Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 39 ist jafnan meira í fang en hann réð við með góðu móti. Var stórkost- legt að fylgjast með því hvernig flóðgáttir huga þessa vel gefna manns opnuðust hægt og sígandi fyrir seiglu hans og ástundun. Mörgum stundum eyddum við í að rifja upp atburði ævinnar, og þar sem við vorum kunnugir á svipuðum slóðum í þjóðlífinu átti ég hægt með að hjálpa honum að rekja sig aftur á bak í lífið og til- veruna. Þá var stundum glatt á Hjalla hjá okkur. Við gátum ekki annað en hlegið að mörgum spaugilegum atvikum sem upp á komu og krókaleiðum sem vitund- in þurfti að fara. Glaðværðin og bjartsýnin var einmitt einn af sterkustu þáttum lyndiseinkunnar hans. Strax og hann var orðinn sjálf- bjarga hóf hann líf sitt að nýju í góðri, stórri íbúð við Tjarnargötu. Hann sá um sig sjálfur að flestu leyti, hafði gaman af því að ganga út í Austurstræti til innkaupa og spjalla við þá sem á leið hans urðu. Honum fannst það baga sig mest að sjónin var að mestu farin á öðru auga og ekki nógu góð á hinu til að hann gæti lesið mikið en sjón- varpi fylgdist hann vel með. Hann eldaði sjálfur og hafði gaman af og var yfirleitt hinn reifasti, þegar út af bar voru börnin hans alltaf reiðubúin að rétta honum hjálpar- hönd. Nokkrir góðvinir heimsóttu hann og hann stundaði fundi í Oddfellow-stúkunni sinni, Ingólfí, eftir fcngum. Þó kom þar að að hann fann að einyrki hans í Tjarn- argötu var farið að íþyngja börnum hans og vinum. Hans eigið sjálf- stæði var honum mikils virði og kærði sig ekki um að láta vorkenna sér. Loks fékk hann rúmgóða og vistlega aðstöðu á elli- og hjúkrun- arheimilinu Eir sem þá var nýlega risið og þar undi hann sér mjög vel. Hann spjallaði jafnan glaðlega við starfsfólk og vistmenn og ég hafði það á orði að þegar ég kæmi út úr lyftunni þyrfti ég bara að hlusta augnablik og þá heyrði ég hvar hann væri staddur á hæðinni. Gott þótti honum að ganga um í rúmgóðu anddyri heimilisins, þar var bæði svigrúm og næði. Þar sátum við í hægindastólum og spjölluðum á jólunum með kerti logandi á altari fyrir framan okk- ur. Ég tók af honum mynd en hann vildi að við kæmum upp og ég tæki aðra þar sem Bing & Gröndal plattar væru í bakgrunninum. Það er lýsandi að umbjóðendur hans skyldu alla tíð vera ofarlega i huga hans. Þeir sýndu honum líka mikið traust og vináttu og vissi ég oft til að hann fékk kveðjur og kort frá þessum viðskiptavinum sínum erlendis. Síðastliðið sumar dvaldi ég lengst af í Borgarfirðinum mér til heilsubótar eins og oft áður en við Karl höfðum þá samband um síma. Við höfðum oft íhugað að hann kæmi með mér þangað en urðum að lokum sammála um að við vær- um ekki nógu sjálfbjarga einir. í mínum veikindum reyndist þessi góði drengur mér hinn besti bakhjarl. Hann var óspar á að stappa stálinu í og örva aðra upp, en leið engum víl né vol. Allra síst sér sjálfum. Það er ekki síður bjart og heiðríkt yfir þessu síðara tíma- bili ævi hans sem ég hef hér fjallað um. Hann var góður vinur og sam- ferðamaður og gott að minnast hans. Ólafur Jón Ólafsson. Karl Kristján Karlsson stórkaup- maður er látinn. Ég sá að hveiju stefndi þegar ég heimsótti vin minn rétt fyrir jól á Hjúkrunarheimilið Eir þar sem hann dvaldist síðustu árin. Heilsu Kalla hafði farið hrak- andi síðustu mánuði og ég er full- viss um að hann er sáttur og hvíld- inni feginn. Kalli var fæddur 7. mars 1919 á Húsavík, sonur Karls Christian Christiansen bryta í Kaupmanna- höfn og Einhildar Halldórsdóttur. Það er svo margt