Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 31
30 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐJÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ORKUVERÐ OG
VIRKJUNARKOSTIR
VERÐ á raforku skiptir heimilin og fyrirtækin í land-
inu miklu og þess vegna er mikilvægt, að hag-
kvæmustu virkjunarkostir séu valdir til orkuframleiðslu.
Það liggur nú fyrir, að Hitaveita Reykjavíkur og Hita-
veita Suðurnesja geta framleitt raforku á innan við
helming þess verðs, sem Landsvirkjun selur hana á til
almenningsveitna. Þetta þýðir, að íbúar og fyrirtæki í
Reykjavík og á Suðurnesjum borga raforkuna á tvöfalt
hærra verði en annars væri mögulegt. Landsvirkjun
selur kílóvattstundina til almenningsveitna, hvar sem
er á landinu, á ca. 3 krónur, en fyrrnefndar hitaveitur
telja sig geta framleitt orkuna til eigin nota á innan
við 1,50 krónur kílóvattstundina fengju þær heimild til
virkjana á Nesjavöllum og í Svartsengi. íbúar þessara
sveitarfélaga gætu sparað sér hundruð milljóna króna
útgjöld á hverju ári hefðu orkufyrirtæki þeirra frjálsar
héndur um virkjanir. Sjálfsagt á það við um fleiri sveit-
arfélög, þar sem virkjunarkostir eru góðir.
Sú stefna hefur verið við lýði um áratuga skeið, að
orkuverð skuli vera það sama hvar sem er á landinu
og án tillits til gífurlegs kostnaðar við flutningslínur
og rekstur þeirra. Með lögum er sú kvöð lögð á Lands-
virkjun að selja orkuna í heildsölu til almenningsveitna
á sama verði. Þessi verðjöfnun kemur í veg fyrir, að
Landsvirkjun geti veitt afslátt vegna magnkaupa eða
mismunandi afhendingarkostnaðar orkunnar. Þessi
stefnumörkun á rætur í byggðastefnu, sem gengur út
frá því, að landsmenn geti ekki notið hagstæðra að-
stæðna á hverjum stað fyrir sig heldur skuli deila ávinn-
ingi sínum með öllum öðrum. Þess vegna skal raforku-
verð (og áður olíuverð) vera alls staðar það sama. Áður
fyrr voru uppi áform um að skattleggja Hitaveitu
Reykjavíkur sérstaklega til að jafna verð á heitu vatni.
Slík stefna er ekki hvetjandi til leitar hagkvæmustu virkj-
unarkosta eða hvati til samkeppni um sölu orkunnar.
Fróðlegt væri að fá svör við þeirri spurningu, hvort
kvöðin á Landsvirkjun um verðjöfnun er höfuðskýringin
á háu orkuverði, eða hvort fjárfesting í virkjun Blöndu
án þess að markaður væri fyrir hendi, og reyndar Kröflu
á sínum tíma, eigi hlut að máli. Hafa landsmenn verið
að kaupa mun dýrari raforku en þurft hefði vegna verð-
jöfnunarstefnunnar og fjárfestingarmistaka?
Það er eðlileg krafa, að notendur fái orkuna á lægsta
mögulega verði hverju sinni og án þess að þurfa jafn-
framt að borga fyrir eitthvað allt annað. Aukið við-
skiptafrelsi á öllum sviðum gerir að verkum, að fólk
mun ekki sætta sig við það til lengdar að njóta ekki
ávaxta samkeppni og hagkvæmustu virkjunarkosta í
orkuverði.
AFKOMA
S JÁVARÚTVEGSIN S
AFKOMA sjávarútvegsins hefur breytzt til betri veg-
ar og er nú með allra bezta móti, að mati Þjóðhags-
stofnunar. í heild er greinin rekin með um 4,5% hagn-
aði af tekjum. Hins vegar eru enn miklir erfiðleikar í
botnfiskvinnslu og hún er rekin með 6,5% tapi.
