Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR STARFSMENN Tojmuseet tóku enga áhættu þegar þeir tóku herklæði Friðriks VIII til hreinsunar. Söfnin hreinsuð Veruleiki o g sýndarveruleiki MIKIÐ hreinsunarátak er nú í gangi á Tajmuseet (Klæðasafn- inu) í Kaupmannahöfn þar sem í ljós hefur komið að um 5.000 safngripanna hafa verið úðaðir með DDT og methoxyklór til að koma í veg fyrir að þeir skemm- ist. Er fyrst og fremst um að ræða herklæði sem voru úðuð með þessum efnum á árunum 1955 til 1975 en efnin geta verið krabbameinsvaldandi. Fullyrt er að safngestir þurfi engar áhyggj- ur að hafa en ákveðið hafi verið að hreinsa munina til að draga úr hættunni fyrir þá sem unnið hafa á söfnum í lengri tíma og handfjatlað muni sem hafa verið meðhöndlaðir með hættulegum efnum. Nú eru safngripirnir yfir- leitt varðveittir við rétt hita- og rakastig. Að minnsta kosti einn starfs- maður safnsins hefur fundið fyr- ir lasieika í mörg ár, t.d. ógleði og svima. í kjölfar hreinsunar- átaksins í Tojmuseet hefur þess verið krafist að atvinnumálaráð- herrann, Jytte Hilden, hlutist til um það að rannsókn verði gerð á því hvernig ástatt sé í öðrum dönskum söfnum. KVIKMYNDIR Iláskólabíó „ VIRTUOSITY" ★ ★ Leikstjóri: Brett Leonard. Handrit: Eric Bernt. Framleiðandi: Gary Lucchesi. Aðalhlutverk: Denzel Was- hington, Kelly Lynch, Russell Crowe, William Forsythe og Louise Fletc- her. Paramount. 1995. „VIRTUOSITY“ heitir ný hasar- mynd Háskólabíós og er samsuða úr ýmsum áttum. Hún byggir á tækni og möguleikum sýndarveru- leikans, endursegir að nokkru sög- una um vísindamanninn Franken- stein og er dæmigerð formúlu- hasarmynd um lögguna sem hefur allt á móti sér en bjargar heiminum af ekkert síðri djörfung en James Bond. Myndin gerist á ótilgreindum tíma en líklega í nálægri framtíð þegar tekist hefur að þróa sýndar- veruleikann svo mjög að sneyða má af þetta orð sýndar og setja raun í staðinn. Nýjasta afrek vís- indanna er geðbilaður morðingi með alla verstu eiginleika óberma eins og Hitlers og Mansons. Hann er þó aðeins sýndarveruleiki, tölvu- mynd notuð til æfinga fyrir lög- reglumenn. En í sönnum anda allra B-mynda hefur vísindamaðurinn tekið slíku ástfóstri við afkvæmi sitt að hann gefur því frelsi og þar með gengur fjandinn laus í raun- veruleikanum. Myndin er alger fantasía og nýjasta afkvæmi tölvubrelludell- unnar í kvikmyndagerðinni. Leik- stjóranum Brett Leonard tekst að skapa þokkalega afþreyingarmynd með því að bræða saman raun- og sýndarveruleika. Russell Crowe leikur morðhundinn sem verður raunveruleg martröð og lætur ekk- ert halda aftur af sér í túlkun sinni eins og hann sé að reyna að ná sömu áhrifum og Jack Nicholson þegar hann lék Jókerinn í Batman. Hann er forritaður sem tölvuleikur og morð eru skemmtun. Með sýnd- arveruleika og tölvuleikjapersón- um verður ofbeldið, og það er tals- vert mikið af því í þessari mynd, ijarska fjarlægt áhorfandanum sem gerir hann næstum stikkfrí frá að taka afstöðu. Sömu lögmál gilda og í tölvuleikjum, ekkert er raunverulegt, allt er gaman. Og svo er keyrt á sprengingum, skot- bardögum og hávaðasömu rokki. Stjama myndarinnar, Denzel Washington, leikur lögreglumann- inn en fellur nokkuð í skuggann af kvikindinu. Hann er hasar- myndaklisja með þunga fortíðar á herðum en handritið eftir Eric Bernt er í raun lítið frumlegt form- úluverk og full léttvægt fyrir góðan leikara eins og Washington. Upp- byggingin er ekki flóknari en í hverjum öðrum tölvuleik. Með minni hlutverk fara William Fors- ythe og Louise Fletcher og þétta myndina. Arnaldur Indriðason Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Ámadóttir Berrössuð átánum TÓNLISTARDAGSKRÁIN Berrössuð á tánum verður flutt í Möguleikhúsinu við Hlemm laugar- daginn 27. janúar kl. 14. I kynningu segir: „Hér er á ferð- inni dagskrá með nýjum ljóðum, lögum og sögum sem tengjast veðri, árstíðum, dýrum, litum og ýmsu fleiru sem börn á aldrinum 2ja - 6 ára brjóta gjarna heilann um.