Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 41 Ásgeir skrifaði eina bók á ári, þar af fjórar ævisögur útgerðarmanna: Lífið er lotterí. Sögu af Aðalsteini Jónssyni ogAIIa ríka (1984), Hafn- arfjarðarjarlinn. Einars sögu Þor- gilssonar (1987), Bíldudalskónginn. Athafnasögu Péturs J. Thorsteins- sonar (1990) og Óskars sögu Hall- dórssonar (1994). Þótt Ásgeiri tæk- ist að mínu viti ekki alltaf jafnvel að sameina einstaklingssögu og þjóðarsögu og frágangur hans á heimildum væri ekki eftir aðferða- fræðireglum háskólasagnfræðinga, held ég að fáir muni andmæla því, að rit hans séu mikill og góður skerfur til íslenskrar sjávarútvegs- sögu. Þegar yfir lauk, hafði Ásgeir spannað sögu sjósóknar og útgerðar í landinu frá upphafi til okkar daga. Vönduðustu ævisögur hans eru tví- mælalaust í flokki bestu ævisagna, sem ritaðar hafa verið á síðustu áratugum. Skemmtilegust aflestrar finnst mér Óskars saga Halldórs- sonar. Hún sameinar margt það besta í ritum Ásgeirs og ólgar af lífi, þótt höfundur sjálfur væri fár- sjúkur maður, þegar bókin kom út. Þótt Ásgeir botnaði ekki fyllilega í „íslandsbersa“ frekar en aðrir samtíðarmenn, var einhver dulinn skilningur þar á milli og mikið hefði Óskar mátt gleðjast yfir því, hvern- ig Ásgeir greiddi honum fimmtíu- kallinn, sem útgerðarmaðurinn lán- aði honum í Ingólfsstræti forðum daga. Afköst Ásgeirs voru að sönnu drjúg. Eftir hann liggur 21 frum- samið rit frá þrjátíu ára tímabili auk bóka, sem hann íslenskaði. Sumir halda að vestfirskur sagna- maður eins og Ásgeir hafi áreynslu- laust getað mælt sögur sínar af munni fram og fært nánast óbreytt- ar til bókar. Þetta er mesti misskiln- ingur. Á bak við hina léttu og lif- andi frásögn Ásgeirs lá taumlaus og reglubundin vinna. Hann lagði mikla alúð við heimildaöflun sína og handrit og samdi af þeim marg- ar gerðir. Stoð hans og stytta í þessu starfi eins og í lífi hans öllu var kona hans, Bergrós Jóhannes- dóttir. Án Rósu hefði Ásgeir aldrei fengið því áorkað sem hann gerði, og umönnun hennar í erfiðum veik- indum þeirra beggja var einstök. Jakob sonur þeirra gerði hlé á dokt- orsnámi sínu í Oxford-háskóla til að hlynna að foreldrum sínum, og með hjálp hans tókst Ásgeiri að ljúka við síðustu bók sína, Pétur sjómann, sem út kom á jólum. Ásgeir Jakobsson er meðal svip- mestu einstaklinga, sem ég hef kynnst um dagana. Hann gat verið bæði hrjúfur og ódæll á yfirborð- inu, þótt sjálfur hefði ég ekkert af því segja. Hann varð fyrir þungum áföllum í lífinu, en bognaði aldrei og hvarf úr þessum heimi sáttur við Guð og menn. Eftir stendur minning um hjartahlýjan og skarp- greindan ástríðumann, sem lífgaði upp á umhverfi sitt með kímnigáfu sinni og lífsþrótti, sem aldrei þvarr, hvað sem á dundi. Skarð hans verð- ur seint fyllt í huga þeirra, sem honum kynntust. Rósu konu hans og fjölskyldu allri votta ég innileg- ustu samúð mína og konu minnar, Gerðar. Guð blessi minningu Ás- geirs Jakobssonar. Þór Whitehead. Nú munu vera rétt 30 ár síðan fundum okkar Ásgeirs Jakobssonar bar fyrst saman. Hjá honum höfðu þá orðið kaflaskil; hann var fluttur til höfuðstaðarins norðan frá Akur- eyri og þegar byrjaður sitt um- fangsmikla verk á ritvellinum. Ég ritstýrði þá Vikunni og dag einn birtist Ásgeir eins og hressandi andblær og bauð mér til birtingar greinar um söguleg stjórnmálaátök á Vestfjörðum þegar Hannibal Valdemarsson var tekinn höndum og fluttur á báti nauðugur. Ég sá strax að hér var óvenjulegur