Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stefnt að nýjum síldarfundi ímars EKKERT samkomulag náðist á fundi aðildarríkja Norðaustur-Atl- antshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC), sem lauk í London í gær, um hlutverk stofnunarinnar við stjórnun norsk-íslenzka síldarstofns- ins. Stefnt er að því að aðildarríkin ræði frekar saman sín á milli og að komið verði saman til nýs fundar 7. marz, sé tilefni til. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar, formanns íslenzku viðræðunefndar- innar á fundinum, virðist sem önnur aðildarríki NEAFC hafi nálgazt það sjónarmið íslendinga, að frumskilyrði þess að hægt sé að ná samkomulagi um stjómun á síldarstofninum sé að strandríkin fjögur, sem mestra hags- muna eigi að gæta, komi sér saman. Því hafi menn loks orðið sammála um að hvetja fulltrúa aðildarríkjanna til að ræða saman sín á milli. „Ef einhver von er um árangur eftir umræður á þeim vettvangi, er boðað til framhaldsfundar 7. marz. Þannig er hægt að undirbúa hugs- anlega ákvörðun á aukaársfundi NEAFC, sem hefur verið boðaður 19. marz,“ segir Guðmundur. Rætt við Færeyinga Fulltrúar Færeyja og íslands ræddu sín á milli á fundinum um útgáfu sameiginlegs sfldarkvóta. Formleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin. Fyrr í vikunni urðu aðildarríki NEAFC sammála um að halda áfram viðræðum um skiptingu úthafs- karfakvóta á Reykjaneshrygg á framhaldsfundi, sem boðaður var 19. febrúar. Fundinum hefur nú verið seinkað til 7. marz, til samræmis við hugsanlegan fund um síldar- stofninn. ------»♦ ♦------ Refabóndi borinn út Selfossi. Morgunblaðið. FULLTRÚI sýslumannsins á Sel- fossi hefur tilkynnt ábúandanum að Hvoli I í Ölfusi, Björgvini Ár- mannssyni refabónda, að hann og flölskylda verði borin út á mánudag. Útburðarkrafan byggist á dómi í máli sem jarðardeild ríkisins höfðaði gegn Björgvini í kjölfar sölu á jörð- inni til annars aðila um að Björgvini bæri að víkja . Þessi dómur var stað- festur í Hæstarétti í nóvember. Morgunblaðið/Sigurgeir Til Eyja í stað Skot- lands FIMMTÁN manns voru sam- tímis að spila golf á golfvell- inum í Vestmannaeyjum í veðurblíðunni upp úr hádeg- inu í gær, en í janúar var hægt að spila golf þar í þtjár vikur af fjórum. í hópnum voru nokkrir áhugasamir golfarar frá Reylgavík sem hoppuðu til Eyja til að spila golf, en þeir höfðu á orði að þar væri nú eini möguleikinn á því að fá útrás fyrir golf- bakteríuna þar sem golfvellir í Skotlandi og annars staðar í norðanverðri Evrópu væru á kafi í snjó. Þarna voru á ferðinni þrír starfsmenn Flugmálastjórnar og Iéku þeir 18 holur og þrjár að auki. Á myndinni eru þeir saman- komnir, talið frá vinstri: Hall- grímur Hallgrímsson, Þórður Pálsson, Ingibergur Einars- son, starfsmaður Flugmála- sljórnar í Vestmannaeyjum, sem slóst í hópinn, og Björn O. Matthíasson. Landanir úr erlendum skipum gætu skapað um eitt þúsund stðrf munurinn liggur mest í minni loðnulöndun. Arið 1994 lönduðu erlend fiskiskip hér alls 265 sinn- um eða að meðaltali eitt skip hvem virkan dag. Um helmingur skipanna landar í Reykjavík eða Hafnarfirði. Talið er að hver lönd- un skili 15 milljónum króna í tekj- ur og er vinnsla aflans þar mikil- vægust, eða um 11,5 milljónir króna. Þjónusta ýmiss konar veg- ur mun minna og er áberandi hve lítið þessi skip taka af kosti hér. í skýrslunni er farið yfir ýmsa þætti viðskipta, sem þessum lönd- unum tgngjast. Þar er áætlað að erlendir sjómenn hafi eytt tæpum fimm milljónum króna í hárskurð, 20 milljónum í bílakaup, mest Lödur, 27 milljónum í flugfarmiða vegna áhafnaskipta og loks 53 milljónum í lífsins lystisemdir. ÁÆTLAÐ er að landanir erlendra fiskiskipa hafi skapað hér um 580 störf árið 1994. Með skipulögðum aðgerðum er talið að tvöfalda megi afla sem útlendingar landa hér og skapa þannig um eitt þúsund störf. Þetta kemur fram í skýrslu um þjóðhagslegan ávinning þessara landana, sem gerð er af Aflvaka, samstarfsverkefni Hafnarfjarðar- hafnar og Reykjavíkurhafnar. Miðað er við að afli sem útlending- ar landa hér verði ýmist unninn hérlendis eða fluttur óunninn út. Talið er að þannig myndu skapast um eitt þúsund störf og heildar- tekjur landsmanna af