Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Oddson forsætisráðherra Tekur ekki afstöðu til for- setaframboðs fyrr en í vor Sjálfstæðismenn ræða hugsanlegt forsetaframboð Davíðs Oddssonar Hefur áhrif á flokksstarfið í HÁDEGISFRÉTTUM Ríkisút- varpsins laugardaginn 20. janúar sagði Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, ekki tímabært að svara því hvort hann gefí kost á sér í fram- boð til forseta. Davíð segist ekki skilja þennan spreng sem menn séu í vegna kosninganna í vor. Kosn- ingabarátta vegna forsetakosninga eigi að standa í mánuð til einn og hálfan, ekki hálft ár. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra: Það rennur út framboðs- frestur ef ég man rétt í lok maí, seinni partinn í maí, þannig að ég skil ekki af hverju menn eru í þess- um forsetaspreng, bæði fjölmiðlar og kannski frambjóðendur hugsan- legir. Fréttamaður: Nú er kannski eðlilegt, kannski ekki síst vegna GUÐRÚNU Agnarsdóttur, lækni og fyrrverandi þingkonu Kvennalista, hafa borist undirskriftarlistar með áskorun um að hún gefi kost á sér til forsetakjörs. Guðrún útilokar ekki framboð. Hins vegar ætlar hún að taka sér góðan tíma til að gera upp hug sinn. Guðrún staðfesti í samtali við Morgunblaðið að henni hefðu verið afhentir undirskriftarlistar í fyrra- kvöld. Hún sagði að sér hefði ekki unnist tími til að fara gaumgæfilega yfir listana ennþá og hún hefði ekki talið hvað undirskriftirnar væru þess að þú ert forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að það sé einhver spenna í kringum það hvort þú gefur kost á þér og þú hefur aldrei aftekið það þann- ig að þitt nafn er áfram í umræð- unni. Davíð Oddsson: Já, það hefur ekki verið nein ástæða fyrir mig að taka af tvímæli um það og það er enginn þrýstingur á mig í hvor- uga áttina. Það er enginn sem er að pína mig til svara í þeim efnum, hvorki innan flokks eða utan. Þannig að ég hygg að menn hugsi sem svo að það er rétt að þessi mál skýrist. Og það er langeðlileg- ast að ef menn vilja fara í framboð til forseta þá geri þeir það upp við sig sjálfír og kynni það þjóðinni svona á skikkanlegum tíma. Kosn- margar. Hins vegar játti Guðrún því að hún kannaðist við mörg nöfn úr heilbrigðisstéttum um leið og hún tók fram að nöfn á listanum kæmu víða að. Guðrúnu hefur verið til- kynnt að henni verði afhentir fleiri undirskriftarlistar á næstunni. Guðrún sagði að viðbrögð sín við áskoruninni væru fyrst og fremst þakklæti gagnvart því trausti og þeirri hvatningu sem henni væri ingabarátta til forseta ætti að vera eins og hún var 1952 í svona einn mánuð, einn og hálfan mánuð, en ekki hálft ár. Mér finnst það alveg fráleitt að það gerist með þeim hætti. Þannig að ég fyrir mitt leyti er að hugsa bara um mín daglegu störf og sinni þeim. Ef og þegar ég fer að ijalla eitthvað um þetta í mínum ranni, á mínu heimili eða við mína nánustu samstarfsmenn, þá geri ég það þegar nær dregur. Fréttamaður: En sem sagt end- anlegt svar af þinni hálfu er ekk- ert tímabært fyrr en einhvern tíma í vor? Davíð Oddsson: Já, einhvern tíma í vor, ef ég fer að fjalla um þetta sem ég er ekkert einu sinni viss um að ég geri þá verður það einhvern tíma í mars-apríl. sýnt. „Um leið vekur svona áskorun upp ríka skyldutilfinningu