grein- arhöfundur með safaríkari stíl og orðfæri en venjulegt mátti teljast. Enda þótt við værum upp runnir úr ólíku umhverfi, fundum við strax að við áttum eitthvað mikið sameig- inlegt og urðum fljótlega nánir vin- ir. Þegar sú vinátta fór að vinda uppá sig, varð Bolungavíkin hans mér kærari og kunnugri en önnur fjarlæg pláss; svo margt sagði hann skemmtilegt um fögur fljóð, kyn- lega kvisti og afrennda afreksmenn þar vestra. Eg gat á móti sagt hon- um eitthvað um vinnubrögð í sveit á hestaverkfæraöldinni og saman fórum við fyrir nokkrum árum til að líta á æskustöðvar mínar i Út- hlíð. Það var samfelld skemmtan að vera Ásgeiri samferða og minnis- stætt að þegar við komum við á bæjunum og Ásgeir hitti menn sem hann hafði aldrei séð, þá var eins og hann hefði alltaf þekkt þá og þeir hann. Þennan sérstaka hæfi- leika að komast umsvifalaust í hressilegt og skemmtilegt, en um leið einlægt samband við hvern sem var úr öllum tröppum þjóðfélags- stigans, hafði Ásgeir i ríkum mæli og sá hæfileiki kom honum án efa vel í hlutverki ævisagnaritarans. Eftir að greinamar um Hannibal birtust í Vikunni, varð Ásgeir fastur greinahöfundur þar unz ég flutti mig um set og hóf umsjón Lesbók- ar Morgunblaðsins, sem enn stend- ur. Þá hélt samstarf okkar áfram þar, jafnframt því sem Ásgeir fór að skrifa um helzta áhugasvið sitt í Morgunblaðið, sjósókn og ástand fiskimiðanna og var þá ekki feiminn við að ganga í berhögg við kenning- ar fræðinganna á Hafrannsókna- stofnun. Styrkur Ásgeirs lá í eigin reynslu af sjósókn frá Bolungavík; jafnframt hafði hann ausið af gnægtabmnni kunnáttu sinnar með bókum eins og Kastað í Flóanum, togarasögunni frá 1966, og hand- bók í sjómennsku frá 1971. Lesbókinni sá Ásgeir hinsvegar fyrir annarskonar efni. Fyrir utan ótal smærri greinar sem hann skrif- aði, ber hæst tvo geinaflokka. Ann- arsvegar um útlaga á fjöllum, þ.e. sögu Fjalla-Eyvindar og Höllu, og hinsvegar Þórðar sögu kakala, sem síðar gefin var gefin út á bók. Mér þótti heiður að því að eiga mynd- skreytingar í þeirri bók. Þar fyrir utan hóf Ásgeir að skrifa rabb Les- bókarinnar um 1967 og skrifaði pistla á hveiju ári þar til heilsa hans brast á fyrra ári. Enginn utan Morgunblaðsins hefur skrifað rabb- þætti svo lengi og ævinlega þótti mér fengur í þeim, því Ásgeir hafði lag á að setja skoðanir sínar fram á gerólíkan hátt og aðrir höfundar. Aukinheldur var gamansemin ævin- lega í fyrirrúmi hjá Ásgeiri, hvað sem um var rætt. í samtali sem ég átti við Ásgeir og birtist í Lesbók, sagði hann frá atviki sem hefur orðið mér minnis- stætt, því það bendir til þess að maðurinn ráði ekki alltaf ferðum sínum sjálfur, heldur sé honum stundum beint út af þeirri leið sem hann hugðist fara. Ásgeir var stýri- maður á báti, sem þurfti að koma í slipp til Akureyrar. Aftaka veður var á leiðinni, þótt að sumri væri, og menn vildu lyfta sér upp þegar komið var til Akureyrar. Leiðin lá á útiskemmtun og þar lenti okkar maður í áflogum svo eitthvað biluðu fæturnir. Var hann skilinn eftir á sjúkrahúsi; missti af síldveiðitúr, en þetta dró þann dilk á eftir sér að Ásgeir fann þarna eiginkonu og gerðist bóksali. Akureyrarárin eftir 1946 voru millikafli þar sem Ásgeir gerðist handgenginn bókum. Sjómennskan var brátt að baki; Bolvíkingurinn tekinn að stíga ölduna á annarskon- ar fleytu. Eftir að suður kom til Reykjavík- ur fékkst Ásgeir ekki við annað en ritstörf. Af reynslunni vissi hann að þeir físka sem róa; annarri eins vinnusemi