Af þessum sökum segir það sig sjálft að fyrirtæki í
fjölbreyttum rekstri standa nú mun betur en þau, sem
eingöngu eru í botnfiskvinnslu. Það er raunar í takt
við þróun í ýmsum öðrum atvinnugreinum og ætti að
verða sjávarútvegsfyrirtækjum hvatning til að breikka
rekstrargrundvöllinn, hugsanlega með samvinnu eða
sameiningu.
Tölur Þjóðhagsstofnunar eru hins vegar ekki rök
fyrir „efnahagsaðgerðum“ til að lagfæra stöðu botnfisk-
vinnslunnar sérstaklega þegar aðrar greinar standa
vel. Þær eru til að mynda ekki rök fyrir breytingum á
gengi krónunnar, sem myndu einvörðungu stefna hinum
efnahagslega stöðugleika, sem sjávarútvegsfyrirtæki
og önnur fyrirtæki búa við, í hættu. Það er rétt hjá
Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra að vanda botn-
fiskvinnslunnar hlýtur sjávarútvegurinn að leysa sjálfur.
Kostir eftirlitsmyndavéla ótvíræðir að mati lögreglu
umjnprani!
»««*«
lllRIIl
1181(1'!
IlBfil
1 i 1
1
Bæta réttar-
stöðu al-
mennings
Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfírlög-
regluþjónn í Reykjavík vísar í viðtali við Grétu
Ingþórsdóttur á bug gagnrýnisröddum sem
heyrst hafa að í notkun lögreglunnar á eftir-
litsmyndavélum felist persónunjósnir.
ÖGREGLAN í Reykjavík
hefur á síðustu misserum
gert tilraunir til eftirlits í
miðbæ Reykjavíkur með
myndavélum og nýlega var ein slík
sett upp á húsi Héraðsdóms við
Lækjartorg til reynslu.
Þeim gagnrýnisröddum sem
heyrst hafa að um persónunjósnir
sé að ræða vísar Ómar Smári Ár-
mannsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn á bug og segir kosti eftirlits
með myndavélum ótvíræða.
Sömu reglur gilda og um
annað eftirlit
Ómar Smári segir sömu reglur
gilda um eftirlit lögreglu með
myndavélum og um annað eftirlit á
hennar vegum. Einu gildi hvort það
fari fram með venjubundnum hætti
eða í gegnum myndavélarauga. í
lögum um meðferð opinberra mála
segi að heimilt sé að taka upp hljóð
og taka myndir í þágu rannsóknar
á almannafæri eða á stöðum, sem
almenningur á aðgang að, án þess
að til þess þurfi úrskurð dómara.
Þetta lagaákvæði veiti fulla heimild
til eftirlits lögreglu með myndavél-
um. Réttarstaða fólks eigi ekki að
skerðast við slíkt heldur geti það
þvert á móti bætt hana,
þar sem lögreglan eigi
auðveldara með að halda
uppi lögum og reglu í
þágu borgaranna og sam-
félagsins á þann hátt og
grípa inn í ef brotið sé á rétti fólks.
Geta haft fyrirbyggjandi áhrif
„Lögreglan hefur talið að eftir-
litsmyndavélar í miðborginni geti
haft mikil fyrirbyggjandi áhrif
gagnvart þeim aðilum, sem að öðru
jöfnu hyggja þar á miður góða hátt-
semi. Ef málið er kynnt almenningi
með jákvæðum hætti er víst að til-
vist vélanna geti orðið til þess að
fólk muni síður þora að athafna sig
t.d. við líkamsmeiðingar, rúðubrot
og önnur eignaspjöll í miðborginni
og að meiri friðsemd komi til með
að ríkja á svæðinu. Þá eykur notk-
un þeirra til muna öryggi almenn-
ings á svæðinu því lögreglunni verð-
ur gert kleift að sjá strax ef eitt-
hvað óeðlilegt er í uppsiglingu.
Nærstaddir lögreglumenn geta þá
gripið strax inn í atburðarásina.
Öryggi lögreglumanna á svæðinu
eykst að sama skapi. Loks marg-
faldast líkur á uppljóstrun brota
samhliða því að líkur minnka á að
saklausir verði hafðir fyrir rangri
sök,“ segir Ómar Smári.
