Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐLAUG
HELGADÓTTIR
+ Sesselja Guð-
laug Helgadótt-
ir fæddist í Hrísey
7. maí 1908. Hún
lést í Sjúkrahúsi
Akraness 17. jan-
úar síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Guðrún-
ar Pálínu Sigfús-
dóttur, f. 1881, og
Helga Ólafssonar,
smiðs, f. 1878, sem
hófu búskap á Ak-
ureyri árið 1900, en
bjuggu siðan í
Svarfaðardal, Hrís-
ey og að Borgum í Grímsey.
Börn þeirra voru 14, sem öll
eru nú látin, en þau voru: Jak-
ob Valdimar Biering, f. 1900,
Þórhildur Bjarney Biering, f.
1902, Jakob Valdimar Biering,
f. 1904, Sigfús Ólafur Biering,
ÉG VIL með nokkrum orðum minn-
ast Guðlaugar Helgadóttur, sem í
hárri elli og þrotin að kröftum er
horfín til austursins eilífa. Þeir sem
til þekktu vita hve henni var hvíld-
in kærkomin. Síðastliðið ár var
henni sérstaklega erfitt en þá varð
hún fyrir því óhappi að brotna á
fæti. Með missi fótavistar hrakaði
heilsu hennar mjög ört. Þótt van-
heilsa hennar hafí stundum leitt til
f. 1906, Sesse(ja
Guðlaug, f. 1908,
Matthías Sigurður
Biering, f. 1910,
Jón Magnús Bier-
ing, f. 1913, Krist-
ín Rósa, f. 1916,
Haraldur Biering,
f. 1917, Guðný
Oddný Biering, f.
1918, Sigrún Bier-
ing, f. 1920, Anna
Kristín Biering, f.
1921, Þórhallur
Biering, f. 1924,
Þórir Ottó Bier-
ing, f. 1926.
Eiginmaður Sesselju Guð-
laugar var Daníel Þjóðbjörns-
son múrarameistari, f. 13. júlí
1897, en hann lést 6. október
1945. Sesselja Guðlaug var síð-
ari kona Daníels, en fyrri kona
hans var Helga Arnadóttir,
stuttrar sjúkravistar, komst hún
aftur heim á Jaðarsbrautina, þar
sem hún bjó til dauðadags, í íbúð
sem hún byggði af litlum efnum,
nýorðin ekkja. Andlegu jafnvægi
hélt hún til hinstu stundar og fylgd-
ist með flestu sem snerti ættingja
og vini. Síðustu árin fékk hún
sjúkra- og heimilisaðstoð tvisvar í
viku auk annarrar aðstoðar. Heima
vildi hún vera, heldur en að láta
f.17.3. 1895, d. 28.4. 1930, og
áttu þau fjóra syni sem Sesselja
Guðlaug ól upp og allir eru látn-
ir, en þeir voru: Kristfinnur
Björgvin, f. 8.12. 1920, d. 10.12.
1938, Árni Örvar, f. 20.6. 1922,
d. 28.9. 1985, Friðþjófur Arnar,
f. 11.11. 1923, d. 6.6. 1947, og
Guðbjörn Viðar, f. 3.6. 1925, d.
21.7. 1992. Börn Sesselju Guð-
laugar og Daníels eru: Helgi
Biering, f. 16.4. 1933, Bára, f.
18.2. 1935, d. 26.8. 1975, Krist-
finnur Björgvin, f. 14.5. 1938,
Guðrún Hafdís, f. 4.9. 1941, og
Guðlaug Hlín, f. 1.4. 1944. Ses-
selja Guðlaug og Daníel bjuggu
allan sinn búskap á Akranesi,
fyrst í Hvammi (Suðurgötu 87)
en siðan á Suðurgötu 90. Eftir
lát Daníels bjó Sesselja Guðlaug
á Jaðarsbraut 11 allt til dauða-
dags ef undanskildir eru síð-
ustu mánuðir liðins árs er hún
dvaldi að mestu í Sjúkrahúsi
Akraness og á Dvalarheimilinu
að Höfða.
