Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Lögfræðideild Húsnæðisstofnunar Ekkert bendir til misferlis ann- arra starfsmanna Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Eimskip beint til Evrópu ísafirði,Morgunblaðið. RÍKISENDURSKOÐUN hefur sent Sigurði E. Guðmundssyni, forstjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins, bréf þar sem fram kemur að aðrir starfsmenn lögfræðideildar Húsnæðisstofnunar, en þeir tveir sem þegar hafa látið af störfum, liggi ekki undir grun um misferli. Mál mannanna tveggja eru nú til rannsóknar hjá RLR. Félagsmálaráðherra fól á síðasta ári Ríkisendurskoðun að gera athug- un á lögfræðideild Húsnæðisstofn- unar og leiddi hún í ljós meint mis- ferli hjá tveimur lögfræðingum deildarinnar. Forstjóri Húsnæðis- stofnunar fór þess á leit við Ríkis- endurskoðun 13. desember sl. að hún lýsti á skýrari hátt en gert var í bréfi stofnunarinnar til félagsmála- ráðherra 30. nóvember sl. og í skýrslu KPMG Endurskoðun hf. frá 22. nóvember að ekki hafí verið um NÝSKRÁNINGAR nýrra ökutækja hafa aukist um 63% fyrstu 23 daga ársins miðað við fyrstu 23 daga árs- ins 1995. Alls voru á þessum tíma skráð 402 ný ökutæki, þar af 303 fólksbílar, en á sama tíma í fyrra voru skráð 247 ný ökutæki, þar af 161 fólksbíll. Nýskráningum fólksbíla FORMAÐUR Alþýðubandalagsins tekur vel í að hefja viðræður við Alþýðuflokk og Þjóðvaka um sam- starf eða sameiningu flokkanna þriggja. „Það er ekki á dagskrá á þessari stundu að sameina flokka; það þarf að eiga sér langan aðdraganda. En þetta er upphafíð og það er mjög ánægjulegt," sagði Margrét Frí- mannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, í gær. Jóhanna Sigurðardóttir, formað- ur flokksins, hefur þegar óskað eft- ir viðræðum við Alþýðuflokk um samstarf. Jóhanna segir jafnframt í Þjóðvakablaðinu í gær að sér finn- ist rétt að verkin fari að tala í þessu sameiningarmáli. Mikilvægt sé að flokkamir séu opnir fyrir þessu sam- TVEIMUR næturfréttamönnum Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum vegna niðurskurðar í rekstri RÚV, en fréttamennirnir hafa annast útsendingar þriggja fréttatíma á nóttinni og verið á öryggisvakt. Að sögn Kára Jónas- sonar, fréttastjóra Útvarps, má einnig búast við því að sérstakir fréttaþættir í útvarpinu falli að mestu eða öllu leyti niður næsta sumar til að mæta niðurskurði og til að standast fjárhagsáætlun. Kári sagði í samtali við Morgun- blaðið að skera þyrfti niður rekstur fréttastofunnar um nokkrar milljónir króna frá því sem var á síðasta ári, en þá hafði fréttastof- an 89 milljónir til ráðstöfunar. Ákveðið hefur verið að leggja nið- að ræða misferli hjá öðrum starfs- mönnum lögfræðideildar Húsnæðis- stofnunar en þeim tveimur sem þar er rætt um. í svari Ríkisendurskoðanda segir: „Af þessu tilfefni skal tekið fram að í umræddri athugun kom ekkert fram sem benti til misferli annarra starfsmanna lögfræðideildarinnar en þeirra tveggja sem um er rætt í nefndri skýrslu og ekki eru uppi neinar grunsemdir um misferli ann- arra starfsmanna deildarinnar af hálfu Ríkisendurskoðunar eða KPMG Endurskoðunar hf. Þá þykir rétt að taka fram að sú stjómsýslu- endurskoðun sem fyrir dyrum stend- ur er hefðbundin samkvæmt 9. grein laga um Ríkisendurskoðun. Þessi athugun mun ekki beinast fremur að lögfræðideild