hef ég naumast kynnst. Ásgeir var heimakær og eyddi ekki tímanum í ferðalög eða slímsetur framan við sjónvarpstæki. Hann kvaðst ekki hafa tíma til þess, svo mjög tóku bókarskrifin huga hans allan. Það er heldur ekki neitt smá- ræði sem eftir hann liggur; ævisög- ur landskunnra manna og burðar- ása úr sjávarútvegi, manna eins og Tryggva Ófeigssonar, Einars Guð- finnssonar, Júlíusar Júliníussonar, Péturs J. Thorsteinssonar, Einars Þorgilssonar, Aðalsteins Jónssonar og Islandsbersa, Óskars Halldórs- sonar. Síðasta verkefni Ásgeirs var ævisaga Péturs Sigurðssonar fyrr- verandi alþingismanns, sem út kom seint á síðasta ári. Sá endasprettur varð örðugur vegna bilandi heilsu, en Ásgeir naut þar góðrar aðstoðar Jakobs sonar síns og Bergrósar konu sinnar, sem vélritaði allt fyrir hann. Morgunblaðið hefur misst góðan liðsmann, en sjálfur sakna ég mest þess vinar sem ég átti í Asgeiri. Við töluðum saman um jólin og enda þótt þá væri mjög tekið að halla undan fæti, var Ásgeir hress og furðu glaðbeittur þótt röddin væri nokkuð brostin frá því sem var. Hann kvartaði einna helzt und- an því að geta ekki skrifað það sem hugur hans stóð til; gerði sér þó vonir um að geta lesið eitthvað af því inn á band. En einhverskonar framlenging á lífi, án þess að geta unnið, fannst honum einskis virði. Við Jóhanna þökkum Bergrósu fyrir góðar stundir í skemmtilegum mannfagnaði heima hjá þeim hjón- um. Og forsjóninni verð ég ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Ásgeiri Jakobssyni og eignast hann að vini. Á þessari svip- lausu tíð meðalmennskunnar standa menn eins og hann uppúr og verða ógleymanlegir. Gísli Sigurðsson. E_kki kom mér mjög á óvart and- lát Ásgeirs Jakobssonar rithöfundar - samstarfsmanns til margra ára. Um nýliðin áramót áttum við tal saman sem oftar. Sagðist hann feg- inn að heyra í mér, því að við mig ætti hann nokkurt erindi, hvort ég vildi halda undir kistulokið sitt, eins og hann orðaði þessa beiðni. Ég kvaðst mundu gera það, ef ég væri sjálfur uppi standandi, þeg- ar þar að kæmi, enda væri það ugglaust ekki á næstunni. Þeir gefa mér nokkrar vikur í versta falli, nokkra mánuði í bezta falli, sagði hann. Kallið kom ríflega tveim vik- um síðar, hinn 16. þ.m. Ásgeir var kominn af sjósókn- urum og útvegsbændum. Skóla- ganga hans var stutt: Nám við hér- aðsskólann á Laugarvatni einn vet- ur, nám við Kennaraskóla íslands annan. Fiskimannaprófi hinu meira lauk hann frá Stýrimannaskólanum 1945. Þetta skamma skólanám varð honum hins vegar ekki fjötur um fót, enda maðurinn greindur vel og athugull. Jók hann sífellt við þekk- ingu sína með lestri góðra bóka, þ.m.t. fræðirit ýmiss konar. - Sjó- mennsku stundaði hann á flestum gerðum fiskiskipa um árabil - og stundaði síðar bóksölu á Akureyri um nokkurt skeið. Á sjöunda ára- tugnum hóf hann ritstörf fyrir al- vöru og helgaði sig þeim upp frá því. Hann varð skeleggur málsvari þeirra, sem lífsafkomu sína áttu undir sjósókn og fiskveiðum. Lét hann hag þeirra og hagsmuni jafn- an sitja i fyrirrúmi. Vissulega er það eðlilegt, þegar gætt er uppruna hans og uppeldis, menntunar og áhugamála. Og ötulli málsvari eða áhrifameiri var torfundinn, enda fór saman skörp greind og óvenjuleg ritfærni ásamt góðu skopskyni. Fáir sóttu gull í greipar hans í ná- vígi á ritvellinum né höfðu betur, enda maðurinn vígreifur og vígfim- ur. Ásgeir hélt uppi markvissri gagnrýni á það, sem honum fannst miður fara í fiskveiðistjórnun og öðrum afskiptum