Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 21 Grafíksýn- ing í anddyri Norræna hússins SETT hefur verið upp sýning í anddyri Norræna hússins á grafík- verkum eftir norræna listamenn. Verkin eru öll í eigu Listlánadeild- ar Norræna hússins. Nú er hátt á sjötta hundrað grafíkverka í List- lánadeildinni. Grafíkverkin eru öll gerð á 8. áratugnum og eru eftir Juhani Linnovaara og Matti Kulmala frá Finnlandi, Sten Lundström og Ulf Trotzig frá Svíþjóð, Guttorm Gut- tomsgaard, John Soraune og Arvid Uldbjörg frá Noregi og Jens Krist- leifsson frá íslandi. Sýningin er opin daglega frá kl. 9-19, nema á sunnudögum frá kl. 12-19. Sýningarsalir í kjallara eru lokaðir vegna breytinga á húsnæði. 17. febrúar verður opnuð sýning sem heitir 920 millibör og er um að ræða samsýningu á verkum eftir Önnu Eyjólfsdóttur, Hafdísi Helgadóttur og Hlíf Ásgrímsdóttur frá íslandi, Hans Pauli Olsen, Marius Olsen og Torbjörn Olsen frá Færeyjum og Anne Borthe Hove og Kristian Olsen frá Græn- landi. Sýningin kemur hingað til lands frá Færeyjum og fer héðan til Nuuk á Grænlandi. Hún er styrkt af Norræna menningarmálasjóðn- Erró skreyt- ir neðanjarð- arlestastöð BORG ARYFIRV ÖLD í Lissabon hafa farið þess á Ieit við Erró að hann taki að sér að skreyta eina neðanjarðarlestastöð í nýja neðan- jarðarlestakerfmu þar í borg. Síðastliðin ár hefur verið í bygg- ingu nýtt neðanjarðarlestakerfí í Lissabon og er ráðgert að það verði tilbúið fýrir heimssýninguna árið 1998. Borgaryfírvöld í Lissabon hafa lagt metnað sinn í að fá til starfa heimsþekkta arkitekta og listamenn til að hanna og skreyta hverja lesta- stöð, sem er á tveimur hæðum og skiptist í inngang og lestarpalla. Erró mun gera þijú stór verk, sitt við hvorn tveggja lestarpalla og eitt við inngang stöðvarinnar. Stærsta verkið er um 40 m. Til greina kemur að útfæra listaverkin í keramik. (XTW Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 567 7878 - fax 567 7022 LISTIR Blikur á lofti í Covent Garden KONUNGLEGA óperan í Covent Garden í Lundúnum á í verulegum íjárhagskröggum. í febrúar verður hálf öld liðin frá því að tónlistarflutn- ingur hófst að nýju í húsinu eftir að það hafði gegnt hlutverki húsgagna- geymslu öll stríðsárin. Hætt er við því að ekki verði mikið um dýrðir í tilefni þessara tímamóta, að því er segir í The Daily Telegraph. Allt frá því að sir Georg Solti tók við starfi aðalstjórnanda óperunnar árið 1959, hefur hún talist í hópi fjögurra til fimm bestu óperuhúsa heims. Nú berst framkvæmdastjór- inn, Jeremy Isaacs, fyrir framtíð hússins. Ein helsta ástæðan er mikil fækk- un styrktaraðila en hrun á framlög- um þeirra hefur gert það að verkum að skuldir óperunnar nema nú rúm- lega 200 milljónum ísl. kr. Fækka verður starfsfólki og sýningum til að vinna bug á vandanum. Búist er við að allt að einn af hveijum fímm starfsmönnum verði látinn fara auk þess sem hætt verð- ur við sýningar á Hérodiade eftir Massenet, Gullna hananum eftir Rimskíj-Korsakov, II Corsaro eftir Verdi og Normu Bellinis. Aðeins ein ný sýning verður á næsta sýningar- ári, Palestrína eftir Pfitzner, og hef- ur starfsemi óperunnar ekki verið eins takmörkuð í áratug. Til stóð að flytja óperuna úr nú- verandi húsnæði í Covent Garden í nýtt leikhús við Tower-brú en því hefur nú verið frestað þar sem ekki hefur fundist neinn til að taka við gamla húsnæðinu. Sumir hafa trú á því að lendi Konunglega óperan á götunni og grípi til þess ráðs að ferðast um landið muni það verða til þess að ýta við listunnendum. Stjórnendur óperunnar hafa hins vegar áhyggjur af því að slík sýning- arferð kalli á litlar og einfaldar upp- færslur sem aftur þýði að segja verði Ij'ölda starfsmanna upp. Þá eru uppi spurningar um hvað verði um fé sem ætlað var til flutn- inganna í Tower-brú. Óljóst er hvort óperan fær nokkuð af því, flytji hún ekki. Hefur m.a. verið stungið upp á því að óperuhúsinu verði lokað í þijú ár en það myndi spara um 4 milljarða ísl. kr. Fjárhagsvandi óperunnar tengist ekki aðeins minni fjárframlögum, heldur einnig auknu viðhaldi á hús- næðinu í Covent Garden. Ríkið hefur að litlu leyti komið til móts við óper- una og eru styrkir til hennar hinir lægstu til ríkisóperu í öllum löndum Evrópusambandsins. Eina vonin er sú að ríkið ákveði að láta af hendi féð sem leggja átti í flutninginn en það er fengið úr breska lottóinu, sem skilar gríðarlegum hagnaði. Af hverju borga 300.000 fyrir sambærilegan bfí? Jöfur kynnir nýjan fjölskyldubíl - Skoda Felicia Combi skutbílinn, sem skýtur keppinautunum ref fyrir rass í verði# öryggi og rými. Þessi nýi og vandaði skutbíll býður <1 upp á ótrúlegt farangursrými, frá 447 lítrum upp í 1366 lítra, með framtidin~bygcistá hefbinni aftursætin niðurfelld. Felicia Combi hefur komið mjög vel út úr árekstursprófunum í Þýskalandi og er talinn með öruggustu bílum í sínum stærðarflokki. Tryggðu þér nýjan fjölskyldubíl núna. Þýsk gæði á ótrúlega lágu verði. Loksins getum við nú einnig boðið Skoda Felicia 1300 LX, 5 dyra bílinn sem seldist upp með látum á síðasta ári. Ný sending er á leiðinni og því er um að gera að tryggja sér Skoda Felicia 1300 LX á aðeins 849.000 kr. Skelltu þér á Skoda og farðu með fjölskylduna i heimsreisu fyrir peningana sem þú sparar. Sýning á Felicia '96 árgerðunum laugardag og sunnudag frá kl. 13-17. 1 9 4 6 - 1 9 96 Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.