Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 39
Hver er
staða
móður-
málsins?
Frá Þórði E. Halldórssyni:
ÞAÐ er nokkuð rætt annað slagið
um málvöndun og nauðsyn þess að
koma í veg fyrir að málið verði
fyrir óheppilegum áhrifum frá er-
lendum tungumálum og í því sam-
bandi aðallega talið að enskan sæki
mest á. Því mætti ætla að Háskóli
íslands stæði best að vígi með alla
sína prófessora og aðra hámennt-
aða einstaklinga sem standa vörð
um móðurmálið og hafa forustu um
málvöndun. Götuslangur unglinga
er oft tímabundið fyrirbæri og
hverfur oftast frekar fljótt, enda
þótt sum orðatiltæki festist í mál-
inu. Mikið vantar á að sumt starfs-
fólk fjölmiðlanna sé komið af
gelgjuskeiðinu hvað málfar snertir.
Það er ósköp hvimleitt að heyra
þuli stagast á orðinu æðislegt, um
nánast hvað sem er. Ein útvarpsþul-
an var að tala um nýfætt barn sem
væri alveg æðislegt. Hún nefndi
ekki hvort barnið hefði fengið æði
við fæðingu, eða verið getið í æði.
Látum nú vera að tala um að kjóll
eða einhver önnur flík sé æðisleg,
en þegar kemur að útliti eða ein-
staklingum fer gamanið að kárna.
Ég nefndi prófessorana við Há-
skóla íslands, sem helst mætti ætla
að stæðu öðrum fremur vörð um
móðurmálið. Mér er sagt að nefnd
prófessora við Háskólann hafi með
að gera að gefa götum í þéttbýli
nöfn, a.m.k. í Reykjavík. Eg ætla
aðeins að nefna eitt dæmi. Þegar
góðvinur minn, Meyvant Sigurðs-
son, bjó á Seltjarnarnesi nefndi
hann hús sitt Eiði. í dag er stór
hluti af umhverfinu nefndur uppá
Eiði svo sem Eiðistorg, Eiðisgata,
Eiðismýri, en gatan sem liggur á
þessum slóðum meðfram sjónum
Eiðsgrandi. Nú er orðið Eiðsgrandi
óumdeilanlega eignarfall af manns-
nafninu Eiður. Eg hringdi til Há-
skólans að fá nafnið á götunni stað-
fest. Sennilega hef-*% ekki hitt á
réttan aðila því enginn gat gefið
mér umbeðið svar. Mér þykir ólík-
legt að nafnið sé kennt við að sveija
eið. Mér leikur því forvitni á að fá
að vita hvar Eiður sá bjó sem gatan
er nefnd eftir. Mér þykir ekki
ósennilegt að tilgreind nefnd eigi
einnig að koma í veg fyrir að
óheppilegt nafnval festist í málinu,
sérstaklega þegar fornum heitum á
lifnaðarháttum er snúið upp í and-
hverfu sína. Þarna á ég við orðið
snælda. Snældur í rokk eða hala-
snælda voru nótaðar við tóvinnu í
gamla daga, um aldaraðir. Eins og
allir vita er til þekkja var snældan
notuð til að gera snúð á bandið.
Nú heyrist í töluðu og rituðu máli
talað um snældur sem tæki til að
flytja mál og myndir ljósvakans um
fjarlægðir. Rétta nafnið á þetta
fyrirbæri er auðvitað nafnið spóla.
Ofugmælið snælda felst í því að
umrætt hljóðbönd eru ekki fram-
leidd með snúð. Þannig hefur fornu
heiti á aldagömlu tæki verið snúið
uppí alveg óskylt tilefni. Það er, að
nota fornt nafn úr daglegu lífi feðr-
anna til nafngiftar á' algjörlega
óskyldum hlut nútímans. Með þessu
móti glatast úr málinu, á mörgum
sviðum, hin forna merking hlut-
anna. Mér skilst að þeir sem valist
hafa til verndar málinu, séu þeir
sem þjóðin hefur stutt til náms,
m.a. í þeim tilgangi.
Þar sem ekki er rúm fyrir fleiri
dæmi að þessu sinni læt ég þetta
nægja, enda þótt af mýmörgu sé
að taka. Ég vil gjarnan vekja fólk
til umhugsunar um þessi mál, því
auðséð er að það eru ekki bara er-
lendar tungur sem sækja að móður-
máli okkar, heldur andvaraleysi
þeirra sem valdir eru til þess að
halda því hreinu.
ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON,
Sólheimum 23, Reykjavík.
Þrastargata - lítið einbýli
Til sölu mikið endurn. ca 80 fm einbýli á tveimur hæð-
um á þessum vinsæla stað í Vesturbæ. Húsið er í góðu
standi, ný klætt að utan. Parket er á gólfum og eru
allar innréttingar nýlegar.
EIGNAHÖLLIN, SÍMI5524111
Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík.
Opið hús í dag, sunnudag, kl. 13-16
í Ásgarði 39
Fallegt 129 fm raðhús á tveimur hæðum með kjallara.
4 svefnherb. Góð staðsetning. Áhv. ca 1,9 millj. Verð
8,5 millj. (8392). Verið velkomin. Þórir og Auður taka
vel á móti ykkur.
Lyngvík, fasteignasala, sími 588 9490.
Til sölu fiskvinnsluhús
og atvinnuhúsnæði
í Hafnarfirði
Um er að ræða húseign við Eyrartröð. Framhús 242
fm sem nú er starfrækt fiskvinnsla í. Innkeyrsludyr.
