Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 43 hin fjölbreyttustu og náðu yfir fjölda verkþátta. Heimili þeirra prýtt útsaums- verkum sem ein sér hefðu verið ærin verkefni húsmóður. Vinna var Ingu unun og nauðsyn. Skýring á afköstum lá í hraðvirkni og verk- lagni. Þetta sást best í þvi að gesta- móttaka var henni auðveld. Að setj- ast skamma stund við borð hennar þá var veisla án fyrirhafnar. Þau hjón þekktu fólk um allt land og nutu ferðalaga saman og nátt- úruskoðunar. „Landið er fagurt og frítt“. Listaskáldið góða sá fegurð náttúrunnar oft í ljósi hagsældar. Ferðir þeirra hjóna Ingu og Bjarna voru farnar í markmiði. Öll ílát full af beijum eða troðnir pokar eftir grasaferð á Kaldadal. Lífsstarf hverrar manneskju er gott ef skilað er starfsdegi með sóma. Allt fram yfir það er ágætt. Inga Wium féll frá þegar flestum verða hlutirnir auðveldari. Börnin hafa stofnað eigið heimili og barna- börnin feta um hús afa og ömmu eins og ljós er lýsir umhverfið og tengir saman tvenna tíma. En fallvaltleikinn er við hvert fótmál. í mörg ár, allt of langan tíma, barðist Inga við sjúkdóminn skæða. Þann sem býr um sig í lík- amanum, víkur stundum frá og læknast en nær svo aftur yfirhönd- inni. Dauðinn er óvæginn og duttl- ungafullur en óneitanlega lausn í tapaðri stöðu. Huggun eiga syrgj- endur í endurminningunum um mikilhæfa konu og góða móður og ömmu. Ég sendi þessi kveðjuorð með þeirri vissu að tíminn hemar yfir sárin og minningin verði fjölskyld- unni blessuð. Björn Sigurðsson. Mamma ætlar að sofna mamma er svo þreytt. Og sumir eiga sorgir sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrár sem aðeins í draumheimum uppfyllast ná. í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna systir mín góð. (Davíð Stefánsson.) það dýrmætásta sem nokkur maður á í lífinu er fjölskyldan. Máttarstólparnir eru foreldrarnir sem leiða okkur börnin styrkum höndum frá fysta degi lífsins þar til við erum orðin þroskaðir ein- staklingar og teljum að nú sé tími til að losa um takið og standa á eigin fótum. Það veganesti sem for- eldrarnir gefa okkur og sú fyrir- mynd sem þeir sýna, vegur þungt í þeirri framtíð sem við eigum eftir að velja. Foreldrarnir kennar okkur að elska og fyrirgefa, að veita kær- leika og vináttu, greina rétt frá röngu, vera sjálfstæð og mest um vert að það er allt í lagi að mistak- ast í einhveiju sem við tökum okk- ur fyrir hendur, því enginn er full- kominn. Að standa saman í blíðu og striðu, að eiga alltaf í skjól að venda, eru þær væntingar sem við gerum til fjölskyldu okkar. Og þetta eru sterkir verndarveggir, umvafðir ást og hlýju, án fordóma. í byijun tekur maður einhvern veginn þess- um varnarvegg sem sjálfsögðum hlut, að þessi trausti varnarveggur verði aldrei frá manni tekinn - hann er eilífur. En eftir því sem tíminn líður, lærir maður að þessir veggir eru borthættir og verða að lokum frá manni teknir. Og þegar sá tími er kominn er sárt að sleppa hendinni, svo sárt að jafnvel þó að maður viti og skynji að það sé besta lausnin, og reyndar eina lausnin, þá reynir maður að halda dauða- haldi. En það er aðeins í höndum skaparans að ákveða hvenær sá tími kemur. Og þá er enn komið að veganestinu, að geta stutt hvert annað og horfa fram á við, brosa gegnum tárin og geyma allar ljúfar minningar. Það kom mér ekki á óvart