Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
SETIÐ við veisluborð í stofunni á Lokinhömrum við ijós frá Aladd-
in-lampa, en ekkert rafmagn er á bæjunum tveimur í Lokinhamra-
dal og telst það eflaust til einsdæma hér á landi. A myndinni eru
f.v.: Sigríður Ragnarsdóttir, Andrés G. Jónasson, verksmiðjustjóri
á Þingeyri, bróðir Sigutjóns, Guðrún Steinþórsdóttir, húsfreyja á
Hrafnseyri, EIís Kjaran Friðfinnsson og Sigurjón G. Jónasson.
BÆJARHÚS í Svalvogum, sem eru á nesinu milli Arnarfjarðar
og Dýrafjarðar. Þar er farið um þlað þegar leið liggur í Lokin-
hamradal. Síðasti ábúandi og vitavörður í Svalvogum Ólafur Þ.
Jónsson. Hann flutti af staðnum ásamt fjölskyldu sinni árið 1979.
Svalvogar hafa síðan verið í eyði en byggingar grotna niður.
Vitinn gengur nú fyrir sólarrafhlöðum.
Undir-
skrifta-
listar um
byggingu
íþrótta-
húss
Hellu - Á Hellu liggja nú víða
frammi undirskriftalistar með
áskorunum til hreppsnefndar
Rangárvallahrepps um byggingu
íþróttahúss.
Á borgarafundi sem nýlega
var haldinn á Hellu voru til
umræðu valkostir þeir sem í boði
eru til uppbyggingar á íþróttaað-
stöðu innanhúss á Heilu. Hefur
um árabil ríkt ófremdarástand í
þeim máium þar sem nemendur
hafa mjög ófullkomna aðstöðu í
Hellubíói, en auk þrengsla og
niðumíðslu er engin baðaðstaða
í húsinu. Einu sinni í viku er
nemendum ekið á Laugaland til
íþróttaiðkunar þar sem er full-
komið íþróttahús, en það þykir
kostnaðarsamt. Deilt er um í
hreppnum hvort kaupa eða leigja
eigi hús Trésmiðjunnar Virkis á
Hellu eða ráðast í nýbyggingu
við skólann. Margar kostnaðar-
tölur um báða kostina komu
fram á borgarafundinum og
spunnust nokkrar umræður um
málið. í framhaldi af þessu gefst
íbúum nú kostur á að skora á
hreppsnefndina að leggja málið
fyrir í skoðanakönnun.
Élili
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Safnað í ferðasjóð
aldraðra
Akranesi - Unga fólkið á Akra-
nesi lætur sitt ekki eftir liggja
varðandi stuðning sinn við góð
málefni. Þessar ungu stúlkur
afhentu fjárupphæð í ferðasjóð
vistfólksins á Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi fyrr í vetur
og veitti Ásmundur Ólafsson,
framkvæmdastjóri heimilisins,
gjöfinni viðtöku. Á myndinni
eru stúlkurnar ásamt Ásmundi,
f.v.: Unnur Smáradóttir, Mál-
fríður Guðmundsdóttir, Þor-
gerður Sveinsdóttir, Sigrún
Guðnadóttir og Sigurbjörg Guð-
mundsdóttir.
Jólaheim-
sókn í Lokin-
hamradal
Hrafnseyri - Nokkrir ferða-
langar fóru í heimsókn í Lokin-
hamradal í Arnarfirði sem leið
lá frá Þingeyri 17. desember sl.
Tilgangur þessa ferðalags
var að heimsækja bændurna í
dalnum, Sigríði Ragnarsdóttur
á Hrafnbjörgum og Siguijón
G. Jónasson á Lokinhömrum,
færa þeim jólapóstinn og sitja
afmælisboð hjá Siguijóni en
hann varð sjötugur nýlega.
Auk þess var verið að færa
Sigríði lambhrút til kynbóta
frá Kirkjubóli í Dýrafirði.
Óvanalegt er að landleiðin í
Lokinhamradal sé fær um
þetta leyti árs.
Morgunblaðið/Hallgrímur Sveinsson
ELÍS Kjaran ýtumaður, sem
ruddi veginn í Lokinhamradal
fyrir rúmum 20 árum á eigin
áhættu, og Sigríður Ragnars-
dóttir með hrútinn.
Framhaldsskóli Vestfjarða útskrifar tólf vélaverði og einn sjúkraliða
VÉLAVERÐIRNIR sem útskrifuðust og voru viðstaddir athöfnina
ásamt sjúkraliðanum og skólameistaranum, Birni Teitssyni. Aftari
röð f.v.: Gunnlaugur Gunnlaugsson, Haukur Gylfason, Ómar Freyr
Ómarsson, Ingvar Jakobsson, Sigmundur Bjarki Egilsson og Ásta
Ýr Esradóttir sem tók við viðurkenningxi Árna K. Skaftasonar.
