Morgunblaðið - 02.02.1996, Page 4

Morgunblaðið - 02.02.1996, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MÖRGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR T * JT [T ■Hj j^gÉplyjj HEILSUGÆSLULÆKNAR fylgdust með umræðum á Alþingi í gær. Morgunbiaðið/Ásdís Heilbrigðisráðherra ósáttur við vinnubrögð heilsugæslulækna í umræðum á Alþingi Viðræður um lausn hafnar INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi í gær að hún væri mjög ósátt við þau vinnubrögð heilsugæslulækna að grípa til hópupp- sagna. Þetta kom fram í umræðu utan dagskrár um stöðu heilsugæslunnar en tilefnið var uppsagnir 127 heilsugæslulækna á miðvikudag. Margrét Frímannsdóttir þingmaður Alþýðubandalags hóf umræðuna og sagði það lýsa því vel hve mikið stjórnleysi væri ríkjandi í heilsugæslumálum, að heilsugæslu- og heimilislæknar þyrftu að segja upp störfum til að vekja athygli stjórnvalda á mikilvægi starfseminnar. Margrét spurði heil- brigðisráðherra hvemig hún ætlaði að bregðast við þessum uppsögnum. Óánægja lækna Ingibjörg Pálmadóttir sagðist hafa átt fund með fulltrúum heilsugæslulækna í gærmorgun þar sem þeir kynntu þau atriði sem yllu mestri óánægju í röðum þeirra. Þar hefði borið hæst óánægju með skipulag og uppbyggingu heilsugæslu í Reykjavík, þar á meðal staða svokallaðrar Læknavaktar. „Allir sem fylgst hafa með heilbrigðismálum undanfarin ár gera sér grein fyrir þeim vandamál- um sem læknámir vekja athygli á. Deilan um til- vísanir, ágreiningur um vakt bamalækna í Reykja- vík og ýmislegt fleira tengist allt þeim vanda sem hér er við að glíma,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að aðilar hefðu orðið sammála um að ráðuneytið reyndi eins fljótt og unnt væri að fínna farveg fyrir lausn þessara vandamála. Hún sagðist því sem fyrstu aðgerð hafa ákveðið að beina því því þeirra hópa, sem nú fjölluðu um skipulag svæðisbundinna heilbrigðisstjóma og endurskoðun á heilbrigðisáætlun, að skoða sér- staklega þau mál sem sneru að uppbyggingu heil- sugæslunnar og betur mættu fara. Tilvísanakerfi Sighvatur Björgvinsson þingmaður Alþýðu- flokks sagði að grunnskipulagi heilbrigðisþjón- ustunnar hefði á undanfömum árum verið stefnt í hættu, m.a. með því að sérfræðingar hefðu tek- ið að sér verkefni sem heilsugæslan ætti að sinna. Fyrri ráðherrar hefðu reynt að spyma við fótum. Guðmundur Bjamason hefði ætlað' að beita sér fyrir tilvísanakerfi en síðan heykst á því. Sighvat- ur sagði að í sinni ráðherratíð hefði verið gerð önnur tilraun, sem hefði tekist ef núverandi heil- brigðisráðherra hefði haft bein í nefinu. Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista sagði að heilbrigðiskerfið væri í upplausn, einkum vegna vanhugsaðs niðurskurðar fjárframlaga á síðustu árum. Hún sagði að afar hæg úppbygging heilsugæslustöðva í Reykjavík hefði m.a. leitt af sér auknar heimsóknir til sérfræðinga án milli- göngu heimilislækna. Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokks sagði að staðan nú væri afleiðing langrar þróun- ar. Nú ríkti nánast óheft samkeppni milli sérfræð- inga og heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu. Því væri mjög freistandi fyrir sérfræðing að fá til sín sjúkling, hugsanlega að óþörfu, og því mætti spyija hvort sérfræðingar væm famir að vinna nánast sem heimilislæknar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Þjóðvaka sagði að ástand heilsugæslunnar væri enn einn áfellisdómur yfir ríkisstjóm Davíðs Odds- sonar