og ábyrgð," sagði hún. Á leið til útlanda Þegar Guðrún var spurð að því hvort framboð kæmi til greina sagði hún að ef svo væri ekki hefði hún fyrir löngu gefið út tilkynningu þar um. „Ég hef hins vegar ekki tekið endanlega ákvörðun. Það er alltaf Á FUNDI sem Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hélt með for- mönnum Sjálfstæðisflokksfélag- anna í Reykjavík sl. mánudag kom hugsanlegt forsetaframboð Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, til umræðu. Friðrik Sophusson sagði í samtali við Morgunblaðið, að tilefni þessarar umræðu hefði verið yfirlýsing Davíðs í samtali við Ríkisútvarpið um helgina um að hann tæki ekki ákvörðun um hugsanlegt framboð fyrr en í mars eða apríl. „Þessi klukkustundarlangi fundur með formönnum Sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík er sams konar fundur og ég hef oft sinnis áður haldið til þess að ræða um vandasamt að taka að sér að verða fulltrúi annarra. Reyndar fínnst mér heldur ekki tímabært að fjalla svona mikið um forsetaframboð. Langur tími er enn til stefnu og næg tæki- færi gefast til að fjalla um þetta þegar nær líður,“ sagði Guðrún. Guðrún sagðist vera á leið til út- landa m.a. til að vera með dóttur sinni þegar hún eignaðist barn og ekki koma aftur til baka fyrr en um miðjan febrúar. Hún sagði að ekki væri að vænta tilkynningar um ákvörðun sína fyrr en hún kæmi að utan. flokksstarfíð, starfsemi félaganna í Reykjavík og stöðu ríkisstjórnar- innar. Einnig var á fundinum rætt sérstaklega um verkefni fjármála- ráðuneytisins. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að bjóða upp á fundahöld með þingmönnum í hverfafélögunum í vetur. Það er eðlilegt á fundi eins og þessum að forsetakosningamar beri á góma ekki síst vegna þess að tveimur dögum fyrir fundinn hafði formaður flokksins lýst því yfir að hann myndi í mars eða aprfl gefa svör við því hvort hann gæfí kost á sér. Á fundinum sagði ég mjög skýrt og greinilega að ákvörðun um það hvort eða hve- nær forsætisráðherra gæfi yfirlýs- ingu um það mál væri algerlega hans mál. Á fundinum var rætt um forsetakosningar fyrr og nú, en það var ekki minnst orði á for- ystumál Sjálfstæðisflokksins að öðru leyti í því sambandi," sagði Friðrik. Miðstjórn ákveður tíma landsfundar Friðrik sagði að miðstjórn flokksins myndi einhvern tímann á næstunni koma saman til að ræða um tímasetningu landsfund- ar. Óvíst væri hvort forsetakosn- ingarnar í júní hefðu áhrif á tíma- setninguna. Landsfundur yrði haldinn á þeim tíma sem hentaði flokknum best. Skorað á Guðrúnu Agnarsdóttur lækni að bjóða si g fram í embætti forseta Útilokar ekki framboð Úrslit atkvæðagreiðslu um umsókn Rússlands um aðild að Evrópuráðinu eru óviss MIKIL spenna ríkti í húsakynnum Evrópuráðsins í Strassborg í gær. í dag ganga fulltrúar á þingi ráðs- ins til atkvæðagreiðslu um umsókn Rússlands um aðild að ráðinu. Skoð- anir eru mjög skiptar um hvort frið- ur, lýðræði og virðing fyrir mann- réttindum séu með þeim hætti í Rússlandi að veita eigi því aðild að Evrópuráðinu. Ýmis önnur sjónar- mið hafa auðvitað áhrif á afstöðu þingmanna. Þannig velta þingmenn í íslenzku sendinefndinni því fyrir sér hvort afstaða þeirra gæti haft áhrif á hinar viðkvæmu viðræður