Morgunblaðið - 26.01.1996, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ
6 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996
FRÉTTIR
Ognaði
afgreiðslu-
stúlku með
Snjóleysið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum hefur slegið fyrri met
Morgunblaðið/Þorkell
ÞORSTEINN Hjaltason, fólkvangsvörður í Bláfjöllum,
hefur starfað á svæðinu í átján ár.
Þeir fyrstu fá að
renna sér um helgina
m.
\/\ I
/
STARFSMENN hafa í ýmsu að snúast þótt fáir hafi lagt leið
sína á skíðasvæðið í vetur. Hér er verið að bijóta ís af vírnum
í stólalyftunni.
LANGÞRÁÐUR snjór féll í Blá-
fjöll í gær. Starfsmenn tróðu
hann jafnóðum með stórvirkum
troðurum svo hann fjúki ekki ef
frystir og hvessir. Þorsteinn
Hjaltason fólksvangsvörður seg-
ir að ekki hafi fyrr verið svo
lengi snjólétt í Bláfjöllum frá því
að menn hófu að iðka skíðaíþrótt-
ir þar.
Þrátt fyrir snjóleysið tapast
ekki miklar tekjur, að sögn Þor-
steins, því janúar sé jafnan rysj-
óttur og fáir dagar sem nýtist
til skíðaiðkana og útiveru. Um
miðjan dag í gær var kominn 12
sentimetra jafnfallinn snjór i Blá-
fjöllum og Þorsteinn sagði að
skíðasvæðið yrði líklega opið um
helgina, en sennilega aðeins fyrir
æfingar keppnismanna fyrst um
sinn.
Tólf sveitarfélög standa að
Bláfjallanefnd sem fer með
skipulag á svæðinu en reksturinn
er í höndum Iþrótta- og tóm-
stundaráðs. Þorsteinn og félagar
hafa umsjón með öllum lyftum á
svæðinu, ellefu talsins, en flutn-
ingsgeta þeirra er 8 þúsund
manns á dag. Á bilinu 70-100
þúsund manns koma í Bláfjöll á
hveiju ári. íþróttafélögin sem
eiga skiðaskála á svæðinu verða
líklega fyrir tekjutapi vegna þess
að ekki hefur verið skíðakennsla
og útleiga á skíðaskálum, en Blá-
fjallanefnd sér um rekstur á lyft-
um á þeirra svæðum. Þá er hún
í samstarfi við ÍR og Víking sem
eiga skíðasvæði í Hamragili.
Mars og apríl eru
skíðamánuðirnir
Ómar Einarsson, fram-
kvæmdastjóri íþrótta- og tóm-
stundaráðs, segir að tekjutap og
minni útgjöld haldist í hendur
þegar svona stendur á í Bláfjöll-
um. „Það eru færri starfsmenn
í vinnu, minni snjómokstur og
snjóruðningur og við höldum að
okkur höndum varðandi ráðning-
ar á aukastarfsfólki. Við erum
nú ekki farnir að örvænta. Fyrir
nokkrum árum opnuðum við 7.
nóvember og sá vetur reyndist
ein versta vertíðin. Það var næg-
ur snjór, en alltaf vitlaust veð-
ur,“ sagði Ómar.
Þorsteinn Hjaltason sagði að
svæðið hefði aldrei verið opnað
svo seint. í kringum 1984 hefði
það ekki verið opnað fyrr en 21.
janúar en nú væri það met fallið.
„í hittifyrra opnuðum við 7.
nóvember og svo er opnað alls
staðar þar á milli. Það má þó
geta þess að þó við opnum fyrir
jól er svæðið lítið sótt þá og yfir-
leitt rysjótt tíðarfar. í janúar er
oft rysjótt og þá erum við yfir-
leitt að beijast við að undirbúa
fyrir besta tímann, í mars og
apríl. Reyndar var janúar besti
mánuðurinn í fyrra en það er
undantekning. Mars og april eru
skíðamánuðirnir,“ sagði Þor-
steinn.
Skíðavörur seljast illa
Þorsteinn sagði að það væru
ekki einvörðungu íslendingar
sem kæmust ekki á skíði núna
því snjólaust væri í Evrópu og í
Bandarikjunum, eftir asahláku
víða. „Það er eitthvert annað
mynstur í veðurfari núna en oft
áður. Það er þó enginn sem seg-
ir að þetta hafi aldrei gerst
áður.“
Þorsteinn sagði að nú yrði
bara að bíða og sjá hvernig veðr-
ið yrði frá febrúarbyijun og út
apríl. „Skólabörn sækja hingað
yfirleitt ekki fyrr en í febrúar."