Útför Sesselju Guðlaugar fer
fram í kyrrþey 25. janúar að
hennar ósk frá Akraneskirkju.
sjá um sig á elliheimili. Sú ákvörðun
hennar var ótvírætt rétt, þjóðhags-
lega séð. Meðan heilsa leyfði gekk
hún mikið og vildi helst ekki láta
aka sér í bifreiðum. Ég var svo lán-
samur að kynnast Guðlaugu mjög
vel, því fyrstu ár hjúskapar okkar
Hafdísar dóttur hennar voru á
heimili hennar á Jaðarsbraut 11.
Guðlaug var um margt einstök
kona. Það sýndi lífshlaup hennar,
Fjármál fjölskyldunnar
Sunnudagsblaöi Morgunblaðsins 4. febrúar nk. fylgir blaöauki
sem heitir Fjármál fjölskyldunnar. í þessum blaöauka veröur
m.a. fjallað um breytingar á skattareglum frá síöasta ári, helstu
atriöi sem skipta máli varðandi framtal einstaklinga og möguleika á
skattafslætti og endurgreiðslu skatta. Rætt verður um möguleika á
lánum til endurbóta á eigin húsnæði, húsaleigubætur, hverjir eiga
rétt á þeim og hverjir nýta þær, lífeyrismál og lífeyrissparnaö,
fjármál fjölskyldunnar, fjármálanámskeiö, greiösluþjónustu,
sparnaðarform fyrir almenning, réttarstöðu neytenda á íslandi
samanborðið við nágrannalöndin o.fl.
Þcim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er
bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12
mánudaginn 29. janúar.
Rakel Sveinsdóttir og Dóra Gubný Sigurbardóttir,
sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari
upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110.
- kjarni málsinv!
sem ekki nema lítilega verður rakið
hér í þessum fátæklegu orðum. Hún
ólst upp í stórum systkinahóp, þar
sem hún varð snemma að taka til
hendinni við heimilisstörf og
umönnun yngri systkina. Þótt ríki-
dæmi væri ekki mikið í uppvexti
hennar skorti aldrei mat, enda átti
hún heima í Grímsey, því mikla
matarbúri, eins og hún kallaði eyna.
Alla tíð kallaði hún sig Grímseying
og þegar myndir birtust af eynni
taldi hún upp staðarnöfn eins og
hún byggi þar enn. Slík var minning
hennar sterk til eyjarinnar góðu og
þeirra vina sem hún eignaðist þar.
Guðlaug var reyndar fædd í Hrísey
en fluttist fimm ára til Grímseyjar
og bjó þar, þar til heimdraganum
var hleypt innan tvítugs.
Síðar á lífsleiðinni kom henni að
góðum notum það sem hún nam og
tileinkaði sér í heimaranni. Reglu-
semi, vandvirkni, trúmennska og að
gera ekki meiri kröfur til lífsins en
það hefur upp á að bjóða, voru henn-
ar aðalsmerki. Hún taldi að kapp-
hlaupið um lífsgæðin leiddi aðeins
til ófamaðar og upplausnar heimila,
en á þeim byggðist allt, mannlíf og
menning. Guðlaug var glaðlynd kona
og gat svarað fyrir sig bæði í glettni
og alvöru. Oft voru glettin orða-
skipti milli hennar og nábúanna,
þeirra Bergs Arinbjömssonar og
Guðmundar Bömssonar kennara, en
þá, ásamt konum þeirra, Söru og
Pálínu, mat hún mikils enda frábær-
ir nágrannar. Þau þijú byggðu
fyrstu húsin á Jaðarsbrautinni. Það
segir ef til vill nokkuð um persónu
hennar og það hlutskipti sem hún
valdi sér í lífinu að þegar hún rúm-
lega tvítug vann sem starfsstúlka á
hótel á Húsavík, kynntist hún tveim-
ur litlum móðurlausum drengjum er
þar dvöldu með föður sínum er var
sjómaður. Umhyggja og ást hennar
á þeim leiddi síðar til hjónabands
við föður þeirra. Fyrir átti hann tvo
eldri syni á Akranesi sem hann kom
í fóstur meðan á dvöl hans á Húsa-
vík stóð. Heimili þeirra hér á Akra-
nesi varð því strax stórt, því síðan
bættust við fímm börn þeirra. Guð-
laug gerði engan greinarmun á sín-
um bömum og fósturbömunum.
