Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR OG VÍMUEFNI •Viðhorfsbreyting eina ráðið • Offramboð á fíkniefnum • Þunglyndi sem leiðir til dauða*Virkja þarf böm og unglinga í fræðslu• Sjálfræðisaldur í 18 ár Morgunblaðið/Ásdís HASSPÍPUR eru til í ýmsum útgáfum og eru sumar nær óþekkjanlegar sem pípur nema vel sé að gáð, s.s. trompetmunnstykki, billjardkúla sem borað hefur verið í gegnum, flöskuháls eða rörbútur. Til hægri sjást fylgihlutir amfetamín- og kókaínneyslu, þ.á m. litlu heimatilbúnu umslögin sem duftið er geymt í. Á myndinni sést dæmi um slíkt umslag, þar sem samanbrotin mynd af yfirmanni fíkniefnalögreglunnar hefur verið notuð sem umslag. Þessari neyslu fylgja oft spegill, rakvélarblað og rör. Amfetamín er algengt hjá öllum fíkniefnaneytendum, en kókaín síður, þar sem það er dýrt efni. Sífellt fleiri og yngri reykja hass „HASS er orðið mjög algengt fíkni- efni og aldur þeirra, sem reykja hass, færist sífellt neðar,“ segir Ólafur Guðmundsson. Hann starf- ar í forvamadeild lögreglunnar í Reykjavík og hlutverk hans er að vinna að forvömum á sviði ávana- og fíkniefna meðal bama og ungl- inga. Ólafur segir að hugarfars- breyting sé það eina sem komið geti í veg fýrir útbreiðslu fíkni- efna, því annað krefjist þvílíks lög- regluríkis að ekki sé raunhæft að stefna að slíku. „Við getum aldrei komið í veg fyrir innflutning fíkniefna,“ segir Olafur. „Hingað koma 2-3 hundrað þúsund manns á hveiju ári með flugi, stór flutningaskip, samtals með þúsundir gáma, leggja upp í höfnum landsins í viku hverri og milljónir böggla og bréfa berast. Þá sigla íslensk fískiskip á erlend- ar hafnir og koma svo aftur að landi hér á ýmsum stöðum. Eitt kíló af hassi er eins og orðabók að umfangi og við hefðum aldrei efni á öllu því eftirliti sem þyrfti til að fyrirbyggja innflutning. Eina ráðið er viðhorfsbreyting. Á meðan einhver vill kaupa verður alltaf einhver til að selja.“ Offramboð á fíkniefnum Ólafur segir að nú sé offramboð á fíkniefnum, sama hvaða nafni þau nefnist. „Kaupendur skiptast nokkuð í flokka. E-töflur (ecstacy, ,,alsæla“) tröllríða krökkum á Morgunblaðið/Ásdís OFT átta foreldrar sig ekki á að gosflaska með tveimur götum á eða götótt gosdós nýtast sem hasspípur. Önnur merki um hass- reykingar eru kranasigti, sem sett er í pípuhaus, grammavog, sótugur hnífur, sem hefur verið hitaður til að skera hassmola og sviðinn álpappír, sem notaður hefur verið til að kynda undir hassinu. Að auki eru sýnishorn af hassköggium á myndinni. LSD er gjaman í formi vökva, sem hefur verið látinn síast í pappírsarkir með mörgum litlum myndum á. Ein mynd er einn skammtur. í hylkjunum tveimur yst til hægri eru E-töflur (ecstacy). Slikar töflur eru af öllum stærðum og gerðum. HVAÐ ER ÞETTA? EF FÓLK telur sig hafa fikniefni uiulir höndum get- ur það ieitað til lögreglunn- ar, sem lætur greina efnin án þess að fóik þurfi að svara þvi hvaðan þau koma. Foreldrar finna oft ein- hvers konar pillur eða önnur lyf hjá börnum sínum og óttast þá hið versta. Til að enginn þurfi að vellgast í vafa um hvaða lyf þetta eru, er hægt að snúa sér til lög- reglunnar og fá úr þvi skor- ið. Ólafur Guðmundsson, í forvarnadeild lögreglunnar, segir að lögreglan muni ekki krefja fólk svara, þrátt fyrir að það reynist hafa fundið fíkniefni. Lögreglan hvetur foreldra einnig til að hafa samband, svo hún geti talað við unglinginn, sem fyrirbyggjandi aðgerð, en ekki til að neyða hann til að benda á einhvern. framhaldsskólaaldri. Þeir krakkar, sem era í meiri og stöðugri neyslu, líta ekki við E-töflum, en venjulegu unglingarnir gleypa við þessu. Stór hópur af vel upplýstum unglingum trúir því.að E-taflan sé bara ein- hver stuðpilla, sem skaði engan. Þetta er sambærilegt við það sem gerðist á hippatímanum með hass- ið, þegar unglingar virtust trúa því almennt að kannabisefni væra skaðlaus. Á þeim tíma létu meira að segja ýmsir sérfræðingar blekkjast og sögðu tóbak miklu hættulegra en hassið. Núna vita menn auðvitað hve skaðlegt hassið er. Stór hópur fólks þjáist af lang- varandi þunglyndi og slíkt þung- lyndi hefur auðvitað leitt til dauða.