Halldór Hreinsson, verslunar-
stjóri í Skátabúðinni, sagði að
aldrei hefði jafnlítið selst af
skíðavörum og núna. „Við seljum
bara gönguskó og hluti sem jafn-
an er litil eftirspurn eftir á þess-
um árstíma. Við höfum aldrei
selt jafnmikið af regnfatnaði í
janúar, því það eru allir úti að
ganga eða hlaupa. En ég á von
á þvi að skíðasalan hefjist eftir
helgi. Við huggum okkur við það
að þetta er sýnu verra í Evrópu.
Frakkar þurfa að fara meira en
60 ár aftur í tímann til þess að
fá samjöfnuð við snjóleysið núna
í frönsku Ölpunum," sagði Hall-
dór.
hnífi
AFGREIÐSLUSTÚLKU verslunar-
innar Nóatúns við Rofabæ var síð-
degis í gær ógnað með hnífi af
manni sem hafði verið staðinn að
því að hnupla matvöru.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu brást maðurinn við með þess-
um hætti þegar honum varð ljóst
að starfsfólk verslunarinnar var að
gera lögreglu viðvart um að hann
væri að stela og einn starfsmaður
reyndi að koma í veg fyrir að hann
kæmist út. Það var þá sem maður-
inn greip hníf úr búðarhillu, reif
íiann úr pakkningunni, ógnaði kon-
unni og ruddi sér þannig leið út.
Úti fyrir beið annar maður í bíl
og höfðu mennirnir sig á brott á
bílnum. Starfsfólkið náði bílnúmer-
inu og lét lögreglu vita.
Lögregla telur sig vita hver mað-
urinn, sem ógnaði konunni, er en
hann hefur áður komið við sögu
hjá lögreglu vegna búðahnupls. !
Hann hafði ekki verið handtekinn,
síðast þegar fréttist.
-----»*-------
Togarinn Mainz
í Cuxhaven
Slökkvistarfi
lauk í gær
SLÖKKVISTARFI í togaranum
Mainz, sem er í eigu DFFU í Cux-
haven, lauk ekki fyrr en um hádeg-
isbilið í gær, en eldur kviknaði í
togaranum klukkan 8 sl. þriðju-
dagskvöld.
Enn hefur ekki fengist yfirsýn
yfir það tjón sem orðið hefur, en
að sögn Finnboga Baldvinssonar,
framkvæmdastjóra DFFU, er ljóst
að tjónið er gríðarlega mikið.
Togarinn var að fullu tryggður
og kvótalaus. „Auðvitað hefur það
áhrif á rekstur fyrirtækisins að
missa skip í einhvem tíma,“ segir
Finnbogi. „Þau markmið sem við
höfum sett okkur munu þó ekki
breytast."
Hafnarfjörður
Þrír virtu
tóbaks-
varnalög
ÆSKULÝÐS- og tómstunda-
ráð Hafnarfjarðar kannaði fyrir
skömmu hvort verslanir þar í
bæ, sem selja tóbak, virtu bann
tóbaksvarnalaga við sölu á tób-
aki til barna undir 16 ára aldri.
Af 29 sölustöðum voru aðeins
þrír, sem neituðu að selja 14
ára unglingi tóbak.
í frétt frá ÆTH kemur fram,
að 14 ára unglingur hafi farið
í fylgd tveggja starfsmanna
félagsmiðstöðvarinnar Vitans á
alla staði í Hafnarfirði sem selja
tóbak, alls 29. Þrír staðir, Sölu-
tuminn Reykjavíkurvegi 3,
Nesti Reykjavíkurvegi 54 og
Verslun 10-11 í Miðbæ, hafi
neitað að selja drengnum tób-
ak. 4-5 staðir til viðbótar hafi
neitað í fyrstu og jafnvel beðið
um nafnskírteini, en gefið sig
fyrir einföldum rökum kaup-
andans. „Þetta þýðir með öðr-
um orðum að í 89,7% tilfella
var bann við sölu á tóbaki til
yngri en 16 ára virt að vett-
ugi,“ segir í fréttinni.
