Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 24

Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Birgir Andrésson. Nálægð ullar og uppgreftra Þrjár konur stórar Morgunblaðið/Þorkell LEIKSTJÓRI og leikarar Kjallaraleikhússins MYNPLIST Gallerí Sólon í s I a n d u s BLÖNDUÐ TÆKNI Birgir Andrésson. Opið janúar- febrúar. Aðgangur ókeypis. MARGIR urðu undrandi þegar fréttist að Birgir Andrésson hafði verið valinn til að vera fulltrúi Is- lands á Feneyjatvíæringnum sem fram fór á nýliðnu ári. Ekki vegna þess að Birgir væri óþekktur í list- inni - sýningarferill hans spannar um tvo áratugi, hér á landi sem erlendis - heldur vegna þess að list- sköpun hans hefur mörg undan- gengin ár byggt á afar persónu- legri sýn á þjóðina og þá menn- ingu, sem hún hefur fóstrað með sér í gegnum aldirnar; það var erf- itt að gera sér í hugarlund hvernig slík list kæmi fyrir á alþjóðavett- vangi. Eins og oft áður var hljótt um Feneyjatvíæringinn í fjöimiðium hér á landi, og hvergi að finna tilraun til úttektar á því, sem Birgir kaus að sýna á þessu heimsþingi mynd- listarinnar. Var sú þögn í fullu sam- ræmi við mótaðar hefðir; varla er íslensk bók þýdd á erlenda tungu svo ekki birtist viðtal við höfund- inn, og íslenskur munnur opnast tæpast í sönghúsum Evrópu án þess að því fylgi lofræður íslenskra fjölmiðla. Þær viðtökur sem íslensk myndlist fær á erlendum vettvangi vekja hins vegar litla athygli - í mesta lagi að talið sé upp það fyrir- fólk sem sækir opnanir. Nú hefur hluti sýningar Birgis í Feneyjum verið settur upp í Gallerí Sólon íslandus, og því geta lands- menn sjálfír skoðað verkin til að átta sig á hvað vakir fyrir lista- manninum. Hér getur að líta sex fána, pijónaða úr íslenskri ull í sauðalitunum, og þrjátíu teikningar sem listamaðurinn hefur unnið beint eftir ljósmyndum af fornleifa- uppgröftum. (í Feneyjum voru fleiri fánar og teikningar auk texta- spjalda, sem höfðu að geyma ýmsar náttúrulýsingar úr ferðabók Þor- valdar Thoroddsen (1913-15).) Þeir sem þekkja til verka Birgis sjá að hér er á ferðinni rökrétt fram- hald á því sem hann hefur verið að fást við undir yfirskriftinni „Ná- lægð“. í verkunum heldur hann áfram að byggja á grunni íslenskr- ar menningar; annars vegar er „TAP herdeildarinnar" (Gíbel eskadrí) nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, næstkomandi sunnudag kl. 16. Myndin var gerð í Úkraínu 1965, ein af mörgum sem úkraínskir kvik- myndagerðarmenn sendu frá sér handverkið - ullin og handpijónið, serri var í senn hitagjafi og helsta útflutningsverðmæti þjóðarinnar í margar aldir - og hins vegar sag- an, sem er sífellt að breytast eftir því sem uppgreftir fomra bæjar- stæða leiða í ljós ný sannindi um lífshætti þjóðarinnar. Hér er útkoman fánamir - þjóð- leg tákn úr þjóðlegum efnum, og teikningarnar - persónugerð ímynd ljósmynda af því, sem maðurinn hefur áður mótað, landið hulið og síðan er leitt í Ijós á ný. Teikningarnar af uppgröftunum eru nostursamlega gerðar eftir ljós- myndum, en em þrátt fyrir það lít- ið fyrir augað. Birgir kallar þær myndir af manngerðri náttúru, og gildi þeirra felst einmitt helst í þeirri skilgreiningu; í þeim sést á hvern