Gagnkvæm væntumþykja var áber-
andi, ekki aðeins hjá fósturbömun-
um heldur einnig bömum þeirra. Það
var aðeins ein Lalla amma og lang-
amma til.
Guðlaug varð fyrir þeirri ógæfu
að veikjast af berklum stuttu eftir
að yngsta barnið fæddist. Meðan
hún dvaldi á Vífílsstöðum, þar sem
henni var lengi vel ekki hugað líf,
veiktist eiginmaður hennar og lést
hann 6. október 1945. Nærri má
geta að mikinn sálarstyrk þurfti til
að láta ekki bugast undir slíkum
aðstæðum. í huga Guðlaugar var
ekkert til sem hét uppgjöf. Með
óskiljanlegum hætti náði hún sæmi-
legri heilsu á ný, þótt þrekið væri
ekki það sama og áður. Vafalaust
hefur kraftur hennar og þolgæði
átt þar ríkan þátt. Henni tókst með
góðra manna hjálp að flytja í íbúð
sína á Jaðarsbraut 11, þar sem hún
bjó ætíð síðan. Börn og umönnun
þeirra veitti Guðlaugu lífsfyllingu,
ef svo má að orði komast. Hún
hafði líka sínar skoðanir á því
hvernig ætti að umgangast börn
og mikilvægi þess að þau nytu góðr-
ar fjölskylduumönnunar í uppvexi.
Ég dáðist að hvað Guðlaug komst
af með lítil fjárráð og hvað hún gat
gert mikið úr litlu. Aldrei heyrði
ég hana tala um að sig vantaði eitt
eða neitt. Aldrei kom æðruorð af
hennar munni eða öfund til ann-
arra, sem meira höfðu milli hand-
anna. Heimili Guðlaugar bar það
með sér að þar var regla og snyrti-
mennska ráðandi. Guðlaug lét eng-
in verk fara frá sér nema þau væru
óaðfínnanleg.
Ég kveð góða og elskulega konu,
sem mér hefði ekki reynst betur
þótt móðir mín væri. Ef hægt er
að segja með sanni að einhver sé
hetja, þá var Guðlaug það svo sann-
arlega. Lof og hrós um sig vildi hún
ekki heyra. Hroki eða mikilmennska
var ekki til í henni. Vissulega er
alltaf sárt að sjá á eftir kærum vin-
um og söknuður grípur eftirlifandi,
en þegar maður veit hversu óttalaus
gagnvart dauðanum Guðlaug var
og þráði að fá hvíld, gleðst maður
líka þegar þrautum og þjáningum
linnir. Guðlaug var líka sannkristin
kona og efaðist aldrei um annað
líf. Hún var þess fullviss að fóstur-
synirnir fjórir, dóttir hennar og eig-
inmaður sem hún hafði fylgt til
grafar, biðu hennar í austrinu eilífa.
Ég vil þakka öllum þeim sem
önnuðust Guðlaugu í veikindum
hennar á Sjúkrahúsi Akraness og
þann tæpa mánuð sem hún dvaldi
á Dvalarheimilinu Höfða. Sérstakar
þakkir eru til þeirra sem aðstoðuðu
hana á heimili hennar, það mat hún
mikils.