Kostir við að selja á stofn matvæla- og sj'ávarútvegsgarð kynntir
Bygging fynr stofnunina
myndi kosta 480 milljónir
HASKÓLI íslands og Reykjavíkurborg hafa á
undanförnum vikum kannað kosti þess að setja
á stofn „matvæla- og sjávarútvegsgarð" í þeim
tilgangi að efla rannsóknir, kennslu, þróunar-
starf og þjónustu í þágu matvælaiðnaðar og sjáv-
arútvegs. Skýrsla sem inniheldur athugun á
þörf o g kostum slíkrar stofnunar var kynnt í gær.
í henni er gert ráð fyrir að 190 manns geti
verið að störfum samtímis í slíkri stofnun, þar
af um 40 starfsmenn og 150 nemendur. Hug-
mynd er uppi um að reisa byggingu við hlið
Sjávarútvegshússins á Skúlagötu 4, sem hýsa
myndi stofnunina auk þess að vera samtengd
fyrrííéfndu húsi, og er áætlaður byggingarkostn-
aður 480 milljónir króna.
Samvinna ríkis og borgar skilyrði
Auk rannsókna- og kennslurýmis er gert ráð
fyrir að fyrirtæki alls staðar af landinu gætu
leigt aðstöðu tímabundið í garðinum og fengið
aðstoð við þróun á ferlum og tækjum, við lausn-
ir sértækra vandamála í framleiðslu og markaðs-
setingu. Þörf á rými er metin vera um 4.500
fermetrar brúttó.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir
ljóst að þessari framkvæmd verði ekki hleypt
af stokkunum nema með góðri samvinnu ríkis-
valds og Reykjavíkurborgar, og með það í huga
sé skýrsla um kosti slíkrar stofnunar lögð fram
til kynningar þeim aðilum sem þyrftu að koma
að málinu.
Háskólinn og Reykjavíkurborg fengu Verk-
fræðistofu Stefáns Olafssonar ti! að gera úttekt
á þessar hugmynd, sem fæli í sér könnun á
rekstri slíkra garða erlendis og viðhorf og undir-
tektir fyrirtækja og stofnana í Reykjavík. í
skýrslu fyrirtækisins kemur fram að meðál þeirra
36 fyrirtækja sem rætt var við í matvælaiðnaði
á höfuðborgarsvæðinu, sé það tvímælalaust talið
iðnaðinum til framdráttar að tengja saman rann-
sóknir, háskólakennslu og þjónustu á sviði mat-
vælaiðnaðar og sjávarútvegs. Meirihluti þeirra
leitar nú þegar til rannsóknastofnana atvinnu-
veganna um þjónustu og rannsóknir. Fyrirtækin
bentu hins vegar á að núverandi aðstaða stofnan-
anna sé takmarkandi þáttur í samstarfi um vöru-
þróunarverkefni.
Leigutekjur greiða ekki kostnað
Háskóli íslands hefur á undanförnum 20 árum
útskrifað 130 matvælafræðinga og sinnt fjöl-
mörgum greinum sjávarútvegs innan ýmissa
deilda skólans. Sveibjörn Björnsson háskólarekt-
or segir í inngangi skýrslunnar að þegar tölur
um byggingarkostnað sjávarútvegs- og mat-
vælagarðs séu skoðaðar, verði að hafa í huga
að ekki sé um frumfjárfestingu að ræða, heldur
myndi stofnunin leysa af hólmi þá aðstöðu sem
Háskólinn leigir undir þessa starfsemi, auk þess
að mæta framtíðarþörfum matvæla- og sjávarút-
vegsgreina við Háskólann.
Ennfremur myndu skapast möguleikar á að
taka í notkun og samnýta tækjakost þann sem
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins ræður yfir en
hefur ekki haft húsrúm fyrir til þessa. í ofaná-
lag gera skýrsluhöfundar ráð fyrir þeim mögu-
leika að Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna
verði til húsa hérlendis, sem sæmilegar líkur eru
taldar á, og að honum verði fundinn staður í
matvæla- og sjávarútvegsgarði.
Sveinbjörn segir þó ljóst að kostnaði við upp-
byggingu matvæla- og sjávarútvegsgarðs verði
ekki hægt að mæta með leigutekjum einum sam-
an. Stofnframlag sé nauðsynlegt og eru settar
fram tvær tillögur í skýrslunni þar að lútandi,
annars vegar að stofnframlag verði 60% af bygg-
ingarkostnaði eða um 300 milljónir króna og
hins vegar 40%, eða um 200 milljónir króna.