Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Er íslenskí dansflokkur- inn á krossgötum? Menningarborgir Evrópu FYRIR nokkrum árum var ég, ásamt fleiri íslendingum, í skoðunarferð um Lúx- emborg. Við vorum með leiðsögumann, unga og vel menntaða konu, sem sýndi okkur meðal annars við- skipta- og banka- hverfin og var auð- heyriiega hreykin af þeim alþjóðaviðskipt- um sém landið státar af, enda mátti hún vera það. Áhugavert var fyrir okkur sem komum frá öðru „litlu“ landi að frétta af vel- gengni Lúxemborgarbúa í þessum éfnum. Er ég spurði hana um menn- ingarlífið í borginni varð minna um svör og þegar ég spurði hvort að í Lúxemborg væri möguleiki á að sjá ballettsýningar svaraði hún: „Við höfum annað við peningana að gera en að eyða þeim í svoleiðis vit- leysu." Ef til vill er hugarfar þessar- ar ungu konu til menningarinnar ekki einsdæmi í Lúxemborg. Að minnsta kosti fór það fram hjá mörgum þegar Lúxemborg var menningarborg Evrópu. Það er auðvitað ákvörðun ráða- manna hverrar þjóðar eða borgar hver ímyndin á að vera út í frá eða hver sjálfsmynd þeirra er. Það verð- ur að forgangsraða verkefnunum, finna út hvort peningarnir, sem varið er í ímyndina, koma ef til vill marg- falt til baka eða hvort þeim er kastað á glæ. íslenska sjónvarpið sýndi nú um jólahátíð- ina upptöku frá Kon- unglega danska ballett- inum á Þymirós í upp- setningu Helga Tómas- sonar. Sá stóri hópur íslendinga sem gerði sér ferð til að vera við frumsýninguna ytra fyrir tveimur árum varð vitni að stórhug ráða- manna Konunglega leikhússins. Ekkert var til sparað að gera sýn- inguna sem stórkostlegasta, til dæmis eru um 250 búningar notað- ir. Til að standa straum af kostnað- inum við Þymirós var ákveðið að næstu fimm ár skyldu fara í að greiða hann niður. Enn sýna Danir, með þjóðhöfð- ingja sinn, Margréti drottningu, í fararbroddi, stórhug í verki. Það fer áreiðanlega ekki framhjá nokkmm Evrópubúa, og þó víðar væri leitað, að menningarborgin í ár er Kaup- mannahöfn. Ekki aðeins árið 1996 heldur einnig mörg, mörg árin á undan og áreiðanlega ekki síður um ókomin ár. Danmörk hefur fengið þá ímynd að þar hafi menningin háan sess. Listiðnaður Dana svo sem í postulíni, silfri og húsgögnum er heimsfrægur fyrir gæði og feg- urð. Eins er um listgreinar eins og tónlist, leiklist og danslist. Fjár- Lilja Hallgrímsdóttir framlög borgarinnar, ríkisins og fyrirtækjanna til þessarar 366 daga veislu skila sér örugglega aftur í frábærri kynningu fyrir ferðaþjón- ustuna og annan danskan útflutn- ing. Danir em frægir fyrir að taka lífínu létt og velta sér ekki uppúr vandamálum að óþörfu eins og margar aðrar þjóðir gera stundum. Þeir viðurkenna vandamálin en vita að lífið býður líka uppá annað og betra. Þetta viðhorf má sjá í menn- ingunni og lífsgæðamati þeirra yfír- leitt. Þeir elska að halda „fest". íslenski dansflokkurinn Tilefni skrifa minna er að um þessar mundir eiga sér stað nokkr- ar breytingar hjá íslenska dans- flokknum. Björn Bjamason menntamálaráðherra hefur tekið þá ákvörðun að nú, þegar tími núver- andi fímm manna stjómar dans- flokksins er útmnninn, verði sú skipulagsbreyting að stjórn flokks- ins verði skipuð þremur mönnum. Ráðherra hefur skipað í stjómina til tveggja ára og tekur hún við 1. febrúar nk. Væntir ballettáhuga- fólk góðs af nýrri stjóm um leið og þeim sem þaðan hverfa er þakk- að fyrir góð og ósérhlífín störf og ódrepandi áhuga á listgreininni. Flokkurinn er á föstum fjárlögum hjá ríkinu. Árlega fær hann rúm- lega 40 milljónir króna, sem rétt duga fyrir launum dansara, rekst- urs og einni til tveimur „ódýmm“ uppfærslum á ári. Sýningum sem em með einföldum leiktjöldum og því miður em ekki til peningar til að hafa lifandi tónlist á öllum sýn- Á íslandi er nægur efni- viður í góðan framtíðar- dansflokk. Lilja Hall- grímsdóttir skrifar um íslenska dansflokkinn. ingunum eins og þeir sem nálægt ballett hafa komið vita að er lan- gæskilegast. Sýningartími, sem dansflokkurinn fær í leikhúsunum, er oftar en ekki á þeim tíma sem minnst aðsókn er, í maí/júní eða fyrri part vikunnar á öðmm árstím- um. Fjárhagsvandi flokksins er nokkur en ekki óviðráðanlegur. Vandinn stafar aðallega af skuld (sem ekki hefur gleymst) er mynd- aðist við uppsetningu á Coppelíu árið 1993 (það eru fleiri en Danir sem em fímm ár að greiða niður kostnað af ballettsýningu), greiðsl- um, eða nokkurs konar biðlaunum, til fyrmm dansara flokksins, alltof háum húsaleigukostnaði og van- metinni fjárveitingu eftir að flokk- urinn varð sjálfstæður. Áður starf- aði flokkurinn innan Þjóðleikhúss- ins. Ballett á það sammerkt með systurlistgreinum sínum sönglist, roiuji Afsláttur 16% - 40% - 96% - 60% - 76% Micro hljomflutningstæki með geisla spilara, kassettu og magnara AM/FM útvarpi með equalizer, áðurkr. 18.998. Núkr. 14.998. Skrifstofustóll, ekta leður, áðurkr. 16.900. Nú kr. 9.998. Kaffi- og matarsett með 20 hlutum, áður kr. 4.890, nú kr. 2.990. Barnastoll ur steku plasti, hægt að stilla, áður kr. 6.398. Nú kr. 3.998. BOSTON BOLIR ÁÐUR KR. 690, NÚ KR. 15CL Krups kaffivel, áður kr. 2.820. Nú kr. 1.998. Melissa straujarn, áðurkr. 1.580. Nú kr. 998. DOMUSTRIGASKOR AÐEINS KR.198 DOMUBUXUR AÐEINS KR. 98 Klappstolar ur tré, útlitsgallaðir. Áður kr. 798, nú aðeins kr. 150. 20 Onwa sjónvarp með textavarpi og fjarstýringu Áður kr. 43.998. Nú kr. 29.998. Melissa ryksuga,1400 W áður kr. 9.998. Nú kr. 8.500. Gestarúm/Sól, áður kr. 1.690. Nú kr. 998. Fullt af öðrum vörum nýkomnar. K arakauD hf. Tölvuvigt, nakvæm og góð, áður kr. 2.650. Nú kr. 1.998 Troppustigi, hvitur urjarm, áður kr. 2.650. Nú kr. 998 Lágmúla 6, sími 568-4910, Borgarkringlunni, sími 568-4905, Óseyri 4, Akureyri, sími 462-4964.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.