þegar Linda, æskuvinkona mín, hringdi og tilkynnti andlát móður sinnar, Ingu Hansdóttur Wium, því hún hafði um skeið barist harðri baráttu við illvígán sjúkdóm. Það eru marg- ar ljúfar æskuminningar sem koma upp í huga minn, nú þegar ég sit hér vestanhafs og skrifa þessar lín- ur. Inga er óijúfanlegur hluti af þeim. Þegar Inga og Bjarni fiuttu frá Smálöndunum 1967 með fjöl- skyldu sína að Langholtsvegi 158, tengdumst við Linda, yngsta dóttir þeirra, strax innilegum vináttu- böndum. Við vorum þá báðar 5 ára og stendur sú vinátt enn traustum fótum, nærri 30 árum síðar. Ég bjó í næsta húsi og fljótlega vorum við orðnar heimagangar hvor hjá ann- arri. Inga og Bjarni tóku mér opn- um örmum inn á heimili sitt, þar átti ég gott athvarf og alltaf var komið fram við mig eins og dóttur. Inga var myndarleg kona og hún hafði ákaflega fallegt og blíðlegt bros. Hún var alin upp á stóru myndarlegu sveitaheimili austur í Mjóafirði og átti það veganesti sem hún fékk þaðan eftir að vera henni góður vitnisburður. Hún var dugn- aðarforkur, vann hörðum höndum alla sína ævi og hún var ákaflega skipulögð. Ingu var margt til lista lagt og ber heimili hennar þess gott vitni. Hún var röggsöm í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og ekkert var af skornum skammti. Þegar hún eldaði eða bakaði var alltaf um margfaldan skammt að ræða, jafnvel þótt fækkað hefði í heimili, og hún lét ekki veikindin aftra sér í þeim efnum. Inga hafði það sem við köllum græna fingur, hafði unun af blómum sem döfnuðu ákaflega vel og báru umyggju henn- ar gott vitni. Handavinna var henn- ar hugðarefni og hefur hún skapað mörg listaverk sem nú skreyta heimili hennar og Bjarna. Handa- vinna Ingu hefur líka hlýjað mörg- um landanum því um árabil pijón- aði hún og seldi lopapeysur og hef ég hvorki fýrr né síðar séð neinn með pijóna sem tifuðu jafn hratt og hennar. Inga og Bjarni höfðu mikið dá- læti á hundum og minnist ég marg- ar ferða upp í hundabú til Kalla, þar sem þau áttu snjalla veiði- hunda. Ég man eftir Dimmu og Bellu, sérstaklega þegar farið var með þær í bæinn til að gjóta og vera í hlýjunni með hvolpunum, sem voru jafnframt tímabundin leikföng fyrir okkur Lindu. Síðustu árin hafa Inga og Bjarni búið á Mosfellsbæ. Þar höfðu þau skapað sér unaðs- reit, burtu frá ys og þys borgarinn- ar, sem þau nutu með fjölskyld- unni. Fjölskyldan var Ingu ákaflega mikilvæg, hún var stolt af börnun- um sínum og barnabörnum. Hún gaf þeim gott veganesti og hún var þeim sterkur máttarstólpi. En nú er komið að leiðarlokum, þrautun- um lokið, hvíldin kærkomin. Það er tími til að sleppa hendinni kæru. Ég er Ingu þakklát fyrir þá alúð og umhyggju sem hún alltaf sýndi mér og fyrir að hafa tekið mér opnum örmum inn í fjölskyldu sína. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér. Þrautir magnast, þijóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, Honum treystu, hjálpin kemur, Hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar, Drottinn vakir daga og nætur yfír þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar yfír sjónum þér, hræðstu eigi hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottin vakir daga og nætur yfír þér. (Sigurður Kr. Pétursson.) Vegna dvalar minnar erlendis get ég ekki verið við útför Ingu en hugur minn er hjá ykkur, elsku Linda og Þórarinn, Bjarni, Anna, Addi og aðrir ástvinir, Guð gefi ykkur styrk á þessari stundu. Ingu færi ég hinstu kveðju. Hvíli hún í friði. Esther Sigurðardóttir, Michigan. ÞORVARÐUR R. JÓNSSON Þorvarður Ragnar Jóns- son fæddist í Reykjavík 12. júlí árið 1915. