á ný gjöld. Það getur ekki verið til þess að standa undir greiðslum vegna slysatryggingabóta. Við teljum því að áður en til þess kemur að leggja þurfi sérstakt gjald á vegna þessar- ar tilteknu endurgreiðslu þurfi fyrst að eyða sjóðnum,“ sagði Kristján. Á síðasta ári endurgreiddi Tryggingastofnun útgerðarmönn- um 128 milljónir króna vegna afla- hlutar sjómanna sem slasast höfðu til sjós og um níu milljónir króna vegna dagpeninga en samsvarandi upphæðir fyrir 1994 voru 110 millj- ónir vegna aflahlutar og um 10 milljónir króna vegna dagpeninga. ■ Rættum/30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.