Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Byggingu nýrrar loðnubræðslu Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði að ljúka BYRJAR AÐ RJÚKA Reiknað er með að í dag eða fyrramálið sjá- ist reykur stíga upp úr reykháfí nýrrar loðnu- verksmiðju Loðnuvinnslunnar hf. á Fá- skrúðsfírði. Lítil peningalykt fylgir þar sem sjálf framleiðslan er að mestu mengunar- Morgunblaðið/Ámi Sæberg VERKSMIÐJUHÚSIÐ er fullt af tækjum af ýmsu tagi, kötlum, kvörnum, skilvindum, sílóum, tönkum, þurrkurum og fleiru. laus. Langt er síðan loðnuverksmiðrja hefur verið byggð hér á landi og skoðaði Helgi Bjamason nýju bræðsluna. FRAMKVÆMDIR við nýju loðnubræðsluna á Fá- skrúðsfírði eru nú á loka- stigi og er verksmiðjan tilbúin til að taka við loðnu og hefja bræðslu. Ef allt gengur að óskum á hún að geta komist fljót- lega í full afköst, og vinna úr 1.000 tonnum af hráefni á sólarhring. Gísli Jónatansson, framkvæmda- stjóri Loðnuvinnslunnar hf., er bjartsýnn á að nægjanlegt hráefni fáist og á von á fyrstu bátunum í dag. Rúmt ár í byggingu Jarðvegsvinna vegna byggingar verksmiðju Loðnuvinnslunnar hófst í byijun nóvember 1994, vinna við verksmiðjuhúsið hófst fyrir ári og tæki verksmiðjunnar komu til landsins í apríl. 70-80 manns hafa unnið að verkinu þeg- ar mest hefur verið. Gísli Jónatans- son segir að það sé mjög flókið verk að byggja loðnuverksmiðju frá grunni en segir að framkvæmd- in hafi gengið ótrúlega vel. Frá því að Gísli tók fyrstu skóflustung- una að verksmiðjunni hefur hún verið meginviðfangsefni hans en hann sér nú fyrir endann á þessum þætti málsins. Að lokinni tilraunavinnslu tekur alvaran við, rekstur loðnuverk- smiðjunnar. Verksmiðjan hefur orðið nokkru dýrari en áætlað var í upphafí og sá aðili sem ætlaði að vera annar helsti bakhjarl henn- ar, Andri hf. í Reykjavík, gekk úr skaftinu. Þá hefur orðið vart við gagnrýni annarra loðnumjölsfram- leiðenda á að ekki væri þörf fyrir nýja verksmiðju. Reksturinn leggst vel í Gísla. Hann segir að afurða- verðið sé hátt um þessar mundir og ekki annað að sjá en að góðir möguleikar séu á að fá hráefni. „Okkar möguleikar felast í góðri staðsetningu verksmiðjunnar gagnvart miðunum og miklu eigin fé fyrirtækisins," segir Gísli. Hann tekur undir það sjónarmið að kom- andi loðnuvertíð skipti miklu máli og bendir á að verksmiðjan verði væntanlega fyrsta höfn sfldveiði- skipanna sem fari til veiða á síld úr norsk-íslenska sfldarstofninum í sumar. FORSÍA sem síar blóðvatnið frá loðnunni þegar hráefninu er dælt inn í verksmiðjuna er nýjung sem Páll Sigurðsson vélaverkfræðingur hefur hannað. Kostnaður 865 milljónir kr. