Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 17 ÚR VERIIMU Morgunblaðið/Þorkell UPPLÝSINGAR um framleiðslu, markaði, þróun nýrra afurða, verð á afurðum og gengi gjaldmiðla eru meðal þess, sem rætt er á fundum verkstjóra frystihúsa innan SH. Fundirnir eru haldnir í upp- hafi hvers árs og sækja þá allt að 200 manns, bæði verkstjórar, fulltrúar söluskrifstofá og dótturfyr- irtækja erlendis og starfsmenn á skrifstofunum á Akureyri og í Reykjavík. SH stefnir að aukinni framleiðslu á þessu ári „VIÐ efnum til fundar með verk- stjórum frystihúsa innan SH í upphafi hvers árs, til að fara yfir gang mála á nýliðnu ári, meta stöðuna og spá í framtíðina. Sölu- menn okkar erlendis gera grein fyrir gangi mála á mörkuðum okk- ar ytra, farið er yfir gæðamál, þróun afurða og aðra þá þætti, sem máli skipta við framleiðslu, útflutning og sölu sjávarafurða," segir Gylfi Þór Magnússon, einn framkvæmdastjóra SH, í samtali við Verið. Nýlokið er verkstjóra- fundi SH, en nálægt 200 manns sátu fundinn. Gylfi Þór fór á fundinum yfir stöðuna í markaðsmálum, fram- vinduna í fyrra og spáði í framtíð- ina: „Á heildina litið hefur verðlag sjávarafurða síðastliðið ár verið tiltölulega stöðugt. Mikilvægar pakkningar eins og fimm pund og hnakkastykki af þorski hafa staðið óbreyttar í góðu verði í erlendri mynt. Verð á fimm punda pakkn- ingum af ýsu hefur lækkað um 6% í dollurum, en allar ufsapakkn- ingar hafa hækkað í verði, mest fimm punda pakkningin eða um 28% í erlendri mynt. Karfapakkn- ingarnar hafa allar hækkað í verði nema sjófrystur karfi, sem hefur lækkað um 10 til 15% í Japan. Þá hefur verð á grálúðu og rækju hækkað," sagði Gylfi Þór. 80tonn álínuna LÍNUBÁTURINN Vinur landaði 80 tonnum í nú í vikunni eftir sex daga útiveru. „Þetta er góður afli,“ segir Eggert Jónsson hjá Norðurtanga. „Þeir eru veiða það sem ekki er til samkvæmt bókum Hafrann- sóknastofnunarinnar. Það er bull- andi fiskgengd allsstaðar hérna úti fyrir. Hvort sem talað er um frá Húnaflúa, vestur, suður eða austur um land.“ Eggert segir að Vinur hafí landað 65 tonnum í síðustu viku eftir fimm daga útivist. Hann segir að aðrir bátar hafí fiskað vel þegar gefi: „Landróðrarbátamir hafa verið að fá upp í 17 tonn í róðri og fiska vel þegar þeir komast hérna vel út fyrir.“ Fjölmennum fundi med verk- stjórum frysti- húsa SH nýlokið Sveiflur á gengi Hann ræddi einnig um gengis- mál, en nokkrar sveiflur hafa orð- ið á gengi helztu gjaldmiðla síð- ustu mánuðina: „Frá því við kom- um saman í fyrra, hefur Banda- ríkjadollar rýrnað gagnvart krón- unni um ríflega 3%, pundið um 6% ogjapanska jenið um 6%. Þetta eru gjaldmiðlarnir á mikilvægustu markaðssvæðunum okkar. Þýzka markið, franski frankinn og danska krónan hafa styrkzt um 2 til 4%. Ég ætla ekki að spá í gengi erlendra markaða á þessu nýhafna ári, en markaðir okkar búa flestir við efnahagslegt jafnvægi og stöð- ugt verðlag. Nokkur óvissa er reyndar í Japan og virðist það eini markaðurinn, þar sem við getum átt von á verðbreytingum. Ekki er hægt að merkja hækk- anir á afurðaverði á næstunni og því miður er staða nokkurra físki- tegunda og pakkninga veik, eins og sagt er, þegar von er á auknu framboði. Það hefur komið fram að líkur eru á auknum þorskveið- um, en með góðri framleiðslustýr- ingu í landvinnslu, má ef til vill halda núverandi verði. Aðgerðir helztu keppinauta okkar skipta þar þó mestu máli. Framboðið frá þeim er mun meira en