Morgunblaðið - 28.01.1996, Side 4

Morgunblaðið - 28.01.1996, Side 4
4 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 21/1-27/1 ► ÞRÍR menn á þrítugs- aldri sem settir voru í gæsluvardhald vegna gruns um að sviðsetja slys til að svíkja út trygginga- bætur, eru nú yfirheyrðir vegna gruns um aðild að ráni í_ útibúi Búnaðar- banka Islands við Vestur- götu í desember sl. Tveir þeirra hafa kært gæslu- varðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. ► UPP ÚR viðræðum ís- íands, Noregs, Færeyja og Rússlands um skiptingu afla úr norsk-isienska síld- arstofninum slitnaði á fimmtudag í Moskvu án þess að samkomulag hefði náðst. íslendingar gerðu kröfu um að frá 245 þús- und tonna síldarkvóta. Norðmönnum var kennt um a_ð upp úr slitnaði. ► SÝNI úr Breta sem dæmdur var fyrir nauðg- un um borð í skipi i Reykjavíkurhöfn, hefur verið sent til bandarísku alríkislögreglunnar, og á með DNA-rannsókn að fá úr þvi skorið hvort að hann sé sekur eða saklaus. Niðurstöður fyrri rann- sókna stangast á. ► HLUTABRÉFAVIÐ- SKIPTI voru lífleg í vik- unni og eru dæmi um að að gengi hlutabréfa hafi hækkað um á annan tug prósentustiga. Hlutabréf í Islandsbanka og Haraldi Böðvarssyni hf. voru með- al þeirra bréfa sem eftir- sótt voru og hækkaði þing- vísitala hlutabréfa á Verð- bréfaþingi íslands veru- lega fyrir vikið. ► SAMKOMULAG náðist í deilu röntgentækna á Landspítala á þriðjudag Vatnsberinn handtekinn ÞÓRHALLUR Ölver Gunnlaugsson, kenndur við Vatnsberann, var handtek- inn í Kaupmannahöfn á föstudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald meðan framsalsmál er í gangi. Hann á óaf- plánaðan tveggja og hálfs árs fangels- isdóm sem hann hlaut fyrir skattalaga- og fjársvikabrot. Dómsmálaráðuneytið mun fara fram á framsal hans á mánu- dag. Þríklofin sendinefnd SENDINEFND Alþingis á þingi Evr- ópuráðsins í Strassborg þríklofnaði í afstöðu sinni til inngöngu Rússa í ráð- ið, þegar atkvæðagreisla fór fram á fimmtudag. Lára Margrét Ragnars- dóttir sat hjá, Tómas Ingi Olrich var inngöngu mótfaliinn en Hjálmar Áma- son studdi umsóknina. Inngangan var samþykkt með ríflega tveimur þriðju hluta atkvæða, og höfðu flestar þjóðir að leiðarljósi að innganga gæti stutt við lýðræðisöfl í Rússlandi. Barátta innan Columbia SVÖR munu ekki fást um hvort Col- umbia-álfyrirtækið bandaríska veiji ís- iand til að byggja nýtt áiver fyrr en búið er að leysa deilur innan fyrirtækis- ins ytra. Eignarhaldsfélag starfsmanna vill festa kaup á hlut forstjóra fyrirtæk- isins en telur að stjóm fýrirtækisins hafí reynt að koma í veg fyrir að það gæti neytt forkaupsréttar síns. Stjórnin hefur á móti gert tilboð í hlut starfs- manna. Líkamsárás á Akranesi SEXTÁN ára stúlka frá Akranesi ligg- ur á Borgarspítaia með alvarlegan höf- uðáverka eftir að fjórar kynsystur hennar réðust á hana á aðfararnótt iaugardagsins 20. janúar. Játning ligg- ur fyrir en elsta stúlkan að baki árás- inni er enn í varðhaldi lögreglu vegna alvöru málsins. Rússar í Evrópuráðið ÞING Evrópuráðsins í Strassborg sam- þykkti á fimmtudag með 164 atkvæð- um gegn 35 að veita Rússlandi aðild að ráðinu. 15 fulltníar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Ákvörðun um aðild var fresta á síðasta ári vegna Tsjetsjníju-deilunnar. Rússar skuid- binda sig með aðild m.a. til að vemda mannréttindi, tryggja réttindi þjóðar- brota og banna með öllu pyntingar. 