Morgunblaðið - 28.01.1996, Side 40

Morgunblaðið - 28.01.1996, Side 40
10 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR' 1996 MORGUNBLAÐIÐ NISSAN PATROL GR TURBO DIESEL árg. ‘91 Bíllinn er óbreyttur, steingrár að lit og ek. 81 þús. km. Verð kr. 2.690.000. Gegn staögreiöslu fæst 10% stgr. afsl. Innifalið f verðinu: - 3000 lítrar af dieselolíu (ríflega ársbirgðir af eldsneyti) að verðmæti kr. 79.500. - Motorola GSM farsími að verðmæti kr. 50.000. Möguleiki á yfirtöku á bílaláni að upphæð kr. 1.300.000,- til 48 mánaða með 7,8% vöxtum. Lántökukostnaður, kr. 69.000, innifalinn. Upplýsingar í síma 896 1216 eöa 562 6001 Myndlistaskólinn í Reykjavík The Reykjavlk School of Art VORÖNN 1996 (22. janúar 1996 -1. maí 1996) Kennslutími vorannar er 13 vikur Nemendur komast enn að í eftirfarandi námskeið: Barna- og unglingadeildir Kennarar deilda 6-10 ára 6-10 ára 6-10ára 10-12 ára 13-15 ára Leirmótun 12-15 ára Módelteikning 1 Módelteikning 1 Módelteikning 2 Módeiteikning 2 þriöjudaga og fimmtudaga þriðjudaga og fimmtudaga föstudaga föstudaga mánudaga og miðvikudaga laugardaga mánud. föstud. laugard. þriðjud. þriðjud. 0-11.30. Þóra Sigurðardóttir kl. 13.30-15.00. Þóra Sigurðardóttir kl. 10.00-11.45. Katrín Briem kl. 14.00-16.30. Katrín Briem kl. 17.30-19.00. Margrét Friðbergsdóttir kl. 10.00-13.15. Kolbrún Kjarval kl. 17.30-21.30. Þorri Hringsson kl. 17.00-19.15. Kristín Arngrímsdóttir kl. 10.00-12.15. Kristín Arngrímsdóttir kl. 17.30-19.45. Ingólfur Örn Arnarson kl. 19.45-22.00. Ingólfur Örn Arnarson Málaradeildir (meóferó olíulita, pastellita og vatnslita) Pastellitir og litablöndun, (undirb. fyrir málun). þriðjud. Frjáls málun 1 mánud. Frjáls málun 2 föstud. Teiknun ogvatnslitir laugard. ;i. 17.30-21.30. Peter M. Leplar 1 17.30-21.30. Daði Guðbjörnsson ;1.14.30-18.30. Kristján Steingr. Jónsson kl. 09.15-13.15. Gunnlaugur St. Gíslason Mótunardeildir Teiknun 3. Teiknun og form (efnistilraunir í þrívídd, pappír, leir, gifs o.fl.) mánud. kl. 17.30-21.30. Þóra Sigurðardóttir Módelstúdía. (efni: leir, gifs, afsteypur) laugard. Fyrirlestrar Að skoða myndlist (fyrirlestrar 6 vikur). laugard. kl. 09.15-13.15. Sigrún Guðmundsdóttir' kl. 13.30-15.00. Ingibjörg Jóhannsdóttir Fyrirlestrar í listasögu og um sértæk efni tengd náminu verða auglýstir á kennslutíma. Skráning nemenda á vorönn fer fram á skrifstofu skólans Tryggvagötu 15, Reykjavík, virka daga kl. 13-19. Leitið nánari upplýsinga í síma 551-1990. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Ábending til Laugavegssam- takanna KONA, sem segist sein- þreytt til vandræða, hringdi til Velvakanda vegna stöðu- mælavarðaofsókna sem hún segist hafa mátt þola upp á síðkastið. „Stöðumælaverð- ir eru margir hveijir þeirrar náttúru,“ segir hún, „að geta birst fyrirvaralaust fyrir framan stöðumæla, skrifað sekt á sömu sek- úndu og tíminn rennur út og horfið sporlaust." Þetta segist konan hafa upplifað í tvígang í miðbæn- um fyrir skömmu. Hún lagði bílnum sínum í stæði við verslun í miðbænum kl. 17.00 og gaf sér 25 mínútur þar inni. Hún hafí hins veg- ar verið u.