Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Varst þú að skrifa eitthvað ljótt um hr. Jeltsín, Jónas? Atvinnuleysi á landinu 4,9% í desember Atvinnulausum fjölgaði minna en undanfarin ár ATVINNULEYSI á landinu var að meðaltali 4,9% af mannafla á vinnumarkaði í desember síðast- liðnum, samkvæmt tölum frá vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins. Atvinnulausum fjölgaði um 9,6% frá nóvember- mánuði og er það minnsta hlut- fallslega fjölgun milli þessara mánaða í sextán ár, eða síðan árið 1980. Atvinnulausir voru 12,9% færri en í desember 1994. Atvinnuleysi var 5% árið 1995 Atvinnuleysi á landinu var að meðaltali 5% á árinu 1995. Það er meira atvinnuleysi en var árið 1994, en þá voru að meðaltali 4,8% mannafla á vinnumarkaði án at- vinnu. Atvinnuleysið í desember jafn- gildir því að 6.250 manns hafi að jafnaði verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þar af eru 2.980 karl- ar og 3.270 konur. Atvinnuleysi er því 4% hjá körlum, en 6,1% hjá konum. Fastráðningar í fiskvinnslu fækka atvinnulausum á skrá Undanfarin tíu ár hefur at- vinnuleysið að meðaltali aukizt um 42% á milli nóvember og desem- ber. Hlutfallslega lítil aukning nú er einkum rakin til nýrra ákvæða um fastráðningarsamninga fisk- vinnslufólks, sem gera það að verkum að færri koma nú inn á atvinnuleysisskrá í tímabundinni stöðvun fiskvinnslu um áramótin. Atvinnuleysi eykst nokkuð alls staðar á landinu miðað við nóv- embermánuð, en þó hlutfallslega minnst á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnulausum fjölgar hins vegar mest, bæði tölulega og hlutfalls- lega, á Austurlandi. Mest er at- vjnnuleysið á Norðurlandi vestra, 5,6%, en minnst á Vestfjörðum, 0,9%. Fleiri atvinnu- lausir í janúar Vinnumálaskrifstofan býst við að atvinnuleysi aukist talsvert í janúarmánuði og geti orðið á bilinu 5,5% til 6% í mánuðinum. Árstíða- bundið atvinnuleysi nær að jafnaði hámarki í janúar. Atvinnuleysi í okt., nóv. og des. 1995 HlutfaH atvinnulausra af heildarvinnuafli Á höfuðborgarsvæðinu standa ^ 3.793 atvinnulausir á bak við töluna 5,0% < desember • \ij og fjölgaði um 41 frá sJL W því í nóvember. * ‘ ’ Alls voru 6.250 atvinnu _______ iausír á landinu öllu 'O N D ídesemberogháfði fjölgað um 544 frá því í nóvember. Nýr formaður Dagsbrúnar Farið varlega í breytingar HALLDÓR Björnsson tekur við formanns- embætti Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar af Guðmundi J. Guðmunds- syni eftir næsta aðalfund félagsins. A-listi Halldórs bar sigur úr býtum í stjóm- arkjöri um helgina eftir harða kosningabaráttu við mótframboð B-lista. Eitt þeirra mála, sem hæst bar í kosningabaráttunni, var lög félagsins. Haft var á orði að erfitt væri að breyta lögum og kom fram gagnrýni á að menn gætu verið utan kjör- skrár þótt þeir greiddu full félagsgjöld. Halldór er þeirr- ar hyggju að fara verði var- lega í breytingar. „Þú ferð ekki að breyta lögunum bara til að breyta þeim,“ segir Halldór. „Það þarf að gera það af ein- hverju viti.“ í kosningabæklingi frá A-lista sagði að lagðar yrðu fram „tillögur um breytingar á lögum Dagsbrún- ar á fundi trúnaðarráðs í október næsta haust“. Halldór segir að staðið verði við þetta fyrirheit og settir verði „menn í það að fara ofan i lögin“. Hins vegar hafi hann „ekki leitt hugann að því um hvaða breyting- ar yrði að ræða,“ en það hefði sýnt sig í þessum kosningum að hefðu „menn vilja til og getu geta þeir boðið fram“. Eins og málum er háttað nú þarf tvo félagsfundi og allsherjar- atkvæðagreiðslu til að knýja fram lagabreytingar í Dagsbrún og seg- ir Halldór að síðast hafi lögunum verið breytt árið 1958. Til að framboð sé gjaldgengt þarf að leggja fram hátt í 150 manna