Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 1
21. TBL. 84. ÁRG. Iðnjöfur tekur við af Tsjúbaís Moskvu, London. Reuter. VLADÍMÍR Kadanníkov, einn af helstu iðnjöfrum Rússlands, var í gær tilnefndur eftirmaður Ana- tolíjs Tsjúbaís sem aðstoðarforsæt- isráðherra og fer með efnahagsmál innan stjórnarinnar. Kadanníkov er 54 ára og hefur verið forstjóri stærsta bílafyrir- tækis Rússlands, AvtoVAZ, frá árinu 1988 en það framleiðir Lada- bíla. Tilnefning hans vakti litla hrifningu meðal fréttaskýrenda. Nokkrir þeirra sögðu að hann kynni að reyna að hægja á efna- hagsumbótum til að vernda rúss- nesk stórfyrirtæki en þeir töldu að honum yrði ekki mjög ágengt í því þar sem efnahagsstefnan væri nú í nokkuð föstum skorðum. AvtoVAZ er á meðal tíu stærstu framleiðslufyrirtækja Rússlands. Undir stjórn Kadanníkovs hafði fyrirtækið metnaðarfull áform um að hasla sér völl á alþjóðlega bíla- markaðnum fyrir alvöru en af þeim varð ekki og fyrirtækið hefur ekki sett nýja bílgerð á markað frá ár- inu 1990. Fyrirtækið hefur einnig átt undir högg að sækja heima fyrir og knúið fram verndartolla vegna aukinnar samkeppni er- lendra bílaframleiðenda. Það hefur átt í erfiðleikum með að greiða starfsmönnunum laun. Vladímir Kadanníkov 100 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 FOSTUDAGUR 26. JANUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter VLADÍMÍR Zhírínovskíj, helsti leiðtogi öfgafullra þjóðernissinna á rússneska þinginu, ávarpar Evrópuráðið í gær. Sagðist Zhírínovskíj myndu verða fulltrúunum þakkiátur ef þeir felldu aðild- ina; það myndi koma sér afar vel í næstu þingkosningum. „Þetta er siæmt fyrir mig,“ sagði hann er niðurstaðan var ljós. „Eg er ekki ánægður, þetta mun hjálpa Jeltsín“. Furðuhlut- ir á ferð? Hargeisa í Sómalíu. Reuter. STJÓRNVÖLD í Sómalilandi vilja að ríki heims láti kanna hvort tvær öflugar sprenging- ar yfir suð-austurhluta lands- ins í desember hafi átt rætur að rekja til svonefndra „fljúg- andi furðuhluta". Fullyrt er í opinberri skýrslu að sprengingarnar hafi valdið ýmsum sjúkdómum hjá fólki, sumir hafi hóstað mikið, feng- ið niðurgang, öndunarerfið- leika og höfuðverk. Dýr hafi hagað sér furðulega, rásað um og sum verið afar veikburða. Skýrsluhöfundar telja að auk furðuhlutanna sé hugsan- legt að um kjarnorkusprengju hafi verið að ræða, hluti úr jarðneskum gervihnetti eða eldflaug utan úr geimnum hafi sprungið yfir svæðinu, loftsteinn hafí lent þar eða flugvél farið í gegnum hljóð- múrinn. Ekkert brak fannst. Aðild Rússa að Evrópu- ráðinu sigur fyrir Jeltsín Strassborg, Moskvu. Reuter. EVROPURAÐIÐ samþykkti í gær með 164 atkvæðum gegn 35 að veita Rússlandi aðild að ráðinu. 15 fulltrúar sátu hjá en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að aðildin hlyti samþykki. Ákvörðun í málinu var frestað í fyrra vegna Tsjetsjníju- stríðsins og í umræðum í gær gagn- rýndu margir fulltrúar harðlega ýmis mannréttindabrot rússneskra stjórnvalda og stríð þeirra í Kákas- ushéraðinu. „Við berum mikið traust til ykkar og væntum mikilar vinnu af ykk- ur,“ sagði Leni Fischer, forseti ráðs- ins, er hún ávarpaði rússnesku gestanefndina eftir að hafa skýrt frá úrslitunum. Evrópuráðið, sem 38 riki eiga aðild að, var stofnað 1949 til að efla lýðræði og mann- réttindi í álfunni. Er niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar mikill sigur fyr- ir Borís Jeltsín Rússlandsforseta og