“ Höfundar og flytjendur eru þau Anna Pálína Amadóttir og Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson, en dag- skrá þessi var sett saman með styrk frá Barnamenningarsjóði. Berrössuð á tánum var fmmflutt í nóvember síðastliðnum og hefur síðan verið flutt á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins verður um eina sýningu að ræða í Möguleikhúsinu að þessu sinni og hefst hún eins og fyrr seg- ir kl. 14. lómaframleiðendur og blómaverslanir óska íslenskum karlmönnum til hamningju með Bóndadaginn. Aldahvörf - saga sparísjóðs Dalasýslu SPARISJÓÐUR Dala- sýslu - Aldahvörf heitir nýútkomið rit undir ritstjórn Friðjóns Þórðarsonar, fyrrver- andi sýslumanns Dala: sýslu og ráðherra. í ritinu er fjallað um sögu sparisjóðsins og atvinnulífs í sýslunni frá stofnun hans. Sparisjóður Dala- sýslu var stofnaður árið 1891 og rekinn eins og hver annar sparisjóður til 1965 en þá tók Búnaðarbanki Islands við rekstrin- um. Varasjóður spari- sjóðsins var þó varðveittur áfram en nafni hans var síðar breytt. Heitir hann nú Menningar- og framfarasjóður Dalasýslu, Dala- sjóður, og eru reglulega veittir styrkir úr honum til héraðsmála. Efni ritsins einskorðast ekki við sögu sparisjóðsins og segir í for- mála að því sé ætlað að bregða nokkurri birtu á vissa þætti í sögu og lífsbaráttu íbúa Dalahéraðs á þessari öld. í ritinu er ritgerð eftir séra Ásgeir Ásgeirsson, fyrrver- andi prófast í Hvammi í Dölum, endurbirt óbreytt en þar er rakin saga sparisjóðsins á árunum 1891-1946 eða fyrstu 55 ár hans. Síðan rekur Friðjón Þórðarson söguna áfram og íjallar m.a. um aðdraganda þess að Búnaðarbankinn tók við rekstrinum og starfsemi bankaúti- búsins í Búðardal síð- an. Þá er einnig fjallað um starfsemi vara- sjóðsins, og síðar Menningar- og framfarasjóðs Dala- sýslu, Dalasjóðs. Menningar- og framfarasjóður Dalasýslu gefur ritið út og er það 105 blaðsíður að lengd. Fjölmargar myndir prýða það en þar eru einnig birtar skrár yfír framlög í sparisjóð- inn og Dalasjóð og styrki úr þeim, yfir þá ábyrgðarmenn sparisjóðsins frá upphafi, sem heimildir fínnast um, og stjómendur og starfsmenn sjóðsins. Þá er greint frá þeim sjóð- um, sem runnið hafa í Dalasjóð og skipulagsskrár þeirra birtar. Friðjón Þórðarson Rússneskir sérfræðingar skoða íkon í eigu Islendinga I TILEFNI af sýningu á íkonum frá Norður-Rússlandi, sem opnuð verð- ur í Listasafni íslands föstudaginn 26. janúar, eru hér staddir tveir sérfræðingar frá Listasafninu í Arkangelsk, þaðan sem sýningin kemur. Þessir sérfræðingar, Maya Mitkevich og Tatyana Koltsova, munu taka að sér að skoða og meta gömul rússnesk íkon í eigu íslendinga gegn vægu gjaldi. Sérfræðingarnir verða til staðar í fundarsal Listasafns íslands laug- ardaginn 27. janúar milli kl. 12 og 16. „Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá mörgu íslendinga sem eignast hafa íkon á undanförnum árum að fá upplýsingar um uppruna þeirra og myndefni," segir í kynningu. í l i f. í > l I i I I t I I i I I I í [ l I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.