lista. í kosningabæklingi A-listans segir að þetta fyrirkomu- lag tryggi annars vegar að „ein- hver einn hópur eða einn vinnu- staður hefði úrslitavald í félaginu," en hins vegar sé „deginum Ijósara að falli listi stjórnar og trúnaðar- ráðs í kosningum hverfur í einu vetfangi mikil reynsla og þekking í stjórnarstörfum“. Á-listinn gerði það að tillögu sinni að gefa kost á því að taka afstöðu til einstakra forystumanna í kjöri. „Það væri til bóta að kjósa persónulegri kosningu um fjóra efstu mennina í stjórnarkjöri, það er að segja formann, varaformann, ritara og gjaldkera," sagði í kosn- ingabæklingnum. Halldór segir að persónuleg kosning gæti orkað tvímælis og væri listakosning betri. „Það er erfitt að vera með persónukosning- ar, því að þá er hægt að lenda í þeirri stöðu að vera í kosningabar- áttu allt kjörtímabilið, því menn eru ekki alltaf sammála," segir Halldór. „Þetta þyrfti að skoða rosalega vel og það gæti þýtt erfið- leika í stjórnun félags- ins.“ Félagsgjöld og staða félaga bar hátt í kosn- ingabaráttunni. í stefnuskrá B-lista, sem Halldór Björnsson ► Halldór Björnsson fæddist á Stokkseyri 16. ágúst 1928 og fluttist til Reykjavíkur tveggja ára. Hann starfaði á dæluverk- stæði Olíufélagsins og hafði verið trúnaðarmaður þar í 19 ár þegar hann kom til starfa á skrifstofu Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar árið 1969. Hann settist í stjórn Dagsbrún- ar árið 1958 og hefur verið varaformaður frá árinu 1982. Hann hefur gegnt og gegnir fjölda trúnaðarstarfa hjá verkalýðshreyfingunni og er , einn reyndasti samningamaður hennar. Halldór átti þátt í stofnun Lífeyrissjóðsins Fram- sýnar, sem var sameinaður úr Hfeyrissjóðum fimm verkalýðs- félaga. Halldór er fráskilinn fjögurra barna faðir. sjálfkrafa fullgildir félagsmenn," sagði enn fremur í stefnuskránni. Þetta mál var meðal annarra, sem tekið var upp í leiðara í Morg- unblaðinu sl. þriðjudag og gagn- rýnt að stjórn Dagsbrúnar inn- heimti félagsgjöld, en menn fengju ekki „sjálfsögð lýðræðisleg réttindi í félagi sínu nema að sækja sér- staklega um aðild“. „Þetta er hreint kjaftæði," segir Halldór og bætir við að leiðarahöf- undar Morgunblaðsins „væru best geymdir austur í Kákasus". Á ís- landi ríki lögbundið félagafrelsi og ekki sé hægt að taka m'enn inn í félagið nema með þeirra sam- þykki. Hann segir að menn fái allan félagsbundinn rétt og það eina, sem þurfí að gera, sé að koma á skrifstofu Dagsbrúnar og skrifa nafnið sitt. í áðurnefndum leiðara Morgun- blaðsins segir að mest stingi í augu að aðeins 48,57% félagsmanna á kjörskrá hafi tekið þátt í kosning- unum og f niðurlagi er sagt að rótin að hinni félagslegu deyfð, sem einkennt hafi starfsemi verkalýðsfélaganna um langt skeið, sé meðal bauð fram undir foiystu Kristjáns annars „ólýðræðislegt skipulag Árnasonar, sagði, eins og hún birt- þeirra". Þessu vandamáíi verði að ist í sameiginlegu kosningablaði taka á við endurskoðun vinnulög- listanna gefnu út af Dagsbrún, að gjafarinnar, ekki „til þess að hafa Listakosning betri en per- sónukosning þeir einir nytu fullra réttinda, sem hefðu sérstaklega sótt um inn- göngu í félagið og verið samþykkt- ir af trúnaðarráði, þótt allir, sem ynnu á félagssvæði Dagsbrúnar, greiddu fullt gjald til félagsins. „Eðlilegt og sjálfsagt er að allir vinnandi menn sem hafa greitt þessa upphæð til félagsins verði afskipti af innri málum verkalýðs- hreyfingarinnar heldur til að tryggja félögum hennar lýðræðis- leg réttindi". „Tilefni þessara skrifa er vinnu- löggjöfín," segir Halldór. „En til- gangurinn er að hefta frelsi verka- lýðsforystunnar, ekki að bera um- hyggju fýrir verkalýðnum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.