Morgunblaðið - 18.01.1996, Page 13

Morgunblaðið - 18.01.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 13 Morgunblaðið/Kristján HREINN Hringsson, Hringur Hreinsson, Stefán Árnason og Sigvaldi Pétursson að störfum við skólpdælustöðina. Skólpdælustöðin eins og skipsstefni STARFSMENN lyá Þorgils Jó- hannessyni byggingaverktaka eru þessa dagana að leggja loka- hönd á klæðningu veggja nýrrar skólpdælustöðvar við Torfunefs- bryggju á Akureyri. Framkvæmdir hófust um miðj- an október. Um áramótin fór húsið að taka á sig mynd og hef- ur það vakið athygli vegfarenda en það er eins og skipsstefni. Arkitektastofan í Grófargili hannaði skolpdælustöðina. Þriðja skólpdælustöðin Þetta er þriðja skóipdælustöð- in sem byggð er á Akureyri, en áður hafa slíkar stöðvar verið byggðar við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri og í Hafnar- stræti. Þær eru hluti af áætlun sem miða að því að sameina allt skólp í eina skólprás og hreinsa það þar. Kostnaður við bygginguna var áætlaður 17,7 milljónir króna, en tilboð Þorgils Jóhannessonar hljóðaði upp á 13,7 milljónir króna. Yerklok eru áætluð í lok apríl. Lagnir hafa verið lagðar að þeim stöðvum sem þegar hafa verið byggðar, en í sumar er áætlað að leggja lagnir á miðbæj- arsvæðinu, að stöðinni við Torfu- nefsbryggju. Er umferðareftirlit lögreglu að skila sér? Heldur dregið úr hraðakstri LÖGREGLAN á Akureyri tók 374 ökumenn fyrir of hraðan akstur á síðasta ári og voru margir þeirra sviptir ökuleyfi á staðnum. Þeim hefur fækkað nokkuð sem teknir þar áhrif. Rúmlega 550 árekstrar urðu á síðasta ári, þar sem lögreglan var kölluð á staðinn og í mörgum til- fellum var um slys á fólki að ræða. Þá urðu 3 banaslys í um- ferðinni í umdæmi lögreglunnar á Akureyri. Lögreglan gerði skýrslur um árekstra í 321 skipti en í öðrum tilfellum gerðu öku- menn upp með svokölluðum tjóna- tilkynningum sem síðan ganga til tryggingaféiaganna. Rétt um 100 ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu og höfðu flestir þeirra drukkið það mikið að þeir voru sviptir öku- leyfi og þurftu einnig að greiða háa sekt. Þá voru um 30 réttinda- lausir ökumenn teknir við akstur á síðasta ári. Þá voru, samkvæmt yfirliti frá lögreglunni, 134 kærðir fyrir ölv- un á almannafæri og er sá fjöldi svipaður á hveiju ári. Þá voru ýmis önnur mál sein tengdust ölvun, t.d. voru 79 líkamsárásir kærðar og og 103 skemmdarverk, sem í mörgum tilfellum má rekja til ölvunar. Þá þurftu 277 bíleigendur að horfa á eftir bílnúmerum sínum, sem voru klippt af vegna þess að ekki var mætt í aðalskoðun, 75 vegna þess að bifreiðaskattar voru ekki greiddir og 78 vegna þess að lögboðnar tryggingar féllu úr gildi. eru fyrir hraðakstur og er talið að aukið eftirlit lögreglu hafí haft DENZEL * 'vi?***V \ ..* **> * V *•* f *V* v " " I ■ ' ■ ■' c ’• Mm RETTVISIN HEFUR EIGNAST NÝJAN ÓVIN DENZEL WASHINGTON (CRIMSON TIDE) ÞARFAÐ KLJÁST VIÐ SKÆÐASTA FJÖLDAMORÐINGJA SÖGUNAR! MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR IHÁSKÓLABÍÓI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.