Morgunblaðið - 28.01.1996, Page 28

Morgunblaðið - 28.01.1996, Page 28
28 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN NIÐURSKURÐUR ENN Á NÝ Vaxandi vandi sjúklinga og starfsfólks sjúkrahúsanna STARFSMENN Ríkisspítala hafa fengið heldur kaldar kveðjur frá nokkrum af ráðamönnum þjóð- arinnar að undanförnu. Fyrstur reið á vaðið hæstvirtur fj ármálaráðherra Friðrik Sophusson er hann sakar stjórnendur spítalans um að virða ekki lög. í kjölfar hans hafa síðan einstakir þingmenn borið í fjölmiðla lítt rökstuddar fullyrðingar um starfsemi spítalans. Starfsmenn hafa við mörg tækifæri rökstutt fjárþörf spítalans með vel undirbún- um og vönduðum upplýsingum og að mestu leyti tekist að leiða hjá sér þessar fullyrðingar, en vonað að litið yrði af raunsæi til stofnunar- innar við fjárlagagerðina. Fjárlögin, lög eða ólög? Fjárlög setja ríkisstofnunum fjár- , hagsramma, það er vissulega rétt. Hinsvegar er rétt að hafa það hug- fast að fjárlög endurspegla mark- mið og forgangsröðun ríkisstjóma á hveijum tíma. Þar er fjármagni skipt, ekki endilega eftir því hver fjárþörf einstakra stofnana eða málaflokka er, heldur því hveijar pólitískar áherslur eru hveiju sinni. Með fjárlögum fyrir árið 1996 er stærstu heilbrigðisstofnun landsins enn á ný gert að sæta stórfelldum niðurskurði, sem er úr öllu sam- hengi við þann raunveruleika sem stofnunin býr við. Það sama á reyndar við um Sjúkrahús Reykja- víkur, ef marka má nýlegar fréttir af fjárhágsvanda þeirrar stofnunar. Með því að saka stjómendur Landspítala um lögbrot, ber fjár- málaráðherra þá þungum sökum og síðan hafa nokkrir félagar hans höggvið í sama knérunn. Tómas Ingi Olrich þingmaður frá Norður- landi eystra spyr hvort eigi að verð- launa Ríkisspítala fyrir það að fara fram úr fjárlögum, Árni Mathiesen þingmaður í Reykjaneskjördæmi sakar, í hita fjárlagaumræðunnar, heilbrigðisstofnanir í höfuðborginni um að vilja sölsa undir sig verkefni frá minni sjúkrahúsum og loks ' hnykkir Pétur Blöndal þingmaður Reykvíkinga á aðförinni með því að segja að draga verði stjómendur til ábyrgðar og jafnvel reka fyrir að hafa farið fram úr fjárlögum. Seint gleymast og ummæli vara- formanns fjárlaganefndar Sturlu Böðvarssonar á þá leið að nefndar- menn þurfi að sýna hina mestu hugprýði til að standast rök vel undirbúinna stjórnenda spítalanna. Það er sennilega þetta próf sem hann vísar til í viðtali í Morgunblað- inu 6. janúar s.l., þegar hann segir að þingmenn hafi staðist fjárlaga- prófið. Það má af orðum hans skilja að mikilvægt sé standast vel undir- búnar og rökstuddar upplýsingar og forðast að taka ákvarðanir sem hugsanlega á þeim byggja. Þessi ummæli öll eru hin fróðleg- - ustu, en hljóta að vekja upp áleitn- ar spurningar um það hvaða for- sendur menn notast við í fjárlaga- gerð Alþingis. Em fjárlög, sem ekki eru unnin á grundvelli vel und- irbyggðra upplýsinga, ekki fremur ólög en lög? Aðvörunarorð starfsmanna Á undanförnum áram hafa stjórnendur og annað starfsfólk Ríkisspítala mætt sívaxandi kröfum um sparnað með öllum tiltækum ráðum og með umtalsverðum ár- angri. Það hefur