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að bygging verksmiðjunnar kostaði 550-600 milljónir kr. og í ítarlegri kostnaðarútreikningum sem gerðir voru í maí var kostnaðurinn áætlað- ur 735 milljónir kr. Nú er útlit fyr- ir að endanlegur kostnaður verði 865 milljónir og segist Gísli vona að það standist. Hann segir að ráð- ist hafi verið í meiri framkvæmdir en upphafleg áætlun hafí gert ráð fyrir en munurinn á áætluninni í maí og nú felist einkum í lántöku- kostnaði og vöxtum á byggingar- tíma en einnig hafí kostnaður við byggingar og tæki verksmiðjunnar farið aðeins framúr áætlun. Bygging verksmiðjunnar er að mestu fjármögnuð með hlutafé og langtímalánum. Hlutafé er orðið 380 milljónir kr. og fyrirtækið hef- ur fengið loforð fyrir 400 milljóna kr. láni hjá Fiskveiðasjóði. Kaupfé- lag Fáskrúðsfírðinga er lang- stærsti hluthafinn með um 46% hlutafjár, en alls eru hluthafar um fimmtíu. Af öðrum stærri hluthöf- FJÖLDI manna, 70-80 þegar mest var, hefur unnið við bygg- ingu verksmiðjunnar frá því í byrjun síðasta árs og hefur fram- kvæmdin verið sem vítamínsprauta í atvinnulífið á staðnum. Hópurinn sem vinnur að lokafrágangi stillti sér upp til mynda- töku fyrir framan verksmiðjuna í gær. ÖLLUM tækjum og framleiðslunni frá upphafi til enda er stjórn- að frá þessari tölvu í stjórnstöð verksmiðjunnar. Stefán Högna- son og Sigurður Strange vinna við uppsetningu tölvukerfisins. um má nefna Búðahrepp, Lífeyris- sjóð Austurlands, Olíufélagið hf., Vátryggingafélag íslands hf., Út- vegsmannafélag samvinnumanna hf., Vinnslustöðina hf. í Vest- mannaeyjum og Flutningamiðstöð Austurlands hf., sem er dótturfyr- irtæki Samskipa. Miðað er við að 45% stofnkostnaðar verði fjár- magnaður með hlutafé. Kaupfélag- ið hefur orðið að leggja fram mun meira hlutafé en til stóð vegna þess að Andri hf. dró sig út úr félaginu og byggingarkostnaður varð meiri en áætlað var, en Gísli segir að kaupfélagið ráði við þetta vegna þess hvað eiginfjárstaða þess sé góð, eða 50-55% af eignum. Skipað beint út Stór hluti af vélum Loðnuvinnsl- unnar hf. var fluttur inn notaðar. Þetta er gufuverksmiðja og er gufan framleidd með svartolíu. Verksmiðjan framleiðir gæðamjöl, þó ekki hágæðamjöl sem nýendur- bættu íslensku verksmiðjurnar framleiða. 12-15 menn munu vinna við framleiðsluna þegar verksmiðj- an verður í fullum rekstri. Verk- smiðjustjóri hefur verið ráðinn Magnús Ásgrímsson, iðntækni- fræðingur. Þó verksmiðjan sé gömul að stofni til stendur hún framarlega á ýmsum sviðum. Nefna má mjöl- geymsluna. Mjölið er geymt í fjór- um tönkum sem taka alls 4.000 tonn eða sem svarar hátt í mánað- ar framleiðslu með fullum afköst- um. Mjölinu er síðan skipað beint út úr tönkunum án notkunar flutn- ingatækja. Allt framleiðsluferlið er tölvuvætt og er tölvukerfíð eitt það fullkomnasta í slíkri verk- smiðju. Fimm stórar iðntölvur taka við öllum upplýsingum, svo sem um hita, þrýsting og hæð í tönk- um. Þær eru nettengdar við PC- tölvur í stjórnstöð og er öllum tækjum og framleiðslunni í heild stýrt þar með mús á skjámyndum. Þá má nefna að við verksmiðjuna er ein stærsta og fullkomnasta loðnuflokkunarstöð landsins. Hægt er að flokka allt hráefni sem á land kemur og flytja til frystingar í fyrirtækjunum á Fáskrúðsfírði og nágrannastöðum. Búast við bakslagi Bygging verksmiðjunnar hefur haft mjög góð áhrif á atvinnulífíð á Fáskrúðsfirði. Fjöldi heima- manna hefur haft þar vinnu og þjónustufyrirtækin njóta góðs af aðkomumönnunum. Steinþór Pét- ursson sveitarstjóri segir að fram- kvæmdirnar