Morgunblaðið - 28.01.1996, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.01.1996, Qupperneq 30
* 30 SUNNUDAGUR 28. JANLIAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins LIÐSSTJÓRAR Verzlunarskólaliðsins, þeir Haukur Eggertsson (t.v.) og Hafþór Hafliðason, standa þétt að baki liðinu. Sitjandi f.v. Ólafur Jóhannsson, Björgvin Ingi Ólafsson og Ragnar Jónsson. Um allt land sitja framhaldsskólanemar sveittir o g streittir við að afla sér upplýs- inga, fræðast og muna. Æfa sig í að gusa út úr sér réttu svari á sem stystum tíma. Takmarkið er að sigra í spumingakeppninni Gettu betur, sem er nýhafín í útvarpinu og lýkur í mars í sjónvarpi. Hildur Friðriks- dóttir ræddi við fáeina keppendur til að for- vitnast um hvemig undirbúningi er háttað. EGAR blaðamaður hringdi í hádeginu norður á Akur- eyri til að grennsiast fyrir um hjá nemendum Verk- menntaskólans hvernig undirbúningi væri háttað sátu þremenningarnir Sigtryggur Símonarson, Sigurður S. Sigurðsson og Gestur Einarsson inni á herbergi nemendafélagsins og •• spiluðu „gula Trivial-ið“. Hvert hlé er notað til æfinga og sögur ganga um að tímasókn sé ekki ávallt til fyrirmyndar. Sem reyndasti maður liðsins var Sigtryggur sendur í símann til að svara fyrir hópinn. „Við erum eigin- lega ekkert farnir að æfa og Rúnar Sigurpálsson veit ekki enn að hann er liðsstjóri okkar. Við nefndum það að vísu við hann í haust og þá tók hann því vel, en hann verður fljót- lega settur inn i málin,“ sagði Sig- tryggur. I Verkmenntaskólanum er haldin forkeppni að hausti og spreyta nem- endur sig í fyrstu á 25 spurningum. Átján komust í úrslit og tóku þeir - þátt í 80 spurninga keppni sem end- aði í þriggja manna liði. „Tvö efstu sætin voru með afgerandi forystu en nokkur keppni var um þriðja sætið,“ sagði Sigtryggur með mikl- um galsa. En hvað með stelpurnar, komst engin þeirra í úrslit? „Jú, tvær, en þegar á reyndi treystu þær sér ekki áfram. Það virðist algengt að stelpur vanti sjálfstraustið." Hlátrasköll glymja í bakgrunni og þegar spurt er um brandarann segir Sigtryggur að viðkomandi vilji ekki láta hafa neitt eftir sér. „Hann var eitthvað að tala um veikara kynið," bætti hann svo við. Einn fyrir alla Ekki runnu öll svörin jafnlipurlega upp úr honum, en eins og góðum liðsmanni sæmir leitaði hann aðstoð- ar félaga sinna. „Strákar, hvernig á ég að lýsa okkur? Erum við félags- verur eða lestrarhestar?" spurði hann og beindi spurningu biaða- manns áfram. „Hvorugt," heyrðist í öðrum hvorum hinna í bakgrunnin- um. „Við erum frekar félagslyndir en engir lestrarhestar," varð endan- legt svar og því bætt við að þeir væru bara svo eftirtektarsamir og góðir að muna. „Eins og töivur.“ „Gengur okkur þá vel í skólan- um?“ Hlátrasköll glumdu um her- bergið og endurómuðu í símtólinu. „Nei-hei, sérstaklega ekki núna, það er svo margt annað að gera,“ voru skiiaboðin frá liðinu. „Erum við einhleypir?" hélt hann áfram, en áttaði sig svo og svaraði: „Einn er harðgiftur en við hinir ein- hleypir. Við erum 18, 19 og 20 ára.“ Æfingar eru ekki orðnar stífar ennþá en þegar líður nær keppni telja þeir ekki ólíklegt að æfingar standi yfir í tíu tíma á viku, auk heimalesturs og annars sem til fellur eins og að fylgjast með fréttum. Þeir segjast ekki hafa valið sér ákveðið svið en séu liðtækir víða. „Auðvitað eru sumir betri í öðru en aðrir." Þeir segja að stemmningin i skól- anum sé ekki byrjuð, nemendur hafi varia hugmynd um þrælana sem æfi sig í bak og fyrir. Aftur á móti þeg- ar auglýsing um keppnina sé komin upp fari titringur um skólagangana sem fari stigvaxandi. „Þegar VMA og MA mættust í úrslitakeppni fyrir fjórum árum mættu þúsund manns í íþróttahöllina og hefur varla mynd- ast önnur eins stemmning í þessari keppni og þá,“ sagði Sigtryggur og þar með var hann kvaddur með ósk um gott gengi. Verzló fjórum sinnum í öðru sæti Þegar blaðamaður kom inn í stofu 12 í Verzlunarskóla íslands í fylgd annars liðsstjórans, Hauks Eggerts- sonar, sátu þremenningarnir Ragnar Jónsson, Björgvin Ingi Ólafsson og Ólafur Jóhannsson og svöruðu hraðaspurningum frá hinum liðs- stjóranum, Hafþóri Hafliðasyni. Báðir hafa þeir Hafþór og Haukur verið í keppnisiiði Verzlunarskólans