Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 43
sýnn og brosmildur. Hann var vel
giftur og bjó við gott heimilislíf.
Um leið og ég kveð hann þakka
ég honum og fjölskyldu hans vin-
áttu og viðkynningu. Asgeir Jak-
obsson mun ekki gleymast.
Pétur Sigurðsson.
Það mætti skrifa langt mál um
afa minn, því að hann var litríkur
maður og átti fjölbreyttan lífsferil.
Mér eru æskuár hans hugstæðust,
en frá þeim sagði afi mér eitt sinn
á sinn ljóslifandi hátt.
Afi missti föður sinn þegar hann
var fjögurra ára gamall og móður
sína þegar hann var tólf ára. Ungl-
ingsárin urðu honum því ekki ljúf
fremur en mörgum unglingi öðrum
á þessum tíma, sem ekki gat dval-
ið í skjóli foreldra. Það var mikil
þrekraun hjá ungum manni sem
hvorki átti vandamann til að styðja
við bakið á sér né til að hvetja sig
að stunda nám á kreppuárunum.
Afa tókst þetta enda var hann
góður námsmaður og jafnan í góð-
um skiprúmum.
Þessi erfiðu uppvaxtarár mótuðu
afa minn, en undir hrjúfu yfirborði
var stórt og gott hjarta sem ekkert
aumt mátti sjá, hann var öfundar-
laus og lagði aldrei illt til neins
manns.
Afa var flest vel gefið í vöggu-
gjöf, en ekki allt fremur en öðrum
mönnum. Hann var gjörvulegur og
mikil reisn yfir honum í fasi og
allri framkomú.
Með þessum fátæklegu kveðju-
orðum vil ég minnast afa míns, sem
alla tíð var mér góður og leiðbeindi
mér til betri vegar. Minningin um
afa er björt og léttir mér eftirsjón-
ina.
Ég kveð þig með sárum söknuði
og þakklæti fyrir allt.
Asgeir Jóhannesson.
Mig langar til að minnast afa
míns með örfáum línum. Þá kemur
fyrst upp í huga mér síðasti jóla-
dagurinn sem við áttum saman.
Öll fjölskyldan var saman komin
heima hjá afa og ömmu. Þótt afi
væri veikur og kæmist ekki úr
rúmi, vildi hann hafa okkur öll
heima hjá sér á jóladag eins og
venja var. Ég kom inn til afa míns
og sá litlar jólakörfur liggja á borð-
inu, svo ég náði í lítið jólatré til
að hengja jólakörfurnar á og
kveikti á kerti. Svo settist ég á
rúmið hans og við héldumst í hend-
ur. Ég byijaði að syngja fyrir hann
jólasálma og afi tók undir. Afi bað
mig að loka dyrunum, það mátti
enginn koma inn til okkar á með-
an, sagði hann. Þessa stund áttum
við að eiga saman, bara við tvö.
Þessu mun ég aldrei gleyma.
Ég las oft ljóð fyrir afa og með
honum, og hann hvatti mig til að
vera dugleg að lesa og læra ljóð.
Afi átti mikið ljóðasafn, sem gaman
var að skoða. Þótt hann væri sí-
skrifandi meðan hann var frískur,
hafði hann alltaf tíma til að gefa
okkur ráð. Ef ég var í vafa um
eitthvað, spurði ég afa. Afi vissi
allt.
Það er erfitt að sætta sig við að
eiga aldrei eftir að halda í höndina
á afa og kyssa hann og heyra hann
segja frá.
Én, elsku amma, ég veit að afa
líður vel núna, hann er hjá Guði.
Hjördís Rós Jónsdóttir.
Við viljum kveðja afa með örfá-
um orðum. Það verðui skrýtið að
koma í Skeiðarvoginn, þegar afi er
farinn. Afi sat alltaf við skrifborðið
sitt, og skipti þá engu hvaða dagur
var. Ef hann var ekki að skrifa var
hann að hugsa. Þrátt fyrir það gaf
hann sér alltaf tíma til að svara
spurningum okkar og gefa okkur
holl og góð ráð.
Við söknum hans mikið og mun-
um aldrei gleyma honum.
Ólafur, Tinna, Ásgeir Örn,
Helga Bergrós, Katla, Flóki,
Jóhannes Ásgeir, Bergrós
Kristín, Hanna Dóróthea og
Karl Reynir.
t
Móðir okkar og amma,
BORGHILDUR BENEDIKTSDÓTTIRTHORARENSEN,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 23. janúar.
Elínborg Sigurðsson, Laufey Jakobsdóttir,
Borghildur Aðils, Elínborg Kjærnested,
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Borghildur Stefánsdóttir,
Jakob Gunnarsson, Sverrir Stefánsson,
Hrefna Stefánsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BERGUR HJARTARSON,
Álfaskeiði 96,
Hafnarfirði,
áðurtil heimilis
í Kvíholti 14,
lést á heimili sínu sunnudaginn 22. janúar.