okkur. Tek- izt hefur að halda mjög háu verði á ýsu í Bandaríkjunum, en mikill þrýstingur er nú á það verð. Ódýr ýsa er boðin á brezka markaðnum í miklum mæli og leitar hún enn fremur inn á bandaríska markað- inn. Nýrra leiða leitað Leitað er nýrra leiða á öllum vígstoðvum, en árangur krefst mikils sameiginlegs átaks. Hækk- anir á verði ufsapakkninga leiða ekki til framleiðsluauka hjá okkur nema í sérvinnslu, sem í raun er mjög gott. Blokkarframleiðsla minnkar og hefur sterk staða salt- fískvinnslunnar hefur þarna vissu- lega áhrif. Þáttur þróunar á tímum samdráttar í hráefni og rekstrar- erfiðleika er afar mikilvægur. Lyk- ilatriðið er að framleiðslustjórar séu virkir þátttakendur í þróun nýrra afurða og mér heyrist á sölumönnum okkar erlendis að þátttaka framleiðenda í þróunar- samstarfinu skili markvissari nið- urstöðu en oft áður. Því er einnig mikilvægt að þróunarstjórar séu í hveiju húsi. Markaðirnir mismunandi Verkefni okkar úti á mörkuðun- um eru mjög mismunandi eftir fisktegundum og eðli markaðanna. Mikill munur er á því hvaða teg: undir fara á hveija markaði. í Bandaríkjunum er þorskur alls ráðandi og til helminga á móti honum seljum við þar ýsu, ufsa og karfa. I Bretlandi eru þorskur- inn og ýsan mikilvæg, en síld og rækja eru einnig mjög fyrirferðar- miklar þar. Loks eru seldar þar afurðir úr ufsa og karfa, sem framleiddar eru í verksmiðju IFPL í Grimsby. Tegundum, sem seldar eru til Þýzkalands fer fjölgandi. Þangað fer mjög lítið af þorski og ýsu, en uppistaðan í sölunni er ufsi, karfi, grálúða, síld og rækja. Svipaða sögu er að segja af Frakklandi, en þangað fer þó meira af þorski og ýmsum lítt nýttum flatfískteg- undum og hörpudiski. Á markaðina í Asíu fer ekkert af þorski, ýsu og ufsa. Áherzlan er hins vegar á karfa, grálúðu, síld, loðnuafurðir og rækju. Megin- land Evrópu er sá markaður, sem flestar tegundir tekur. Sölukerfið öflugt Heildarframleiðsla síðasta árs var um 109.000 tonn og salan 111.000, en þetta er samdráttur upp á um 9%. Áætluð framleiðsla var um 113.000 tonn og hefði það mark nánast náðst, hefði áætlun okkar í síldinni staðizt. Á þessu ári er ekki óraunhæft að áætla að framleiðslan geti orðið 119.000 tonn. Sölukerfið er öflugra en nokkru sinni fyrr og getur ekkert íslenzkt fyrirtæki státað af slíkum styrk og markaðsþekkingu. Við erum stöðugt að bæta okkur á því sviði, meðal annars með nýrri skrifstofu á Spáni og kaupum á fiskréttaverksmiðju Faroe Seafood í Grimsby. Þá fer útflutningur á ferskum fiski og afurðum héðan vaxandi og erlendir aðilar sækjast eftir samstarfi við okkur,“ segir Gylfi Þór Magnússon, einn fram- kvæmdastjóra SH. FRÉTTIR; EVRÓPA Átökin í Tsjetsjníju Aðild Rússlands að Evrópuráðinu enn skotið á frest? Strassborg. Reuter. HERNAÐUR Rússa í Tsjetsjníju og bardagarnir við uppreisnarmenn í Dagestan gætu orðið til þess að enn á ný verði aðild Rússlands að Evrópu- ráðinu hafnað. Þing Evrópuráðsins, þar sem fulltrúar frá þjóðþingum 38 aðildarríkja sitja, á að greiða at- kvæði um aðiidarumsókn Rússlands í næstu viku, 25. janúar. Umsókn Rússa, sem upphaflega var lögð fram í apríl 1992, var „fryst“ og ekki tekin til meðferðar í sjö mánuði á síðasta ári vegna reiði að- ildarríkja Evrópuráðsins yfir fram- ferði rússneska hersins í Tsjetsjníju. í september síðastliðnum ákvað ráðið hins vegar að hefja að nýju undirbún- ing fyrir aðild Rússlands, eftir að vopnahlé hafði verið samið í Tsjetsjníju í