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 18. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Þor- steinsson skósmið- ur og Steinunn Agústa Þorvarðar- dóttir. Móður sína missti Þorvarður aðeins tveggja ára gamall. Hann ólst upp hjá móðurömmu sinni, Ragnheiði Árnadóttur, þar til faðir hans giftist aftur. Stjúpa Þorvarðar hét Jónina Gísla- dóttir. Þorvarður átti þrjú hálfsystkini, Gísla og Stein- unni Ágústu, sem bæði eru látin, og Ævar. Þorvarður var tvígiftur. Fyrri eiginkona hans var Guð- rún Gísladóttir, f. 21.12. 1913. Þau eignuðust eina dóttur, Eddu, f. 5.12. 1943. Edda er gift Hálfdáni Henr- yssyni og eiga þau fjögur börn: Henry Arnar, f. 13.10. 1967. Þorvarð f. 11.2. Hann er kvæntur Menju von Schmalensee og eiga þau einn son, Aron Alexander, f. 8.8. 1995. Halldór Gunnar, f. 21.3. 1974, og Helgu Dís, f. 6.3. 1981. Seinni kona Þor- varðar er Inga Sig- ríður Ingólfsdóttir, f. 24.10. 1925. Þau eignuðust tvær dæt- ur: Steinunni, f. 27.2. 1963, og Ólöfu, f. 9.5. 1964. Steinunn á einn son, Stein Helgason, f. 1.5. 1985. Þau eru búsett í Hollandi. Sambýlismaður Steinunnar heitur Rik de Viss- er. Ólöf er búsett í Boston í Bandaríkjunum. Útför Þorvarðar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ELSKU pabbi minn. Mamma hringdi í mig í nótt til þess að segja mér að þú værir dá- inn. Þú hafðir sofnað í stólnum þín- um, með krosslagða fætur og ekki vaknað aftur. Og það eru ekki nema tvær vikur síðan við gengum saman meðfram síkjunum í Amsterdam, drukkum cappucino og dáðumst að blómunum á blómamarkaðnum. Þú varst svo ánægður með nýju göngu- stafina þína. Gamla stafínn skildir þú eftir hjá mér úti. Elsku pabbi minn, þú varst ekki hamingjusamur maður. Þú barðist við sjálfan þig allt þitt líf. Þunglynd- ið dró úr þér máttinn og yfirbugaði þig oft á tíðum. Ég reyndi svo oft að hjálpa þér á þínum erfiðu stund- um. Ég vildi að ég hefði getað gert meira fyrir þig. En pabbi minn, þú hafðir svo margt sem gerði þig að sérstökum manni. Þú varst einlægur og við- kvæmur. Og mjög listrænn í þér. Þú elskaðir tónlist og hvattir dætur þínar til náms í þeirri grein. Sjálfur hlaust þú aldrei neina tónlistar- menntun en þú þroskaðir með þér mikinn skilning á tónlist. Ég man eftir atviki frá unglingsárum mín- um. Við fórum saman á tónleika í Þjóðleikhúsinu. Erlingur Blöndal Bengtsson sellóleikari spilaði svítur eftir Bach. Hann var í miðjum klíð- um þegar ég leit á þig og sá — óljóst í rökkrinu — að þú grést. Eins man ég eftir þér með glampa í augum útskýra málverkin sem hanga í stofunni heima. Þú sást svo margt í þeim og naust þess að miðla því til annarra. Það voru ófáir vinir mínir sem voru teknir í skoðunar- ferð um húsið, þar sem þú stað- næmdist við hveija mynd og talaðir af mikilli innlifun. Svo hljópstu gjaman upp á loft til þess að ná í bækur um myndlist, orðum þínum til frekari áherslu. Á sama hátt lifðir þú þig inn í kvæði stórskáldanna okkar. Eg held að þú hafír kunnað Jónas Hallgríms- son og Einar Benediktsson utan að. Stundum voru bækur betri en fólk. Ég á margar minningar frá