Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 47
FRETTIR
og Fífuhvammsvegar
Mat á umhverfis-
áhrifum kynnt
Mjólkurflutningar í Eyjafirði
með þeim ódýrustu á landinu
SKIPULAG ríkisins kynnir nú mat
á umhverfisáhrifum mislægra
gatnamóta Reykjanesbrautar og
Fífuhvammsvegar og tvöföldun
Reykjanesbrautar frá Nýbýlavegi,
suður fyrir Fífuhvammsveg í Kópa-
vogi. Tillaga að ofangreindum
framkvæmdum og skýrsla um mat
á umhverfisáhrifum þeirra liggur
frammi til kynningar til 19. febrúar
1996 hjá Skipulagi ríkisins, Lauga-
vegi 166, og Bæjarskipulagi Kópa-
vogs, Fannborg 2. Allir hafa rétt
til að kynna sér framkvæmdirnar
og leggja fram athugasemdir, en
þær skulu vera skriflegar og berast
eigi síðar en 19. febrúar til Skipu-
lags ríkisins.
Frumathugun skipulagsstjóra
ríkisins á mati á umhverfisáhrifum
ofangreindra framkvæmda var
unnin af Hnit hf. fyrir Vegagerð-
ina. í samantekt skýrslunnar kemur
m.a. fram að það sé mat höfunda
Egilsstaðir. Morgunblaðið.
ÁHUGAHÓPUR um verndun há-
lendis íslands stóð fyrir opnum
fundi á Egilsstöðum sl. mánudag
sem íjallaði um umhverfismál og
virkjanaframkvæmdir á Austur- og
Norðausturlandi. Framsögumenn
voru Skarphéðinn Þórisson, Páll
Pálsson, Vigfús Friðriksson og Þor-
steinn Bergsson. Karen Erla Erl-
ingsdóttir fundarstjóri kynnti jafn-
framt það starf sem áhugahópurinn
hefur unnið að á síðastliðnu ári.
Um 70 manns sóttu fundinn.
Ekki*er vitað um öll áhrif
virkjunar
Skarphéðinn Þórisson fjallaði
almennt um virkjanir á Austur-
landi og sýndi kort af fyrirhuguð-
um virkjunum og litskyggnur af
því landssvæði sem um er að ræða,
heimaslóðir grágæsa og hreindýra.
Páll Pálsson talaði um áhrif virkj-
ana á Brúardali, m.a. með tilliti
til þeirra fornleifa sem færu undir
vatn. Vigfús Friðriksson sagði frá
viðhorfi sínu sem heimamanns og
fjallaði m.a. um þá hagsmuni sem
eru í ferðaþjónustu. Þorsteinn
Bergsson, fulltrúi áhugahópsins,
sagði tíma vera kominn til að
andæfa málflutningi Lands-
hennar að gerð nýrra gatnamóta
Reykjanesbrautar og Fífuhvamms-
vegar, tvöföldun Reykjanesbrautar
og gerð tilheyrandi undirganga og
göngustíga auki öryggi þeirra veg-
farenda sem um svæðið fara og sé
lykilþáttur í eðlilegri uppbyggingu
nýrrar byggðar.
Ekki sé þörf sérstakra mótvægis-
aðgerða vegna loftmengunar og
samkvæmt þeim reglum sem í gildi
eru sé ekki þörf mótvægisaðgerða
vegna umferðarhávaða við núver-
andi byggð. Hljóðtálmar sem fyrir-
hugað sé að reisa milli væntanlegr-
ar íbúðabyggðar og Reykjanes-
brautar virðist nægja til að lækka
hávaða frá umferð svo fullnægjandi
verði. Jafnframt þurfi eins og ætíð
við byggingarvinnu að gera viðeig-
andi ráðstafanir til að minnka
óþægindi og hættu vegfarenda
meðan á vinnu við brúarsmíði
stendur.
virkjunar. Hann sagði ímynd ís-
lands vera í hættu á erlendum
vettvangi ef slíkum áformum sem
virkjunarframkvæmdum á Norð-
ur- og Austurlandi væri hrundið í
framkvæmd.
Áskorun send til
Ferðamálaráðs
Meðal fundarmanna sem tóku
til máls voru Helgi Hallgrímsson
náttúrufræðingur sem sagði
fundarmenn ekki geta lagst gegn
allri virkjun á Austurlandi, því hér
væri mikill hluti virkjanlegs vatns-
afls á Islandi. Helgi vill að farin
verði samningaleið um hóflegri af-
stöðu. Jónas Pétursson fyrrverandi
alþingismaður sagði að grunnrétt-
urinn um framkvæmd sem þessa
ætti að vera hjá fólkinu sjálfu sem
byggði það svæði sem um væri að
ræða. Kristófer Ragnarsson ferða-
málafulltrúi Austurlands sagði að
ekki væri vitað um þau áhrif sem
virkjun hafi á ferðaþjónustu. Fund-
urinn samþykkti áskorun til Ferða-
málaráðs Islands um að fyrirhuguð
ráðstefna ráðsins um skipulag á
hálendinu með tilliti til ferðaþjón-
ustu verði haldin á Egilsstöðum
sem allra fyrst.
