Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ
22 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996
ERLEIMT
Chirac vill aukin áhrif
Evrópu innan NATO
Washington. Reuter.
JACQUES Chirac Frakklandsforseti kom í opin-
bera heimsókn til Bandaríkjanna á miðvikudag.
í ræðu sem hann flutti á Bandaríkjaþingi í
gærkvöldi hvatti hann til þess að Frakkar og
aðrar Evrópuþjóðir tækju virkari þátt í starfi
Atlantshafsbandalagsins (NATO).
Chirac sagði að það yrði að laga Atlantshafs-
bandalagið að breyttum aðstæðum, ekki síst
þeim auknu áhrifum Evrópu, sem væru að
mótast. Tryggja yrði að samstarfið byggði á
tveimur stoðum, annarri amerískri, hinni evr-
ópskri.
Chirac sagði að þetta endumýjaða bandalag
yrði að taka tillit til sjálfsmyndar Evrópu og
evrópskra hagsmuna. Evrópuríki og Bandaríkin
yrðu að vera jafngildir samstarfsaðilar þegar
kæmi að því að axla ábyrgð í heiminum og við
varnir Evrópu.
Bandaríkin auki
þróunaraðstoðina
Þá hvatti Frakklandsforseti Bandaríkjastjórn
til að taka í auknum mæli þátt í fjármögnun
Reuter
BILL Clinton og Jacques Chirac við mót-
tökuathöfn í Hvíta húsinu í gær.
þróunaraðstoðar við ríki þriðja heimsins.
Bandaríkin veita um 9 milljörðum Bandaríkja-
dollara, um 550 milljörðum króna, í þróunarað-
stoð ár hvert en ríki Evrópusambandsins, sem
eru álíka stór hagstærð, veita 31 milljarði doll-
ara á ári að sögn franskra embættismanna.
Sandy Vershbow, sem er yfirmaður Evrópu-
mála hjá bandaríska Þjóðaröryggisráðinu, sagði
framtíð NATO-samstarfsins vera mikilvægasta
málið er rætt yrði við Chirac í heimsókn hans.
Vershbow sagði þá ákvörðun Frakka í síðasta
mánuði að taka á ný þátt í hernaðarsamstarfi
NATO og sækja fundi Atlantshafsráðsins
greiða fyrir frekari viðræðum um framtíð Evr-
ópu innan bandalagsins.
Charles de Gaulle Frakklandsforseti hætti
þátttöku í hemaðarsamstarfmu árið 1966 þar
sem hann taldi áhrif Bandaríkjamanna of mikil.
Mike McCurry, talsmaður Bandaríkjaforseta,
sagði Bandaríkjastjórn fagna áhuga Evrópu-
ríkja á að taka aukinn þátt í störfum bandalags-
ins en hvatti þó til þess að hagsmunir NATO
yrðu hafðir í fyrirrúmi.
Vannæring sögð hijá hermenn í N-Kóreu
Liðhlaupar
sagðir ræna og
rupla í bæjum
Seoul. Reuter.
HJÚKRUNARKONUR hlynna að starfsmanni seðlabankans á
Sri Lanka sem særðist í sprengjutilræðinu í Colombo i fyrradag.
Sprengjutilræðið á Sri Lanka
Kennsl borin á
tilræðismenn
Colombo. Reuter.
VANNÆRING hijáir umtalsverðan
hluta hermanna í Norður-Kóreu og
dæmi eru um að hermenn gerist
liðhlaupar til að ræna og rupla í
bæjum landsins, ef marka má frá-
sagnir norður-kóreskra flótta-
manna í Seoul.
„Fimm til átta af hundraði her-
mannanna í Norður-Kóreu þjást af
vannæringu vegna matarskorts og
aðeins 20-30 af hundraði geta talist
heilbrigðir," sagði Ahn Young-gil,
fyrrverandi herforingi sem flúði frá
landinu í fyrra. „Vegna skorts á
nauðsynjum hafa æ fleiri hermenn
strokið úr herbúðunum til að ræna
og hrella fólk í bæjunum."