Persónuvernd ekki
hætta búin
Hann segir að ekki verði séð að
persónuvemd fólks sé hætta búin
af eftirliti með myndavélum. Mynd-
bönd með upptökum á almannafæri
séu einungis varðveitt í skamman
tíma, fari aldrei út úr upptökuher-
bergi og séu notuð til yfirtöku
jafnóðum, þ.e.a.s. ef ekkert að-
finnsluvert gerist á upptökutíman-
um. Ef um slíkt væri að ræða yrði
spólan ekki geymd lengur en þurfa
þyki í tengslum við það
tiltekna mál. „Sá sem ekki
fremur afbrot þarf ekki
að óttast. Sá sem gerir
eitthvað af sér þarf það
'hins vegar. Þeir eru sem
betur fer miklum mun færri og þeim
á enn eftir að fækka, ef áhrif vél-
anna verða eins og til er ætlast,“
segir hann.
Góð reynsla af notkun
eftirlitsmyndavéla
Eftirlitsmyndavélar sem þessar
hafa að sögn Ómars Smára verið
reyndar með góðum árangri víða
Tekið yfir
myndböndin
jafnóðum
Morgunblaðið/Ásdís
MYNDAVÉLARNAR á húsi Héraðsdóms Reykjavíkur fylgjast með
hverri hreyfingu á Lækjartorgi.
erlendis bæði vegna sérstaks eftir-
lits sem og á opnum svæðum þar
sem fólk venur komur sínar, s.s. í
undirgöngum, á brautarstöðvum, á
biðstöðvum almenningsvagna
o.s.frv. „Uppsetning og notkun eft-
irlitsmyndavéla hefur óneitanlega
orðið til að auka öryggi fólks á
þessum svæðum. í Bretlandi eru
eftirlitsmyndavélar algengar í
verslunum, bönkum, íbúðarhverf-
um og miðborgum.
Hjarta fjármála í London
er eitt best vaktaða svæði
landsins. Auk eftirlits
lögreglumanna eru
myndavélar á öllu svæð-
inu.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu þar í Iandi er þessi tækninotk-
un stórt skref fram á við í barátt-
unni gegn afbrotum hv?rs konar. í
verslunarborginni Hexham var
komið fyrir myndavélum í samráði
við íbúa í verslunarkjarna og á
helstu götum borgarinnar. Innbrot
og þjófnaðir höfðu verið stórt
vandamál á svæðinu. Árangurinn
lét ekki á sér standa. Á fyrstu sex
mánuðunum fækkaði innbrotum um
67% og tíðni annarra glæpa, s.s.
þjófnaða, skemmdarverka og lík-
amsárása féll niður í um 33%. Sömu
sögu er að segja af öðrum borgum
sem hafa nýtt sér þessa tækni.
Eftir að myndavélum var t.d. komið
fyrir í miðborg Newcastle fækkaði
glæpum þar um 20%,“ segir hann.
Þá bendir hann á að eftir-
litsmyndavélar hafi verið
notaðar um nokkurt skeið
hér á landi, s.s. í versl-
unum, í bönkum og spari-
sjóðum, við sendiráð og á
athafnasvæðum fyrirtækja með
góðum árangri.
Hugmynd að uppsetningu eftir-
litsmyndavéla kom fram í einni af
mörgum tillögum starfshóps lög-
reglu um ástand mála í miðborginni
árið 1989. Að sögn Óinars Smára
eru fiestar aðrar tillögur þessa
starfshópar þegar komnar til fram-
kvæmda.
Reynslan sýn-
ir lækkaða
glæpatíðni
Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir
FRÁ varðstöð friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á Golan-hæðum.
Reuter
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, ásamt
Hafez al-Assad, forseta Sýrlands.
Enneínn
vítahring-
ur 1 kvik-
syndinu?
Þrátt fyrir að yfírlýsingar ráðamanna um
deilu ísraela og Sýrlendinga hafí nú um nokk-
urt skeið einkennst af mikilli bjartsýni hafa
viðræður skilað litlum áþreifanlegum árangri.