MORGUNBLAÐIÐ vill láta taka
sig alvarlega, sérstaklega leiðar-
ann og reyndar Reykjavíkurbréfið,
enda er þar fjallað um stóru málin
í þjóðfélaginu og'reyndar oft um
heimsviðburði.
Síðastliðinn sunnudag sá Morg-
unblaðið ástæðu til þess að fjalla
um „stórt mál“ í íslensku þjóðlífi,
nánar til tekið verðlagningu á
mjólkur- og mysuflutningum í
Eyjafirði. Um þetta var að sjálf-
sögðu ijallað í leiðara blaðsins, ég
verð að viðurkenna að það olli mér
töluverðum vonbrigðum að finna
ekkert um þetta í Reykjavíkurbréf-
inu, það stendur vonandi til bóta.
Leiðari þessi var skrifaður í fram-
haldi af frétt í blaðinu daginn áður,
þar sem rætt er um mjólkur- og
mysuflutninga í Eyjafirði.
í frétt þessari og leiðara er rætt
um að flutningskostnaður á mjólk
á innleggssvæði Mjólkursamlags
KEA sé hár, þar er því haldið fram
að bændur reki mjólkurbílana, og
reynt að gera tortryggileg við-
skipti með ostamysu.
Varðandi flutningskostnað á
mjólk skal það upplýst að það kost-
ar bændur 2 kr. pr. lítra mjólkur
að fá mjólkina flutta frá búi sínu
til samlags og er sama verð alls
staðar á innleggssvæðinu. Flutn-
ingsgjaldið hefur verið óbreytt síð-
an síðla árs 1993, flutningsgjöld
KEA vegna mjólkurflutninga eru
og hafa ávallt verið með þeim
lægstu á landinu.
Kaupfélag Eyfirðinga á og rekur
mjólkurbílana fyrir eigin áhættu.
KEA semur um fast verð fyrir
mjólkurflutninga við stjórn Félags
eyfirskra nautgripabænda (FEN)
fram í tímann. Þessi háttur var
einmitt tekinn upp til að mæta því
sjónarmiði bænda, að þeir hefðu
of lítil áhrif á reksturinn til að
sanngjarnt væri að reka mjólkur-
flutningana í umboðsviðskiptum.
Þetta væru miklu hreinni viðskipti
og bændur eiga því ekki von á
bakreikningum ef reksturinn
gengur illa, t.d. ef vetur er snjó-
þungur og erfiður eins og síðasti
vetur. Einnig tryggir þetta fasta
verð mjólkurbændur fyrir því að
þeir beri ekki kostnað af mysu-
flutningum, þótt hún sé flutt með
sömu bílum og mjólkin.
Varðandi sölu og flutning á
ostamysu til svínabænda þá er
þess að geta að ostamysan er þar
Hornafjörður
70 milljóna
afgangur
BÆJARSTJÓRN Hornafjarðar hef-
ur samþykkt fjárhagsáætlun bæjar-
sjóðs fyrir 1996. Áætlaðar tekjur eru
250,7 milij. og rekstrarútgjöld 181,6
millj. Rekstrarafgangur er áætlaður
69.1 millj.
í frétt frá bæjarstjórn segir að til
framkvæmda og fjárfestinga eigi að
veija 47,8 millj. Heildarútgjöld eru
áætluð 229,4 millj. og til niður-
greiðslu skulda er áætlað að vetja
21.1 millj. Viðamesti málaflokkurinn
eru skólamál. Rekstur þeirra kostar
minnst 42,8 millj. og er áætlað að
veija þar að auki 28,7 millj. til fram-
kvæmda við skólana.
-leikut að Itera!
Vinningstölur 24. jan. 1996
7»8*14» 18 • 20 • 25 • 27
Eldri úrslit ó símsvara 568 1511
Athugasemdir við
frétt og leiðara í
Morgunblaðinu
að keppa við ýmsar aðrar fóðurteg-
undir og þarf því að vera á sam-
keppnisfæru verði við þær, komin
til bóndans. Það verð sem innheimt
er fyrir mysuna og flutning hennar
þarf þó að vera það hátt að það
standi undir þeim kostnaði sem
beinlínis verður til vegna sölu og
flutnings hennar. Þannig að betra
sé fyrir rekstur samlagsins og bíl-
anna að hún sé seld frekar en
henni sé hent, og þannig er hún
einmitt verðlögð. Sala og flutning-
ur á mysunni, þó verðið sé lágt,
stuðlar því að lækkun kostnaðar
við vinnslu mjólkurvara og einnig
að því að lækka kostnað við mjólk-
urflutninga.
Mjólkurbændur í Eyjafirði eru
flestir aðilar að FEN. Þeir hafa
með fundarsamþykkt gefið stjórn
FEN umboð til að semja fyrir sína
hönd um mjólkurflutninga. Fyrir
mörgum árum ákváðu bændur
einnig að greiða sama verð fyrir
flutning að samlagi á öllu innleggs-
svæði Mjólkursamlags KEA.