hafi ýtt undir annan rekstur. Hins vegar megi búast við bakslagi nú þegar framkvæmdum sé að ljúka. Steinþór segir mikilvægt fyrir sveitarfélagið að fá þau atvinnu- tækifæri sem verksmiðjan skapi til frambúðar og tekjur sveitarsjóðs aukist beint og óbeint. Framtíðar- áhrif verksmiðjunnar séu síðan háð því hvernig gangi að reka verk- smiðjuna, loðnuveiði og hvernig gangi að fá báta til að landa á staðnum. Segist Steinþór vera bjartsýnn á gengi verksmiðjunnar. Þá bendir hann á þá möguleika í loðnu- og síldarvinnslu sem skapist fyrir önnur fyrirtæki á staðnum. Rætt um hugsanlega sameiningu félagshyggjuflokka á fundi Kvenualistans „Neyðarúrræði Jóhönnu“ RÆTT VAR um hugsanlega sam- einingu Alþýðuflokks og Þjóðvaka á fundi Kvennalistans sl. þriðju- dagskvöld og hvaða áhrif það hefði á umræðu um sameiningu félags- hyggjuflokkanna. Þar kom fram í máli Kristínar Ástgeirsdóttur, þingkonu Kvenna- listans, að hún teldi ástæðuna fyrir því að forystumenn Þjóðvaka réttu Jóni Baldvin Hannibalssyni, for- manni Alþýðuflokksins, sáttahönd v'æri dapurt gengi Þjóðvaka í skoð- anakönnunum að undanfömu. Það mætti því setja spumingamerki við það hvort sameining þessara tveggja flokka yrði til að ýta undir almenna samranaumræðu félags- hyggjuflokkanna. Guðný Guðbjömsdóttir, þing- kona Kvennalistans, tók undir með Kristínu og sagði þetta vera neyð- arrúrræði Jóhönnu Sigurðardóttur. Þjóðvaki væri að leita skjóls í ljósi fylgishrans. Hún sagðist aftur á móti vera vantrúuð á sameiningu félags- hyggjuflokkanna. í nýyfirstaðinni fjárlagaumræðu hefðu stjómarand- stöðuflokkamir orðað það sín á milli að vera með sameiginlegan tillöguflutning, en þegar á hefði reynt hefði ekkert orðið úr því. Komið hefði í ljós að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hefðu ekki ver- ið tilbúin til slíks. Fundurinn sl. þriðjudagskvöld var einn af mörgum sem þingflokk- ur Kvennalistans heldur þessa dag- ana. Þingflokkurinn er á funda- ferðalagi um landið þar sem stjóm- mál dagsins eru til umræðu sem og starf Kvennalistans næstu mán- uði. „Mér finnst skemmtilegast að fara út fyrir gráa kassann og tala við grasrótina," sagði Kristín Hall- dórsdóttir í því sambandi. Hún vék síðan máli sínu að stór- iðjumálum og sagðist vera ósátt við áherslur stjómvalda. Að hennar mati skorti heildarstefnu í þessum málum. Kanna þyrfti vel áður en ráðist yrði í byggingu álvers á Grandartanga hvort það hefði lang- varandi áhrif á lífríki lands og sjáv- ar. Einnig væri ljóst að ekki mætti eyðileggja möguleika á því að markaðssetja Island sem ferða- mannaland með því að reisa mann- virki í formi virkjana eða há- spennulína um allt land. Óspillt náttúra væri það helsta sem íslend- mgar gætu boðið ferðamönnum upp Kristín sagðist í þessu sambandi fagna mjög síðasta Reykjavíkur- bréfí, þar sem fjallað hefði verið um þessi mál. „Það er stundum meira mark tekið á Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins en kvenna- listakonum, þótt þær hafí margt gott fram að færa,“ sagði hún. > I i l S í \ \ S i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.