Her Norður-Kóreu er með 1,1
milljón hermanna og er fimmti fjöl-
mennasti her heims. Lim Young-
sun, sem flúði til Suður-Kóreu árið
1993, sagði að aðbúnaður hermann-
anna hafi tekið að versna seint á
síðasta áratug. „Sérsveitir hafa rek-
ið sjúkrahús frá árinu 1992 til að
hlynna að hermönnum sem þjást
af vannæringu," sagði Lim og bætti
við að hann hefði tekið þátt í að
skipuleggja aðhlynninguna. „Þeir
voru næstum sjónlausir og gátu
varla hreyft sig vegna vannæring-
ar.“
Hungursneyð hugsanleg
Stjómvöld í Norður-Kóreu ósk-
uðu í fyrsta sinn eftir aðstoð alþjóð-
legra hjálparstofnana í fyrra vegna
mikilla flóða sem eyðilögðu stóran
hluta komuppskerunnar. Embætt-
ismenn Sameinuðu þjóðanna segja
hættu á hungursneyð eftir nokkra
mánuði berist matvæli ekki til
landsins. Fulltrúar hjálparstofnana,
sem hafa kannað ástandið í land-
inu, segjast þó ekki hafa séð merki
um að vannæringin sé orðin eins
almenn og flóttamennimir hafa
sagt.
Trevor Page, yfirmaður útibús
Matvælastofnunar Sameinuðu
(WFP) í Pyongyang, sagði þó á
miðvikudag að mikið væri um
dauðsföll vegna lungnabólgu og
lungnakvefs þar sem viðnámsþol
fólks hefði minnkað. „Hungrið
eykst æ meira eftir því sem lengra
líður á veturinn."
Matvælastofnunin telur að skelli
hungursneyð á geti hún náð til
nokkurra milljóna manna, þar af
2,5 milljóna kvenna og bama.
Stofnunin áætlar að senda þurfi 1,2
milljónir tonna af korni til Norður-
Kóreu en aðeins lítill hluti þess
hefur borist til landsins.
Utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu
sagði að enginn vafi léki á því að
ástandið í grannrfkinu færi versn-
andi: „Meginorsök matvælaskorts-
ins er kommúníska kerfið, sem við-
urkennir ekki einkaeignarréttinn.
Mest áhrif hefur þó sú stefna stjöm-
arinnar að eyða allri orku þjóðarinn-
ar í stríðsundirbúning."
LÖGREGLAN á Sri Lanka sagðist í
gær vita öll deili á mönnunum þrem-
ur sem stóðu að sprengjutilræðinu í
miðborg höfuðborgarinnar Colombo
í fyrradag sem varð a.m.k. 80 manns
að bana.
Að sögn lögreglunnar eru menn-
.imir þrír liðsmenn frelsissamtaka
Tamíltígra (LTTE) sem barist hafa
fyrir sjálfstæðu Tamíláríki á norð-
austurhluta Sri Lanka.
Þeir komu til Colombo 8. janúar
í þeim tilgangi að fremja verknaðinn
og höfðu undirbúið hann og beðið
færis síðan.
Tveir tilræðismannanna voru
handteknir er þeir reyndu að forða
sér úr miðborginni á stolinni skelli-
nöðru en óljóst er um afdrif þess
þriðja. Hann ók vörubílnum, sem
sprengjunni var komið fyrir í, að
seðlabankabyggingunni þar sem hún
var sprengd með þeim afleiðingum
að byggingin stórskemmdist. Sjö
aðrar byggingar urðu einnig illa út-
leiknar.
Alls slösuðust um 1400 manns en
af um 80 látnum voru 40 starfsmenn
seðlabankans. Auk tjónsins í seðla-
bankanum eyðilögðust skrifstofur
nokkurra annarra banka.
Stjóm Sri Lanka hét því í gær að
herða baráttuna gegn skæruliðum
Tamíla. Sérfræðingar sögðust álíta,
að tilræðið gæti haft alvarlegar af-
leiðingar fyrir efnahagslíf landsins
og orðið til þess að ferðamönnum
fækkaði.
Ciller hót-
ar Grikkj-
um stríði
TANSU Ciller, forsætisráð-
herra bráðabirgðastjórnarinn-
ar í Tyrklandi, hótaði Grikkj-
um stríði í gær ef þeir færðu
landhelgi
sína út í 12
mílur sam-
kvæmt ha-
fréttarsátt-
málanum,
sem Tyrkir
hafa ekki
undirritað.