Jóhanna Krisljónsdóttir fjallar um deiluna
um Golanhæðir og hvemig mismunandi skil-
greiningar á öryggishagsmunum einkenna
afstöðu þessara fomu fjenda.
IHVERT skipti sem Warren
Christopher, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, kemur
úr enn einni hraðferðinni frá
Damaskus, annaðhvort til Jerúsal-
em eða Amman, eftir að hafa rætt
við Assad Sýrlandsforseta og
Faroq al-Shara utanríkisráðherra,
kveðst hann nú mjög bjartsýnn.
Öll þau svör sem hann hafi fengið
í Damaskus bendi til að Sýrlend-
ingar séu reiðubúnir að fara að
tala við ísraela í alvöru um þau
máiefni sem gætu síðan leitt til
samnings milli þeirra. Og öfugt.
Það er svo gáta sem án efa vefst
fyrir flestum þeim sem fylgjast
með ágreiningsmálum landa í þess-
um heimshluta að samt gerist ekki
nokkur skapaður hlutur. Og þó.
Þegar Christopher hafði gefið síð-
ustu bjartsýnisyfirlýsingu sína og
var að sönnu horfinn til síns heima
sagði utanríkisráðherra ísraels við
fréttamenn, að hann sæi ekki fram
á að neinar alvarlegar viðræður
væru í augsýn milli fulltrúa land-
anna. „Ég teldi það kraftaverk ef
við værum farnir að ræða saman
af raunsæi fyrir árslok,“ var haft
eftir honum í blöðum. Hann virtist
ekki gefa mikið fyrir fundinn sem
hófst í gær, miðvikudag. Svipuð
yfirlýsing kom einnig frá Damask-
us þar sem ísraelum var sendur
tónninn og sagt að kröfur þeirra
væru í alla staði óaðgengilegar og
ekki væri hægt að tala um tvíhliða
viðræður þar sem krefjast ætti alls
af Sýrlendingum og ísraelar væru
ekki til í eitt né neitt.
Á hverju
, strandar?
Allt er þetta því undarlegra að
það er orðið langt síðan ísraelskir
ráðamenn stundu því loks upp að
þeir væru ef til vill fáanlegir til
að láta hluta Golanhæða, sem þeir
hernámu af Sýrlendingum, af
hendi.
Vitanlega vakti þetta ókyrrð
innan Israels en smátt og smátt
hefur pólitískt loftslag verið að
breytast og Yitzak Rabin, fyrrver-
andi forsætisráðherra, kvað síðan
upp úr með þennan vilja
ísraela - í nokkrum
áföngum þó. Undir lokin
var hann orðinn mjög
afdráttarlaus í orðum
hvað þetta flókna vanda-
mál snerti.
Því vissulega er það flókið.
Landfræðilega séð ná Golanhæð-
irnar þar sem þær eru næstar ísra-
el nánast inn fyrir bæjardyrnar og
úr Golanhæðum skutu Sýrlending-
ar óspart á samyrkjubú fyrir neðan
þær. Kynslóðin sem ólst upp á
þeim slóðum milli 1948 og 1967
var stundum kölluð neðanjarðar-
byrgjakynslóðin því menn þurftu
að hafast við í þessum byrgjum
einatt dögum eða jafnvel vikum
saman. Svo öryggisvandamálið
fyrir ísraela hlýtur að teljast óum-
deilanlegt.
Sýrlendingar segja að ísraelar
krefjist þess að gerður verði friðar-
samningur sem feli í sér fulla
viðurkenningu þeirra á ísrael,
landamæri verði opnuð
og skrifað undir sam-
vinnu í efnahagsmálum
áður en Israelar fallist
svo á að fara úr Golan-
hæðum og þeir hafi gert
kröfu til að hafa áfram
varðstöðvar þar um ótiltekinn
tíma. Að þessu geti Sýrlendingar
ekki gengið.
ísraelar viðurkenna að þeim sé
nauðsyn á því af öryggisástæðum
að fara ekki á einu bretti úr hæðun-
um. Og þótt þeir hafi nú sent full-
trúa sína til fundarins í Bandaríkj-
unum í gær virðast þeir einnig vilja
ná samkomulagi um sameiginlega
vatnsnotkun og starf í efnahags-
málum, svo eftir þessu að dæma
eru Sýrlendingar sennilega ekki
að gera úlfalda úr mýflugu.