varðandi heilbrigðismálin. Hún sagði að í Reykjavík væru 9.200 manns án heilsugæslu eða heimilislækna, en 5 læknar á svæðinu gætu bætt við sig sjúklingum, um 1.500 manns. Álag á heil- sugæslu hefði aukist mjög þegar þrengt væri að sjúkrahúsunum. Samningí um Lækna- vaktina sagt upp LÆKNAVAKTIN hefur sagt upp samningi sínum við stjórn heilsu- gæslunnar í Reykjavík og tekur uppsögnin gildi 1. mars nk. Gunnar Ingi Gunnarsson, talsmaður Læknavaktarinnar, sagði að ástæða uppsagnarinnar væri óánægja með starfsaðstæður heilsugæslulækna. Hann sagði að heilsugæslulæknar í Reykjavík myndu ganga vaktir áfram meðan þeir væru í vinnu hjá ríkinu, enda væru þeir skyldugir til þess samkvæmt lögum. Gunnar Ingi sagði að stjómvöld fylgdu ekki lögum og reglugerðum sem gerðu ráð fyrir að sjúklingar leituðu fyrst til heilsugæslunnar. Þetta hefði t.d. birst í því að bréf hefði verið sent frá heilbrigðisráðu- neytinu þar sem stungið væri upp á því að barnalæknar tækju upp vaktþjónustu. Þá hefði stjóm heilsu- gæslunnar í Reykjavík undirbúið útboð á þjónustu Læknavaktarinnar þar sem allir læknar máttu bjóða í. Hugmyndin um útboð hefði verið stöðvuð enda væri hún ekki í sam- ræmi við lög. Bamalæknar hófu vaktþjónustu í haust og í kjölfarið sögðu heilsu- gæslulæknar við Læknavaktina upp samningi sínum við stjórn heilsu- gæslunnar í Reykjavík. Gunnar Ingi sagði að i þessu máli væru heilsu- gæslulæknar ekki í stríði við sér- fræðinga. Þeir vildu að stjórnvöld færu eftir lögum og reglum um ’ verkaskiptingu innan heilbrigðis- kerfisins. Gunnar Ingi sagðist hafa rætt þetta mál við heilbrigðisráðherra. Hann sagðist telja að ráðherrann hefði skilning á vandanum og vilja til að leysa hann. Meðan svo væri myndu heilsugæslulæknar ganga vaktir. Islensk börn drekka mun meira af gosdrykkjum en böm í nágrannalöndunum ÍSLENSK börn o g unglingar drekka að meðaltali hálfan lítra af- gosi og öðrum svaladrykkkjum á hveijum degi eða talsvert meira en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndun- um að því er fram kemur í könnun Manneldisráðs á mataræði ungs skólafólks 1992 til 1993. Laufey Steingrímsdóttir, nær- ingarfræðingur og forstöðumaður Manneldisráðs, telur að líklegasta skýringin á mikilli gosneyslu sé að íslendingar hafi seinna farið að hafa efni á drykkjunum en ná- grannaþjóðirnar og því sé ekki komið jafnvægi á neysluna. Greint hefur verið frá því í Morgunblaðinu að íslensk rannsókn hafí leitt í ljós að eyðing tanna vegna óhóflegrar neyslu gosdrykkja og súrra drykkja væri orðin stórt vandamál á íslandi. Könnun Manneldisráðs náði til 1.166 ungmenna, 596 drengja og 570 stúlkna, á aldrinum 9 til 14 ára á landinu öllu. Niðurstöðumar gefa eins og áður segir til kynna að meðalneysla gosdrykkja og svaladrykkja sé tæpur hálfur lítri á dag. Neyslan er heldur minni hjá nemendum í 5. bekk en meiri hjá þehn eldri. í nýlegri danskri könnun var neysla 13 ára unglinga tæpir 3 dl og talið er að norskir jafnaldrar þeirra drekki 2,2 dl á dag. Hvert barn innbyrðir að jafnaði 96 grömm af viðbættum sykri á hveijum degi. Þar af koma 50 gr úr gosdrykkjum og svaladrykkjum. Um helmingur nemenda { 5. bekk drekkur sjaldan gos, eða 0-2 sinnum í viku, og aðeins um 12% drekka gos nánast daglega. Meðal nemenda í 9. bekk er dreifmgin nokkuð ólík. Þar er um þriðjungur nemenda í þeim hópi sem drekkur sjaldan gos og Drekka hálfan lítra af gosi daglega Hversu oft í viku drekka nemendur í 5., 7. og 9. bekk gosdrykki? *•*<* Tvisvar