gesta- boðum í gamla daga. Pabbi var hvergi sýnilegur. Litla stelpan leit- aði að pabba sínum og fann hann oftast inni í bókaherbergi, þar sem hann sat og las. Og þá var nú gott að hvíla sig á lakkskónum og hjúfra sig að pabba. Elsku pabbi minn, ég sæki minn styrk þessa dagana í minninguna um síðustu stundir okkar saman. Þið mamma komuð út til Hollands og dvöldust hjá mér í tvo mánuði. Við héldum saman yndisleg jól. Eins er það góð tilhugsun að þú veist nákvæmlega hvernig ég hef komið mér fyrir úti, ásamt manni mínum og syni. Og núna reyni ég að hugga sorgbitinn son minn með því að hann afí hafi kynnst okkar lífí úti áður en hann dó. Einnig segi ég við hann að hann afi hafi verið tilbúinn til þess að deyja. Hann var orðinn gamall og veikur. Elsku pabbi, ekki hvarflaði það að mér að ég væri að kveðja þig í síðasta sinn þegar ég fylgdi þér og mömmu út á flugvöll núna um dag- inn. Ég fékk síðasta bréfíð frá þér daginn sem þú lést. Ég vildi að ég hefði hringt strax í þig og þakkað þér hlýleg orð. Elsku pabbi minn, megi góður Guð fylgja þér. Þín dóttir, Steinunn. í dag verður til moldar borinn Þorvarður Ragnar Jónsson tengda- faðir minn, en hann lést á heimili sínu í Reykjavík að kveldi 18. jan- úar sl. Þorvarður var sonur hjónanna Steinunnar Þorvarðardóttur og Jóns Þorsteinssonar skósmiðs. Móður sína missti Þorvarður þegar hann var á öðru ári, en móðir hans lést í kjölfar uppskurðar aðeins 22 ára gömul. Steinunn var systir Jóns Þorvarðarsonar í Verðanda og Mar- grétar hótelstýru á Hótel Heklu i Reykjavík. Jón faðir hans, sem rak skósmíðavinnustofu í Reykjavík, gegnt Menntaskólanum, var kunnur knattspyrnumaður í KR og þekktur undir nafninu Jón á gullskónum vegna færni i knattspymu. Jón gift- ist síðar Jónínu Gísladóttur, mætri konu, og ólst Þorvarður upp hjá föður sínum og stjúpu. Jónína og Jón eignuðust tvö börn Gísla og Steinunni Ágústu, sem bæði eru látin fyrir nokkrum árum. Þorvarður lauk prófi frá Verslun- arskólanum í Reykjavík. Eflaust hefur val hans á skóla tengst að einhveiju leyti því, eins og fram hefur komið, að traustir stofnar stóðu að honum í verslunarstétt, því auk Jóns og Margrétar, sem áður voru nefnd, vom föðursystur hans þær Sara í Spkkabúðinni og Ágústa kona Ólafs Á. Gíslasonar heildsala, sem var bróðir Jónínu stjúpu Þor- varðar, nátengdar verslun og við- skiptum. Að loknu prófi frá Verslun- arskólanum hóf Þorvarður störf hjá Skóverksmiðju Lárusar G. Lúðvíks- sonar og vann þar um tíma. í upp- hafi heimsstyijaldarinnar síðari bauðst honum starf hjá sovéska sendiráðinu í Reykjavík, sem þá nýlega hafði verið opnað. Þar vann hann m.a. við þýðingar úr íslensku dagblöðunum auk annarra starfa fyrir sendiráðið. Hann hafði haft mikinn áhuga á tungumálum og hjálpaði tungumálaþekkingin hon- um um annað starf og nú hjá hernámsyfirvöldunum fýrst þeim bresku og síðan þeim bandarísku. Oft var hent gaman að þessum störfum tengdaföður míns sem tengdust svo mjög því kalda stríði, sem í uppsiglingu var á þessum tíma og ég er ekki viss um að hann hafi mikið viljað ræða þetta tímabil. Þorvarður var hins vegar afskaplega hlédrægur og feiminn maður sem flíkaði ekki tilfinningum sínum og var erfitt að fá hann til að segja frá óvenjulegri reynslu sini innan veggja sovéska sendiráðsins. Hins vegar bar hann bæði þeim og Bandaríkjamönnum vel