Ekki skyldu drúsar í
hæðunum vanmetnir
í Golanhæðum eru fjölmörg
drúsaþorp. íbúarnir töldu sig til
Sýrlands og gera flestir
enn þótt þeir hafi reynst
hlýðnari undir hernámi
ísraela en arabar á
Vesturbakkanum og
Gaza. Þessir drúsar
mundu, fengju þeir að
velja í fijálsum kosningum, taka
Sýrland fram yfir ísrael. Þeir hafa
eins og fyrr sagði ekki haft í frammi
mótþróa við hernámsliðið í líkingu'
við Vesturbakkann, en þeir hafa
hundsað ísraela og haldið þeim í
eins mikilli ijarlægð og unnt hefur
verið.
Yfir drúsum hefur löngum hvílt
dulúð eins og margir vita. Trúar-
brögð þeirra og inntak þeirra er
fæstum kunnugt að neinu marki
og þeir hafa alltaf haldið sig út
af fyrir sig og varðveitt sérkenni
sín. Þótt drúsar sem búa annars
staðar í ísrael, m.a. niðri í Negev-
eyðimörkinni, hafi lagað sig um
margt að ísraelsku lífi og jafnvel
gegnt herþjónustu í ísraelska hern-
um og reynst þar góðir liðsmenn
er í sjálfu sér ekki öllu meira vitað
um þá en drúsana í Golanhæðum.
Það hefur verið ísraelskum yfir-, »
völdum til mestu skapraunar að ;
þau hafa aldrei getað beislað drúsa ;;
þrátt fyrir hlýðni þeirra. og eru 1,
engu nær því nú en þegar þeir
hernámu hæðirnar, þótt þeir hafi
fært drúsum ýmsar umbætur í
húsakosti, holræsagerð og skóla-
byggingum.
Israelar óttast, og sjálfsagt með
réttu, að skærist í odda mundu
drúsar snúast á sveif með Sýrlend-
ingum.
Mismunandi skilgreining
á öryggismálunum
Samt eru öryggismálin ísraelum
ofar í huga. Illvilji og tortryggni
hafa verið meiri og heiftúðugri
milli þeirra og Sýrlendinga en t.d.
nokkurn tíma milli ísraela og Jórd-
ana, hvað þá Egypta, þó að maður
finni hversu grunnt er á ísraelshatr-
inu hér í Egyptalandi.
ísraelar segja að það sem komi
í veg fyrir að hægt sé að hefja við-
ræður við Sýrlendinga sé að þeir
vilji ekki leyfa ísraelum að koma
upp eftirlitsstöðvum á ýmsum hern-
aðarlega mikilvægum stöðum í
Golanhæðum til að fylgjast með því
að allt sé nú í lagi eins og fyrr
segir. Varpað hefur verið fram hug-
myndum um að hluti Golanhæða
verði „einskis manns land“, eins og
var um árabil milli Vesturbakkans
og Jórdaníu eftir að ísraelar her-
námu hann 1967.
Sýrlendingar álíta að ekki sé
fært að taka eitt friðarmunstur sem
kunni að henta Jórdönum og ísrael-
um og yfirfæra það á annað svæði.
Þeir staðhæfa að með því að fá
Golanhæðir, viðurkenna
ísrael og skiptast á sendi-
fulltrúum hafi þeir í reynd
uppfyilt öll þau skilyrði
sem alþjóðalög krefjist.
Og meðan ísraelar
vilja ekki una því og
meðan nýr, ungur og sprækur ut-
anríkisráðherra þeirra dregur jafn-
óðum úr glaðbeittum staðhæfing-
um Christophers utanríkisráðherra
- og Bandaríkjamenn láta þá líka
komast upp með það - virðist ehn
einn vítahringurinn hafa myndast
í því kviksyndi sem Miðausturlönd
eru.
Hluti Golan-
hæða verði
„einskis
manns land“
Pólitískt
loftslag hefur
verið að
breytast