stjómvalda af sj ávarútveginum. Vaxandi miðstýringarárátta var honum þyrnir í augum og óttaðist hann afleiðingar of mikils sam- þjappaðs valds, sem ekki bar beina ábyrgð á gjörðum. Sjálfstæði og sjálfsákvörðunarréttur sjómanna og útvegsmanna væri skertur. Til- hneigingar gætti til að kæfa hug- kvæmni og framtak. Þetta gæti ennfremur haft þau áhrif að halda mörgu góðu mannsefni og þar með hæfileikamönnum frá því að leita sér atvinnu og frama í sjómennsku og útgerð. Hann taldi réttilega að stórt og smátt - stórútgerð, smá- bátaútgerð og allt þar á milli - ætti jafnan rétt og gæti sem bezt starfað hlið við hlið. Hið stóra hefði eitt sinn verið smátt. Ásgeir var mjög fylgjandi því á sínum tíma að ná víðtækari yfirráð- um á fiskimiðum umhverfis landið, þótt hann hinsvegar teldi samninga óhjákvæmilega við þær erlendu þjóðir, sem töldu sig hafa mestra hagsmuna hér að gæta. Um þessa atburði og afstöðu til þessa skrifaði hann margar greinar, sem vöktu verðskuldaða athygli, þótt ekki væru allir þeim sammála. Heyrðust ýmis hljóð úr homi, ekki sízt frá hinni pólitísku hlið. Ekki verður þessi atburðarás rakin nánar hér. Hins vegar skal þeirri tilgátu varpað fram, sem einnig kom fram hjá Ásgeiri, að koma muni í ljós, er skjalasöfn verða opnuð í fyllingu tímans, að ná mátti áþekkum samningum við Breta og Þjóðverja nokkru fyrr en gerðir voru, ef hið pólitíska and- rúmsloft hefði verið hagstæðara. Ég tel einnig að koma muni í ljós, að þáverandi forsætisráðherra Ólaf- ur Jóhannesson, hafði gert sér glögga grein fyrir þessu, nokkru áður en hann fór hina óvæntu og afdrifaríku för til Lundúna og gekk frá samkomulagi við Breta. Samn- ingar við Þjóðveija fylgdu í kjölfar- ið. Ásgeir segir sjálfur einhvers staðar, að hann hafi um skeið verið dálkahöfundur við tímaritið Ægi, tímarit Fiskifélags íslands. Vel má vera, að þannig hafi samstarf okkar hafizt. En það varð smám saman mun yfirgripsmeira. Ásgeir hafði manna bezt gert sér grein fyrir því, að æskufólk landsins átti þess ekki lengur jafngóðan kost og fyrr að njóta náms í verklegri sjóvinnu og sjómennsku hjá starfandi sjó- mönnum. Til þess höfðu aðstæður allar breytzt. Lengra nám og að mörgu leyti betri námsmöguleikar í barna- og unglingaskólum sinntu samt lítið sem ekkert fræðslu um atvinnulífið, vinnulag og vinnu- hætti. Þessa gætti ekki sízt hvað sjávarútveginn varðar. Skólamenn ýmsir töldu námið eiga að vera hlut- laust hvað svo sem það þýðir. Hann gerðist ötull talsmaður þess að reynt yrði að vekja áhuga unglinga á sjómennsku sem áhuga- verðu starfi. Átti hann dijúgan þátt í, að stofnað var til sjóvinnunám- skeiða. Sjálfur skrifaði hann bæk- ur, greinar og ritlinga eða þýddi og staðfærði erlendar bækur og greinar. Hann naut í þessu efni dyggilegs stuðnings Fiskifélagsins, en einnig þeirra sjávarútvegsráð- herra er gegndu störfum á þessum tírna. Ásgeir var sérlega afkastamikill rithöfundur. Hann hefur skrifað u.þ.b. tvo tugi bóka á undangengn- um árum. Hæst ber ævisagnaritun hans, þótt skáldsögur skipi einnig stóran sess. Ævisögur mikilhæfra frammámanna og brautryðjenda í sjávarútvegi landsins, sem vakið hafa verðskuldaða athygli, bera rit- höfundahæfileikum hans gott vitni. Sá er þetta ritar er einnig sannfærð- ur um, að hér er um undirstöðuverk að ræða, þegar skrifað verður heil- stætt verk um íslenzkan sjávarút- veg. í því sambandi má heldur ekki gleyma merkum greinum um sjáv- arútvegsmál, er hann reit í blöð og tímarit um langt árabil. Hvor- tveggja mun koma að gagnl við ritun hagsögu landsins og einstakra landshluta. Góð vinátta tókst með okkur Ásgeiri. Jafnvel þótt skipt væri um starfsvettvang, hittumst við eða ræddum saman í síma um áhuga- mál okkar. Oft var lengi skeggrætt og rökrætt, stundum þrasað báðum til ómældrar ánægju. Þótt á stund- um sýndist sitt hvorum, var einung- is eitt mál, sem ekki tókst að leysa, en entist okkur vel í umræðu. 