verið kappsmál á sama tíma að veita þeim sjúklingum sem til stofnunarinnar koma, þjón- ustu og meðferð, sem er í samræmi við kröfur spitalans um öryggi og gæði, og þær sem heilbrigðislög gera til stofnunarinnar og starfs- manna hennar. Enn sem komið er hefur engum bráðveikum sjúklingum verið vísað frá stofnuninni. Starfs- menn vilja hinsvegar áfram vera þess megn- ugir að taka á móti þeim sjúklingum er þess þurfa, en með þröngum fjárhags- ramma svo og þeim niðurskurði sem nú blasir við er þeim gert æ erfiðara að sinna skyldum sínum sem sjúkrahús allra lands- manna. Stjórnendur Ríkisspítala hafa gert stjórnvöldum grein fyrir sívaxandi áhyggjum sínum af því að hinn þröngi fjárhagsrammi sem stofnun- inni er sniðinn sé farinn að ógna öryggi sjúklinga og að vinnuálag á starfsmenn sé komið á það stig að ekki verði horft fram hjá því öllu lengur. Nýafstaðnar jólalokanir era sennilega dropinn sem fyllir mælinn í huga margra starfsmanna Rík- isspítala, en álag á þeim deildum sem voru opnar var langt yfir ásætt- anleg mörk. Þess eru dæmi að nýt- ing á starfsmönnum einstakra deilda hafi verið allt að 170% og nýting legurýmis varð allt að 130 %. Það gefur auga leið að gæði þjónustu hljóta að minnka við svo mikið álag. Starfsmenn eiga mjög erfitt með að sætta sig við það að bjóða fárveiku fólki upp á þær að- stæður, að því sé þjónað á göngum yfirfullra sjúkradeilda eða útskrifað of snemma með þeirri áhættu sem því fylgir. Því vekur það furðu þeg- ar varaformaður fjárlaganefndar segir að samdráttur í rekstri spítal- ans undanfarið hafi ekki komið að sök. Þannig virðist ekki tekið af alvöru á viðvörunum starfsmanna Ríkisspítala. Þær eru fráleitar fullyrðingar þingmannsins Péturs Blöndals um að stjórnendur taki ákvarðanir um að skera niður þjónustu við þá sjúk- lingahópa sem kunna að valda mestum þrýstingi á stjórnvöld. Með þessum ummælum er vegið frek- lega að starfsheiðri heilbrigðis- stétta, og um leið varpað ljósi á þann óvandaða málflutning sem alltof oft einkennir umræðuna um heilbrigðismál. Staðreyndin er sú að reynt er að dreifa lokunum deilda þannig að engin ein sérgrein líði meira en aðrar. Það er með öðram orðum dregið úr starfsemi allra sérgreina, en ekki lokað á eina sér- staklega. Þetta er m.a. nauðsynlegt í ljósi þeirrar skyldu sem stofnunin hefur við landsbyggðina alla sem og því að ekki liggur fyrir skýr verkaskipting á milli sjúkrastofn- ana. En þingmaðurinn verður að skilja, að engin aðferð skilar þeim sparnaði sem krafist er, nema lok- anir deilda, fækkun starfsmanna og samdráttur í starfsemi, nema ef vera skyldi verkaskipting og uppstokkun á heilbrigðisþjónustu í landinu. Það er auðvitað mjög freistandi fyrir aðþrengda þingmenn að setja vanda heilbrigðisstofnana í sam- hengi við almenn viðskiptalögmál, en því miður er málið ekki svo ein- falt. Þó að starfsmenn sjúkrahús- anna lækni heilsutæpa landsmenn. t.d. með opnum hjartaðagerðum, mjaðmaaðgerðum, krabbameins- lækningum eða lífsbjargandi að- gerðum á fyrirburum úr öllum landshlutum, og afköst verði sífellt meiri, skilar það sér ekki í hag- kvæmni eða