söguna sem vinnuveitendum. Að loknu þessu tímabili hóf hann störf hjá Ferða- skrifstofu ríkisins sem fararstjóri innanlands og utan. Hann var m.a. einn af fararstjórum ferðar M.s. - Heklu til Spánar, sem líklega ér ein fyrsta skipulagða hópferðin sem Ís- lendingar fóru til þess ágæta lands. Auk þeirrar ferðar var hann farar- stjóri í ferðum til Skotlands, m.a. á hina kunnu listahátíð kennda við Edinborg. Hann var mikill unnandi góðrar tónlistar og var alla tíð fé- lagi í Tónlistarfélagi Reykjavíkur auk þess sem hann átti gott safn úrvalstónlistar sem hann hlustaði gjarnan á, útilokaður frá amstri hversdagsins. Auk áhuga á tónlist hafði hann næmt auga fyrir málar- alist og safnaði verkum góðra list- málara og stundum fannst mér stof- an á heimili hans á Rauðalæk minna meira á listaverkasal en venjulegan íverustað. Hann átti feikilega gott bókasafn og umgekkst bækur sínar af ekki minni virðingu en málverk og hljómplötur nema síður væri og batt hann af mikilli snilld margar af bókum sínum inn sjálfur. Á yngri árum var hann mikill útvistar- og skíðamaður. Hann ferðaðist vítt og breitt um landið, bæði sem farar- stjóri og á eigin vegum og var víða allvel kunnugur, bæði um sögu og náttúru. Um margra ára skeið var hann áhugamaður um ljósmyndun _ og vann á því sviði til verðlauna. Einna þekktast slíkra verka var ljós- mynd af frænda hans Guðmundi Jónssyni óperusöngvara í hlutverki Rigolettos í óperu Verdis. Eftir ver- una hjá Ferðaskrifstofu ríkisins hóf Þorvarður starf á skrifstofu Bíla- smiðjunnar hf., sem var á þeim tíma með stærri fyrirtækjum í Reykjavík. En hugur hans stefndi til frekari viðskipta og hóf hann störf sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Húsprýði hf. sem seldi ýmsan búnað til innréttinga og bygginga og þar starfaði hann til 1966 er hann ásamt öðrum stofnaði fyrirtækið Zetu gardínubrautir og þar starfaði hann uns hann lét af störfum fyrir nokkr- um árum. Hann stundaði hesta- mennsku og önnur áhugamál eins og byggingu sumarbústaðar af sömu ósérhlífninni og annað, sem hann tók sér fyrir hendur allt þar til heilsu hans fór hrakandi á allra síðustu árum. Þorvarður Ragnar giftist fyrri konu sinni frú Guðrúnu Gísladóttur árið 1940, þau slitu samvistir. Með henni eignaðist hann dótturina Eddu, læknafulltrúa á Kvennadeild Landspítalans og ritara við Heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins. Hún er gift Hálfdani Henryssyni og eiga þau fjögur börn og eitt bama- barn. Þorvarður giftist seinni konu sinn frú Ingu Sigríði Ingólfsdóttur árið 1956 og eignaðist með henni dæturnar Steinunni tónlistarfræð- ing, og Ólöfu. Steinunn er í masters- námi í Hollandi, þar sem hún er búsett ásamt manni sínum Rik de Vesser landslagsarkitekt og á hún eitt bam. Ólöf (Olla) er tónlistar- maður, starfar í Boston, MA, en hún hefur lokið mastersnámi og er „Ex- pressive Art Therapist“. Einnig kennir hún við Brooklyn Music School í Cambridge MA. Þorvarður Ragnar Jónsson var maður lítt gefínn fyrir margmenni. Hann var í raun nánast einfari, fór um hljóðlega og lét lítið á sér bera. Hann naut þess að vera í návist góðrar listar og gerði ekki miklar kröfur til samferðamanna sinna. Með honum er genginn ágætur og gegn maður. Aðstandendum votta ég dýpstu samúð. Hálfdan Henrysson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.