sem kemur upp MINNINGAR í hugann þegar maður minnist lið- inna stunda, fjölskyldu- og jólaboð í Sörlaskjóli hjá Helgu og Kalla, samverustundir niður í Oddfellow- húsi fyrir fundi og minningar frá ferðalögum í Kaupmannahöfn. Persónulega minnist ég Kalla sem ákaflega hlýs og góðs manns sem vildi gera öllum vel, smitandi hlátri hans og glaðværð gleymir maður aldrei. Ég minnist þess þegar ég heim- sótti hann fyrir jólin, þegar hann sá mig færðist yfir andlit hans barnslegt bros, voðalega var ég heppinn að þú skildir koma, ég þarf að skreppa í bæinn, getur þú keyrt mig? Auðvitað fórum við í góða bílferð niður í bæ, það var margt spjallað á leiðinni, rifjaðir upp fyrri tímar, meðal annars söluferðir suður á Keflavíkurflugvöll en Kalli hafði mikil viðskipti þar um árabil, það var sko „business", sagði Kalli og andlit hans ljómaði. Sumir menn eru fæddir sölumenn ef nota má það orð, það var Kalli, fæddur sölu- maður og engum líkur. Ég nefndi fyrir rúmlega 25 árum við Kalla áhuga minn á að ganga til starfa í Oddfellowreglunni. Ég sé um það, sagði Kalli og síðan gerðist hann tillögumaður minn þegar ég gekk til starfa í regl- unni, fyrir það er ég honum ævin- lega þakklátur. Kalli var mikill Oddfellowbróðir og mat starf reglunnar mikils. Á 75 ára afmæli hans heimsóttu margir reglubræður hans hann, þá sá maður þetta barnslega bros færast yfir andlit hans þegar hann sá vini sína koma, það gladdi hann mikið. Við Hanna vottum börnum hans og öðrum ættingjum samúð. Friður veri með sálu hans, frið- helg veri minning hans. Ingvar Sveinsson. Morgunverðarfundur Föstudaginn 26. janúar 1996, Skála, 2. hæð Hótel Sögu frá kl. 8:00 - 9:30 Rétt fólk í réttar stöður Starfsmannagreining - Vinnustaðagreining Hér á landi er staddur einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna á sviði starfsmannagreiningar, Larry Hadfield, starfsmaður The Gallup Organization. Af því tilefni boðar Félag viðskipta- fræðinga og hagfræðinga til morgunverðarfundar föstudaginn 26. janúar kl. 8:00-9:30. Á fundinum mun Larry Hadfield fjalla um: Hvetjandi starfsumhverfi. Hvernig má mæla hæfni og frammistöðu fyrirtækja á sviði starfsmannastjórnunar. Árangursríkar aðferðir við starfsmannaval. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur-gestir velkomnir Larry Hadfield Eigendur spariskírteina ríkissjóðs athugið! VAXTAKJÖRDAGURINN ER AÐ NÁLGAST Fáðu þér spariskírteini ríkissjóðs með gullnum kaupbæti: Auk h ifclrh lúnvkja til ip.ilOllVK.l Um . Jildi IumkSBUt.... ........................... nmt-utf _________tjft. ■ n þtim B» Ina kk,cWOO«.Vmroi þrtll Vnii i ti»u »/»'■ »«t u»di* avli |m »' rt.liv. ■I -nWii v. --* " ir vkViifi.jR^I l«> Vu... VIRW.n fn, At: Vrt.iiit.ilh X.m ‘ »‘j I)VmU. .* ■>' (í hivIíi VV.,1 - 1,1 XuttMiafa. M ,U itr*.. iwrtliw* >■> U r. V.. Átta góðar dstceður til að fjárfesta í Sjóði 5 1. Alltaf innleysanleg - enginn fastur gjalddagi. 2. Stöðug ávöxtun - 7,0% raunávöxtun sl. 5 ár. 3. Auðvelt að fylgjast með verðmæti bréfanna. 4. Engin fyrirhöfn - ekkert umstang. 5. Hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er. 6. Sérfræðingar sjá um ávöxtun. 7. Eignarskattsfrjáls. 8. 100% ábyrgð ríkissjóðs. SJOÐUR 5 HJÁ VÍB c. 10% A. Spariskírteini rikissjóðs + B. Óverðtryggð rikisverbbréf C. Húsbréf B. 25% A. 65% Sjóður 5 hjó VÍB FjpRVSTA í FJ VRMALl M! Leggðu inn gamla spariskírteinið ...og fáðu margþœttan kaupbœti I VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavik. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.