hátt íslendingar hafa í gegnum tíð- ina nýtt sér náttúmna - steina, torf, tré og eld - til að skapa sér það umhverfi, sem dugði þeim til lífs. Þetta em ekki glæstar rústir háreistra halla, stórfenglegar minj- ar mikilfenglegra menningarheima, heldur fátækleg ummerki þeirra moldarkofa, sem skýldu þjóðinni og fóstruðu þá menningu, sem við byggjum enn á. Fánar Birgis em viðs fjarri þeirri ímynd heiðríkjunnar, íss og elda sem íslendingar vilja helst kenna sig við, og kann það að valda ýms- um hugarangri (þó ekki sé vitað til þess að fánanefnd hafi enn gert athugasemdir). í staðinn leiðir lista- maðurinn fram hina þungu og jarð- bundnu liti sauðkindarinnar, þessa vandræðagrips samtímans, sem þrátt fyrir allt hélt lífi í þjóðinni lengst af. I glansumhverfí gerviefna sam- tímans er auðvelt að afgreiða verk Birgis Andréssonar sem hallæris- lega nostalgíu, sem eigi ekkert er- indi inn í nútímalist. Slíkt væri fljót- færni. Hvort sem landsmönnum lík- ar betur eða verr Iiggja rætur ís- lenskrar menningar í þeirri nálægð ullar og uppgreftra sem Birgir er að virkja, og án þeirra myndum við eflaust berast hratt og stefnulaust með þeirri alþjóðlegu hringiðu myndefnis og áreita, sem bylja á hveijum manni - og mun um síðir skapa hinn rótlausa, alþjóðlega og þjóðlausa mann framtíðarinnar. Sá sem veit hvaðan hann kemur er helsta von hverrar menningar gegn þeirri þróun. um borgarastyijöldina sem fylgdi í kjölfar rússnesku byltingarinnar 1917. í þessari kvikmynd er sagt frá atburðum sem gerðust á árinu 1918. Leikstjóri er V. Dovgan. Skýringartal er á ensku. LEIKHÓPUR Kjallaraleikhússins hefur hafið æfingar á leikritinu Þrem konum stórum, (e. Three Tall Women) eftir bandaríska leik- ritaskáldið Edward Albee í þýðingu Hallgríms H. Helgasonar. Helgi Skúlason er leikstjóri en með hlut- verk fara Helga Bachmann, Edda Þórarinsdóttir og Halla Margrét Jóhannesdóttir. Elín Edda Árna- dóttir annast hönnun búninga og leikmyndar og framkvæmdastjórn er í höndum Þorsteins M. Jónsson- ar. Fyrirhugað er að frumsýna Þijár konur stórar um miðjan mars og verða sýningar í Tjarnarbæ (áður Tjarnarbíó). Kjallaraleikhúsið var stofnað árið 1986 af Helgu Bachmann í tengslum við uppfærslu hennar á Reykjavíkursögum Ástu í kjallara Hlaðvarpans við Vesturgötu. Upp- færslan fékk mjög góðar viðtökur og urðu sýningar um 100 talsins. Kjallaraleikhúsið hefur ekki starf- að samfellt en tekst nú á hendur þetta rómaða verk eftir einn at- hyglisverðasta leikritahöfund sam- tímans, að því er segir í kynningu. Þar segir ennfremur: „Leikritið Þrjár konur stórar var frumsýnt í Enska leikhúsinu í Vín árið 1991 undir leikstjórn höfundar. Að und- anförnu hefur verkið verið sýnt við fádæma góðar undirtektir í New York og London og fengið einróma lof gagnrýnenda. Verkið hefur hlotið fjölda verðlauna og meðal þeirra eru Pulitzerverðlaunin fyrir leikverk árið 1994. Edward Albee er íslenskum leik- húsunnendum að góðu kunnur. Rétt er að minnast sýningar Þjóð- leikhússins og Leikfélags Akur- eyrar á Hver er hræddur við Virginiu Woolf en einnig má nefna Sögu úr dýragarðinum og Ótrygg er ögurstund. í nýlegu viðtali lét Albee þess getið að besta svar hans við