við Rússland og fleiri ríki um físk- veiðimál, sem einmitt þessa dagana fara fram í Moskvu. Langflest ríki Evrópu, eða 38, eiga nú aðild að Evrópuráðinu. Rússland sótti um aðild að ráðinu í maí 1992. Meðferð umsóknarinnar hefur hins vegar verið frestað æ ofan í æ, þar sem ástandið í Rúss- landi hefur þótt of óvisst. Þannig var umsóknin „fryst“ í sjö mánuði á seinasta ári vegna framferðis rússneska hersins í Tsjetsjníju. í september síðastliðnum var ákveðið að hefja að nýju undirbún- ing fyrir aðild Rússlands, eftir að samið hafði verið um vopnahlé í Tsjetsjníju. Fyrir fáeinum vikum var talið næsta víst að umsóknin yrði samþykkt, þrátt fyrir efasemd- ir margra þingmanna á þingi Evr- ópuráðsins um að mannréttindi og lýðræði í Rússlandi séu nægilega virt. Átökin, sem blossuðu upp í Tsjetsjníju og Dagestan fyrir skömmu, hafa hins vegar haft áhrif á afstöðu margra þingmanna og nú er allt í óvissu um það hvernig atkvæðagreiðslan í dag mun fara. Mikið var þingað og skrafað á göngum bygginga Evrópuráðsins í gær og loft lævi blandið, að sögn viðmælenda Morgunblaðsins. Til þess að tillaga um inngöngu Rússlands í ráðið hljóti samþykki, þarf þriðjungur þingmanna að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Þar af Hafa íslenzku atkvæð- in áhrif í Moskvu? Þing Evrópuráðsins í Strassborg greiðir í dag atkvæði um aðild — — Rússlands að ráðinu. Olafur Þ. Stephensen segir að á meðal þess, sem íslenzkir þingmenn velti fyrir sér sé hvort afstaða þeirra hafi áhrif á fískveiðiviðræðumar í Moskvu. þurfa tveir þriðjuhlutar að greiða aðild atkvæði sitt. Gagnstæð sjónarmið í íslenzku nefndinni { sendinefnd íslands á þinginu eru fjórir alþingismenn,.Lára Mar- grét Ragnarsdóttir, formaður, Tóm- as Ingi Olrich, Hjálmar Ámason og Hjálmar Jónsson. Sá síðastnefndi er varamaður Ólafs Ragnars Gríms- sonar og eingöngu þau þijú fyrst- nefndu eiga atkvæðisrétt á þinginu. Þingmenn á þingi Evrópuráðsins eru ekki fulltrúar ríkisstjóma sinna, heldur einvörðungu bundnir af eigin sannfæringu. Innan íslenzku sendi- nefndarinnar em uppi gagnstæð sjónarmið um það hvort samþykkja eigi aðild Rússlands og endurspegla þau eflaust meginlínurnar í afstöðu fulltrúa á þinginu yfírleitt. Hjálmar Arnason, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst greiða atkvæði með aðild Rúss- lands. Hann segir að það geri hann á þeirri forsendu að lýðræðið sé að vakna í Rússlandi og hafí gert það ótrúlega hratt, miðað við að Rússar hafí ekki þekkt lýðræðishugsjónina fyrr en fyrir fimm til sex árum. í þingkosningunum í desember hafí verið 60% þátttaka og þær farið löglega fram að mati alþjóðlegra eftirlitsmanna. „Ég tel að nú sé tækifæri til að ná sameinaðri Evr- ópu,“ segir Hjálmar. „Við vitum að ýmis mál, mannréttindamál og önn- ur, eru ekki komin eins langt og skyldi í Rússlandi, en þau eru á réttri leið og ég tel að við eigum betri möguleika á að hjálpa lýðræð- isöflunum í Rússlandi með því að hafa Rússa innanborðs hér í Evr- ópuráðinu en með því að endur- vekja skiptingu álfunnar í austur og vestur. Síðari kosturinn gæti orðið vatn á myllu andlýðræðislegra afla og orðið til þess að hægja á þróuninni.