og Haukur öll fjögur ár sín skólan- um. „Líklega hefur enginn tapað jafnoft og ég í spurningakeppninni, né unnið jafnoft," sagði hann sposk- ur á svip þegar viðð höfum sest afsíð- is meðan hinir láta gamminn geisa. Þess má geta að undanfarin þijú ár hefur Verzló hreppt annað sætið í keppninni auk einu sinni á árum áður. Skólinn hefur hins vegar aldr- ei hampað verðlaunagripnum. Þar sem Haukur hefur góða yfir- sýn yfir keppnina fýsti blaðamann að vita hvort hann telji að hægt sé að flokka keppendur í ákveðnar manngerðir. „Það er til dæmis engin ávísun að vera dúx til að komast í liðið. Þó er Ragnar bæði dúx og semidúx," svaraði hann að bragði. „Sjálfur hef ég aldrei dúxað, þó svo að ég hafi verið með ágætis einkunn- ir.“ Hann heldur því þó fram að ein- kunnir í framahaldsskóla séu merk- ingarlausar og ekki þess virði að eyða miklum tíma í námið. „Mér gekk auðveldlega að fá 8 og 9 án þess að hafa mikið fyrir því og það nægði mér.“ En hvers vegna skyldu vera svo fáar stelpur í liðunum sem raun ber vitni? Hann er fljótur til svars, næst- um einum of: „Þær vita hreinlega ekki jafnmikið." Þegar hann sér hvað blaðamanni sámar þessi alhæfing um kvenþjóð- ina dregur hann fram blaðabunka og segir um leið: „Við lögðum spurn- ingar fyrir alla nemendur skólans til að velja í liðið. Stelpurnar komu nærri því alls staðar verr út. Það Morgunblaðið/Kristján ÞEIR eru ekki að stressa sig fyrir keppnina félagarnir Sig- urður Sveinn Sigurðsson (t.v.), Sigtryggur Simonarson og Gestur Einarsson í Verk- menntaskólanum á Akureyri. var helst í trúarbrögðum, tónlist, íslendingasögum, líffræði og bók- menntum sem þær voru ekki eftir- bátar strákanna." Haukur segist telja að ástæðan sé sú að stelpur hafi hreinlega önnur áhugamál og fylgist til dæmis lítið með fréttum. Strákar séu í eðli sínu meiri grúskarar. „Stelpur læra ágætlega en eru illa að sér fyrir utan það.“ Hann er þó á því að stelp- ur séu feimnari við að taka þátt í spurningakeppni. Þær sem það geri séu þó ansi góðar og ekki eftirbátar strákanna. Haukur er á fyrsta ári í véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla íslands. Aðspurður segist hann ekki sjá að reynsla sín úr keppninni hafi komið sér til góða í verkfræðinni, hvorki aðferðarfræðin né þekkingin. „Þegar ég kom í Verzló kunni ég sögu og landafræði upp á hár, því mér fannst einfaldlega gaman að lesa um hvort tveggja. Ég hef yfirleitt gaman af því að vera vel upplýstur og það fer oft í taugarnar á mér þegar fólk fylgist ekki með því sem er að ger- ast í kringum það.“ Ekkert Trivial hér Hann segist ekki eyða frítímanum mikið í sjónvarpsgláp, en spili oft stríðsspil við félaga sína, t.d. úr Napóleonsstríðum og þvílíku. Stríðs- spilaáhuginn vaknaði þegar skákin nægði honum ekki. En skyldi hann aldrei fara út að skemmta sér? „Jú, jú,“ svarar hann. „Ég hef farið nokkrum sinnum." Við látum þetta nægja en snúum okkur að liðinu sjálfu, sem segist aldrei notast við Trivial til æfinga. Nú, hvað þá? spyr blaðamaður aldeil- is úti að aka. „Við notum gamlar spurningar og alls kyns upplýs- ingar," segir Hafþór og leggur fram rosaþykka möppu. „Við eigum lista yfir allt sem við þurfum að kunna og annað búum við til,“ bætir Ragn- ar við. Fyrir forkeppnina hittast þeir um það bil þrisvar í viku og þá oft þijá klukkutíma í senn. „Hvað með nám- ið?“ „Það reddast," svarar Björgvin með þeim hraða eins og hann sé þegar kominn í tímapressu og kink- ar kolli í átt til Ragnars. „Hann seg- ir það.“ „Eina námið sem áhyggjur þarf að hafa af er mitt,“ segir Haukur og væntir greiniiega samúðar frá liðinu en þeir blása á það. Þeir segja að spurningakeppnin eigi sér sífellt fleiri fylgismenn innan skólanna. Fyrir nokkrum árum átti Morfís, sem er ræðukeppni fram- haldsskólanna, miklu meiri vinsæld- um að fagna. „Þetta er að snúast við, sem betur fer, því þessi keppni er miklu meira spennandi," segja þeir. En hvers vegna þessi áhugi á að standa í eldlínunni? Er pressan og spenningurinn ástæðan? „Ragnar er athyglisjúkur", segir Haukur og glottir en Björgvin er einnig fljótur til svars: „Þetta er dálítið ömmu- vænt!“ Það fer ekki milli mála að hér eru

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.