Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 60
UNIX vinnu- stöðvar og netþjónar rogtuifrliiftifeí OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HPVectraf* MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBLfSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tryggingasvikarar Grunur um aðild að bankaráni ÞRÍR menn, sem hafa verið í haldi lögreglu vegna gruns um trygg- ingasvik, með því að sviðsetja um- ferðarslys, eru nú yfirheyrðir vegna gruns um aðild að ráninu í útibúi Búnaðarbanka íslands við Vestur- götu mánudaginn 18. desember sl. Þrír vopnaðir grímuklæddir menn rændu útibú Búnaðarbank- ans. Einn ræningjanna beindi haglabyssuhlaupi að höfði gjald- kera, en engu skoti var hleypt af í ráninu. Talið er að ræningjamir hafi náð 1,5 milljónum króna. Sleppt og teknir á ný Fjórir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald nú í janúar vegna tryggingasvikanna, en tveimur þeirra var sleppt úr haldi á sunnu- dagskvöld. Á þriðjudag voru þessir tveir handteknir á nýjan leik, að þessu sinni vegna gruns um aðild að ráninu í Búnaðarbankanum. Þeir voru leiddir fyrir dómara og úr- skurðaðir í átta daga gæsluvarð- hald. Þriðji maðurinn, annar þeirra sem enn sat inni vegna trygginga- svikanna, er einnig talinn eiga aðild að ráninu. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að menn- irnir þrír, sem eru allir á þrítugs- aldri, væru yfirheyrðir vegna ráns- ins. -----♦ ♦ ♦---- 20 skýrslur í umferð- arátaki LÖGREGLAN á Húsavík gengst þessa dagana fyrir umferðarátaki og stöðvar bíla, sé eitthvað athuga- vert við búnað þeirra eða aksturslag ökumannanna. í gær voru gerðar skýrslur í 20 tilvikum þegar ökumenn voru stöðvaðir. Þegar um minniháttar aðfinnslur er að ræða, til dæmis vegna ljósabúnaðar, sleppa öku- menn yfirleitt með áminningu. Að nota ekki bílbelti leiðir hins vegar yfirleitt til kæru, að sögn lögreglu. Lokahönd á verkið Morgunblaðið/Árni Sæberg FYRSTA loðnan berst til nýrrar loðnubræðslu Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði í dag og hefst vinnsla í dag eða á morgun. Verksmiðjan hefur verið rúmt ár í byggingu og er fyrsta loðnu- bræðslan sem reist hefur verið hér á landi í áratugi. f gær var unnið að frágangi, meðal annars við að gera löndunardælur klár- ar fyrir fyrstu bátana. ■ Byrjar að rjúka/6 Atkvæðagreiðsla um aðild Rússlands að Evrópuráðinu Islenzka sendínefndin er klofin í afstöðu sinni SENDINEFND Alþingis á þingi Evrópuráðsins í Strassborg er klofin í afstöðu sinni til umsóknar Rússa um aðild að ráðinu. Þingið greiðir atkvæði um inngöngu Rússa í dag og eru úrslit atkvæðagreiðslunnar í óvissu. Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þau Lára Margrét Ragn- arsdóttir, formaður íslenzku sendi- nefndarinnar, og Tómas Ingi Olrich, telja að Rússar séu ekki undir aðild að Evrópuráðinu búnir. Þau telja að akilyrði Evrópuráðsins um frið, lýð- ræði og vemd mannréttinda hafi ekki verið uppfyllt af hálfu Rúss- lands. Þingmennirnir telja þó hugs- anlegt að gera málamiðlun, sem fælist í því að Rússland fengi aðild að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, telur hins vegar að mál séu á réttri leið í Rúss- landi og að Evrópuráðið eigi að hjálpa lýðræðisöflunum með því að hleypa Rússlandi í sínar raðir. Hjálmar Jónsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, er sama sinnis. Hann er varamaður í sendinefndinni og hefur ekki atkvæðisrétt í at- kvæðagreiðslunni í dag. Áhrif á viðræðurnar