1 annálum stendur, að fiskveiðar á línu hafi fyrst verið stundaðar frá ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Berufirði austur á öndverðri 16. öld, að mig minnir. Lærðu Berfírð- ingar þessa íþrótt af enskum dugg- urum. Ásgeiri fannst þetta afskap- lega ótrúlegt. Línuveiðar hlytu fyrst að hafa byijað frá Bolungavík vest- ur. Sagðist hann mundu leita af sér allan grun, áður en Berufjörður yrði viðurkenndur. Ekki tókst að ljúka þeirri leit hérna megin. Leitar- skilyrði verða ugglaust betri hinu- megin. Ásgeir var tvíkvæntur. Fyrri kona hans Friðrika Friðriksdóttir andaðist árið 1951. Seinni kona hans Bergrós Jóhannesdóttir lifir mann sinn. Börnin eru fimm. Kona mín og ég sendum Berg- rós, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum ættingjum inni- legustu samúðarkveðjur. Már Elísson. Andlát ber að með ýmsum hætti. Oft fellur ungt fólk skyndilega frá, óvænt og fyrirvaralaust. Stundum er aðdragandinn lengri og fyrirsjá- anlegt að hveiju stefnir. Stundum er ástandið jafnvel þannig að segja má með nokkrum rétti að sjúklingi sé léttir að losna við fyrirsjáanlegar þjáningar. Þá halda menn gjarnan að sorgin við fráfallið hverfi, léttir komi í stað harms og saknaðar. Eftirlifendur séu undir dauðann búnir. Svo var um frænda minn Ásgeir Jakobsson að allir vissu hvert stefndi. Hann fékk að kynnast ýmsu síðustu misseri lífs síns. Mein- semd hljóp í fætur og varð að höggva annan fótinn. Þá var bitið á jaxlinn og tekið til við æfingar - verstur andskotinn að verða neydd- ur til að hætta að reykja. Það var með nokkru stolti og vissulega verð- skulduðu, þegar frændi sýndi mér einn daginn á Reykjalundi hvemig hann smeygði undir sig gervifætin- um án hjálpar, stóð upp og arkaði um gólf. Hann reyndi auðvitað að láta sem lítið væri um að vera en gleðin leyndi sér ekki. H'ann var kominn í gang og aðalatriðið var að höfuðbúið hafði ekki gefíð sig. Hann var fullvinnufær og lífið fram- undan. Það var því bölvað áfall þegar ofan í þetta bárust fréttir um æxli, sem ekki yrði tekist á við með vilja- þreki og karlmennsku einni saman. Það var ævintýri að umgangast þig, frændi minn góður, þá dagana, og átta sig allt í einu á því að það var ég sem sótti til þín styrk og huggun en ekki öfugt. Gamanyrðin voru jafn leikandi létt á vör og ætíð áður. Það kennir manni sitthvað að hafa setið með þér dauðvona á sjúkrastofu, brandarar fljúgandi ótt og títt og hlátrasköll glymjandi, þannig að aðrir sjúklingar og gestir þeirra litu þessa menn hornauga. Mæltu manna heilastur, sagðirðu þegar ég lýsti því einhvem tímann yfir að þú litir illa út, þá orðinn langþreyttur á öllum þeim sem með góðu hugarfari töldu sér skylt að byggja þig upp með yfirlýsingum um hið gagnstæða. Óskhyggjan var þér víðsfjarri og ætíð stutt í raun- sæið. Þeim mun meiri ástæða til að dást að því æðruleysi, sem þú sýndir upp á síðkastið. SJÁ NÆSTU SÍÐU Erfidrvkkjur Glæsileg kaf6- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEHOIR ÍIÓTEL LÖFTLElÖIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.