Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 45 Tölvudagur Háskólans í dag TÖLVUDAGUR Háskólans verður haldinn í dag, fimmtudaginn 25. janúar, og er staðsett á 1. hæð í Odda. Sex fyrirtæki sýna hug- og vélbúnað á bestu hugsanlegu kjör- um fyrir stúdenta og aðra, sem eiga leið hjá. Fyrirtækin heita Aco hf., Einar J. Skúlason hf., Nýheiji hf., Boðeind hf., Apple-umboðið og Heimilistæki hf. Bóksala stúdenta verður með kynningu á tölvubókum. í tölvuveri í stofu 103 verður stöðugt samband við Alnetið. Morg- unblaðið og Strengur hf. kynna þar nýtt tilboð til handa stúdentum, um áskrift að gagnasafni Morgunblaðs- ins. Þar mun heimasíða Stúdenta- ráðs líta dagsins ljós kl.12 á hádegi en hún inniheldur alla þá þjónustu sem venjulega fer fram á skrifstof- unni m.a. húsnæðismiðlun, leigu- miðlun, barnagæslumiðlun, upplýs- ingar um starfsemi lánasjóðs o.m.fl. Tölvunarfræðinemar verða til stað- ar og þeir leiðbeina um helstu undir- stöðuatriði í gerð heimasíðu og kynna um leið námskeið sem að þeir eru að hleypa af stokkunum um það efni. Hádegisfundur í stofu 101 verður hádegisfundur sem að hefst kl. 12.15. Þar mæta Skúli Mogensen frá OZ hf., Lárus Ásgeirsson markaðsstjóri Marel hf. og Marinó G. Njálsson tölvunar- fræðingur. Yfirskriftin verður: „Hvað hafa íslendingar fram að færa til útflutnings á sviði hugbún- aðar?“ Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Stúdentaráðs. ■ SJÚKRANUDDSTOFA Hjör- dísar hóf nýlega starfsemi sína á Austurströnd 1, Selijarnarnesi. Boðið er upp á sjúkranudd, almennt nudd og slökunarnudd. Eigandi er Hjördís Þóra Jónsdóttir, löggiltur sjúkranuddari. Hjördís nam sjúkra- nudd í Canadian College of Massage and Hydrotherapy í Kanada og starfaði hún í Kanada að námi loknu. Hjördís hlaut löggildingu frá Heilbrigðisráðuneytinu 1993. Hún starfaði á Nuddstofu Reykjavíkur 1993-1994. Edinborgarfélagið með „Bums Supper“ EDINBORGARFÉLAGIÐ á íslandi heldur sinn 19. „Burns Supper“ í sal Veisluþjónustunnar Dúndur, Dugguvogi 12, laugardaginn 27. janúar nk. Samkoman hefst kl. 20 og lýkur kl. 2. Veislustjóri verður Súsanna Svavarsdóttir rithöfundur og ræðu- maður kvöldsins verður Guðni Guð- mundsson fyrrverandi rektor. Að vanda verður sungið undir stjórn Kristjáns Árnasonar. Allir sem dvalist hafa í lengri eða skemmri tíma í Skotlandi og aðrir sem áhuga hafa á skosk-íslenskum menningarsamskiptum eru vel- komnir með mökum sínum og gest- um. Aðgangseyrir er 2.000 kr. Þorragleði í Neskirkju EFNT verður til þorragleði í safnað- arheimilinu í Neskirkju laugardag- inn 27. janúar kl. 14. Fram verður borinn hefðbundinn þorramatur á hlaðborði, síldarréttir og heitt salt- kjöt. Bræðurnir Stefán Helgi, Steinar Matthías og Guðbjörn Már Kristins- synir leika á píanó, trompet og harmoniku. Hjónin Guðrún Péturs- dóttir, forstöðumaður Sjávarút- vegsstofnunar Háskóla Islands og Ólafur Hannibalsson, blaðamaður, flytja minni karla og kvenna. Nokk- ur pör frá samtökunum Komið og dansið sýna létta sveiflu. Sighvatur Jónasson marserar með nikkuna sína. Þá verður einnig mikill fjölda- söngur. Þátttaka tilkynnist kirkjuverði í síma 551 6783 milli kl. 16 og 18 og veitir hann allar nánari upplýs- ingar. Tóm&múmkólinn sími: 588 72 22 Barnabrek Vesturgötu 52 Akranesi Nú eru miklu meiri möguleikar á að þú getir sent miða í þáttinn og fengið tækifæri til að skafa af milljón Þú getur líka unnið milljónir strax Fjöldi aukavinninga dreginn út í þættinum Nýr leikur í þættinum þar sem krakkarnir skafa til sín leikföng. JAPISS Skafðu fyrst og horfðu svo!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.