Hún sagði að
Tyrkir hefðu
fallist á að kalla herskip sín
heim frá eyðiskeri í Eyjahafí,
sem bæði ríkin gera tilkall til,
m.a. vegna þess að gríska
stjórnin hefði lofað að færa
landhelgina ekki út.
Ný stjórn gríska sósíalista-
flokksins hélt velli í atkvæða-
greiðslu á þinginu um van-
trauststillögu en tveir af þing-
mönnum flokksins ákváðu þó
að sitja hjá vegna óánægju
með tilslökun stjómarinnar í
Eyj ahafsdeilunni.
Richard Holbrooke, aðstoð-
arutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, kvaðst ætla að reyna
að miðla málum í deilunni í
næsta mánuði frekar en að
hefja boðaðar viðræður um
Kýpur-deiluna.
Bandaríkja-
menn í Súdan
kallaðir heim
SÚDÖNSK stjórnvöld hvöttu
í gær Bandaríkjastjórn til að
falla frá þeirri ákvörðun sinni
að kalla alla stjórnarerindreka
sína í Súdan heim. Banda-
ríkjastjórn sagði að ekki væri
hægt að tryggja öryggi
stjómarerindrekanna í
Khartoum en stjórn Súdans
vísaði því á bug.
Nokkru áður hafði öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna hvatt
Súdani til að framselja þrjá
menn til Eþíópíu vegna mis-
heppnaðrar tilraunar til að
ráða Hosni Mubarak, forseta
Egyptalands, af dögum.
Serbar ósam-
vinnuþýðir
RICHARD Goldstone, aðal-
saksóknari stríðglæpadóm-
stóls Sameinuðu þjóðanna í
Haag, sagði í gær að Serbar
hefðu neitað að aðstoða dóm-
stólinn við rannsókn á stríðs-
glæpum í Bosníu og vildu ekki
viðurkenna lögmæti hans.
Hann kvaðst ennfremur svart-
sýnn á að hægt yrði að sækja
Radovan Karadzic, leiðtoga
Bosníu-Serba, til saka.
Þýska stjórn-
in gagnrýnd
OSKAR Lafontaine, leiðtogi
þýska Jafnaðarmannaflokks-
ins, gagnrýndi í gær nýjar
efnahagsaðgerðir stjómarinn-
ar og sagði þær ekki líklegar
til að leysa efnahagsvandann
eða draga úr atvinnuleysinu.
„Fimm milljónir starfa vantar
í Þýskalandi. Þetta sýnir að
efnahagsstefna stjórnar Helm-
uts Kohls síðustu 13 árin hefur
brugðist.“
Hugsanleg skaðsemi
farsíma könnuð
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSKIR vísindamenn rann-
saka nú hvort örbylgjur frá
stafrænum farsímum geti
valdið notendum símanna
ýmsum óþægindum eins og
höfuðverkjum.
„Við viljum kanna hvers
vegna margir finna til erting-
ar og hita í andlitinu og höfuð-
verkja þegar þeir nota far-
síma,“ sagði Kjell Hansson
Mild, prófessor við Atvinnu-
lífsstofnunina í Stokkhólmi.
„Margir hafa hringt í okkur
vegna slíkra tilvika. Við höf-
um talað við starfsbræður
okkar í Bretlandi, Astralíu,
Noregi og Finnlandi og þeir
hafa allir sömu sögu að segja.“
Arvid Brandberg, talsmað-
ur sambands sænskra farsíma-
fyrirtælqa, staðfesti að sam-
bandinu hefðu borist slíkar
kvartanir. „Við höfum talað
við átta eða níu menn sem
hafa kvartað yfir hörundsert-
ingu, höfuðverkjum og augna-
ertingu."
Vísindamenn telja að ein-
kennin megi hugsanlega rekja
til örbylgna frá stafrænum
farsímum. Talsmaður sænska
farsímafyrirtækisins Ericson
sagði að rannsóknin gæti ef
til vill leitt í ljós að herða
bæri reglur um styrk rafsegul-
sviðs farsíma. Hann sagði að
fyrirtækið gæti þegar bent á
lausn fyrir notendur farsíma
ef í ljós kæmi að símarnir
hefðu skaðleg áhrif. „Einfald-
asta ráðið er að halda síman-
um frá höfðinu með því að
tengja hljóðnema og heyrnar-
tól við símann og geyma hann
í vasanum."
Ciller