Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Lykill að láni JÓSKI bærinn Randers hefur lánað Kaupmannahöfn þennan sjö metra langa lykil í tilefni þess að borgin er menningar- höfuðborg Evrópu þetta árið. Lyklinum verður komið fyrir á Óslóartorgi. Hann er úr blámál- uðum málmi og er eftir Sven Dalsgaard, sem er borinn og barnfæddur í Randers. í lok ársins verður lyklinum skilað aftur til bæjarins, þar sem hann hefur staðið fyrir framan tón- listar- og leikhús Randers. Vorönn Listaskólans við Hamarinn ANNAÐ starfsár Listaskólans við Hamarinn, Strandgötu 50, Hafn- arfirði, er að hefjast. í listaskólan- um við Hamarinn er boðið upp á fjölmörg námskeið fyrir alla ald- urshópa, jafnt byrjendur sem lengra komna. A sviði myndlistar er að finna grunnáfanga í teikningu auk námskeiðs þar sem teiknað er eftir lifandi fyrirmynd. I boði eru námskeið í meðferð bæði oliu- og vatnslita. Á námskeiði í grafík er aðaláhersla lögð á dúk- og tré- ristu og á námskeiði í myndasögu- gerð eru helstu aðferðir mynda- sögugerðar kenndar. Ljósmynd- un, video og tölvuvinnsla í mynd- list er heitið á nýju námskeiði. Á sviði hönnunar er námskeið í skartgripahönnun í boði þar sem unnið er úr óhefðbundnum efnum og námskeið i tiskuteiknun þar sem nemendur fá þjálfun og inn- sýn í vinnu tískuteiknarans. Á sviði handíða eru einnig tvö námskeið í boði. Annars vegar körfugerð og hins vegar pappírs- gerð/endurunninn pappir. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans, Strandgötu 50, Hafnarfirði. Nemendasýning Laugardaginn 27. janúar kl. 14 verður opnuð sýning á verkum í skólanum nemenda Listaskólans við Ham- arinn i Sýningarsalnum við Ham- arinn, Strandgötu 50, Hafn- arfirði. Á sýningunni gefur að líta af- rakstur nemenda haustannar við listaskólann og má þar nefna teikningar, málverk, vatnslita- myndir, Iágmyndir, þrlvíð verk, myndasögur, skartgripi og hand- gerðan pappír. Sýningin er einungis opin helg- ina 27.-28. janúar og er opin báða dagana frá kl. 14-18. Dýrabær Orwells í Hamrahlíð LEIKFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir 27. janúar næstkomandi leikverkið Ánimal Farm, eða Dýrabæ, sem byggt er á skáldsögu eftir George Orwell, en leikgerðin er frá árinu 1984 og er eftir breska leikstjórann Peter Hall. Tónlist er samin af Richard Peasleem en söngtextarnir eru eftir Adrian Mitchell. Þessi sýning var frumsýnd í breska Þjóðleikhúsinu í London og hlaut þar góðar viðtökur, en þetta er í fyrsta sinn sem verkið er flutt hérlendis og hefur það verið íslenskað af þeim Melkorku Tekiu Ólafsdóttur sem þýddi söngtexta og Kristjáni Þórði Hrafnssyni sem þýddi söngtexta og bundið mál. Leikstjóri er Andrés Sig- urvinsson og stjórnar hann fimmtíu leikendum sem allir eru nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð. Tón- listarstjóm er í höndum Gústavs Sig- urðssonar, ungs klarínettleikara. Leikmyndar- og búningahönnun er verk Stígs Steinþórssonar. Kóreó- grafíu stjómar Lára Stefánsdóttir dansari og danshöfundur hjá ís- lenska dansflokknum. Lýsing er hönnuð af Sigurði Kais- er. Sýningar fara fram í Tjarnarbíói og standa til 15. febrúar. Miðasala er í Tjamarbíói sýning- ardaga frá kl. 17. Leitað að höfundi BOKMENNTIR LOKAÐ HERBERGI eftir Paul Auster. Snæbjöm Am- grímsson þýddi. Bjartur, 1995 -126 síður. 