auknum tekjum fyrir þessar stofnanir, eins og margoft hefur verið bent á, heldur í stórfelldum kostnaðarauka. Það sem starfsmenn hinsvegar geta átt von á, eru ærumeiðandi ummæli frá ráða- mönnum landsins, sem hafa ekki, þrátt fyrir að vera til þess kjömir, enn komið því skipu- lagi á heilbrigðismálin í landinu sem fjöl- margir starfsmenn heilbrigðisstofnana hafa kallað eftir í mörg ár. Þess í stað er att saman starfstéttum, stofnunum og sjúkl- ingahópum í baráttunni um tak- markaða íjármuni. Það er lítil reisn yfir slíkum vinnubrögðum. Af hverju eru stóru sjúkrahúsin í vanda? Margar þættir vega þar þungt. Margsinnis hefur verið bent á það að fjármálaráðuneytið gerir kjara- samninga við einstakar starfstéttir sjúkrahúsanna, en dregur það síðan jafnvel um eitt til tvö ár að bæta stofnunum upp þann aukakostnað sem af þessu hlýst. Þá hefur lítið verið fjallað um hlutverk stofnunar eins og Ríkisspítala sem „ráðgjafa- fyrirtækis" fyrir aðrar heilbrigðis- stofnanir í landinu. Á degi hveijum veita læknar stofnunarinnar í mjög miklum mæli ráðgjöf varðandi með- ferð einstakra sjúklinga. Þessi ráð- gjöf er veitt öðram sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, en kostn- aður sem að mestu leyti er fólginn í tíma starfsmanna fellur alfarið á Ríkisspítala. Menntun lækna, hjúkrunarfræðinga sem og annarra heilbrigðisstarfsmanna hvílir að miklu leyti á stofnunni með þeim kostnaði, sem fylgir því að reka háskólasjúkrahús, en það er talið að um 25 % aukakostnaður felist í því. Einu bráðasjúkrahúsi á höfuð- borgarsvæðinu hefur verið lokað og ijölda sjúkrarúma hefur verið lokað vegna spamaðar og niðurskurðar á sjúkrahúsum borgarinnar, en ætla má að u.þ.b. eitt hundrað sjúkra- rúmum hafi verið lokað á allra síð- ustu árum. Hvaða afleiðingar hefur þetta haft í för með sér? Ein afleið- ing sparnaðaraðgerða undangeng- inna ára virðist m.a. vera sú að sjúk- lingar koma í æ ríkari mæli inn á bráðavöktum mun veikari en áður, þar sem bið eftir sjúkrahúsdvöl hefur lengst úr hófi. Bráðainnlagnir era kostnaðarsamari og því má rekja aukinn kostnað m.a. til þessa ástands. Rikisspítalar teljast vera gömul stofnun, þegar húsakostur þeirra er skoðaður. Innra skipulag bygg- inga er víða gamaldags og úr sér gengið og því erfitt að útfæra nú- tímahugmyndir um hagkvæman rekstur hátæknisjúkrahúsa án verulegra breytinga. Fj'ölmargar hugmyndir stjórn- enda Ríkisspítala eru líklegar til að ná enn einhverri hagræðingu, þó ekki sé um neinar 400 milljón króna matarholur að ræða, sem mun vera fjárvöntun spítalans á yfirstandandi ári, ef veita á sömu þjónustu og árið 1995. En því miður, enn einu sinni sannast hið fornkveðna, að það er dýrt að vera fátækur. Þær aðgerðir sem stjórnendur hafa lagt til og sem munu skila frekari hag- ræðingu, krefjast breytinga á hús- næði og rekstrarformi, og kalla á fjármagn sem stofnunin fær ekki á íjárlögum. Og því miður skortir öll langtímamarkmið og yfirsýn í fjár- Ásta B. Þorsteinsdóttir Nokkrír af ráðamönn- um þjóðarínnar hafa sent starfsmönnum Rík- isspítala heldur kaldar kveðjur að undanförnu, að mati Astu