Morgunblaðið - 25.01.1996, Side 22

Morgunblaðið - 25.01.1996, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR STARFSMENN Tojmuseet tóku enga áhættu þegar þeir tóku herklæði Friðriks VIII til hreinsunar. Söfnin hreinsuð Veruleiki o g sýndarveruleiki MIKIÐ hreinsunarátak er nú í gangi á Tajmuseet (Klæðasafn- inu) í Kaupmannahöfn þar sem í ljós hefur komið að um 5.000 safngripanna hafa verið úðaðir með DDT og methoxyklór til að koma í veg fyrir að þeir skemm- ist. Er fyrst og fremst um að ræða herklæði sem voru úðuð með þessum efnum á árunum 1955 til 1975 en efnin geta verið krabbameinsvaldandi. Fullyrt er að safngestir þurfi engar áhyggj- ur að hafa en ákveðið hafi verið að hreinsa munina til að draga úr hættunni fyrir þá sem unnið hafa á söfnum í lengri tíma og handfjatlað muni sem hafa verið meðhöndlaðir með hættulegum efnum. Nú eru safngripirnir yfir- leitt varðveittir við rétt hita- og rakastig. Að minnsta kosti einn starfs- maður safnsins hefur fundið fyr- ir lasieika í mörg ár, t.d. ógleði og svima. í kjölfar hreinsunar- átaksins í Tojmuseet hefur þess verið krafist að atvinnumálaráð- herrann, Jytte Hilden, hlutist til um það að rannsókn verði gerð á því hvernig ástatt sé í öðrum dönskum söfnum. KVIKMYNDIR Iláskólabíó „ VIRTUOSITY" ★ ★ Leikstjóri: Brett Leonard. Handrit: Eric Bernt. Framleiðandi: Gary Lucchesi. Aðalhlutverk: Denzel Was- hington, Kelly Lynch, Russell Crowe, William Forsythe og Louise Fletc- her. Paramount. 1995. „VIRTUOSITY“ heitir ný hasar- mynd Háskólabíós og er samsuða úr ýmsum áttum. Hún byggir á tækni og möguleikum sýndarveru- leikans, endursegir að nokkru sög- una um vísindamanninn Franken- stein og er dæmigerð formúlu- hasarmynd um lögguna sem hefur allt á móti sér en bjargar heiminum af ekkert síðri djörfung en James Bond. Myndin gerist á ótilgreindum tíma en líklega í nálægri framtíð þegar tekist hefur að þróa sýndar- veruleikann svo mjög að sneyða má af þetta orð sýndar og setja raun í staðinn. Nýjasta afrek vís- indanna er geðbilaður morðingi með alla verstu eiginleika óberma eins og Hitlers og Mansons. Hann er þó aðeins sýndarveruleiki, tölvu- mynd notuð til æfinga fyrir lög- reglumenn. En í sönnum anda allra B-mynda hefur vísindamaðurinn tekið slíku ástfóstri við afkvæmi sitt að hann gefur því frelsi og þar með gengur fjandinn laus í raun- veruleikanum. Myndin er alger fantasía og nýjasta afkvæmi tölvubrelludell- unnar í kvikmyndagerðinni. Leik- stjóranum Brett Leonard tekst að skapa þokkalega afþreyingarmynd með því að bræða saman raun- og sýndarveruleika. Russell Crowe leikur morðhundinn sem verður raunveruleg martröð og lætur ekk- ert halda aftur af sér í túlkun sinni eins og hann sé að reyna að ná sömu áhrifum og Jack Nicholson þegar hann lék Jókerinn í Batman. Hann er forritaður sem tölvuleikur og morð eru skemmtun. Með sýnd- arveruleika og tölvuleikjapersón- um verður ofbeldið, og það er tals- vert mikið af því í þessari mynd, ijarska fjarlægt áhorfandanum sem gerir hann næstum stikkfrí frá að taka afstöðu. Sömu lögmál gilda og í tölvuleikjum, ekkert er raunverulegt, allt er gaman. Og svo er keyrt á sprengingum, skot- bardögum og hávaðasömu rokki. Stjama myndarinnar, Denzel Washington, leikur lögreglumann- inn en fellur nokkuð í skuggann af kvikindinu. Hann er hasar- myndaklisja með þunga fortíðar á herðum en handritið eftir Eric Bernt er í raun lítið frumlegt form- úluverk og full léttvægt fyrir góðan leikara eins og Washington. Upp- byggingin er ekki flóknari en í hverjum öðrum tölvuleik. Með minni hlutverk fara William Fors- ythe og Louise Fletcher og þétta myndina. Arnaldur Indriðason Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Ámadóttir Berrössuð átánum TÓNLISTARDAGSKRÁIN Berrössuð á tánum verður flutt í Möguleikhúsinu við Hlemm laugar- daginn 27. janúar kl. 14. I kynningu segir: „Hér er á ferð- inni dagskrá með nýjum ljóðum, lögum og sögum sem tengjast veðri, árstíðum, dýrum, litum og ýmsu fleiru sem börn á aldrinum 2ja - 6 ára brjóta gjarna heilann um.