stofnunarinnar en öðrum deildum hennar." á þessum tíma hefur fjölgað um 90%. Samkvæmt bifreiðatölum frá Bif- reiðaskoðun íslands hefur af ein- stökum tegundum fólksbíla mest selst af Volkswagen, alls 41 btll, þá Toyota, 39 bílar, Nissan 33, Hy- undai 31, Ford 30, Suzuki 21 og Opel 18 bílar. einingarferli og að Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Þjóðvaki hefji nú þegar viðræður um þetta mál. Jóhanna er með þessu að svara ummælum Jóns Baldvins Hanni- balssonar, formanns Alþýðuflokks- ins, í Alþýðublaðinu í síðustu viku, en þar sagðist Jón Baldvin ekkert sjá því til fyrirstöðu að Alþýðu- flokkur og Þjóðvaki sameini kraft- ana á Alþingi. Hann sagði hins vegar við Morgunblaðið á miðviku- ur stöðu fréttamanns í Kaup- mannahöfn næsta haust og stór- lega hefur verið dregið úr kaupum á pistlum frá fréttariturum út- varpsins erlendis. Aðför að frétta- þjónustunni Fréttamenn á Fréttastofu Út- varps sendu framkvæmdastjórn RÚV harðorð mótmæli í gær vegna þess niðurskurðar sem boðaður er í fjárhagsáætlun fréttastofunnar og vara þeir eindregið við afleið- ingunum. Benda þeir á að öflug fréttaþjónusta sé aðalsmerki Rík- isútvarpsins og á samdráttar- og niðurskurðartímum þurfí að vetja tekjustofna og helst styrkja þá með öllum ráðum. Með niðurskurðinum REYKJAFOSS, skip Eimskips, lagðist að bryggju á ísafirði á þriðjudag í fyrstu ferð til þriggja landsbyggðarhafna sem í fram- haldinu munu hafa beinan að- gang að Evrópu. Eimskip bauð viðskiptavinum sinum til mót- dag að viðræður við Alþýðubanda- lagið væru annað mál þótt hann útilokaði ekki slíkt. Víðtæk samvinna „Eins og Jóhanna svaraði þessu tilboði Jóns Baldvins finnst mér hún vera sjálfri sér samkvæm. Hún hef- ur haft þá skoðun, eins og raunar við alþýðubandalagsmenn, að það eigi að beita sér fyrir víðtækri sam- vinnu stjómarandstöðunnar. Ég tek sé vegið að Fréttastofu Útvarps og henni gert ómögulegt að bjóða þá þjónustu sem hún sé þekkt fyrir og aflað hafi Ríkisútvarpinu álits og mikilla tekna. í mótmælunum vara fréttamenn- imir við því að starfsemi fréttastof- unnar verði skert frá því sem nú er, en með því að draga verulega úr fjárframlögum til fréttastofunn- ar sé verið að kippa stoðum undan Ríkisútvarpinu öllu. Benda þeir á að fréttatofan sé fjárhagsleg og fagleg kjölfesta Útvarpsins og án styrkrar fréttastofu verði því fleyi sem Ríkisútvarpið sé ekki siglt. 4% flatur niðurskurður Umsetning Ríkisútvarpsins á síðasta ári var um 2,2 milljarðar töku í Byggðasafninu í Neðsta- kaupstað. Að veislu lokinni hélt Reykjafoss áleiðis til Akureyrar og var hann og áhöfnin kvödd með flugeldasýningu. ■ Reykjafoss/12 því mjög vel, eins og hún setur þetta upp, að við hittumst og ræðum um form á samvinnu á Alþingi," sagði Margrét Frímannsdóttir. Ekki hefur verið boðaður form- legur fundur flokkanna um málið, en samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa fulltrúar þeirra rætt málið óformlega sín á milli. Þá munu Jón Baldvin og Jóhanna hafa rætt saman um málið á þriðju- dag. Alþýðubandalagsfélagið Birting- Framsýn lýsti í gær yfir stuðningi við hugmyndir um nánari samvinnu þingflokka flokkanna þriggja og hvatti forustu Alþýðubandalagsins til að taka áfram virkan þátt í þeim umræðum í samræmi við samþykkt- ir landsfundar Alþýðubandalagsins. króna