Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 23
KVIKMYNPIR
Stjörnubíó
SANNIR VINIR (CIRCLE
OF FRIENDS) ★ ★ ★
Leikstjóri Pat O’Connor. Handrits-
höfundur Andrew Davis, byggt á
sögu Maeve Binchy. Kvikmyndatöku-
stjóri Kenneth McMillan. Tónlist Mic-
hael Kamen. Aðalleikendur Chris
O’Donnell, Minnie Driver, Colin
Firth, Geraldine O’Rave, Saffron
Burrows, Alan Cummings. Bresk.
Rank/Savoy 1995.
VINÁTTA þriggja stúlkna á
sjötta áratugnum er til meðferðar
í Sönnum vinum, nýjustu mynd
írska leikstjórans Pats O’Connor.
Önnur blæbrigði tilfinningaríkra
uppvaxtaráranna fá einnig vit-
ræna og manneskjulega umfjöllun
og írsk gamansemi aldrei langt
undan. Hér kemur fyrsta ástin
mikið við sögu, misjafn styrkur
persónanna, gleði og sorg, ham-
ingja og vonbrigði, allt fléttað
saman af góðum frásagnarhæfi-
PCI h'm og fúguefni
HL11 *
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
SMELLT/
NYZm
DANFOSS
Enn ein nýjung í
sjálfvirkum ofnhitastillum
Allar aðgeröir
eru fljótvirkari,
tenging nemans
við lokann
er enn traustari
og nýting á
heita vatninu
nákvæmari. |!
Einnig er hægt1
að læsa
nemanum á
einfaldan hátt.
NÝR FULLKOMNARI
OFNHITASTILLIR
Á ÓBREYTTU VERÐI.
Völt er vina stoðin
leikum handritshöfundarins
Andrews Davis og leikstjórans
O’Connor, sem kemur með sína
langbestu mynd frá því hann lauk
við listaverkið Cal (’84). í millitíð-
inni hélt hann í vesturvíking en
sneri aftur með tvær heldur slakar
myndir í farteskinu, Januaiy Man
og Stars and Bars. Nú er O’Con-
nor kominn aftur á heimaslóðir
og kann því auðsjáanlega vel.
Benny (Minnie Driver), Nan
(Saffron Burrows) og Eve (Gerald-
ine O’Rave) hafa verið óaðskiljan-
legar frá því í bernsku. Þær eru
orðnar 18 ára og stefnan verið
tekin á brott úr litla smábænum
þeirra í háskólanám í Dyflinni.
Nan fór fyrst og er orðin veraldar-
vanari en vinkonur hennar er þær
Benny og Eve hefja námið. Benny
verður yfir sig ástfangin af
íþróttagarpinum Jack (Chris
O’Donnell), sem á erfiðara með
að gera upp hug sinn. Foreldrar
Bennyar hyggjast hinsvegar gifta
hana innanbúðarmanninum Sean
(Colin Cummings), sem hún aftek-
ur með öllu. Eve, sem hlaut upp-
eldi sitt hjá nunnum, fer hægar í
sakirnar og Nan reiknar út vænt-
anlegan eiginmann með jarðbund-
inni hagsýni. En margt fer öðru-
vísi en ætlað er.
Sannir vinir er einkar ánægju-
leg upplifun, dregin upp mjög svo
viðunandi og tilgerðarlaus mynd
af þeim viðkvæmu tímamótum í
lífi ungs fólks þegar það er að
vaxa upp úr áhyggjuleysi ungl-
ingsáranna í fullþroskað fólk með
öllum þeim vandamálum sem því
eru samfara. Þetta er ekki marg-
brotin saga en því skarpari, per-
sónusköpun góð, samtölin látlaus
og eðlileg. Yfir allri myndinni hvíl-
ir óvenju trúverðugur blær og leik-
ur unga fólksins minnisstæður.
Minnie Driver geislar af jarð-
bundnum, írskum sjarma, er hreint
út sagt stórkostleg uppgötvun.
O’Donnell stendur sig ljómandi vel
og útlitið hæfír vel hjartaknúsar-
anum. Saffron Burrows er einnig
eftirminnileg sem hin ólánssama
Nan, sem fær að reyna að stétta-
skiptingin er ekki tilbúin Grýla
millistéttarfólks og Alan Cumm-
ings er óborganlegur sem smeðju-
legur mannleri sem rennir hýru
auga til Bennyar og búðar föður
hennar. Umhverfið, tónlistin og
búningarnir eru óaðfínnanleg. Við
hverfum á braut fjóra áratugi aft-
ur í tímann, þegar það reyndist
ungu fólki síst auðveldara að taka
afdrifaríkar ákvarðanir en í dag.
Athyglisverð mynd og vönduð í
alla staði.
Sæbjörn Valdimarsson
Kahrs
Kdhrs gœðaparkct með nýja lakkinu
á verðifrá kr. 3.285.-pr. m2
Verð áður kr. 4.239,- pr. m2
Glœsilegt gegnheilt 8 mm Mosaik parket á verði
frá kr. 1.345.- pr. m2
Verð áður kr. 1.681.- pr. m2
Ötrúlegt úrval af glcesilegu gegnheilu stafaparketi
á verði frá kr. 1.960,- pr. m2
Verð áður kr. 2.450,- pr. m2
Ibrhúrnc vegg og loftþiljur\ granít og
náttúrusteinn með 15-30% afsleetti.
HARÐIR
naglar
- í parketlögn!
Harðir naglar eru hópur galvaskra
fagmanna í parketlögn. Þeir eru ávallt í
viðbragðsstöðu og gera þér sérstalct tilhoð
á útsölunni sem erfitt er að hafna.
TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA
SE!_________
TIL 24 MA/VAÐA
BADGREMSLUR
Opið laugardag
frá kl.10 til 16.
Umboðsmenn um land allt.
Dropinn Keflavík, S.G. búöin Selfossi, Bygginaavöruverslun Steinars Árnasonar Selfossi, Kaupfólag Rangæinga
Hvolsvelli, Brimnes Vestmannaeyjum, K.A.S.K. járnvörudeild Höfn ( Hornafirði, Verslunin Vík Neskaupstaö, Viðarkjör
Egilsstööum, Kaupfélag Vopnfirðinga Vopnafirði, K.F. Þinaeyinga Húsavík, Teppahúsið Akureyri, Verslunin Valberg Ólafsfiröi,
Byggingarfélagið Berg Siglufiröi, Kaupfólag Skagfirðinga Sauðarkróki, Kaupféiag Húnvetninga Ðlönduósi, Kaupfélag V-
Húnvetninga Hvammstanga, Núpur Isafirði, Byggir Patreksfirði, Litabúöin ólafsvík, Verslunin Hamar Grundarfirði,
Skipavik Stykkishólmi, Kaupfólag Borgfirðinga Borgarnesi, Byggingarhúsið Akranesi, Teppaland Mörkinni 4 Reykjavík, BjÖminn
Borgartúni 2 Reykjavík.
Eg*
Arr losonl
ÁRMÚLA8 & 10 • SÍMI 581 2111
Yfir 100 tegundir af parketi!
i
Núna gefist þér fœri á að gera frábíer kaup í parketi: