Morgunblaðið - 26.01.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 45
Matur og matgerð
Pott-
réttir
Er það sem eldað er í potti
ekki alltaf pottréttur, spyr
Kristín Gestsdóttir, sem
gefur okkur uppskrift af
tveimur súr/sætum pottrétt-
um, en svína- og lambakjöt
hentar vel í þá.
EINHVERN tíma hefði það lík-
lega þótt saga til næsta bæjar að
bjóða gestum til veislu og bera á
veisluborðið pottinn sem maturinn
var eldaður í. En þá var maturinn
eldaður á kolaeldavél og pottarnir
voru sótugir og alls ekki til þess
gerðir að bera matinn fram í þeim.
En jafnvel eftir komu rafmagns
voru pottarnir ekki til prýði á
borðinu. Nú er pottamir aftur á
móti oft orðnir hreinasta stofu-
stáss. Ég á þijá fallega potta með
sparistellinu mínu. Nú tíðkast víða
um lönd að gefa út matreiðslu-
bækur með pottréttum og engu
öðru, og em Þjóðveijar iðnir við
það og kalla sína pottrétti Ein-
töpfe, sem þýðir Allt í einum potti.
Þessir pottréttir eru yfirleitt mat-
armeiri en súpur og með sanni
mætti kalla íslensku kjötsúpuna
okkar pottrétt.
Svínakjötspottréttur
1 frekar stór laukur + 1 msk. olía
_______ til að steikja í________
1 kg svínakjöt í litlum bitum + 3
msk. olía til að steikja í
1 tsk. salt
1 hálfdós niðursoðnir tómatar
1 hálfdós ósætur ananas í bitum
_______3 msk. tómatmauk_________
_______'h tsk, paprikuduft______
1 lárviðarlauf
1. Hitið pönnu, hafíð meðalhita, af-
hýðið og saxið laukinn og sjóðið á
pönnunni í 5 mínútur. Setjið í pott.
2. Setjið meiri matarolíu á pönn-
una, steikið kjötið í henni. Steikið
ekki mikið í einu svo ekki verði
kæling og kjötið brúnist illa. Notið
matarolíuna skv. því. Stráið salti
yfir um leið og þið takið kjötið af
pönnunni og setjið í pottinn.
3. Setjið tómatana og löginn í
dósinni út í ásamt leginum af anan-
asbitunum. Bætið tómatmauki út í
ásamt paprikudufti, lárviðarlaufi og
rifinni, afhýddri engiferrót. Sjóðið
við hægan hita þar til kjötið er
meyrt, en það fer eftir því hvaðan
af skepnunni kjötið er. Gæti verið
um 40-70 mínútur.
4. Hrærið ijómaosti út í, bætið
síðan ananasbitunum út í og látið
sjóða. Setjið sósujafnara út í ef ykk-
ur sýnist svo.
Meðlæti: Heitt snittubrauð, soðin
hrísgijón og hrásalat.
Lambaj ötspottréttur
úr súpukjöti
1 kg magurt súpukjöt með beini +
3 msk. olia til að steikja i
_________________sneiðum_________
___________3 tsk, kam'___________
2 msk. mangósulta (mango chutney)
_________1 dós sýrður jómi_______
1 msk. smjörtil að steikja ananasinn
1 dl valhnetur
1. Skerið kjötið í litla bita, hafið
beinin í. Hitið olíuna á pönnu, þar
til rýkur úr henni og steikið kjötið
á öllum hliðum. Steikið lítið í einu
og notið olíuna skv. því. Stráið síðan
steikarkryddinu yfir. Setjið í pott.
2. Skerið sellerístönglana þvert í
litla bita. Afhýðið og saxið laukinn
og hvítlaukinn smátt. Afhýðið eplin
og stingið úr þeim kjarnann, skerið
smátt. Hitið smjör með karríi, hafíð
hægan hita og sjóðið þetta allt í
smjörinu smástund. Setjið í pottinn
ásamt helmingi safans úr ananas-
dósinni. Sjóðið við hægan hita í 45
mínútur. Bætið ananassafa í ef með
þarf. Hrærið mangósultu út í. Takið
pottinn af hellunni og hrærið sýrða
ijómann út í, hann má ekki sjóða.
3. Hitið pönnu, meijið valhnetum-
ar gróft með kökukefli, brúnið örlít-
ið á pönnunni. Farið varlega, þær
eru fljótar að brenna. Þerrið síðan
ananassneiðarnar með eldhúspappír
og steikið í smjörinu á pönnunni.
4. Berið réttinn fram í pottinum,
raðið ananassneiðunum ofan á og
stráið valhnetunum yfir.
1 sm biti rifin fersk engiferrót __1 tsk. steikarkrydd m/salti (Steak
3 msk. hreinn ijómaostur seasoning)
Meðlæti: Heitt snittubrauð, soðin
hrísgijón og hrásalat.
NÚ BLÓTUM VIÐ ÞORRA í Blómasal Scandic Hótels L<yflleiöa
Á boröum eru Súrsaöir hrútspungar Sviöasulta • Svínasulta Lundahaggi • Magáll Hákarl • Haröfiskur Hangikjöt • Saltkjöt • Sviö 4. teg. síldarrétta • Reyktur og grafinn lax Sjávarréttasalat • Fiskréttur Fersk lamhasteik • Brauö og smjör • MeöUeti • Salöt Dagana 26. - 21. janúar. og 2. - 3 febrúar veröur glœsilegt þorrahlaðborð í Blótnasal Hótel Loftleiða með úrvali afþorramat og öðrum gimilegum réttum Gunnar Páll Ingólfsson skemmtir gestum öll kvöldin. Borðhald hefst kl. 20:00 Verð aðeins kr. 2.450- Hvert kvöld fá 5 heppnir gestir vegleg verðlaun íþorraleik okkar. scandTc LOPTLEMDIR Borðapantanir ísímum 5050 925 og 562-1575 Kynniðykkur gistitilboð Scandic Hótels Loftleiða 'ý ¥•
I
i
OT
£
3
<
Personuleg
þjónusta
Láttu okkur mæla olíuna eða
frostþolið í kælikerfinu, setja á
þurrkublöð eða skipta um perur
meðan þú bíður. Innan dyra er verslun,
salemi og símasjálfsali - og það er
alltaf heitt á könnunni.
E S S O ÞJÓNUSTA - snýst u m þ i g
Olíufélagið hf
~50ára ~