stjórn hans er sótti um aðild 1992. Vladímír Lúkín, einn af frammá- mönnum umbótaflokksins Jabloko i Rússlandi, var í forystu fyrir gestanefndinni er fékk að ávarpa ráðið. Lúkín fagnaði ákaft niður- stöðunni. „Rússland er Evrópuríki og þess vegna er það hlutverk okk- ar að 'nálgast ykkur með okkar eig- in menningu," sagði hann. Vytautas Landsbergis, fyrrver- andi forseti Litháens, taldi Evrópu- ráðið fórna mikilvægum grundvall- arhugmyndum með samþykkt og sat hjá. Leiðtogi rússneskra komm- únista, Gennadí Zjúganov, hvatti Evrópuráðið til að samþykkja aðild- ina, neitun myndi efla „þá sem vilja stríð, þjóðernissinna og öfgamenn". Verða að afnema dauðarefsingu Aðild Rússlands að Evrópuráðinu merkir m.a. að ríkið verður að stað- festa innan árs samninga Evrópu- ríkjanna um að vernda beri mann- réttindi, tryggja réttindi þjóðar- brota og banna með öllu pyntingar. Lúkín virtist efast um að ákvæði um afnám dauðarefsingar þegar í stað yrði framfylgt, gaf í skyn að um leiðbeinandi reglur væri að ræða. „Eru þær í samræmi við heil- brigða skynsemi og raunverulegar aðstæður okkar?“ sagði hann á blaðamannafundi. Mannréttinda- frömuðurinn Sergej Kovaljov sagð- ist vera á báðum áttum vegna nið- urstöðunnar, hann efaðist um að liðsmenn Evrópuráðsins hefðu gert sér grein fyrir ábyrgð sinni. Jeltsín hét því á fundi með stúd- entum í Moskvu í gærmorgun að áfram yrði haldið á umbótabraut- inni þótt mannaskipti hefðu orðið í ríkisstjórninni. „Þær [umbæturnar] eru mikilvægasti hluti stefnu minnar sem forseti og því mun ég ekki breyta." Forsetinn viðurkenndi þó að hafa orðið að hnika til stefn- unni vegna sigurs kommúnista í þingkosningum í desember og gaf í skyn að hægar yrði farið í sakirn- ar í að umbylta samfélaginu. ■ íslenska nefndin klofnaði/4 Flóttafólk um neyðina í Norður-Kóreu Hermenn óttast hunmirdauða Seoul, Genf. Reuter. FLÓTTAMENN frá Norður-Kóreu sögðu í gær, að hungursneyðin í \ landinu væri svo alvarleg, að marg- ir hermenn vonuðu, að stríð brytist f út og teldu það betra en að veslast upp vegna matarskorts. Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmán- inn ætla að skora á aðildarfélögin að koma N-Kóreu til hjálpar. „Ef ástandið í Norður-Kóreu breytist ekkert á næstu mánuðum mun það leiða til uppþota eða mik- illa átaka,“ sagði Choe Kwang- hyok, n-kóreskur hermaður, sem flúði til Suður-Kóreu í síðasta mán- uði. „N-kóreskir hermenn vona, að stríð bijótist út vegna þess, að þeir ðttast hvort sem er að deyja úr hungri," sagði Choe. Lee Soon-ok, sem flúði yfir til Kína ásamt syni sínum 1994 og komst þaðan til S-Kóreu í síðasta mánuði, sagði á sama blaðamanna- fundi, að hún hefði séð hungraða fanga éta for. „Þegar konur í hópi fanganna ólu börn, kyrktu fanga- verðirnir þau að mæðrum þeirra ásjáandi," sagði hún. Reuter Höfundur aðskilnaðar- stefnu á braut STARFSMENN þinghússins í Höfðaborg í Suður-Afríku fjar- lægðu í gær bijóstmynd af Hend- rik Verwoerd, fyrrverandi for- sætisráðherra, úr þingsalnum. Verwoerd var forsætisráðherra snemma á sjöunda áratugnum en var myrtur. Hann var talinn helsti höfundur aðskilnaðar- stefnunnar, apartheid, sem var mótuð skömmu eftir seinni heimsstyrjöld. Með stefnunni átti að koma í veg fyrir náin sam- skipti kynþáttanna og valdatöku svarta meirihiutans. Ætlunin er að fjarlægja ýmis önnur tákn um apartheid sem enn eru í salnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.