Bakhús 354,3 fm með innkeyrsludyrum. Rúmlega fok-
helt húsnæði með mikilli lofthæð og innkeyrsludyrum
og hinsvegar ca 540 fm stálgrindarhús með mikilli loft-
hæð og innkeyrsludyrum á sérlóð. Byggingarréttur.
Selst í hlutum eða einu lagi. Verð: tilboð.
Nánari upplýsingar gefur:
Hraunhamar, fasteignasala, sími 565 4511.
Bújörð í Eyjafirði
Okkur hefur verið falið að selja jörðina Jórunnarstaði í
Eyjafirði, ásamt bústofni og vélum. Á jörðinni er rekið kúa-
bú með 150 þúsund lítra fullvirðisrétti.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Fasteigna- & skipasala Norðurlands,
Ráðhústorgi 5, 600 Akureyri,
sími 461-1500, fax 461-2844.
Pétur Jósefsson, sölustjóri,
Benedikt Ólafsson hdl.
Jörð í Eyjafirði
Okkur hefur verið falið að selja jörðina Gilsá 1 í Eyjafirði.
Jörðin er u.þ.b. 30 km innan Akureyrar. Jörðin er ágæt
lega hýst, en nýtur ekki framleiðsluréttar f landbúnaði.
Hentar vel t.d. til skógræktar eða hestabúskapar.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Fasteigna- & skipasala Norðurlands,
Ráðhústorgi 5, 600 Akureyri,
sími 461-1500, fax 461-2844.
Pétur Jósefsson, sölustjóri,
Benedikt Ólafsson hdl.
Vegmúla 2 • Sími 533-3344 • Fax 533-3345
v Pálmi B. Almarsson, Guðmundur Björn Steinþórsson lögg. fasteignasali, Sigfiis Almarsson J
Fossvogur - Mjög rúmgóð - Bílskúr
Dalaland 14 - Opið hús
Mjög rúmgóð og falleg 120 fm 5 herbergja íbúð á
2. hæð ásamt bílskúr. Mjög rúmgóð stofa, 4 svefn-
herbergi, flísalagt bað. Glæsiíegt óhindrað útsýni
yfir Fossvoginn. Húsið stendur innst í botnlanga.
Ahv. 5,2 millj. húsbréf (5% vextir). Verð 10,8 millj.
Sjón er sögu ríkari.
Hanna og Einar taka á móti þér í dag kl. 15-17.
- kjarni málsins!
Hárgreiðslustofa
í eigin húsnæði til sölu
Er staðsett í gamla miðbænum. Húsnæðið er ca 40 fm
að stærð og er það á götuhæð.
ATH.: Selst með eða án núverandi reksturs!
EIGNAHÖLLIN, SÍMI5524111
Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík.
OPIÐ HÚS
SJÁVARGRUND 5 - GARÐABÆ
Ný og stórglæsil. 6 herb. íbúð á tveimur hæðum ásamt stæði í
bílskýli í þessu vinsæla húsi. Vandað parket á gólfum. Fallegt út-
sýni. Eign fyrir vandláta. Opið hús ídag kl. 13-17. Verið velkomin.
Framtíðin, fasteignasala,
sími 511 3030.
OPIÐ HÚS
OFANLEIT111,1. hæð
Um 90 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð - jarðhæð í litlu fjöl-
býli. 2 svefnherb., flísalagt baðherb., sérþvottahús.inn-
af eldhúsi. Stofa, helluiögð verönd og sérgarður. Áhv.
1,8 millj. Verð: Tilboð. Bjarni verður á staðnum í dag
milli kl. 14 og 17.
Húsið - fasteignasala,
Suðurlandsbraut 50, sími 533 4300.
Opið í dag milli kl. 12 og 14.
hÓLl
FASTEIGNASALA
- ný tækni
- aukin þjónusta
3? 5510090
Opið hús í dag frá kl. 14-17
Álfatún 13,2. h.
Ásgarður 11 - raðhús
Vorum að fá í sölu fallegt 130
fm raðh. sem er kj. og tvær
hæðir. Sérsuðurgarður. Áhv.
hagst. lán byggsj. 4,5 millj.
Verð 8,4 millj. Ingunn og Guð-
mundur bjóða ykkur velkomin
milli kl. 14 og 17 í dag. 6790.
Hvassaleiti 10,3. h.
Glæsil. 96 fm 4ra herb. íb. á 3.
hæð á þessum eftirsótta stað.
Eignin skiptist m.a. í 3 herb.,
góða stofu með svölum og fögru
útsýni yfir borgina. Parket. Nýl.
eldh. Bílskúr. Hús nýviðg. að
utan. Áhv. 4,6 millj. húsbr. Verð
aðeins 8,4 millj. Michal og
Anna taka á móti gestum milli
kl. 14 og 17 í dag.
Mjög falleg 101 fm 4ra herb. íb.
á 2. hæð (efstu) I nýl. 4-býli.
Góður 26 fm bflskúr. 3 svefnh.
+ sjónvarpshol. Stórar suðursv.
Frábært útsýni. Þvottahús á
hæðinni. 2 góðar geymslur í kj.
Áhv. 3,8 millj. Verð 10,3 millj.
Eignin er laus nú þegar. Jón
Páll býður ykkur velkomin í dag
milli kl. 14 og 17. 4977.
Austurströnd 6,4. h.
Á þessum skemmtilega stað
vorum við að fá í sölu afar
spennandi 51 fm ib. á 4. hæð
(gengið inn á 3. hæð) með út-
sýni út yfir hafið blátt. Þetta er
ekkert mál, þú skoöar þessa um
helgina. Áhv. 1,8 milij. byggsj.
Verð 5,7 millj. (b. er laus nú
þegar. Anna og Þorkell verða
á staðnum milli kl. 13 og 16 í
dag. 2525.