Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 23 KVIKMYNPIR Stjörnubíó SANNIR VINIR (CIRCLE OF FRIENDS) ★ ★ ★ Leikstjóri Pat O’Connor. Handrits- höfundur Andrew Davis, byggt á sögu Maeve Binchy. Kvikmyndatöku- stjóri Kenneth McMillan. Tónlist Mic- hael Kamen. Aðalleikendur Chris O’Donnell, Minnie Driver, Colin Firth, Geraldine O’Rave, Saffron Burrows, Alan Cummings. Bresk. Rank/Savoy 1995. VINÁTTA þriggja stúlkna á sjötta áratugnum er til meðferðar í Sönnum vinum, nýjustu mynd írska leikstjórans Pats O’Connor. Önnur blæbrigði tilfinningaríkra uppvaxtaráranna fá einnig vit- ræna og manneskjulega umfjöllun og írsk gamansemi aldrei langt undan. Hér kemur fyrsta ástin mikið við sögu, misjafn styrkur persónanna, gleði og sorg, ham- ingja og vonbrigði, allt fléttað saman af góðum frásagnarhæfi- PCI h'm og fúguefni HL11 * Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 SMELLT/ NYZm DANFOSS Enn ein nýjung í sjálfvirkum ofnhitastillum Allar aðgeröir eru fljótvirkari, tenging nemans við lokann er enn traustari og nýting á heita vatninu nákvæmari. |! Einnig er hægt1 að læsa nemanum á einfaldan hátt. NÝR FULLKOMNARI OFNHITASTILLIR Á ÓBREYTTU VERÐI. Völt er vina stoðin leikum handritshöfundarins Andrews Davis og leikstjórans O’Connor, sem kemur með sína langbestu mynd frá því hann lauk við listaverkið Cal (’84). í millitíð- inni hélt hann í vesturvíking en sneri aftur með tvær heldur slakar myndir í farteskinu, Januaiy Man og Stars and Bars. Nú er O’Con- nor kominn aftur á heimaslóðir og kann því auðsjáanlega vel. Benny (Minnie Driver), Nan (Saffron Burrows) og Eve (Gerald- ine O’Rave) hafa verið óaðskiljan- legar frá því í bernsku. Þær eru orðnar 18 ára og stefnan verið tekin á brott úr litla smábænum þeirra í háskólanám í Dyflinni. Nan fór fyrst og er orðin veraldar- vanari en vinkonur hennar er þær Benny og Eve hefja námið. Benny verður yfir sig ástfangin af íþróttagarpinum Jack (Chris O’Donnell), sem á erfiðara með að gera upp hug sinn. Foreldrar Bennyar hyggjast hinsvegar gifta hana innanbúðarmanninum Sean (Colin Cummings), sem hún aftek- ur með öllu. Eve, sem hlaut upp- eldi sitt hjá nunnum, fer hægar í sakirnar og Nan reiknar út vænt- anlegan eiginmann með jarðbund- inni hagsýni. En margt fer öðru- vísi en ætlað er. Sannir vinir er einkar ánægju- leg upplifun, dregin upp mjög svo viðunandi og tilgerðarlaus mynd af þeim viðkvæmu tímamótum í lífi ungs fólks þegar það er að vaxa upp úr áhyggjuleysi ungl- ingsáranna í fullþroskað fólk með öllum þeim vandamálum sem því eru samfara. Þetta er ekki marg- brotin saga en því skarpari, per- sónusköpun góð, samtölin látlaus og eðlileg. Yfir allri myndinni hvíl- ir óvenju trúverðugur blær og leik- ur unga fólksins minnisstæður. Minnie Driver geislar af jarð- bundnum, írskum sjarma, er hreint út sagt stórkostleg uppgötvun. O’Donnell stendur sig ljómandi vel og útlitið hæfír vel hjartaknúsar- anum. Saffron Burrows er einnig eftirminnileg sem hin ólánssama Nan, sem fær að reyna að stétta- skiptingin er ekki tilbúin Grýla millistéttarfólks og Alan Cumm- ings er óborganlegur sem smeðju- legur mannleri sem rennir hýru auga til Bennyar og búðar föður hennar. Umhverfið, tónlistin og búningarnir eru óaðfínnanleg. Við hverfum á braut fjóra áratugi aft- ur í tímann, þegar það reyndist ungu fólki síst auðveldara að taka afdrifaríkar ákvarðanir en í dag. Athyglisverð mynd og vönduð í alla staði. Sæbjörn Valdimarsson Kahrs Kdhrs gœðaparkct með nýja lakkinu á verðifrá kr. 3.285.-pr. m2 Verð áður kr. 4.239,- pr. m2 Glœsilegt gegnheilt 8 mm Mosaik parket á verði frá kr. 1.345.- pr. m2 Verð áður kr. 1.681.- pr. m2 Ötrúlegt úrval af glcesilegu gegnheilu stafaparketi á verði frá kr. 1.960,- pr. m2 Verð áður kr. 2.450,- pr. m2 Ibrhúrnc vegg og loftþiljur\ granít og náttúrusteinn með 15-30% afsleetti. HARÐIR naglar - í parketlögn! Harðir naglar eru hópur galvaskra fagmanna í parketlögn. Þeir eru ávallt í viðbragðsstöðu og gera þér sérstalct tilhoð á útsölunni sem erfitt er að hafna. TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA SE!_________ TIL 24 MA/VAÐA BADGREMSLUR Opið laugardag frá kl.10 til 16. Umboðsmenn um land allt. Dropinn Keflavík, S.G. búöin Selfossi, Bygginaavöruverslun Steinars Árnasonar Selfossi, Kaupfólag Rangæinga Hvolsvelli, Brimnes Vestmannaeyjum, K.A.S.K. járnvörudeild Höfn ( Hornafirði, Verslunin Vík Neskaupstaö, Viðarkjör Egilsstööum, Kaupfélag Vopnfirðinga Vopnafirði, K.F. Þinaeyinga Húsavík, Teppahúsið Akureyri, Verslunin Valberg Ólafsfiröi, Byggingarfélagið Berg Siglufiröi, Kaupfólag Skagfirðinga Sauðarkróki, Kaupféiag Húnvetninga Ðlönduósi, Kaupfélag V- Húnvetninga Hvammstanga, Núpur Isafirði, Byggir Patreksfirði, Litabúöin ólafsvík, Verslunin Hamar Grundarfirði, Skipavik Stykkishólmi, Kaupfólag Borgfirðinga Borgarnesi, Byggingarhúsið Akranesi, Teppaland Mörkinni 4 Reykjavík, BjÖminn Borgartúni 2 Reykjavík. Eg* Arr losonl ÁRMÚLA8 & 10 • SÍMI 581 2111 Yfir 100 tegundir af parketi! i Núna gefist þér fœri á að gera frábíer kaup í parketi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.