í Moskvu? Fleira en afstaða til lýðræðisþró- unar í Rússlandi kemur við sögu er íslenzku þingmennirnir gera upp hug sinn. Þannig hefur verið til umræðu í þeirra hópi hvaða áhrif afstaða íslendinga á þinginu í Strassborg hafi á viðræðurnar, sem nú standa yfir í Moskvu milli íslands, Rúss- lands og fleiri ríkja, um síldveiðar og þorskveiðar. Utanríkisráðuneytið, sem lagt hefur áherzlu á góð samskipti við Rússa að undanförnu, hefur ekki sent íslenzku þingmönnunum nein tilmæli um afstöðu þeirra í málinu, enda eru þeir eingöngu bundnir af samvizku sinni. Morgunblaðinu er þó kunnugt um að sendinefndin hef- ur ráðgast við ráðherra í ríkisstjórn- inni um stöðu málsins. ■ Hafa íslenzku/10 Röntgentæknar ekki til starfa fyrr en yfirlýsing um hugsanlega málsókn berst • •• Fresta umfjöll- un um samning STJÓRN Röntgentæknafélags ís- lands ákvað í gærkvöldi að fresta umfjöllun um samning röntgen- tækna á Landspítala við Ríkisspít- ala, þangað til yfirlýsing hafí bor- ist frá forsvarsmönnum Ríkisspít- ala um hvort þeir muni höfða mál á hendur félaginu, til að fá úr því skorið hvort segja megi upp hluta af ráðningarkjörum án þess að það teljist jafngilda uppsögn starfs- manjis. Röntgentæknarnir hefja ekki störf fyrr en samþykki stjóm- ar félagsins liggur fyrir. Jóna Gréta Einarsdóttir for- maður Röntgentæknafélags ís- lands segir stjómina líta alvarleg- um augum upplýsingar sem fram komu í frétt Morgunblaðsins í gær, og hafi fundurinn í gær- kvöldi nær alfarið snúist um þær. „Við höfum skilað inn bréfí til stjórnenda Ríkisspítala með ósk um að þeir svari þessari frétt, á þann hátt að ljóst sé hvort þeir ætli sér að hefja málsókn gegn röntgentæknum eða Röntgen- tæknafélaginu eða ekki. Þetta er stórmál og snýst ekki um hvort við myndum sigra eða tapa fyrir dómstólum, heldur myndi slíkur málarekstur kosta félagið mikið fé og tíma, þó svo að ég sé sann- færð um að félagið myndi bera sigur úr býtum. Við höfum einnig farið fram á að þeir sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis, að málsókn verði ekki hafin. Þessi samning- ur, sem undirritaður var af rönt- gentæknum á þriðjudagskvöld, verður ekki tekinn til umræðu fyrr en þessi mál eru útkljáð," segir hún. Jóna Gréta kvaðst hafa reynt að ná sambandi við marga for- svarsmenn Ríkisspítala í gær- kvöldi í þeim tilgangi að afla um- ræddrar yfirlýsingar, svo að hægt væri að ljúka fundi, en það hafi ekki tekist. Hún hafí ekki fengið upplýsingar um hvar athugun á möguleika á málsókn sé á vegi stödd. Bíður eftir svari „Þeir sem ég töluðu við sögðust ekki geta tekið ákvörðun í kvöld [gærkvöldi], enda vilja þeir senni- lega skoða málið betur og ræða sín á milli. Ég bíð eftir svari en þegar það kemur mun ég boða til stjórnarfundar," segir Jóna Gréta. Aðspurð um hvort það gæti haft áhrif á afstöðu stjórnar til samningsins, ákveði Ríkisspítalar að höfða mál á hendur félaginu, sagði Jóna Gréta það verða rætt ef og þegar þar að kemur. 12% hærri jólareikn- ingar JÓLAREIKNINGAR kredit- korthafa Visa og Eurocards, sem koma til greiðslu nú um mánaðamótin, eru 12% hærri en á sama tíma í fyrra. Úttekt- imar ná yfír tímabilið 7. desem- ber til 11. janúar og nema-.alls um 6,5 milljörðum króna sam- anborið við 5,8 milljarða í fyrra. í fyrra nam heildarvelta greiðslukortafyrirtækj anna 64,2 milljörðum. Visa ísland er með um 75,7% veltunnar en Kreditkort hf. með 24,3%. ■ Jólareikningar/Bl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.