Morgunblaðið - 26.01.1996, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Samninjfaviðræáur um kvéta igienzkra akipa I Barentshafi i qjAlfheldu
Af hverju ert þú með svona stóran munn amma mín?
Reglur um hámarksvexti
líftryggingasamninga
í KJÖLFAR þess að auglýsingar hafa
að undanfömu birst í fjölmiðlum frá
seljendum svokallaðra söfnunarlíf-
trygginga hefur Vátryggingaeftirlitið
vakið athygli á nýlegri reglugerð um
leyfilega hámarksvexti í slíkum
tryggingasamningum. Sala trygginga
af þessu tagi hefur aukist að undan-
fömu með tilkomu vátryggingafélaga
inn á íslenska markaðinn.
Hinn 31. október síðastliðinn tók
giídi reglugerð um hámarksvexti í líf-
tryggingasamningum í íslenskum
krónum. Samkvæmt reglugerðinni er
líftryggingafélögum sem hafa starfs-
leyfi hér á landi heimilt að gefa lof-
orð um vexti í líftryggingasamningum
í íslenskum krónum að hámarki 3%
til viðbótar verðtryggingu, og að há-
marki 4,5% í óverðtryggðum líftrygg-
ingasamningum. Þegar gildistími líf-
tryggingasamnings í íslenskum krón-
um er átta ár eða skemmri og ið-
gjald er greitt í eitt skipti fýrir öll
mega loforð um vexti þó hæst nema
5,5% til viðbótar verðtryggingu og
7% í óverðtryggðum líftrygginga-
samningum.
Rúrik Vatnarsson hjá Vátrygg-
ingaeftirlitinu sagði í samtali við
Morgunblaðið að í umræðu um þessa
tryggingagrein að undanfömu hefði
stundum mátt halda að verið væri
að lofa mjög hárri ávöxtun, og því
þótt ástæða til að benda fólki á gild-
andi reglugerð.
Erlendar reglur gilda
um erlenda sjóði
Rúrik sagði að sumir líftrygginga-
samninganna sem seldir væru hér
væru reyndar í erlendri mynt, þ.e.
iðgjaldið væri greitt væri með íslensk-
um krónum, en viðmiðunin væri þá
þeir erlendu sjóðir sem greitt væri
úr og giltu þá reglur um hámarks-
ávöxtun í viðkomandi landi.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
LOMAN-hænuungar í útungunarstðð Nesbús.
Þýskar Loman-hænur í eggjaframleiðslu
Vogum. Morgunblaðið.
Á NÆSTU mánuðum munu tvö
stór eggjaframleiðslufyrirtæki,
Vallá og Nesbú, hefja framleiðslu
eggja með nýjum hænsnastofni
sem heitir Loman og er upprunn-
inn frá Þýskalandi en er fluttur
hingað frá Noregi.
Að sögn Sigurðar Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra Nesbús, eru
Loman-hænurhar betri fram-
leiðsludýr en þær sem hafa verið
notaðar hingað til.
I maí í fyrra voru flutt inn egg
af þessum stofni og fóru þau að
Hvanneyri í einangrun í 13 vikur.
Síðan voru ungar úr eggjunum í
uppeldi í 13 vikur þar til þeir fóru
að verpa. Þannig hefur verið búinn
til stofn sem hefur orpið eggjum
sem fóru til útungunar og 28. des-
ember sl. voru fyrstu eggin frá
stofnfughinum sett í útungun í út-
ungunarstöð Nesbús. 18. janúar sl.
komu fyrstu ungarnir úr eggjun-
um. Það líða svo 5 mánuðir þar til
fuglamir fara að verpa.
Það verður því liðið rúmt ár frá
því eggin voru flutt inn og þar til
hænurnar fara að verpa eggjum
fyrir almennan markað.
„iMotendur og njótendur" háiendisins
Lítið fengið að
fylgjast með
Fridrik Stefán
Haildórsson
FRIÐRIK Halldórs-
son er formaður
Ferðaklúbbsins
4x4, en í honum eru um
1.000 áhugamenn um
ferðalög innanlands á
bifreiðum, yfirleitt jepp-
um, sem hafa drif á öllum
hjólum. Þeir hafa sér-
stakt dálæti á því að ferð-
ast um miðhálendi ís-
lands og því vilja þeir
leggja orð í belg þegar
hálendið er skipulagt til
framtíðar.
Fyrir nokkru var frá
því greint í Mörgunblað-
inu að Skipulag ríkisins
hefði birt fyrstu drög að
skipulagi miðhálendisins
sem unnin hafa verjð af
landslagsarkítektastof-
unni Landmótun-. í viðtal-
inu sagði Stefán Thors,
skipulagsstjóri ríkisins,
að rætt hefði verið við flesta eða
alla þá sem láta sig skipulag há-
lendisins varða. Þó væri enn mik-
íl vinna framundan og nú mætti
búast við því að sá ágreiningur
sem kynni að vera fyrir hendi
manna og hópa í millum kæmi
fram. Hvernig líst Friðriki á þau
drög sem lögð hafa verið fram?