Börnum hennar, ættingjum og
vinum færi ég samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu Guðlaugar Helga-
dóttur.
Helgi Andrésson.
Min fyrstu viðbrögð við fréttinni
af andláti aldraðrar ömmu minnar
voru viss léttir, þrátt fyrir mikinn
söknuð og ýmsar minningar sem á
mig sóttu. í heimsóknum mínum
til hennar á spítalann undanfarna
mánuði hafði hún látið þá skoðun
í ljósi að nú væri hún tilbúin að fá
að fara, þetta væri ekkert líf leng-
ur. Andlega var hún ávallt mjög
sterk en það sem plagaði hana
mest undir það síðasta var að lík-
ami hennar var orðinn svo slitinn
eftir þrældóm liðinna ára að hún
leið miklar kvalir við hveija hreyf-
ingu, og þurfti mikillar umönnunar
við. Það kann að virðast undarlegt
umræðuefni að ræða í fullri alvöru
um dauðann við ömmu sína, en
svona var amma, hún var skynsöm
og raunsæ og fór ekki dult með
skoðanir sínar. Hún hafði að eigin
sögn lifað löngu og góðu lífí, og
þurfti ekki að kvarta yfir neinu eins
og unga fólkið nú til dags, sem hún
sagði að væri aldrei fullkomlega
ánægt, það hefði nú átt að kynnast
lífsbaráttunni hér fyrr á tímum,
þegar matur var af skornum
skammti, lyfín haldlítil og allt þurfti
að vinnast í höndunum.
Þegar ég hugsa um lífshlaup
Löllu ömmu fínnst mér það hafa
verið líkast hetjulegri baráttu konu
við máttarvöldin. Hún missti mikið
og það var mikið á hana lagt, en
hún barðist fyrir lífinu og gafst
aldrei upp. En þegar kom að lokaor-
ustunni sætti hún sig fullkomlega
við stöðuna, líkt og skákmaður sem
sér að hann verður mát í næsta leik.
Amma var fímmta í röðinni af
fímmtán systkinum sem nú eru öll
látin. Hún var fædd í Hrísey en
ólst að mestu upp í Grímsey sem
hún kallaði jafnan eyjuna sína og
við ferðuðumst þangað oft í hugan-
um. Rúmlega tvítug giftist hún afa
mínum og nafna sem var nokkru
eldri, ekkjumaður með fjóra unga
syni. Hún sagði mér að foreldrar
sínir hefðu orðið hissa á þessu uppá-
tæki dóttur sinnar, en hún var ást-
fangin og auk þess fann hún til
með sonum afa, og vildi ganga þeim
í móðurstað. Með Daníel afa, sem
ég því miður hitti aldrei, eignaðist
hún síðan fimm börn, eitt þeirra
lést á besta aldri frá fjórum ungum
börnum, en áður hafði hún misst
tvo fóstursyni sína, og mann sinn
missti hún þegar yngsta barnið var
á fyrsta ári.
Skömmu áður en amma varð
ekkja smitaðist hún af berklum og
var henni ekki hugað líf. Hún
neyddist til að láta börnin frá sér.
En hún gafst ekki upp og að lokum
tókst henni að sameina fjölskylduna
á ný, og jafnframt að framfleyta
sér og sínum með því að leggja
nótt við dag.
Nú þegar amma er öll langar
mig til að þakka henni fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Henni leið best heima og var ekki
mikið gefin fyrir ferðalög, hafði til
að mynda aldrei komið til útlanda,
og hafði ekki áhuga á því, þótt hún
ætti þess kost. Hennar ríki var á
Jaðarsbraut 11, og þaðan vildi hún
ekki fara. Elliheimilin voru hinsveg-
ar fyrir gamalt fólk. Amma var
bæði gestrisin og örlát, og pönnu-
kökurnar hennar voru vinsælar hjá
öllum.