Hrafnhildur Bergsdóttir, Þröstur Júlíusson,
Sveinbjörg Bergsdóttir, Egill Strange,
Halldóra Bergsdóttir, Hafsteinn Sævarsson
og barnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR GUNNLAUGSSON,
Miðleiti 1,
lést í Borgarspítalanum 23. janúar.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir, Rodolphe Giess,
Elínborg Stefánsdóttir,
Sonja Ingvadóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÁSGEIR JAKOBSSON
rithöfundur,
andaðist á heimili sínu 16. janúar.
Útför hans verður gerð frá Hallgríms-
kirkju í dag, fimmtudaginn 25. janúar,
kl. 13.30.
Bergrós Jóhannesdóttir,
Ásgeir Ásgeirsson, Guðrún íris Þórsdóttir,
Elsa K. Ásgeirsdóttir, Jón Ólafsson,
Jóhannes Asgeirsson, Kolbrún K. Karlsdóttir,
Bergrós Ásgeirsdóttir,
Jakob F. Ásgeirsson
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
CHARLOTTA A. ÞÓRÐARDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 23. janúar.
Jón Ásgeirsson,
Þórður Ásgeirsson, Guðrfður Thorarensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR GÍSLI GUÐMUNDSSON,
Lundum,
Stafholtstungum,
verður jarðsunginn frá Stafholtskirkju laugardaginn 27. janúar
kl. 14.00.
Guðrún M. Sigurðardóttir, Ingólfur Helgason,
Ragna J. Sigurðardóttir, Sigbjörn Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
LEÓ VIGGÓ JOHANSEN,
Ljónsstöðum,
Sandvíkurhreppi,
verður jarðsunginn frá Kálfholtskirkju laugardaginn 27. janúar
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afbeðnir, en þeim, sem vilja minn-
ast hans, er bent á að styrkja sjónvarpsstöðina Omega.
Guðbjörg Tyrfingsdóttir,
börn og tengdabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓHANNES GUÐJÓNSSON
útgerðarmaður,
Grettisgötu 77,
Reykjavik,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 26. janúar kl. 10.30.
Ragnheiður Maríasdóttir,
Ingvar Á. Jóhannesson,
Friðgeir Þ. Jóhannesson, Ragna S. Kjartansdóttir,
Sigríður M. Jóhannesdóttir, Pétur Hreinsson,
Reynir S. Jóhannesson, Margrét G. Kristjánsdóttir,
Jökull H. Jóhannesson,
barnabörn og barnbarnabörn.
t
Faðir okkar,
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
frá Hjarðardal,
Fjarðargötu 14,
Þingeyri,
andaðist á heimili sínu mánudaginn
22. janúar.
Útför hans fer fram frá Mýrakirkju laug-
ardaginn 27. janúar kl. 14.00.
Vignir Sigurðsson,
Dagrún Sigurðardóttir, Svavar Stefánsson,
Hermann Sigurðsson, Guðrún Unnur Rafnsdóttir,
Gunnar Sigurðsson, Guðbjörg Edda Karlsdóttir,
Torfi G. Sigurðsson, Ólafía Guðný Sverrisdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
stjúpmóðir, tengdamóðir og amma,
INGA WÍUM HANSDÓTTIR,
Brekkulandi 3,
Mosfellsbæ,
verður jarðsungin frá Lágafellskirkju
föstudaginn 26. janúar kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er
bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas.
Bjarni Hólm Bjarnason,
Arnþór H. Bjarnason, Lovísa Guðmundsdóttir,
Anna Hlín Bjarnadóttir,
Berglind H. Bjarnadóttir, Þórarinn Gestsson,
Kristín Bjarnadóttir, Jónmundur Kjartansson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR SIGURÐSSON
múrarameistari
frá Ertu,
Hringbraut 35,
Hafnarfirði,
iést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, að morgni 24. janúar.
Sigríður Jónsdóttir,
Jón Rafn Einarsson, Kristrún Viggósdóttir,
Húnbjörg Einarsdóttir, Garðar Gíslason,
Hrefna Einarsdóttir, Þorleifur Guðmundsson,
KristínÁsa Einarsdóttir, Sverrir Eðvaldsson,
Guðrún Einarsdóttir, Pétur Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Skrifstofa mín verður lokuð fimmtudaginn 25. janúar
vegna jarðarfarar ÁSGEIRS JAKOBSSONAR.
Jóhannes Ásgeirsson hdl.,
Suðurlandsbraut 10, Reykjavík.
Lokað
frá hádegi í dag, fimmtudaginn 25. janúar, vegna
jarðarfarar KARLS KRISTJANS KARLSSONAR.
Karl K. Karlsson hf.,
heildverslun,
Skúlatúni 4.