þ.b. 2 mínútur fram yfir þann tíma í versl- uninni og því var komin sekt á framrúðuna þegar hún kom út. Enginn vörður var sjáanlegur og tíminn sem skrifaður var á sektina var 17.35. Nú gæti úr varðarins auðvitað hafa verið vitlaust stillt, en hann hefði nú samt átt að sjást einhvers staðar í grennd- inni. Af þessu tilefni og ótal öðrum leggur hún fram eftirfarandi tillögu: íbúar, verslunar- og starfsfólk í miðbæ Reykja- víkur ráði til sín t.d. ungling á hjólaskautum og feli hon- um að renna sér að hveijum mæli í miðbænum og setja 50 krónur í hann á klukku- tíma fresti. Sé þetta skipu- lega gert ætti hann að geta farið rúntinn á klukkutíma fresti þannig að aldrei komi sekt á mælana. Það kostar 400 krónur í hvem stöðu- mæli á dag miðað við 8 klukkustundir og það ætti varla að koma mikið við pyngju verslana að punga út eins og einum og einum fímmtíukalli fyrir bflastæði. í staðinn yrði fólk fúsara að koma í bæinn og myndu fyrirtækin þá fá fímmtíu- kallinn til baka með aukinni verslun. Kæru Laugavegssam- tök, fyrirtæki, íbúar og verslanir við Laugaveg. Tökum höndum saman og reynum að stemma stigu við þessum ófögnuði. Kona seinþreytt til vandræða Sand á göngfustígana HRINGT var ti! Velvak- anda og hann beðinn að minnast á það í dálkum sínum að nauðsynlegt væri að bera sand á göngustígana í borginni. Fólk er sífellt minnt á hollustu góðrar hreyfíng- ar, svo sem að fara í gönguferðir eða hjóla, en það er ógjörningur núna vegna klakabunka og hálku á göngustígunum. Af þessu hlýst hin mesta slysahætta og heyrist í flölmiðlum að fjöldi fólks hafi dottið í hálku og brotnað. Borgaryfirvöld verða að gera eitthvað í þessu. SKÁK llmsjón Marpeir Pctursson ÉG held að við eigum von á afkvæmi, en við skulum bíða með að tilkynna það þar til líður lengra á meðgönguna. Svartur leikur og vinnur ÞESSI staða kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Bogi Páls- son (2.065) var með hvitt, en Haraldur Baldursson (1.955) var með svart og átti leik. Hvítur fékk góða stöðu eftir byijunina, en var of bráður á sér og fóm- aði manni. Hann fékk þijú peð í bætur, en missti frumkvæðið: 27. - Hxa2+!! 28. Bxa2 — b3 29. Bxb3 (Hvítur á ekki önnur ráð við hótuninni 29. — Da8) 29. - Rxb3+ 30. ÞÚ ert einfaldlega MJÖG tapsár, Sigurður. Ka2 — Db5! (Laglegur leik- ur sem tekur af allan vafa) 31. Dxb3 - Bd5 32. Dxd5 — Dxd5+ og með drottningu fyrir hrók vann svartur. Lagleg flétta þetta, en Haraldur Baldursson er þó kunnari fyrir störf sín að félagsmálum skákmanna, en taflmennsku. Hann er for- maður Taflfélags Kópavogs og í stjórn SI. Það hefur verið mikið hugsjónamál hjá Haraldi að ísland tæki þátt á Ólympíumótum 16 ára og yngri. Hann var fararstjóri á slíku móti á Kanaríeyjum í vor þegar ísland sigraði óvænt. Næsta mót verður í ágúst í sumar í Belgrad. Ást er ... hlýleg kvöldstund. TM Rofl US. Pat. 0« — all riflht* roseivec! (c) 1995 Lo* Angeles Tlmes Syndicale Náðu í vatnsglas fyrir EF þig langar að heyra mig fyrst þú ert kominn mitt álit, held ég að hér á fætur. se ekki bröndu að fá. Víkverji skrifar... JÓÐARSÁLIN finnur sér gjaman einhver ágreinings- efni, svokölluð skammdegismál, til að stytta sér veturinn, biðina eftir birtu og gróanda. Tvennt er það sem menn stinga saman nefjum um öðm fremur þessar vikurnar, líkleg- ir forsetaframbjóðendur og hug- myndir um aðskilnað ríkis og kirkju. Það em ekki