B. Þor- steinsdóttur. Hún spyr hvort fj árlög sem ekki séu unnin á grundvelli vel undirbyggðra upp- lýsinga stjórnenda spít- alanna, séu ekki fremur 1 ólög en lög. lagagerð Alþingis, enn einu sinni er tjaldað til einnar nætur, með þeim afleiðingum að stofnun eins og Ríkisspítalar hafa engan frið til að skapa festu í starfsemi sinni með langtímaskipulagningu. Enn ein ástæða þess vanda, sem stóru sjúkrahúsin í Reykjavík glíma við, er að mörg sjúkrahús í ná- grannabyggðalögum loka fjárfrekri starfsemi í lengri eða skemmri tíma á ári hveiju, til að mæta þeim spam- aðarkröfum sem til þeirra eru gerð- ar. Vandamálunum er velt annað. Ekki hverfa vandamál sjúklinga í Reykjaneskjördæmi við það að fæð- ingardeild eða skurðstofa Sjúkra- húss Suðurnesja loki í 2 mánuði á hveiju ári og ekki hverfur vandi sjúklinga á Suðurlandi þegar skurð- stofur á Sjúkrahúsi Suðurlands loka yfir sumarið. Til að mæta sparnað- arkröfum sem sjúkrahúsin standa frammi fyrir, grípur hver til sinna ráða, án nokkurs samráðs við yfir- völd og án þess að nokkur heildar- sýn náist. Þetta þýðir m.a. það að hátæknisjúkrahúsin, sem eru eins- konar endastöð, verða að taka við fjölda sjúklinga frá þessum byggða- lögum. Þannig taka Ríkisspítalar ekki eingöngu við dýrustu tilfellum í læknisfræðinni á hveijum tíma, sem á vissulega að vera í þeirra verkahring, heldur er einnig velt til þeirra verkefnum sem minni sjúkra- húsin eiga að geta sinnt, allan árs- ins hring. Fjármagn fylgir hins veg- ar ekki með til þess sjúkrahúss sem meðferðina veitir. Við þessar að- stæður eru allar áætlanir þeim ann- mörkum háðar að það er aldrei vit- að hversu mörgum sjúklingum má gera ráð fyrir til meðferðar á stofn- unina á hveiju ári, sem er m.a. skýring á því að stofnun eins og Ríkisspítalar fari 1,5 % fram úr fjár- lögum, nokkuð sem í mörgum öðr- um ríkisstofnunum eða fyrirtækjum telst þó ekki til stórtíðinda. Af hverju tekst svo illa að skipuleggja heilbrigðismálin? Það er ljóst að skipulag og fram- tíðarsýn í heilbrigðismálum hefur skort. Góð áform um verkaskipt- ingu sjúkrahúsanna hafa aldrei gengið eftir, m. a. vegna tor- tryggni, gamals vana, og hræðslu við að missa viðfangsefni og völd. Samkvæmt heilbrigðislögum er Ríkisspítölum skylt að marka sér stefnu. Til að mæta þessari laga- skyldu var fyrir nokkrum árum leit- að til virts erlends ráðgjafarfyrir- tækis Ernst og Young og óskað eftir aðstoð þeirra við þetta starf. Það var athygilsvert að heyra ráð þessara virtu sérfræðinga, en þeir sögðu að stefnumótun fyrir Ríkis- spítala eina væri óraunhæf, heildar- skipulag í heilbrigðismálum þjóðar- innar yrði að fara fram samhliða, í ljósi þess hlutverks sem Ríkisspít- alar gegna í heilbrigðisþjónustu landsins. Þeir bentu á að nauðsyn- legt væri að skýra og skilgreina verkefni einstakra sjúkrahúsa. Þessir sérfræðingar vöruðu einn- ig eindregið við þeirri þróun, sem þeir sáu fyrir, að hér störfuðu tvö hátæknisjúkrahús hlið við hlið. Slíkt myndi aðeins leiða til samkeppni um mannafla og fjármagn, tvöföld- unar þjónustunnar og leiða til stór- fellds útgjaldaauka fyrir þjóðina. Þeir