spurn- ingunni hvað það tæki hann lang- an tíma að vinna leikrit væri „allt lífið“. Albee segist geta tímasett nákvæmlega hvenær hann byijaði að vinna Þijár konur stórar. Það haldist í hendur við fyrstu minn- ingu hans sem barn. Hann var í fjögurra manna hópi á lítilli hæð. Fólkið var að virða fyrir sér ný- byggingu. Þrír fullorðnir og eitt barn. Fósturforeldrar Albee’s, barnfóstra hans og hann sjálfur, SÖNGHÓPURINN Smávinir held- ur tónleika í Digraneskirlqu laug- ardaginn 3. febrúar kl. 17. Smá- vinir eru Arna Grétarsdóttir sópr- an, Ágúst I. Ágústsson bassi, Ás- geir O. Ásgeirsson tenór, Daníel B. Sigurgeirsson tenór, Elva Ö. Ólafsdóttir alt, Hulda Siguijóns- dóttir alt, Matthías Arngrímsson bassi, Signý H. Hjartardóttir sópr- an, Sonja B. Guðfinnsdóttir sópr- an og Sæberg Sigurðsson bassi. þriggja mánaða gamall í örmum barnfóstrunnar. Minningin er sjónræn, fólkið, húsið, vinnupallar og umhverfið. Þá byijaði sagan sem er efniviðurinn í Þjár konur stórar. Verkið er öðrum þræði uppgjör Albee’s við kjörmóður sína, sem ættleiddi hann tveggja vikna gamlan. Þau áttu ekki skap saman og ungur öðlaðist hann þá full- vissu að honum liði betur án henn- ar. Þegar Albee var átján ára gamall fór hann að heiman og lét ekki sjá sig í foreldrahúsum í ríf- lega tvo áratugi, eða þar til að móðir hans veiktist alvarlega. Þá fór hann að heimsækja hana öðr- Fyrrverandi félagar í kór Fjöl- brautaskólans í Breiðholti skipa sönghópinn sem stofnaður var fyrir rúmum fjórum árum. Á þessum árum hafa Smávinir sungið við ýmis tækifæri og hald- ið tvenna tónleika. Að þessu sinni eru á efnisskránni meðal annars negrasálmar, kirkjuleg verk, að- allega frá 16. og 17. öld, ásamt verkum eftir seinni tíma tón- skáld. um þræði vegna þess að hann hélt að hana vantaði félagsskap. Þau ræddu aldrei brotthvarf hans, langa Qarveru eða afskiptaleysi. Móðir hans var honum reið og það tókust aldrei með þeim sættir. Edward Albee segir að sumir rithöfundar hafi þann hæfileika að geta hvort tveggja í senn, ver- ið virkir þátttakendur i eigin lífi og fylgst hlutlægt með sjálfum sér utan frá í lífsins leik. Þessi hæfi- leiki hafi gert honum kleift að skrifa Þijár konur stórar fordóma- laust. Þótt undirtónn verksins sé harmrænn þá er fléttað inní það óborganlegri kímni sem lyftir af því þunga alvörunnar." Orgel- og söng- tónleikar HJÓNIN Natalia Chow sópr- ansöngkona og Helgi Péturs- son orgelleikari halda tón- leika í Háteigskirkju á sunnudaginn kl. 17. Á efnis- skrá tónleikanna verða með- al annars verk eftir J.S. Bach, Buxtehude, Bizet og Gounoud. Natalia Chow hefur haldið einsöngstónleika bæði í Hong Kong og á íslandi. Hún starfar nú sem söng- og píanókennari við Tónlistar- skóla Húsavíkur og Tónlist- arskólann að Laugum og er organisti og kórstjóri við Húsavíkurkirkju. Helgi Pétursson hefur komið fram sem orgelleikari við ýmis tækifæri. Hann hef- ur um árabil starfað sem organisti. Hann starfar nú við Húsavíkurkirkju og sem orgel-, píanó- og tónfræði- kennari við Tónlistarskóla Húsavíkur. Eiríkur Þorláksson Úkrainsk kvikmynd hjá MIR SÖNGHÓPURINN Smávinir. Smávinir í Digraneskirkju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.