Morgunblaðið - 26.01.1996, Page 1

Morgunblaðið - 26.01.1996, Page 1
21. TBL. 84. ÁRG. Iðnjöfur tekur við af Tsjúbaís Moskvu, London. Reuter. VLADÍMÍR Kadanníkov, einn af helstu iðnjöfrum Rússlands, var í gær tilnefndur eftirmaður Ana- tolíjs Tsjúbaís sem aðstoðarforsæt- isráðherra og fer með efnahagsmál innan stjórnarinnar. Kadanníkov er 54 ára og hefur verið forstjóri stærsta bílafyrir- tækis Rússlands, AvtoVAZ, frá árinu 1988 en það framleiðir Lada- bíla. Tilnefning hans vakti litla hrifningu meðal fréttaskýrenda. Nokkrir þeirra sögðu að hann kynni að reyna að hægja á efna- hagsumbótum til að vernda rúss- nesk stórfyrirtæki en þeir töldu að honum yrði ekki mjög ágengt í því þar sem efnahagsstefnan væri nú í nokkuð föstum skorðum. AvtoVAZ er á meðal tíu stærstu framleiðslufyrirtækja Rússlands. Undir stjórn Kadanníkovs hafði fyrirtækið metnaðarfull áform um að hasla sér völl á alþjóðlega bíla- markaðnum fyrir alvöru en af þeim varð ekki og fyrirtækið hefur ekki sett nýja bílgerð á markað frá ár- inu 1990. Fyrirtækið hefur einnig átt undir högg að sækja heima fyrir og knúið fram verndartolla vegna aukinnar samkeppni er- lendra bílaframleiðenda. Það hefur átt í erfiðleikum með að greiða starfsmönnunum laun. Vladímir Kadanníkov 100 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 FOSTUDAGUR 26. JANUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter VLADÍMÍR Zhírínovskíj, helsti leiðtogi öfgafullra þjóðernissinna á rússneska þinginu, ávarpar Evrópuráðið í gær. Sagðist Zhírínovskíj myndu verða fulltrúunum þakkiátur ef þeir felldu aðild- ina; það myndi koma sér afar vel í næstu þingkosningum. „Þetta er siæmt fyrir mig,“ sagði hann er niðurstaðan var ljós. „Eg er ekki ánægður, þetta mun hjálpa Jeltsín“. Furðuhlut- ir á ferð? Hargeisa í Sómalíu. Reuter. STJÓRNVÖLD í Sómalilandi vilja að ríki heims láti kanna hvort tvær öflugar sprenging- ar yfir suð-austurhluta lands- ins í desember hafi átt rætur að rekja til svonefndra „fljúg- andi furðuhluta". Fullyrt er í opinberri skýrslu að sprengingarnar hafi valdið ýmsum sjúkdómum hjá fólki, sumir hafi hóstað mikið, feng- ið niðurgang, öndunarerfið- leika og höfuðverk. Dýr hafi hagað sér furðulega, rásað um og sum verið afar veikburða. Skýrsluhöfundar telja að auk furðuhlutanna sé hugsan- legt að um kjarnorkusprengju hafi verið að ræða, hluti úr jarðneskum gervihnetti eða eldflaug utan úr geimnum hafi sprungið yfir svæðinu, loftsteinn hafí lent þar eða flugvél farið í gegnum hljóð- múrinn. Ekkert brak fannst. Aðild Rússa að Evrópu- ráðinu sigur fyrir Jeltsín Strassborg, Moskvu. Reuter. EVROPURAÐIÐ samþykkti í gær með 164 atkvæðum gegn 35 að veita Rússlandi aðild að ráðinu. 15 fulltrúar sátu hjá en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að aðildin hlyti samþykki. Ákvörðun í málinu var frestað í fyrra vegna Tsjetsjníju- stríðsins og í umræðum í gær gagn- rýndu margir fulltrúar harðlega ýmis mannréttindabrot rússneskra stjórnvalda og stríð þeirra í Kákas- ushéraðinu. „Við berum mikið traust til ykkar og væntum mikilar vinnu af ykk- ur,“ sagði Leni Fischer, forseti ráðs- ins, er hún ávarpaði rússnesku gestanefndina eftir að hafa skýrt frá úrslitunum. Evrópuráðið, sem 38 riki eiga aðild að, var stofnað 1949 til að efla lýðræði og mann- réttindi í álfunni. Er niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar mikill sigur fyr- ir Borís Jeltsín Rússlandsforseta