Stjórn FEN og aðilar frá KEA
hafa að undanförnu átt í viðræðum
um mjólkurflutninga með það að
markmiði að finna leiðir til þess
að lækka kostnað við flutningana
og þá um leið að lækka gjaldtök-
una. í þeim viðræðum er farið yfir
alla þætti í sambandi við rekstur
bílanna og reynt að finna leiðir til
lækkunar á rekstrarkostnaði þeirra
og að verðleggja flutningana með
sanngjörnum hætti fyrir báða að-
ila.
Umfjöllun Morgunblaðsins um
þetta mál er að mínu mati dæmi
um lélega fréttamennsku. Blaðið
slær upp frétt án þess að kanna
sannleiksgildi hennar, án þess að
fá sjónarmið þess aðila sem fréttin
fjallar um að verulegu leyti og birt-
ir síðan leiðara byggðan á frétt sem
svona er unnin.
Málefnaleg og sanngjörn um-
ræða um framleiðslukostnað
mjólkur er hins vegar af hinu góða.
Verð á mjólkurvörum hefur sama
og ekkert hækkað síðan 1989 þrátt
fyrir hækkanir á flestum kostn-
aðarþáttum. Bæði bændur og
mjólkuriðnaðurinn hafa hagrætt
verulega til þess að mæta þeirri
tekjuskerðingu. Nú er verð á þess-
um vörum komið á svipað ról, eða
jafnvel lægra en í helstu nágranna-
löndum okkar. Á sama tíma hafa
bændur, a.m.k. hér í Eyjafirði,
unnið stórátak í því að bæta mjólk-
ina og framleiða nú miklu jafnari
og betri vöru en fyrir örfáum árum.
Sameiginlega hafa mjólkur-
iðnaðurinn og mjólkurbændur
reynt að takast á við þessi verk-
efni jafnframt því að halda uppi
sem mestri sölu. Vonandi bera
menn gæfu til þess að halda áfram
á svipaðri braut.
Magnús Gauti Gautason,
Akureyri, 22. janúar 1996.
Aths. ritstj.
Magnús Gauti Gautason, kaupfé-
lagsstjóri KEA, hefur uppi stóryrði
í garð Morgunblaðsins og telur
umfjöllun blaðsins um ofangreint
„dæmi um lélega fréttamennsku“.
Morgunblaðið „slái upp frétt“ án
þess að „kanna sannleiksgildi
hennar“.
Hvað er það sem veldur stóryrð-
um kaupfélagsstjórans? Það er
fréttasamtal í Morgunblaðinu sl.
laugardag við Benedikt Hjaltason,
bónda á Hrafnagili. Umrædd frétt
byggist eingöngu á ummælum
bóndans. Kaupfélagsstjórinn held-
ur því ekki fram, að rangt sé haft
eftir Benedikt Hjaltasyni. Kaupfé-
lagsstjórinn staðhæfir heldur ekki,
að Benedikt Hjaltason fari rangt
með staðreyndir. í hveiju er þá
hin „lélega fréttamennska" Morg-
unblaðsins fólgin? Að leyfa bónda
í Eyjafirði að tala án þess,. að bera
ummæli hans samdægurs undir
kaupfélagsstjórann? Sú tíð er liðin,
að íslenzkir bændur þori ekki að
tala af ótta við kaupfélagsstjóra.
Kaupfélagsstjórinn hjá KEA hefur
kannski ekki áttað sig á þeirri
breytingu.
í athugasemd Magnúsar Gauta
segir: „Stjórn FEN og aðilar frá
KEA hafa að uridanfömu átt í við-
ræðum um mjólkurflutninga með
það að markmiði að finna leiðir til
þess að lækka kostnað við flutning-
ana og þá um leið að lækka gjald-
tökuna." Ekki verður betur séð en
þessi ummæli kaupfélagsstjórans
séu viðurkenning á því, að Bene-
dikt Hjaltason á Hrafnagili hafi
rétt fyrir sér í umræddri gagnrýni.
t
Elskuleg móðir okkar,
KLARA BJARNADÓTTIR
frá Stóru-Giljá,
Hlíðarbraut 4,
Blönduósi,
er lést í Héraðssjúkrahúsinu, Blöndu-
ósi, 20. janúar sl., verður jarðsungin frá
Þingeyrarkirkju laugardaginn 27. janúar
kl. 14.00.
Guðriður Sigurðardóttir,
Þorsteinn H. Sigurðsson,
Jónas S. Sigurjónsson,
Hávarður Sigurjónsson
og aðrir aðstandendur.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
RÍKHARÐ ÓTTAR ÞÓRARIIMSSON,
írabakka 18,
Reykjavik,
andaðist í Landspítalanum 23. janúar.
Kristín Br. Kristmundsdóttir,
Kristmundur Br. Ríkharðsson, Erna Sylvía Árnadóttir,
Kristi'n Ósk Ríkharðsdóttir, Gunnar Þór Högnason,
Maria Erla Rikharðsdóttir
og barnabörn.
Fundað um umhverfismál og
virkianir á Austurlandi
Mikill áhugi á
umhverfismálum
á hálendi Islands