38 ríki eiga aðild að Evrópuráðinu, en það var stofnað árið 1949 til að efla lýðræði og mannréttindi í álfunni. Oleksy segir af sér JOZEF Oleksy, forsætisráðherra Pól- lands, sagði af sér embætti á fimmtu- dag, í kjölfar þess að saksóknarar pólska hersins kváðust hafa hafið formlega rannsókn á ásökunum á hendur Oleksy um að hann hafi verið njósnari Rússa. Olesky segist saklaus af þessum ásökunum en að hann léti af embætti í Ijósi þjóðarhagsmuna. Er búist við hörðum átökum í Pól- landi um eftirmann hans. Stefnuræða Clintons BILL Clinton Bandaríkjaforseti fiutti stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi á þriðjudag. Hann boðaði í ræðunni minni ríkisafskipti, aukna baráttu gegn glæpum og ólöglegum innflytj- endum og lagði áherslu á sígild fjöl- skyidugildi. Skoðanakannanri eftir ræðuna sýndu mikinn stuðning við stefnu hans og er talið að hann hafi komið repúblikönum í nokkurn bobba með því að nálgast þeirra stefnumál. ► VLADÍMÍR Kadann- íkov, einn af helstu iðn- jöfrum Rússlands, hefur verið tilnefndur sem eftir- maður Anatolíjs Tsjúbaís, sem aðstoðarforsætisráð- herra og ráðherra efna- hagsmála. Kadanníkov hefur verið forstjóri stærstu bifreiðaverk- smiðju Rússlands frá 1988. ►RIKISSTJÓRN Þýska- lands og samtök launþega og atvinnurekenda hafa í vikunni átt í viðræðum um hvernig hregðast eigi við stöðugt vaxandi atvinnu- leysi og samdrætti í efna- hagslífinu. Oskar Lafonta- ine, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, varaði við því að Weimar-ástand kynni að vera yfirvofandi. ►BANDARÍSKA íþrótta- he^jan O.J. Simpson, sem sýknaður var á síðasta ári af ákæru um að hafa myrt eiginkonu sína og vin hennar, kom á miðvikudag í fyrsta skipti fram í sjón- varpsviðtali eftir sýknu- dóminn. Simpson hvatti Bandaríkjamenn til að sætta sig við niðurstööuna og leyfa sér að vera í friði. ►JOHN AlbertTaylor, sem dæmdur var til dauða fyrir að nauðga og myrða ellefu ára stúlku, var tek- inn af lífi i Utah-ríki í Bandaríkjunum á fimmtu- dagskvöld. Hann er fyrsti Bandaríkjamaðurinn frá árínu 1977 sem tekinn er af lífi með aftökusveit. Kaus hann sjálfur að verða skotinn frekar en að fá banvæna sprautu. FRETTIR Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson MYND ársins, tekin eftir snjóflóð á Flateyri af Sóleyju Eiríksdóttur, sem komst lífs af, og fjölskyldu hennar. Blaðaljósmynd ársins 1995 SÝNING Biaðamannafélagsins og Blaðaljósmyndarafélagsins á bestu blaðaljósmyndum ársins 1995 var opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi í gær. Dómnefnd skipuð Aðalsteini Ingólfssyni, listfræðingi og gagn- rýnanda, Guðmundi Ingólfssyni ljósmyndara og Hreiní Hreinssyni Ijósmyndara valdi mynd ársins og bestu myndir í sjö flokkum. Fréttamynd ársins er eftir Þor- kel Þorkelsson, ljósmyndara á Morgunblaðinu, tekin eftir snjó- flóð á Flateyri í október, sem birt- ist í Morgunblaðinu 28. október. Um myndina segir í sýningarskrá: „Sóley Eiríksdóttir fékk að vonum hlýjar móttökur hjá foreldrum sínum og bróður þegar hún hitti þau í Reykjavík, en sú mikla gleði var harmi blandin sökum láts Svönu systur hennar og 19 ann- arra Flateyringa." Umsögn dóm- nefndar er svohljóðandi: „Átak- anleg mynd. Harmleikurinn krist- allast í svipbrigðum allra - mikill þungi hvílir yfir en þó finnur maður fyrir smá von í ljósi fram- tíðarinnar.