og stjórn hans er sótti um aðild 1992. Vladímír Lúkín, einn af frammá- mönnum umbótaflokksins Jabloko i Rússlandi, var í forystu fyrir gestanefndinni er fékk að ávarpa ráðið. Lúkín fagnaði ákaft niður- stöðunni. „Rússland er Evrópuríki og þess vegna er það hlutverk okk- ar að 'nálgast ykkur með okkar eig- in menningu," sagði hann. Vytautas Landsbergis, fyrrver- andi forseti Litháens, taldi Evrópu- ráðið fórna mikilvægum grundvall- arhugmyndum með samþykkt og sat hjá. Leiðtogi rússneskra komm- únista, Gennadí Zjúganov, hvatti Evrópuráðið til að samþykkja aðild- ina, neitun myndi efla „þá sem vilja stríð, þjóðernissinna og öfgamenn". Verða að afnema dauðarefsingu Aðild Rússlands að Evrópuráðinu merkir m.a. að ríkið verður að stað- festa innan árs samninga Evrópu- ríkjanna um að vernda beri mann- réttindi, tryggja réttindi þjóðar- brota og banna með öllu pyntingar. Lúkín virtist efast um að ákvæði um afnám dauðarefsingar þegar í stað yrði framfylgt, gaf í skyn að um leiðbeinandi reglur væri að ræða. „Eru þær í samræmi við heil- brigða skynsemi og raunverulegar aðstæður okkar?“ sagði hann á blaðamannafundi. Mannréttinda- frömuðurinn Sergej Kovaljov sagð- ist vera á báðum áttum vegna nið- urstöðunnar, hann efaðist um að liðsmenn Evrópuráðsins hefðu gert sér grein fyrir ábyrgð sinni. Jeltsín hét því á fundi með stúd- entum í Moskvu í gærmorgun að áfram yrði haldið á umbótabraut- inni þótt mannaskipti hefðu orðið í ríkisstjórninni. „Þær [umbæturnar] eru mikilvægasti hluti stefnu minnar sem forseti og því mun ég ekki breyta." Forsetinn viðurkenndi þó að hafa orðið að hnika til stefn- unni vegna sigurs kommúnista í þingkosningum í desember og gaf í skyn að hægar yrði farið í sakirn- ar í að umbylta samfélaginu. ■ íslenska nefndin klofnaði/4 Flóttafólk um neyðina í Norður-Kóreu Hermenn óttast hunmirdauða Seoul, Genf. Reuter. FLÓTTAMENN frá Norður-Kóreu sögðu í gær, að hungursneyðin í \ landinu væri svo alvarleg, að marg- ir hermenn vonuðu, að stríð brytist f út og teldu það betra en að veslast upp vegna matarskorts. Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmán- inn ætla að skora á aðildarfélögin að koma N-Kóreu til hjálpar. „Ef ástandið í Norður-Kóreu breytist ekkert á næstu mánuðum mun það leiða til uppþota eða mik- illa átaka,“ sagði Choe Kwang- hyok, n-kóreskur hermaður, sem flúði til Suður-Kóreu í síðasta mán- uði. „N-kóreskir hermenn vona, að stríð bijótist út vegna þess, að þeir ðttast hvort sem er að deyja úr hungri," sagði Choe. Lee Soon-ok, sem flúði yfir til Kína ásamt syni sínum 1994 og komst þaðan til S-Kóreu í síðasta mánuði, sagði á sama blaðamanna- fundi, að hún hefði séð hungraða fanga éta for. „Þegar konur í hópi fanganna ólu börn, kyrktu fanga- verðirnir þau að mæðrum þeirra ásjáandi," sagði hún. Reuter Höfundur aðskilnaðar- stefnu á braut STARFSMENN þinghússins í Höfðaborg í Suður-Afríku fjar- lægðu í gær bijóstmynd af Hend- rik Verwoerd, fyrrverandi for- sætisráðherra, úr þingsalnum. Verwoerd var forsætisráðherra snemma á sjöunda áratugnum en var myrtur. Hann var talinn helsti höfundur aðskilnaðar- stefnunnar, apartheid, sem var mótuð skömmu eftir seinni heimsstyrjöld. Með stefnunni átti að koma í veg fyrir náin sam- skipti kynþáttanna og valdatöku svarta meirihiutans. Ætlunin er að fjarlægja ýmis önnur tákn um apartheid sem enn eru í salnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.