lögðu til í lokaniðurstöðum sín- um að Landspítali og Borgarspítali yrðu settir undir eina yfirstjórn og verkaskipting þeirra skýrð. Þessar hugmyndir hlutu ekki hljómgrunn og mikið var gert til að gera þessar tillögur tortryggileg- ar. Þess í stað var ofuráhersla lögð á að sameina Borgarspítala og Landakotsspítala, og er sú samein- ing nú orðin að veruleika í Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Hér skal ekki lagður á það dómur hvort sú ákvörðun var skynsamleg eða ekki. Það hljóta hinsvegar að vakna upp ýmsar áleitnar spurningar eins og til dæmis þær hvernig þessi niður- staða fékkst. Var þessi leið talin hagkvæmust fyrir heilbrigðiskerfið í heild? Hver voru markmið samein- ingarinnar m.t.t. sparnaðar og hafa þau markmið náðst? Hvað kostaði sameiningin? Eru einhver þau teikn á lofti í dag sem sýna að viðvörunar- orð hinna hollensku ráðgjafa áttu við rök að styðjast? Þetta eru mikil- vægar spurningar sem svör verða að fást við, ef hægt á að verða að draga lærdóm af þeirri reynslu í heilbrigðismálsumræðu dagsins í dag. Þegar skýrsla um starfsemi landsbyggðasjúkrahúsa lá fyrir á siðasta ári, hófst mikil varnarbar- átta forsvarmanna sjúkrahúsa ein- stakra landsbyggðarkjördæma, sem var háð með dyggum stuðningi þingmanna þeirra. Það eru vissu- lega miklir hagsmunir í húfi, öryggi og heilsa fólks í einstökum byggðar- lögum, störf á landsbyggðinni og miklir fjármunir, og því þarf að heyja þessa umræðu af gát. Það virðast hinsvegar fáir málssvarar Ríkisspítala sitja á Alþingi íslend- inga, og aðeins örfáir þingmenn Reykvíkinga eða Reyknesinga virð- ast vilja standa vörð um starfsemi stofnunarinnar og gæta hagsmuna sjúklinganna, þrátt fyrir það að meira en helmingur sjúklinga spít- alans og allir starfsmenn hans komi úr þessum kjördæmum. Þessar vangaveltur leiða óneitan- lega hugann að því hvort það sé misvægi atkvæða í landinu sem er að verða allri skynsamlegri umræðu og lausnum á vanda heilbrigðisþjón- ustannar slíkur fjötur um fót, að ekki verði við neitt ráðið fyrr en breytingar hafa orðið í þeim efnum. Það vekur athygli hversu dyggilega einstakir alþingismenn veija óbreytt ástand og standa jafnvel i vegi fyrir tilraunum til hagræðingar í heilbrigðismálum. Svo virðist sem umræður og ákvarðanir séu oftar en ekki byggðar á tilfinningum og nálægð við stjómmálamenn, en rök- um og heilbrigðri skynsemi. Alþing- ismenn, í ákafa sínum við að gera vel við kjördæmi sín, mega ekki hindra vitræna umræðu um þessi mikilvægu mál, sem í raun varða þjóðarhag fremur en hag einstakra kjördæma. Hvað kostar sparnaðurinn í heilbrigðiskerfinu? Island, sem er í fremstu röð meðal þeirra þjóða sem skara fram úr í heilbrigðismálum í heiminum ráðstafar svipuðu fjármagni hlut- fallslega til heilbrigðismála og aðrar OECD þjóðir gera að meðaltali. Aðgangur fólks að því besta sem læknis- og hjúkrunarþjónusta hefur upp á að bjóða og jöfnuður hefur fram að þessu verið nokkuð vel tryggður, en blikur eru á lofti um þessar mundir. Umræða um vax- andi útgjöld hins opinbera til vel-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.