Morgunblaðið - 25.01.1996, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 25.01.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 45 Tölvudagur Háskólans í dag TÖLVUDAGUR Háskólans verður haldinn í dag, fimmtudaginn 25. janúar, og er staðsett á 1. hæð í Odda. Sex fyrirtæki sýna hug- og vélbúnað á bestu hugsanlegu kjör- um fyrir stúdenta og aðra, sem eiga leið hjá. Fyrirtækin heita Aco hf., Einar J. Skúlason hf., Nýheiji hf., Boðeind hf., Apple-umboðið og Heimilistæki hf. Bóksala stúdenta verður með kynningu á tölvubókum. í tölvuveri í stofu 103 verður stöðugt samband við Alnetið. Morg- unblaðið og Strengur hf. kynna þar nýtt tilboð til handa stúdentum, um áskrift að gagnasafni Morgunblaðs- ins. Þar mun heimasíða Stúdenta- ráðs líta dagsins ljós kl.12 á hádegi en hún inniheldur alla þá þjónustu sem venjulega fer fram á skrifstof- unni m.a. húsnæðismiðlun, leigu- miðlun, barnagæslumiðlun, upplýs- ingar um starfsemi lánasjóðs o.m.fl. Tölvunarfræðinemar verða til stað- ar og þeir leiðbeina um helstu undir- stöðuatriði í gerð heimasíðu og kynna um leið námskeið sem að þeir eru að hleypa af stokkunum um það efni. Hádegisfundur í stofu 101 verður hádegisfundur sem að hefst kl. 12.15. Þar mæta Skúli Mogensen frá OZ hf., Lárus Ásgeirsson markaðsstjóri Marel hf. og Marinó G. Njálsson tölvunar- fræðingur. Yfirskriftin verður: „Hvað hafa íslendingar fram að færa til útflutnings á sviði hugbún- aðar?“ Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Stúdentaráðs. ■ SJÚKRANUDDSTOFA Hjör- dísar hóf nýlega starfsemi sína á Austurströnd 1, Selijarnarnesi. Boðið er upp á sjúkranudd, almennt nudd og slökunarnudd. Eigandi er Hjördís Þóra Jónsdóttir, löggiltur sjúkranuddari. Hjördís nam sjúkra- nudd í Canadian College of Massage and Hydrotherapy í Kanada og starfaði hún í Kanada að námi loknu. Hjördís hlaut löggildingu frá Heilbrigðisráðuneytinu 1993. Hún starfaði á Nuddstofu Reykjavíkur 1993-1994. Edinborgarfélagið með „Bums Supper“ EDINBORGARFÉLAGIÐ á íslandi heldur sinn 19. „Burns Supper“ í sal Veisluþjónustunnar Dúndur, Dugguvogi 12, laugardaginn 27. janúar nk. Samkoman hefst kl. 20 og lýkur kl. 2. Veislustjóri verður Súsanna Svavarsdóttir rithöfundur og ræðu- maður kvöldsins verður Guðni Guð- mundsson fyrrverandi rektor. Að vanda verður sungið undir stjórn Kristjáns Árnasonar. Allir sem dvalist hafa í lengri eða skemmri tíma í Skotlandi og aðrir sem áhuga hafa á skosk-íslenskum menningarsamskiptum eru vel- komnir með mökum sínum og gest- um. Aðgangseyrir er 2.000 kr. Þorragleði í Neskirkju EFNT verður til þorragleði í safnað- arheimilinu í Neskirkju laugardag- inn 27. janúar kl. 14. Fram verður borinn hefðbundinn þorramatur á hlaðborði, síldarréttir og heitt salt- kjöt. Bræðurnir Stefán Helgi, Steinar Matthías og Guðbjörn Már Kristins- synir leika á píanó, trompet og harmoniku. Hjónin Guðrún Péturs- dóttir, forstöðumaður Sjávarút- vegsstofnunar Háskóla Islands og Ólafur Hannibalsson, blaðamaður, flytja minni karla og kvenna. Nokk- ur pör frá samtökunum Komið og dansið sýna létta sveiflu. Sighvatur Jónasson marserar með nikkuna sína. Þá verður einnig mikill fjölda- söngur. Þátttaka tilkynnist kirkjuverði í síma 551 6783 milli kl. 16 og 18 og veitir hann allar nánari upplýs- ingar. Tóm&múmkólinn sími: 588 72 22 Barnabrek Vesturgötu 52 Akranesi Nú eru miklu meiri möguleikar á að þú getir sent miða í þáttinn og fengið tækifæri til að skafa af milljón Þú getur líka unnið milljónir strax Fjöldi aukavinninga dreginn út í þættinum Nýr leikur í þættinum þar sem krakkarnir skafa til sín leikföng. JAPISS Skafðu fyrst og horfðu svo!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.