“ Einar Falur Ingólfsson á Morg- unblaðinu á bestu mynd flokksins dagslegs lífs og er hún tekin á útihátíðinni Uxa við Kirkjubæjar- klaustur. Ragnar Axelsson á Morgunblaðinu á besta „portrett- ið“ af Guðjóni Þorsteinssyni, Garðakoti í Mýrdal við Dyrhólaey. Gunnar Sverrisson á Tímanum og DV á bestu mynd í íþrótta- flokki af Guðna Bergssyni að skora sitt fyrsta mark fyrir ís- lenska landsliðið í landsleik gegn Ungvetjum. Gunnar á einnig bestu mynd í opnum flokki af prestum á leið á prestastefnu. Bestu myndröðina tók Sverrir Vilhelmsson á Morgunblaðinu í Bosníu. í flokki landslagsmynda á Páll Stefánsson bestu myndina af fé og hestum í Norðurárdal í Skagafirði. Bestu skopmyndina tók Árni Sæberg af stokkandar- hjónum sem gerðu sig heimakom- in í Vesturbæjarlauginni. Aðrir ljósmyndarar sem eiga myndir á sýningunni eru Ásdís Ásgeirsdóttir, Morgunblaðinu, Björn Gíslason, Degi, Brynjar Gauti Sverrisson, DV, Eiríkur Jónsson, DV, Gunnar Gunnars- son, Fróða, Jóhann A. Kristjáns- son, DV, Jón Svavarsson, lausa- maður, Júlíus Siguijónsson, Morgunblaðinu, og Kristinn Ing- varsson, Morgunblaðinu. Sýningin er opin kl. 13-18 alla daga nema mánudaga til 11. febr- uar. Hættir við framboð RAGNAR Jónsson orgelleikari hefur dregið forsetaframboð sitt til baka. í yfirlýsingu, sem hann gaf út í gær, segir: „I Ijósi þess að ákveð- in dagblöð hafa farið offari í að sverta mína persónu í málflutn- ingi sínum varðandi framboð mitt. í samráði við mitt stuðn- ingsfólk hef ég ákveðið að draga framboð mitt til foreta íslands til baka. Vil ég færa þeim fjöl- mörgu, sem hafa stutt mig, kær- ar þakkir. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson FYRSTA gasfarminum, 400 tonnum af própangasi, dælt í stöðina. Ný gasstöð tekin í notkun í Straumsvík NÝ GASSTÖÐ í eigu allra olíufé- laganna hérlendis var tekin í notkun í Straumsvík á föstudag, þegar fyrsta farminum af gasi var dælt í stöðina. Um er að ræða 400 tonn af própangasi og kveðst Þórir Haraldsson framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Skeljungs reikna með að þessar birgðir end- ist í um þijá mánuði. Hægt er að geyma um 450 tonn af gasi í stöðinni og flytja sérhönnuð skip gasið til landsins. „Þetta er vandmeðfarið efni og þarf að gera miklar varúðarráð- stafanir í kringum flutninginn,“ segir Þórir. Gasinu er dælt inn í stöðina, en það er í fljótandi formi. Þórir segir ekki fulljóst hver endanlegur kostnaður við gas- stöðina er, sökum þess að fram- kvæmdin hafi tekið breytingum frá upphaflegri áætlun. Stöðin á að hafa í för með sér mun meiri öryggi en eldri geymslustaðir gass hérlendis að hans sögn. Rannsóknir o g nýsköpun t i t i i i i i i » STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands gengst fyrir ráðstefnu um rannsókn- ir og nýsköpun dagana 29. janúar til 2. febrúar. Taka á til umræðu það sem helst er í deiglunni & þeim vett- vangi og þátt Háskóla íslands í því starfi. Verkefni, sem unnið hefur verið að á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna, verða kynnt og niður- stöður rannsókna kynntar. Ráðstefnan hefst í hádeginu á mánudaginn í Odda 101. Efni: Á menntakerfið að vera undanþegið niðurskurði? Fyrirlesarar: Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, „Hver króna sem lögð er í menntakerfið skilar sér fimmfalt til baka“. Stein- grímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, „Niðurskurður í menntakerfinu er spurning um meiri árangur með minni tilkostnaði en áður“. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.