“ Höfundar og flytjendur eru þau Anna Pálína Amadóttir og Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson, en dag- skrá þessi var sett saman með styrk frá Barnamenningarsjóði. Berrössuð á tánum var fmmflutt í nóvember síðastliðnum og hefur síðan verið flutt á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins verður um eina sýningu að ræða í Möguleikhúsinu að þessu sinni og hefst hún eins og fyrr seg- ir kl. 14. lómaframleiðendur og blómaverslanir óska íslenskum karlmönnum til hamningju með Bóndadaginn. Aldahvörf - saga sparísjóðs Dalasýslu SPARISJÓÐUR Dala- sýslu - Aldahvörf heitir nýútkomið rit undir ritstjórn Friðjóns Þórðarsonar, fyrrver- andi sýslumanns Dala: sýslu og ráðherra. í ritinu er fjallað um sögu sparisjóðsins og atvinnulífs í sýslunni frá stofnun hans. Sparisjóður Dala- sýslu var stofnaður árið 1891 og rekinn eins og hver annar sparisjóður til 1965 en þá tók Búnaðarbanki Islands við rekstrin- um. Varasjóður spari- sjóðsins var þó varðveittur áfram en nafni hans var síðar breytt. Heitir hann nú Menningar- og framfarasjóður Dalasýslu, Dala- sjóður, og eru reglulega veittir styrkir úr honum til héraðsmála. Efni ritsins einskorðast ekki við sögu sparisjóðsins og segir í for- mála að því sé ætlað að bregða nokkurri birtu á vissa þætti í sögu og lífsbaráttu íbúa Dalahéraðs á þessari öld. í ritinu er ritgerð eftir séra Ásgeir Ásgeirsson, fyrrver- andi prófast í Hvammi í Dölum, endurbirt óbreytt en þar er rakin saga sparisjóðsins á árunum 1891-1946 eða fyrstu 55 ár hans. Síðan rekur Friðjón Þórðarson söguna áfram og íjallar m.a. um aðdraganda þess að Búnaðarbankinn tók við rekstrinum og starfsemi bankaúti- búsins í Búðardal síð- an. Þá er einnig fjallað um starfsemi vara- sjóðsins, og síðar Menningar- og framfarasjóðs Dala- sýslu, Dalasjóðs. Menningar- og framfarasjóður Dalasýslu gefur ritið út og er það 105 blaðsíður að lengd. Fjölmargar myndir prýða það en þar eru einnig birtar skrár yfír framlög í sparisjóð- inn og Dalasjóð og styrki úr þeim, yfir þá ábyrgðarmenn sparisjóðsins frá upphafi, sem heimildir fínnast um, og stjómendur og starfsmenn sjóðsins. Þá er greint frá þeim sjóð- um, sem runnið hafa í Dalasjóð og skipulagsskrár þeirra birtar. Friðjón Þórðarson Rússneskir sérfræðingar skoða íkon í eigu Islendinga I TILEFNI af sýningu á íkonum frá Norður-Rússlandi, sem opnuð verð- ur í Listasafni íslands föstudaginn 26. janúar, eru hér staddir tveir sérfræðingar frá Listasafninu í Arkangelsk, þaðan sem sýningin kemur. Þessir sérfræðingar, Maya Mitkevich og Tatyana Koltsova, munu taka að sér að skoða og meta gömul rússnesk íkon í eigu íslendinga gegn vægu gjaldi. Sérfræðingarnir verða til staðar í fundarsal Listasafns íslands laug- ardaginn 27. janúar milli kl. 12 og 16. „Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá mörgu íslendinga sem eignast hafa íkon á undanförnum árum að fá upplýsingar um uppruna þeirra og myndefni," segir í kynningu. í l i f. í > l I i I I t I I i I I I í [ l I í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.