2.480 krónur. LOKAÐ herbergi er síðasti hluti hins kunna New York-þrfleiks Paul Austers, en áður hefur Bjartur gef- ið út hinar bækumar tvær, Gler- borgina og Drauga. Þótt sögurnar séu sjálfstæðar, þá fæst höfundur- inn við svipuð minni í þeim öllum og bregður á frumlegan hátt á leik með hið annars þvælda form sem spæjarasagan er. Frásögnin í Lok- uðu herbergi er lífleg og ævintýra- leg. Lesandinn fínnur fyrir því að þótt sögusviðið sé stórborgir heims- Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1984-l.fl. 1988-l.fl.A 6 ár 1991-1.fl.D 5 ár 01.02.96 - 01.08.96 01.02.96-01.02.97 01.02.96 kr. 73.587,30 kr. 31.480,40 kr. 15.616,80 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 25. janúar 1996 SEÐLABANKIÍSLANDS ins gerast atburðirnir í raun hvergi nema á síðum þessarar bókar og þar er allt mögulegt; höfundurinn getur gert það sem honum sýnist og notar frásögnina stundum til að velta eðlisþáttum skáldskaparins fyrir sér: „Allir vita að skáldsögur eru hugarspuni. Hvaða áhrif sem þær kunna svo sem að hafa á okk- ur þá vitum við að þær em ekki sannar, jafn- vel þótt þær miðli miklu merkari sann- indum en við finnum annars staðar“ (58). Frásögnin hefst á því að sögumaðurinn er kvaddur á fund ungrar eiginkonu gamals vinar, Fans- hawe að nafni. Fans- hawe er horfinn, segir hún, hefur ekki sést í meira en sex mánuði, og hún biður sögu- manninn um að fara yfir handrit að nokkr- um bókum sem hann hafði skrifað en ekki komið til út- gefanda. Hann tekur verkið að sér og ber út frá henni öll handritin í tveimur töskum sem voru ,jafn- þungar og einn maður“ — líf Fans- hawes á blöðum. Útgefandi finnst að verkunum, Fanshawe verður frægur á svipstundu, en sögumað- urinn tekur saman við eiginkonu hans. Hann öðlast vitneskju sem hann getur ekki treyst neinum fyr- ir og lendir í andlegri kreppu, rétt eins og aðalpersónur hinna sagna þríleiksins. Líf hans tekur allt að snúast um leitina að Fanshawe; hann er þar með orðinn enn einn spæjarinn: „Þegar allt kom til alls var ég spæjari og verkefni mitt var að afla vísbendinga" (92). En þess- ar sífelldu hugleiðingar um Fans- hawe fara að þvælast fyrir; hann vill losna við þennan ósýnilega mann og hugsanirnar um hann: „Eg vildi Fanshawe feigan og var tilbú- inn að ganga alla leið“ (76). Engu að síður tekur sögumaðurinn að skrifa ævisögu mannsins sem er horfinn og hefur skilið þessa óljósu slóð eftir sig, ævisögu sem: „... hafði þann eina tilgang að vísa mér leiðina að Fanshawe, að öðru leyti var ekki um neina bók að ræða“ (77). Leitin ber sögumann í draum- kennda óminnisferð til Parísar og að lokum aftur til Bandaríkjanna og til Boston þar sem henni lýkur. Höfundurinn fléttar á skemmti- legan hátt inn í frásögnina athuga- semdir sínar og hugleiðingar um gildi sköpunarinnar og vinnuaðferð- ir listamannsins. Þannig stígur hann fram á einum stað og segir: „Ég hefði aldrei getað byijað að skrifa þessa bók nema þekkja sögu- lokin. Sama gildir um bækumar tvær sem komu á undan: Gler- borgina og Drauga. Þessar þrjár sögur eru eiginlega ein saga...“ (104). Og hann tengir söguna einnig við Gler- borgina með því að láta leita að spæjaranum Quinn, aðalpersónu hennar, sem hefur guf- að upp við leit að Fans- hawe. Þá blandast við Paul Auster frásögnina sögubrot, eins og af ævi Da Ponte, fyrsta ítalska prófessorsins við Columbia háskólann sem jafn- framt samdi textana við óperur Mozarts, og rússneska bókmennta- spekingsins Bakhtin sem reykti síð- urnar úr handriti sínu um þýska skáldsagnagerð meðan þýsku her- irnir réðust inn í heimaland hans. Snæbjörn Arngrímsson þýðir söguna. Yfírleitt er þýðingin læsileg og rennur liðlega fram, en á köflum verður þýðingarstíll full áberandi og glittir í enskuna undir íslenska búningnum. Þá vilja setningarnar verða stirðar, það vantar að brjóta þær upp, og fornöfn og smáorð eru ofnotuð: „Hann kannaðist við nafn- ið, sagði hann, en hann mundi ekki hvaðan“ (35); „Það skipti engu hver afstaða hans var hún varð að láta sér þetta lynda“ (11); og „... hafði ég gefið loforð og ég vissi að ég hafði ekki ótakmarkaðan frest“ (29>-. Teikning Kristínar Ómarsdóttur af dularfullu fólki við blaðalestur fer vel á kápunni. Fyllsta ástæða er til að hrósa Bjarti fýrir vandað og heildstætt útlitið á bókum for- lagsins og er frágangurinn á þríleik Austers, og þar með Lokuðu her- bergi, engin undantekning þar á. Einar Falur Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.