en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var hallinn á rekstrinum þá um 50 milljónir og stefnir í 4% flatan niðurskurð á rekstri stofnunarinnar á þessu ári. Einstakar deildir Ríkisútvarpsins flytja svo með sér yfirdrátt á fjár- veitingum síðasta árs sem kemur til viðbótar flata niðurskurðinum. Þykir ljóst að draga verði verulega úr starfsemi á ýmsum deildum RÚV af þessum sökum, en þetta mun ekki síst koma niður á Rás 2 auk Fréttastofu Útvarps. Bráðabirgðauppgjör ársins 1995 verður kynnt á fundi fram- kvæmdastjórnar RÚV í dag og í kjölfar þess kemur í ljós hver nið- urskurðurinn verður á einstökum deildum stofnunarinnar. Tveir með sýniþörf LÖGREGLUNNI í Reykjavík var á þriðjudag tilkynnt um tvo menn sem hefðu berað kyn- færi sín á almannafæri. Fyrra tilvikið var um þrjúleytið í Bergunum í Breiðholti. Ungur maður beraði kynfæri sín fyrir 12 ára stúlku, sem var á leið heim til sín úr skóla. Seinna atvikið varð við Miklubrautina um sjöleytið. Þá var það eldri maður sem beraði sig fyrir ungri stúlku. Ekki er vitað hvaða menn þama voru á ferð. Umferðarslys varð á Breið- holtsbraut við Seljaskóga um eittleytið á þriðjudag. Tveir bílar lentu þar saman. Öku- maður annars var fluttur á slysadeild. Báðir bílamir voru fjarlægðir með krana. Brotist var inn á athafna- svæði Flugleiða á Reykjavík- urflugvelli og þaðan stolið merktum íþróttagöllum. Brot- ist var inn í íbúðarhús við Akurgerði og stolið geislaspil- uram. Skömmu fyrir klukkan hálffjögur var tilkynnt um eld í íbúð í Gaukshólum. Þar hafði pottur gleymst á heitri eldavél- arhellu. Litlar skemmdir urðu en reyklosa þurfti íbúðina. Tilkynnt var um innbrot í Hótel Vík við Síðumúla. Þaðan var stolið rúmum 20 þúsund krónum úr peningakassa og innstæðulausum tékka upp á 10 þús. krónur. Póstmiðstöð verður við Bæjarháls PÓSTUR og sími hefur fengið úthlutað 3,5 hektara lóð milli Suðurlandsvegar og Bæjarháls þar sem ætlunin er að reisa 7-9000 m2 hús undir póstmið- stöð. Forhönnun stendur yfir og kostnaðaráætlun er ekki fullbúin. Að sögn Guðbjargar Gunn- arsdóttur, blaðafulltrúa Pósts og síma, er ætlunin að ný póstmiðstöð leysi af hólmi póstmiðstöðina við Ármúla, sem er orðin of lítil fyrir starf- semina að sögn Guðbjargar. í póstmiðstöðinni verður rekin flokkunarmiðstöð fyrir allan póst sem dreift er innan- lands. Ekki hafa verið gerðar áætl- anir um hvenær póstmiðstöðin verði tekin í notkun hjá pósti og síma né um hvað þá verði gert við húsið við Ármúla þar sem póstmiðstöðin er nú til húsa. Langholtskirkja Farið fram á opinn safnaðarfund UM sjötíu manns í Langholts- kirkjusöfnuði komu saman vegna deilnanna í kirkjunni í fyrrakvöld. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fór fundurinn fram í félagsmiðstöðinni Þrótt- heimum. Fundurinn ákvað að senda sóknamefndinni bréf og fara fram á að haldinn yrði opinn safnaðarfundur vegna deilnanna. Ekki náðist í Guð- mund E. Pálsson, formann sóknarnefndarinnar, vegna málsins í gær. Annar sóknar- nefndarmaður kannaðist ekki við að bréfið hefði borist nefnd- inni um miðjan dag í gær. Bílasala hefur aukist um 90 af hundraði Alþýðubandalagið tekur vel í viðræður Niðurskurður hjá Ríkisútvarpinu vegna hallareksturs Uppsagnir á fréttastofu og fréttaþættir felldir niður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.