júní. Skilyrði fyrir aðild að Evrópuráðinu er að aðildarríkin standi við alþjóðlegar skuldbindingar um vernd lýðræðis og mannréttinda. „Þessi nýju átök munu óhjákvæmi- lega hafa áhrif, en það er of snemmt að segja til um nákvæmlega hvern- ig,“ segir einn af embættismönnum ráðsins. Atkvæðagreiðsla á fimmtudag Þing Evrópuráðsins kemur saman í næstu viku og á að greiða atkvæði um aðild Rússlands á fimmtudag. Áður en átök brutust út að nýju í Tsjetsjníju hafði verið gert ráð fyrir að aðild yrði samþykkt með miklum meirihluta. Framkvæmdastjóri Evr- ópuráðsins, Daniel Tarschys, mun fara til Moskvu í dag í áður áform- aða heimsókn til að ganga endanlega frá tæknilegum atriðum vegna aðild- ar Rússlands. Fulltrúi Danmerkur, sem hefur formennsku í ráðinu á hendi um þessar mundir, mun fylgja honum. Farsímafrelsi þegar ákveðið í Danmörku Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA ríkisstjórnin telur að ákvörðun framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, um að skipa aðild- arríkjunum að hrinda strax í fram- kvæmd reglum um frelsi í rekstri farsímakerfa, eigi ekki við í Dan- mörku. Stjórnvöld hafi þegar ákveðið að gefa rekstur GSM-farsímakerfa fijálsan frá miðju ári. Tilskipun framkvæmdastjórnar- innar verður að hafa verið lögleidd 20 dögum eftir birtingu i stjórnartíð- indum ESB, sem verður væntanlega í mánuðinum. Síðan hafa aðildarríkin níu mánuði til að tilkynna fullnægj- andi framkvæmd löggjafarinnar. Til- skipunin miðar meðal annars að því að fyrirtæki, sem vilja reka farsíma- þjónustu, geti byggt upp eigið kerfi (án þess að þurfa að leigja hjá ríkis- einokunarfyrirtækjum) óg'boðið upp á margvíslega þjónustu án þess að þurfa að leita alls konar leyfa. Frumvarp um aukið fijálsræði á fjarskiptamarkaðnum fer fyrir danska þingið í næsta mánuði og gert er ráð fyrir að ný lög taki gildi 1. júlí. Nú keppa tvö dönsk fyrirtæki á farsímamarkaðnum, Tele Dan- mark, sem er að hluta til í ríkiseigu, og Sonofon. Gert er ráð fyrir að fleiri fyrirtæki fái leyfi til rekstrar GSM- farsímakerfís eftir að nýju lögin taka gildi. Atvinnuleysi í ESB-ríkjum í nóv. 1994 og 1995 Okt’95 ESB-meðaltal Spánn (rland italía Frakkland Belgta Svíþjóð Þýskaland Danmörk Bretland Portúgal Lúxemborg Nóv.’94 % 11,0 23.8 14,5 11.9 12,0 10,1 9.6 8,2 7,4 9,0 7,3 3.6 Nóvember1995 10,6 22,6 14,6 11,8 11.4 10.4 9.3 8.4 6,3 8,2 7,1 4,0 Ekki eru fyrirliggjandi tölur frá Austunfki, Rrmlandi, Hotlandi og örikkiandi. Stöðugí atvinnu- stig í ESB Brussel. Reuter. L ATVINNULEYSI í ríkjum Evrópu- sambandsins í nóvember í fyrra mældist 10,6% og er það óbreytt frá mánuðinum á undan, samkvæmt tölum sem Eurostat, hagtölustofnun ESB, sendi frá sér í gær. Að mati Eurostat eru um 17,5 milljónir atvinnulausar innan Evr- ópusambandsins. Nær engin breyt- ing hefur orðið á atvinnustigi frá því í júlí í fyrra. í nóvember árið 1994 var atvinnuleysi 11% í aðildarríkjun- um. Atvinnuleysi er meira meðal kvenna (12,4%) en karla (9,4%) og mest er það meðal ungmenna yngri en 25 ára eða 20%. En þó meðaltalið sé stöðugt bend- ir Eurostat á að töluverðar breyting- ar eigi sér stað í einstaka ríkjum. Þannig hafi atvinnuleysi aukist veru- lega hjá öllum hópum í Þýskalandi og Svíþjóð og meðal ungmenna í Frakklandi. Á móti komi að stöðugt dragi úr atvinnuleysi í Bretlandi, Spáni og Danmörku. Minnst er þó atvinnuleysið áfram í Lúxemborg eða um 4%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.