Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 13 LANDIÐ Hestamenn og bríds spilarar vígja nýtt félagsheimili Garði - Nýtt félagsheimili Hesta- mannafélagsins Mána, Bridsfélags Suðumesja og Bridsfélagsins Mun- ins í Sandgerði verður vígt annað kvöld kl. 20. Húsið er stálgrindar- hús um 315 fermetrar og hefir ver- ið í byggingu í rúm 2 ár. Það stend- ur við Sandgerðisveg skammt frá vegamótum þar sem vegurinn skiptist út í Garð og Sandgerði. Upphaf byggingarinnar má rekja ein 10 ár aftur í tímann en þá hóf hestamannafélagið fram- kvæmdir við 80 m2 kjallara sem er undir nýja húsinu og hafa hesta- menn haft þar aðstöðu undanfarin ár. Þeim var hins vegar um megn fjárhagslega að snúa sér að bygg- ingu félagsheimilisins en tengsl hestamanna og bridsspilara urðu til þess að í bytjun áratugarins, þá er Bridsfélag Suðurnesja íhug- aði húsnæðiskaup, að félögin hófu samstarf. Jafn eignarhlutur - veglegir styrkir Fyrst í stað eignaðist bridsfélagið 30% í kjallara og nýbyggingu en hestamenn 70% en síðar kom brids- félagið Muninn inn í samstarfið og eiga bridsfélögin nú jafnan hlut á móti 50% hestamanna. Keflavíkurbær og Sandgerðisbær hafa styrkt félögin til framkvæmd- anna. Er þar um veglegan styrk að ræða. Keflavíkurbær styrkti byggingaframkvæmdirnar um 8 milljónir kr. auk þess sem bærinn mun snyrta í kringum húsið og gera bílastæði. Frá Sandgerðisbæ kom 750 þúsund króna styrkur. Eins og áður sagði er húsið stál- grindarhús, keypt hjá Garðastáli í Garðabæ. Var uppsetningin boðin út og fékk Þórhallur Guðjónsson það verk. Hann skilaði af sér vorið 1994 og varð þá hlé á framkvæmd- um vegna peningaskorts. Sjálfboðavinna Með tilkomu Bridsfélagsins Mun- ins inn í samstarfíð var hafíst handa á ný, tekin lán til efniskaupa og félagarnir hófu sjálfboðavinnu, fýrst við einangrun hússins. Síðan hefír verið unnið sleitulaust við bygging- una og hafa margir komið þar að. Verkinu er nú lokið að mestu og er félögum allra félaganna boðið að koma til vígslunnar sem mun standa frá kl. 20-21.30. Morgunblaðið/Hilmar Siguijónsson EINAR Bogi Sigurðsson náði snerlinum fyrst. Með honum á myndinni eru þau Stefán Björnsson, Jóhannes Pálsson, Ing- var Friðriksson, Erla Hjaltadóttir, Anna Árdís Helgadóttir og Hugrún Aðalsteinsdóttir. Þorrablót undirbúið á Reyðarfirði Einar Bogi náði snerlinum fyrstur Reyðarfirði - Á fýrsta dag þorra halda Reyðfirðingar ævinlega þorrablót og hafa gert það frá því fyrir 1920. Blótið í ár er það 75. í röðinni og enn sem fyrr er haldið fast í fornar hefðir. Ein þeirra er baráttan um snerilinn. í síðustu viku barst inn um dyragættina auglýsing frá þorra- blótsnefndinni þar sem þess var getið að miðasala á blótið hæfist sunnudaginn 21. janúar kl. 12. Laugardaginn áður fóru hinir og þessir hópar að skipuleggja bið- röðina, hver ætti að vakna fyrstur og hvenær. Keppnin er ætíð heið- arleg, hvorki njósnað um áform annarra hópa né brellur hafðar í frammi svo sem þekkist í biðröð- um í Reykjavík þar sem karlmenn eiga það til að mæta naktir. Frek- ar má líkja undirbúningnum við undirbúning tippara í getraunum. Fyrrum matgæðingur vikunnar í Morgunblaðinu, Einar Bogi Sig- urðsson, náði snerlinum fyrstur. „Ég er morgunmaður," sagði Ein- ar Bogi og glotti þegar fréttarit- ari tók hann tali. Þegnskylduvinna í þorrablótsnefnd eru sex hjón, lausamaður og lausakona og ný nefnd er kosin á hverju ári. Hér er um þegnskylduvinnu að ræða og það er í nógu að snúast því nefndin sér um að skreyta, ann- ast þorramatinn og síðast en ekki síst að semja og sjá um nýja skemmtikrafta á hverju ári og áhugi heimamanna er mikill sem marka má af miðasölunni á sunnudag 'en þá seldust 210 mið- ar. NEFNDARMENN við undirbúning þorrablótsins, f.v. Guðni Arthúrsson og Ferdinand Bergsteinsson. Morgunblaðið/Amór Ragnarsson KAMPAKÁTIR bridsspilarar tóku forskot á sæluna og byrjuðu að spila í nýja húsinu sl. mánudags- kvöld. Bridsfélag Suðurnesja var stofnað 1948 og hefir nú loks fengið samastað. Ekki ferðast yfir hálfan hnöttinn fyrir aðeins 6 daga þegar þú kemst til Karíbahafsins með Heimsferðum í 14 daga fyrir sama verð Cancun í Karíbahafinu frá kr. 39.950 19 febrúar, 14 dagar Njóttu þess besta við Karíbahafið. Fegurstu strendur í heimi þar sem þú finnur endalausa möguleika í skemmtun, veitingastöðum, kynnisferðum, ótrúlega pýramýda, lengsta kóralrif á vesturhveli jarðar, spennandi ævintýri með fararstjórum Heimsferða og glæsileg hótel sem henta smekk hvers og eins. Verð kr 39.950 m.v. flugsæti til Cancun, fram og til baka með sköttum. Verð kr. 49.950 Verð kr. 59.950 m.v. hjón með 2 böm, Posada Laguna hótel. m.v. 2 í herbergi, Posada Laguna hótel. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. $ími 562 4600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.