Fremri röð f.v.: Bjarni H. Valsson, Gunnar Örn Gunnarsson, Björn
Teitsson, skólameistari, Jón Sigmundsson og Þorsteinn Másson.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
TÍU ára stúdentar úr öldungadeild sem viðstaddir voru athöfnina.
F.v.: Guðlaug Elíasdóttir, Sigríður Símonardóttir, Agnes Karlsdótt-
ir, Guðrún Á. Stefánsdóttir, Anna Lóa Guðmundsdóttir og Svava
Oddný Ásgeirsdóttir. Á myndina vantar Kristínu Gunnarsdóttur frá
Bolungarvík en hún var sjöundi stúdentinn sem útskrifaðist frá
skólanum fyrir tíu árum.
Margir foreldrar telja að merkilegra
og fínna sé að stunda bóknám
- sagði Björn Teitsson, skólameistari,
m.a. við útskrift nemendanna þrettán
ísafirði - Tólf vélaverðir og einn
sjúkraliði voru útskrifaðir frá Fram-
haldsskóla Vestfjarða á laugardag-
inn var. Viðstaddar útskriftina voru
sex af þeim sjö konum sem útskrif-
uðust frá Menntaskólanum á ísafirði
fyrir um tíu árum, en þær voru allar
í sérstökum hópi sjö stúdenta úr öld-
ungadeild skólans. Sjúkraliðinn sem
útskrifaðist að þessu sinni var Bjami
Heiðar Valsson frá Bolung;arvík, en
hannn er fyrsti karl-sjúkraliðinn sem
útskrifast frá skólanum.
Auk hans útskrifuðust tólf véla-
verðir frá skólanum: Árni K. Skafta-
son, Guðjón St. Halldórsson, Gunnar
Örn Gunnarsson, Gunlaugur Gunn-
laugsson, Haukur Gylfason, Hjalti
Einarsson, Ingvar Jakobsson, Jón
Sigmundsson, Ómar Freyr Ómars-
son, Róbert Rúnarsson, Sigmundur
Bjarki Egilsson og Þorsteinn Másson.
Haukur Gylfason hlaut við braut-
skráninguna sérstök verðlaun fyrir
góðan námsárangur, bókina Veröld
Soffíu, sem er saga um heimspeki,
þýdd úr norsku.
Atvinnulífið ekki fúst
til að greiða hærri laun
Við útskriftina sagði Björn Teits-
son, skólameistari, að talsverð um-
ræða hefði verið um það hin síðustu
ár að efla þyrfti hlut verknámsins
innan skólakerfisins. Það væri vafa-
laust rétt en ýmis Ijón væru í vegin-
um. „Dýrara er miðað við höfðatölu
nemenda að byggja yfir verknám en
bóknám, vegna þess tækjakosts sem
kennsla í verklegum greinum út-
heimtir. Mjög margir foreldrar og
jafnvel nemendur sjálfir telja að
merkilegra og fínna sé að stunda
bóknám en verknám. Loks er at-
vinnulífið ekki fúst til að borga
menntuðu starfsfólki hærri laun en
því ómenntaða," sagði Björn Teitsson
og bætti síðan við:
„Ég held að sem flestir þurfi að
leggjast á eitt við að knýja á um
auknar fjárveitingar til skólamála.
Jafnframt þarf á vegum einstakra
skóla að leitast við að koma á fót
fleiri starfstengdum brautum á svið-
um þar sem helst virðist vera þörf
fyrir þær. Fram hafa komið hug-
myndir um að reyna að koma hér
upp kennslu í vélsmíði innan skól-
ans, sem gæti orðið án þess að bætt
yrði við húsnæðið. Þá hefur um of
dregist úr hömlu að stofna hér
grunndeild tréiðna og sterklega kem-
ur til greina að stofna 3. stig vél-
stjórnarnáms," sagði Björn.
Nemendur á vorönn eru 20 færri
an á haustönn, en um 260 nemendur
hófu nám við skólann í haust. í öld-
ungadeild eru nú 32 nemendur við
nám, nokkru færri en hófu nám á
haustönn og munar þar mestu um
að öldungadeild, sem stofnuð var á
Reykhólum í haust, hefur verið lögð
af vegna minnkandi aðsóknar. Starf-
semi skólans á vorönn fer að öllu
óbreyttu fram í samræmi við skólaal-
manak vetrarins og er áformað að
halda sólarkaffi fyrir nemendur og
kennara í sal skólans á skólatíma
þann 25. janúar nk. /
Við útskriftina á laugardag af-
henti Anna Lóa Guðmundsdóttir
skólanum peningagjöf frá tíu ára
nemendum og mun sú fjárhæð fara
í listskreytingasjóðs skólans og við
lok athafnarinnar lék Kristín Kjart-
ansdóttir á flautu við undirleika Sig-
ríðar Ragnarsdóttur.