„Það er eflaust margt ágætt
við þessi drög en eins og Stefán
benti á mun ágreiningur nú koma
fram. Fullyrðingar hans um að
svo stórt verk sem þetta verði
seint eða aldrei unnið svo öllum
líki standast fyrst og fremst ef
haldið verður áfram að vinna að
þessu líkt og gert hefur verið.
Það er mín skoðun og eflaust
félaga minna í 4x4 og margra
annarra að ekki sé tekið tillit ti!
þeirra sem við getum kallað land-
lausa íslendinga. Þar erum við
að tala um meirihluta landsmanna
sem eru notendur og njótendur
hálendisins. Það hefur augljóslega
verið mikið rætt við þá aðila sem
hafa tekjur eða aðra hagsmuni
af svæðinu, s.s. rafmagnsveitur,
Landsvirkjun og bændur. Við hin
höfum lítið eða ekkert fengið að
blanda okkur í málið og það geng-
ur ekki.“
Getur þú nefnt dæmi um þetta
tillitsleysi og sýnt fram á vinnu-
brögð sem betur mættu fara að
þínu áliti?
„Já, já, við getum nefnt dæmi
um skipulagsmál Hveravalla sem
mikið hafa verið í fréttum að
undanförnu. Þar finnst okkur
sveitamenn hafa farið algerlega
offari. Þar bera vinnubrögðin
keim af því að þessir aðilar hafi
fundið peningalykt, að nú sé lag
að mjólka peninga af ferðamönn-
um. Því sé kominn tími til að
þeir taki sjálfír við uppbyggingu
og skipulagningu á svæðinu, jafn-
vel þótt það kosti að henda F'erða-
félagi íslands út með þá uppbygg-
ingu sem félagið hefur staðið fyr-
► Friðrik Stefán Halldórs-
son er fæddur 27. maí 1959.
Hann er bankamaður í húð
og hár, eftir að hafa útskrif-
ast sem viðskiptafræðingur
frá HÍ starfaði hann hjá Út-
vegsbanka íslands og Islands-
banka áður en hann réðst til
Búnaðarbankans þar sem
hann starfar nú. Friðrik veitir
Ferðaklúbbnum 4x4 for-
mennsku og hefur gert svo
síðan 1994, en hann var þar
einnig formaður á árunum
1985-88. Eiginkona Friðriks
er Bergljót Friðriksdóttir og
eiga þau tvær dætur, Auði og
Ester.
heilu rúturnar fullar af ferða-
fólki, en snyrtiaðstaðan er einung-
is tvö klósett. Ljóst er að það
verður að leysa mörg vandamál á
þessum svæðum. Hins vegar
mega menn ekki gleyma því að
þetta eru hálendisperlur og sér-
staða þeirra felst í því að menn
fá á tilfínninguna að þeir séu þeir
fyrstu sem þar fara um. Þetta á
ekki síst við um útlendingana.
Þessi sérkenni verður að varð-
veita.“
Hvað teljið þið hjá 4x4 að beri
þá að gera?
Lausnin felst í því að setjast
niður og ræða málin. Og það verða
fleiri að ræða saman heldur en
talsmenn hreppa annars vegar og
stofnanir og hið opinbera hins
vegar. Að þeim viðræðum verða
einnig að koma notendur og njót-
endur landsgæðanna t.’d. ferða-
menn, en fulltrúar þeirra gætu
verið talsmenn Ferðaklúbbsins
4x4, Ferðafélags íslands og Úti-
vistar, skotveiðimenn, vélsleða-
og skíðamenn og jafnvel fleiri."
En hafa verið einhvetjar óskir?
Hefur ekki farið afskaplega lítið
fyrir þessum hópum sem þú nefn-
ir?
ír.
Lýsingarnar á því sem þarna á
að standa eru auk þess ófagrar,
maður sér fyrir sér raf- ------
magnsgirðingar, stein-
steypu og það eina sem
vantar er skiltið yfir
hamborgarastaðnum.
Ég er hræddur úm að ——
menn verði að hugsa sinn gang
betur.“
Ekki verður þó Um það deilt
að á þessum svæðum er geysileg-
ur átroðningur og fullkomlega
nauðsynlegt að grípa til allra ráða
til að vernda þau eða hvað?
„Já, það er auðvitað alveg rétt,
sbr. Geysissvæðið. Annað dæmi
er t.d. í Nýjadal, þar sem koma
Ekki tekið tillit
til landlausra
íslendinga
„Opinberlega hefur lítið farið
fyrir okkur, það er rétt en ein-
hvetjar þreifingar hafa verið, ein-
--------- hveijir fundir og símt-
öl. En það ber að nefna
á móti, að við höfum
fengið afskaplega lítið
að vita og fylgjast með
að því undanskildu að
einn fundur hefur farið fram með
starfsmönnum „nefndarinnar".
Það má eiginlega segja að við
höfum ekki fyrr en nú vitað hver
óvinurinn er og hvernig hann lítur
út. Hópur útivistarfélaga hefur
nú óskað eftir því að fá að taka
þátt í þeirri vinnu sem fram und-
an er og það er ljóst að við látum
í okkur heyra hér eftir.“