eða sjaidnar í viku Þrisvartilfimm Sextj sinnum í viku og fii _______________ sim jafnmargir drekka gos nánast dag- lega. Samanburður á niðurstöðum könnunarinnar og sölutölum fyrir sömu ár gefur til kynna að neysla unglinganna sé heldur yfír meðal- talsneyslu því hún er 3,54 dl á dag árið 1990, 3,57 dl árið 1991, 3,72 dl árið 1992 og 3,52 dl árið 1993. Sykurneysla er almennt töluvert meiri á Islandi en á hinum Norður- löndunum því samkvæmt norrænni samantekt var sykumeysla hér á landi að meðaltali 48,2 kg árið 1993, í Danmörku 41,6 kg, í Finn- landi 37,2 kg, í Noregi 42,5 og Svíþjóð 43,5 kg. Ýmsar kenningar Laufey sagði að ekki væri til fullnaðarskýring á því hvers vegna íslendingar drykkju jafnmikið af gosi og raun bæri vitni. „Mér hefur fundist að líklegasta kenningin væri sú að af því íslendingar væru svo nýlega farnir að hafa efni á drykkjunum væri ekki komið jafn- vægi á neysluna. Hins vegar eru ýmsar kenningar í gangi. Ein kenn- ingin er að svokölluð sjoppumenn- ing okkar íslendinga hafi hvetjandi áhrif á gosdrykkju. Hér hanga krakkar gjarnan inni í sjoppum yfir gosflösku en víða annars stað- ar eru aðeins afgreiðslulúgur. Ekki má heldur gleyma því að yfirleitt eru sjoppur í kringum skólana. Um leið og byggður er nýr skóli rís upp sjoppa til að þjóna krökkunum í nágrenninu,“ sagði Laufey. „Tannlæknar hafa t.d. sagt mér frá því að töluvert sé um tann- skemmdir í krökkum sem eru í íþróttum. Krakkarnir koma þyrstir heim af æfingu og þamba í sig gos. Við höfum í því sambandi barist fyrir betri aðgangi að góðu drykkjarvatni á íþróttastöðum og víðar.“ Laufey sagði að Manneldisráð hefði mælt með því að boðið væri upp á mjólk og vatn í grunnskólum. „Við leggjum áherslu á að börnun- um standi til boða góð köld mjólk við allra hæfi í skólanum. Ég á ! því sambandi við að þeim sé t.d gefínn kostur á léttmjólk enda höf- um við lagt áherslu á að hún henti flestum,“ sagði hún en tók fram að súru drykkirnir væru að því leyti betri en gosið að í þeim væri nátt- úrulegur sykur. Af ávaxtadrykkj- um mælti hún með hreinum safa. Safi ólikur gosi Hafrún Kristjánsdóttir, mark- aðsstjóri Sólar hf., lýsti yfír undrun ' sinni á því að safi og gos skyldu vera sett undir sama hatt í frétt um rannsóknina. „Drykkirnir eru alltof ólíkir til að hægt sé að skella þeim svona saman. Ég get nefnt í því sam- bandi að þú verður að drekka 100 lítra af safa til að fá sama hlutfall af sýru og í einum lítra af gosi. Ekki má heldur gleyma því að ef safinn er ekki 100% hreirin notum við ávaxtasykur í hann. Ég get því eiginlega ekki séð að hægt sé að mistnota safa,“ sagði hún en Sól hf. framleiðir þijár tegundir af safa, Svala sem er 35% safi með ávaxtasykri, og hreinu safana Brazi og Trópí. Pétur Björnsson, forstjóri Vífil- fells, sagðist ekki hafa miklar upp- lýsingar um rannsóknina. „Ég get því ekki svarað öðruvísi en að umræður um tannskemmdir hafa komið upp með svona 8 til 10 ára millibili. Þeir tannlæknar sem við höfum talað við í því sambandi hafa sagt að aðalatriði, og það sem fólk ætti að hafa í huga, væru matarvenjur og góð tannhirða,“ sagði hann í þessu sambandi. Hann sagðist myndi tilkynna um íslensku rannsóknina til móðurfyrirtækis- ins. Talsmaður Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson hf. kaus að tjá síg ekki um rannsóknina að svo komnu | máli enda lægju ekki fyrir nægilega ' miklar upplýsingar um hana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.