“ Sannleikurinn um fíkniefnin Ólafur segir að lögregluyfirvöld séu nú að kanna hvort grandvöllur sé fyrir forvarnastarfi hér á landi, sem verði með svipuðu formi og D.A.R.E verkefnið í Bandaríkjun- um. „Þetta verkefni byggist fyrst og fremst á því að fara nógu snemma í skólana og segja sann- leikann um fíkniefnin. Ef af yrði, myndi lögreglan því vinna að þessu í samstarfi við menntamálayfir- völd. í Bandaríkjunum hefur náðst góður árangur með slíkri fræðslu, enda byggir hún mjög á því að börnin og unglingarnir séu virkir þátttakendur í fræðslunni, líkt og í jafningjafræðslu framhaldsskól- anna. Framhaldið á þessum vanga- veltum ræðst hins vegar algjörlega af því hvort ríkisvaldið er tilbúið til að leggja fjármuni í þá þjálfun og námsgagnagerð sem þarf. Þetta krefst mikils undirbúnings, ef vel á að vera. Hins vegar er nauðsyn- legt að gera eitthvað af þessu tagi, því nú er forvamastarf í skólum allt of lítið og óskipulagt." Hækka þarf sjálfræðisaldur Ólafur segir að í baráttunni gegn vímuefnaneyslu unglinga valdi það miklum vanda að sjálf- ræðisaldur miðast við 16 ár hér á landi. „Það ætti að hækka sjálf- ræðisaldurinn í 18 ár, um það eru allir sammála sem vinna að þessum málum. Núgildandi sjálfræðisaldur skiptir venjulegan ungling engu máli. Foreldrar era hins vegar framfærsluskyldir til 18 ára aldurs unglingsins, sem kemur illa heim og saman við sjálfræðisaldurinn. Það er ekki einföld leið að svipta ungling sjálfræði, til að koma hon- um í meðferð." NEYSLUSAGAN ÞEGAR unglingur leitar hjálpar hjá Tindum, dagdeild sem fæst við meðferð unglinga, er fyrsta skrefið að viður- kenna vandann. Eftir að unglingur hefur veitt upplýsingar um hvaða efna hann hefur neytt, hvenær, hvar, hversu oft o.s.frv. er honum hjálpað að átta sig á vandanum sem neyslan veldur. Það er gert með því að leggja fyrir hann verkefni í 14 liðum. I hverjum lið er tekið á einhveijum áhrifum neysl- unnar og unglingurinn beðinn að merkja við þau atriði sem hann þekkir eða hefur lent í einu sinni eða oftar. Að auki skrifar unglingurinn niður dæmi af sjálfum sér við hvert og eitt atriði sem hann kannast við. Hér birt- ist hluti verkefnisins og geta lesendur glöggvað sig á hvernig meðferðaraðil- ar átta sig á neyslunni. ■ Einn Iiður verkefnisins fjallar um hversu upptekinn unglingurinn er af því að komast í vímu og á að merkja við eftirtalið: a) Hugsar mikið um að komast í vímu. b) Leggur á ráðin um að komast í vímu þegar þú átt að vera að gera eitthvað annað. c) Samskipti þín við vini og kunningja snúast um að komast í vímu. d) Felur áfengi/vímuefni til að eiga örugglega nóg seinna. Passar að eiga örugglega nóg. ■ I verkefninu er einnig fjallað um áhrif neyslunnar á líkamlega heilsu og þar eru nefnd dæmin: a) Lent í slysi eða komist nálægt því. b) Tekið of stóra skammta (drepist, kastað upp, koxað o.s.fr\'.). c) Þreytutilfinning. d) Timburmenn. e) Of lítill eða of mikill svefn. f) Fráhvarfseinkenni (skjálfti, svita- köst, svimi, paranoja o.s.frv.). g) Ófær um að vinna eða gera eitthvað skemmtilegt vegna þess að þú varst í vímu eða með timburmenn. h) Útlitsbreytingar (lést, þyngst, hætt að þrífa þig o.s.frv.). ■ Áhrif neyslu unglingsins á fjölskyld- una eru einnig könnuð og þar á að merkja við möguleikana: a) Fj ölskyldurifrildi og/eða slagsmál út af neyslu þinni. b) Tekur ekki þátt í því sem fjölskyldan gerir sameiginlega. c) Foreldrar treysta þér ekki lengur. d) Hlýðir ekki þeim reglum sem gilda á heimilinu. e) Strokið eða flutt að heiman. f) Foreldrar rífast út af þér. É Áhrif á skólagöngu eru könnuð og þar merkir unglingur við eftirtalin atr- iði: a) Skrópað til að komast í vímu. b) Farið í vímu í skólann. c) Verið rekinn úr skóla. d) Útistöður við kennara. e) Sinnuleysi (er sama hvernig þér gengur í skólanum). ■ Sex dæmi eru tekin um áhrif neysl- unnar á hugsanir og tilfinningar: a) Óminni (blackout). b) Minnistap (gleymir t.d. hvað þú ætl- ar að gera, nöfnum, símanúmerum, hvað þú áttir að kaupa o.s.frv.). c) Léleg dómgreind (veist ekki hvað er rétt eða hvað er rangt að gera). d) Einangrar sjálfan þig. e) Hugsar um sjálfsmorð, reynir að fremja sjálfsmorð. f) Lítið sjálfsálit, líkar illa við sjálfan þig- ■ Áhrif á siðgæðisvitun komaí ljós með því að gefa unglingnum færi á þessum möguleikum að merlga við: a) Ef þér finnst rangt að ljúga en lýgur samt. b) Ef þér finnst rangt að stela en stel- ur samt. c) Ef þú hefur gert eitthvað undir áhrif- um sem veldur þér sektarkennd (móral).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.