þessari starfsemi gætu þá numið allt að átta milljörðum króna. Endanlegar tölur um landanir á síðasta ári liggja ekki fýrir, en ljóst er þó að erlend skip lönduðu þá mun minna af fiski beint til vinnslu hérlendis en árið áður, en Mjólkur- lítrinn hækkar um 4 krónur VERÐ á mjólkurvörum til neytenda hækkar í dag frá 3-6,5%, og þannig hækkar t.d. verð á nýmjólk úr 64 krónum lítrinn í 68 krónur, eða um 6,25%. Verð á ný- mjólk hefur ekki hækkað síð- an í desember 1990, en hins vegar hafa orðið verðbreyt- ingar á öðrum mjólkurvörum síðan þá. Verð til bænda hækkar Verðlagsnefndir búvara ákváðu í gær nýtt verð á mjólk til bænda, afurðastöðva og neytenda og hækkar verð- ið til bænda um 4,74%. Að sögn Guðbjöms Ámasonar hjá Landssambandi kúa- bænda em ástæður hækkun- arinnar til bænda fyrst og fremst 18% hækkun á kjam- fóðri, 15% hækkun á fiski- mjöli, 5% hækkun á olíu og þá hefur orðið hækkun á við- haldi og aðkeyptri þjónustu. Auk þess hækkar launaliður bænda til samræmis við við- miðunarstéttir. Hækkun á umbúðum Hjá afurðastöðvum hefur orðið 20-30% hækkun á um- búðum frá útlöndum, en auk þess hafa m.a. launahækkan- ir hjá starfsfólki afurðastöðv- anna áhrif á hækkun mjólkurverðsins til neytenda. Tryggingasvik og bankarán Þremur sleppt en rannsókn stendur enn Canada 3000 leyft að taka farþega SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur veitt kanadíska flugfélaginu Canada 3000 leyfí til að taka far- þega um borð tvisvar í viku hér á landi á leið sinni til Kanada. Ekki liggur hins vegar enn fyrir nein niðurstaða um ósk félagsins að fá einnig að taka farþega um borð á leiðinni til Evrópu. Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur Canada 3000 í hyggju að hafa viðkomu á Keflavíkurflugvelli 8 sinnum á viku í sumar og nær þetta leyfi því aðeins til um fjórð- ungs ferða þeirra. Að sögn Halldórs Blöndal, samgönguráðherra, stend- ur ekki á íslenskum stjómvöldum hvað aukna tíðni varðar, en hann bendir á að samkvæmt loftferða- samningi íslands og Kanada sé Flugleiðum einungis heimilt að fljúga tvisvar í viku til Halifax. Ferðalög á sunnudögum SÚ breyting hefur orðið á sérblöðum Morgunblaðsins að umfjöllun um ferðamál sem verið hefur hluti af Dag- legu lífi/Ferðalögum á föstu- dögum færist í sérblað á sunnudögum frá og með þess- ari helgi. ÞREMUR mönnum, sem verið höfðu í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fjársvik og aðild að bankaráni, var sleppt úr haldi síð- degis á miðvikudag, en Rannsókn- arlögregla ríkisins taldi ekki efni til að fara fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfír þeim. Fjórði maðurinn er enn í haldi. í frétt frá RLR kemur fram, að rannsókn þyki hafa leitt í Ijós að fjórmenningamir hafi staðið saman að því á árunum 1993- 1995 að svíkja fé út úr fjórum tryggingafélögum, Trygginga- stofnun ríkisins og sjúkrasjóðum stéttarfélaga, í formi bóta fyrir líkamstjón og bifreiðatjón. Menn- imir hafi sett á svið umferðarslys og önnur óhöpp. Tryggingafélögin hafi þegar greitt vel á annan tug milljóna í bætur vegna þessara atburða, en ennþá liggi ekki fyrir endanlegar tölur vegna greiðslna frá Tryggingastofnun og sjúkra- sjóðunum. Þær muni þó skipta milljónum. Skipulögðu bankarán Rannsókn fjársvikamálsins er vel á veg komin, að sögn RLR. Við þá rannsókn komu fram, m.a. við húsleitir, upplýsingar og gögn sem vöktu grunsemdir um að mennimir ættu aðild að ráninu, sem framið var í útibúi Búnaðar- bankans við Vesturgötu. „Fyrir liggur að þeir skipulögðu og undirbjuggu á sl. ári að fremja vopnað bankarán, þar sem m.a. átti að nota skotvopn og stolnar bifreiðar með stolnum númeraplöt- um, klæðast dökkum samfesting- um og hettum og komast undan eftir fyrirfram skipulögðum flótta- leiðum, - allt með mjög líkum hætti og við ránið sem framið var í útibúi Búnaðarbanka íslands við Vesturgötu þann 18. desember sl-,“ segir í frétt Rannsóknarlög- reglunnar. Rannsóknarlögreglan segir að mennimir hafi hrint í framkvæmd hluta af áætlun sinni og rannsókn hafi beinst að því að upplýsa að hve miklu leyti undirbúningurinn hafí tengst ráninu sem framið var. Rannsókn málsins verði hald- ið áfram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.