“ Hjálmar segir að ekki sé hægt að horfa framhjá því að á sama tíma og þessi atkvæðagreiðsla fari fram, sé í Moskvu verið að ræða við Rússa um mjög mikilvæg hags- munamál íslendinga. „Slíkt ræður þó auðvitað ekki afstöðu minni til þessa grundvallaratriðis," segir hann. Hjálmar Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist sam- mála nafna sínum þótt hann eigi ekki atkvæðisrétt á þinginu. Hann segir að sama sé á hvorn veginn fari í atkvæðagreiðslunni; niður- staðan muni hafa mikil áhrif á þró- un mála í Evrópu og Rússlandi. Hjálmar segir sína skoðun þá, að tækifærið til að binda Rússa inn í evrópskt samstarf sé of stórt til að hafna þeim. „Rússland er hluti af Evrópu. Við hvorki getum né viljum forðast það,“ segir Hjálmar. Málamiðlun hugsanleg Lára Margrét Ragnarsdóttir, for- maður íslenzku sendinefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á að laganefnd Evrópuráðs- ins telji að rússnesk log um lýð- og mannréttindi séu víða í óreiðu og standist ekki kröfur ráðsins. Hún segir að hún sjálf og Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, séu þeirrar skoðunar að Rússar séu ekki tilbúnir fyrir þátt- töku í störfum ráðsins. „Ég tel Rússa ekki komna nægi- lega langt og get ekki mælt með að veita þeim aðild nú,“ segir Lára Margrét. „Fái þeir aðild að ráðinu kemur stór sendinefnd hér inn á þingið, um átján manns, sem yrði sú fjölmennasta á þinginu. Rússar yrðu því fyrirferðarmiklir og menn eru sammála um að ímynd Evrópu- ráðsins myndi breytast. Menn hafa margir bakþanka yfír því hversu fljðt við vorum að taka inn önnur ríki, til dæmis Úkraínu. Menn vilja ekki gera slíka skyssu aftur, ekki sízt vegna þess að Rússland er þetta stórveldi.“ Næsta víst er að á þinginu í dag munu koma fram breytingartillögur við fyrirliggjandi tillögu um að Rússlandi verði veitt aðild að ráð- inu, þess efnis að samþykkt verði nú að veita því inngöngu, að upp- fylltum vissum skilyrðum á mann- réttinda- og lýðræðissviðinu. Lára Margrét segir að þau Tómas Ingi gætu fallizt á slíka málamiðlun, ekki sízt ef breið samstaða næðist um hana. „Við hefðum þá upp á það að hlaupa að bíða fram yfir forsetakosningar og sjá hvemig mál þróast eftir þessar tvennar lýð- ræðislegu kosningar í Rússlandi. Ég tel það eðlilegt.“ Aðspurð hvort hún óttist að af- staða íslenzku þingmannanna geti haft áhrif á fiskveiðiviðræðurnar í Moskvu og stöðuna í fískveiðideil- um, sem Island og Rússland eiga aðild að, segir Lára Margrét: „Sem eiðsvarinn þingmaður fer ég auðvit- að eftir samvizku minni, en að sjálf- sögðu hef ég einnig í huga hollustu við þjóðina. Ég held að það verði matsatriði fram á síðustu stundu hvernig fólk mun haga sér.“ Engin tilmæli frá utanríkisráðuneytinu Ríkisstjórnir sumra Evrópuríkja hafa lýst yfir stuðningi við aðild Rússa að Evrópuráðinu. Þannig hefur Herve de Charette, utanríkis- ráðherra Frakklands, sagt að Rúss- ar njóti stuðnings Frakka. íslenzka utanríkisráðuneytið, sem að undan- förnu hefur Iagt mikla áherzlu á sem bezt samskipti við Rússa, hefur ekki sent nein tilmæli til íslenzku þingmannanna í Strassborg. Morg- unblaðinu er hins vegar kunnugt um að þingmennirnir hafa ráðfært sig við ráðherra í ríkisstjóminni um stöðu málsins, þar á meðal hugsan- leg áhrif á viðræðurnar í Moskvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.