sízt innbyrðis deilur kirkjunnar manna sem ýtt hafa undir síðara umræðuefnið. Guðmundur Árni Stefánsson al- þingismaður birtir af þessu tilefni grein hér í blaðinu og segir: „Það er algengt að fólk gangi út frá því að íslenzka þjóðkirkjan sé ríkis- kirkja og sé að öllu leyti rekin fyr- ir fjármuni úr ríkissjóði. Þetta er ekki rétt. Kirkjan, söfnuðir lands- ins, em undir stjórn sóknarnefnda sem eru mjög sjálfstæðar og lúta í engu stjórn ríkisins né heldur fá þær framlög úr ríkissjóði". Höfundur segir að ríkið inn- heimti sóknargjöld fyrir söfnuðina, á svipaðan hátt og vinnuveitendur innheimti félagsgjöld fyrir verka- lýðsfélögin. Söfnuðirnir reka síðan kirkjur sínar fyrir þessi sóknar- gjöld. Á hinn bóginn greiðir ríkið laun presta þjóðkirkjunnar, sem sinni í raun margháttuðum samfé- lagslegum skyldum. „Hvað þyrfti marga félagsráðgjafa, sálfræðinga, félagsmálafulltrúa, starfsmenn á sviði öidmnar- og æskulýðsmála og ýmiss konar þjónustufulltrúa af ýmsum toga,“ spyr höfundur, „til að vinna þau störf sem prestar hafa nú með höndum? Hver yrði sparnaðurinn fyrir ríkið, fyrir skatt- greiðendur, þegar upp er staðið?“ xxx VÍKVERJI hefur áður vitnað til þess er kristni var lögtekin á Alþingi við Öxará fýrir bráðum þúsund árum. Þá kvað Þorgeir Ljós- vetningagoði upp þjóðarsátt, sem staðið hefur í þúsund ár: „Núþykir mér það ráð, að vér íátum og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gang- ast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorir tveggja hafi nokk- uð tii sín máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum sundur iögin, að vér munum slíta og friðinn." Þessi orð má þjóðin muna enn í dag. Og þau eiga ekki sízt erindi við þá kirkjunnar menn [starfsfólkj sem hvað „mest hafa í gegn geng- íst“ undanfarið! xxx e INGMAÐURINN, sem fyrr var til vitnað, segir umræðuna um aðskilnað ríkis og kirkju á misskiln- ingi byggða. Þjóðkirkjan sé eðlileg- ur og nauðsynlegur þáttur í samfé- lagi okkar. Víkveiji dagsins er hon- um hjartanlega sammála. Fólki er frjálst að standa utan þjóðkirkju ef það vill. Staðreynd er eftir sem áður að níu af hveijum tíu landsmönnum vilja njóta þjón- ustu hennar, a.m.k. einhverra þátta hennar, helgra tíða, sakramentis, skírnar, fermingar, giftingar, kirkjuhljómlistar, ýmiss konar hjálpar á erfiðum stundum, - sem og þeirrar þjónustu sem veitt er þegar við ýtum úr jarðvistarvör. Víkveiji hyggur að þeir séu fáir sem vilji í raun taka krossinn úr þjóðfánanum, „Ó, Guð vors lands“, úr þjóðsögnum eða strika yfir þátt kirkjunnar í samfélaginu. xxx TARFSFÓLK Þjóðkirkjunnar er ekki, frekar en annað mann- fólk, hafið yfir samskiptabresti. En of mikið af öllu má þó gera, eins og þar stendur. Og mál er að linni. Deilur innan kirkjunnar undan- farið hafa og vakið upp ýmsar spurningar. Er ekki tímabært að afnema æviráðningu presta? Þarf ekki að tryggja betur en nú er gert aðstöðu og rétt safnaða innan kirkjunnar til velja prest - og skipta um prest, ef svo ber undir? Rétt eins og safnaðarkirkjan ræður annað starfslið eftir hefðbundnum reglum samfélagsins? Víkveiji hef- ur margheyrt þessar' spurningar undanfarið. Hann lætur vera að svara þeim að siríni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.