Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 26

Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUN New Statesman berst fyrir lífinu NEW STATESMAN, vikublað vinstrisinnaðra jafnaðarmanna í Bretlandi, hefur rambað á barmi gjaldþrots um árabil og nú eru mál þess komin í hendur skipta- ráðanda, sem reynir að selja það hæstbjóðanda. Hnignun New Statesman hófst fyrir 30 árum þegar blaðið seldist í um 96.000 eintökum, en nú er upplagið aðeins 20.000 eintök og tapið á rekstrinum 5-6.000 pund á viku. Eigandi New Statesman er sós- íalisti og milljónamæringur, Philip Jeffrey, sem keypti blaðið þegar litlu munaði að það yrði gjaldþrota vegna ósigurs fyrir John Major forsætisráðherra í meiðyrðamáli. Erfiðir samstarfsmenn Jeffrey hefur stutt ritstjórann, Steve Platt, sem hefur sætt gagn- rýni fimm fjárhaldsmanna (einn þeirra er dálkahöfundurinn Neil Ascherson). Þeir gegna því hlut- verki að standa vörð um sjálfstæði blaðsins og geta neitað að sam- þykkja ráðningu eða brottvikningu ritstjóra. Jeffrey kennir fjárhalds- mönnunum um hnignun blaðsins, þótt þeir hafi ekki skipt sér af skrifum þess, og hefur viljað losna við þá. Fjárhaldsmennirnir komu í veg fyrir fyrirætlanir Jeffreys um að endurfjármagna New Stat- esman af ótta við að Jeffrey ræki þá. New Statesman skuldar Jeffrey 600.000 pund og ákvörðun fjár- haldsmannanna varð til þess að hann fól málið í hendur skiptaráð- anda. Gert var ráð fyrir að þar með yrði honum gert kleift að kaupa eignir blaðsins án þeirra gömlu skuldbindinga sem á þeim hvíldu. Síðan hefur milljónamær- ingur og þingmaður Verkamanna- flokksins, Geoffrey Robinson, boð- ið í New Statesman. Jeffrey neitar því að hann sé á móti tilboði Robin- sons, en barátta fjárhaldsmann- anna gegn Jeffrey hefur vakið andúð flokksleiðtogans, Tony Bla- ir. Steve Platt ritstjóri hefur boðizt til að segja af sér og hann hefur ekki stutt Blair. Því telja stuðn- ingsmenn flokksleiðtogans að Jef- frey sé orðinn „einn af þeim.“ Gordon Brown, sem er fjármála- ráðherra í skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins, átti hins vegar hugmyndina að tilboði Rob- insons í New Statesman. Fjár- haldsmennimir voru hæstánægðir með tilboð Robinsons og töldu að hann yrði þeim auðsveipur. Ýmsir segja að Robinson sé stuðningsmaður Gordons Browns og ætlunin sé að nota New States- man til að koma Brown til aukinna metorða. Robinson nýtur einnig stuðnings þriggja fyrrverandi framkvæmdastjóra blaðsins. Fleiri hafa áhuga Þannig virðist New Statesman bitbein helztu fylkinga og auðug- ustu manna brezka Verkamanna- flokksins. A sama tíma er eigandi Harrods, Mohammed al Fayed, einnig talinn hafa hug á að kaupa New Statesman. Meðal annarra, sem hugsanlegt er talið að vilji kaupa blaðið, eru John Knight, fyrrverandi blaðamaður Daily Mirror, Richard Stott, fyrrverandi ritstjóri Today, Derek Coombs, fyrrverandi þingmaður íhalds- flokksins, og Catherine Hallgart- en, sem er af frægri vínætt. Ýmsir telja þó líklegt að New Statesman (eða „Staggers“ eins og blaðið er kallað) verði áfram í eigu Philips Jeffreys. Síðar mun koma í ljós hvort lát verður á dauðastríði New Statesman, sem leikritaskáldið George Bernard Shaw stofnaði 1913 ásamt öðrum. Forstöðumaður alþjóðadeildar IDG í heimsókn hér á landi Ná til um 95% tölvunotenda um allan heim Morgunblaðið/Kristinn David F. Hill ÚTGÁFU S AMSTEYPAN IDG (Intemational Data Group) er einn stærsti útgefandi heims á sviði tölvutækni og gefur samsteypan út þekkt tímarit og blöð á borð við Computerworld, PC World og MACWorld. Þessi útgáfa IDG nær nú til um 95% af tölvunotendum heims, að því er fram kom í máli Davids F. Hill, forstöðumanns al- þjóðadeildar IDG, á hádegisverðar- fundi á vegum Hemru ehf. sl. mánudag. Útbreiðsla IDG nær nú til um 70 þjóðlanda og bættist ísland nýlega í hópinn er tímaritið Tölvu- heimur hóf göngu sína. Hrósaði Hill í hástert útliti hins nýja tíma- rits og sagðist gjarnan draga það upp á fundum sínum með útgefend- um á mun stærri markaðssvæðum sem dæmi um einstaklega vel heppnaða útgáfu. Hill sagði þessa miklu útbreiðslu vera eitt af helstu markmiðum IDG og væru smærri markaðir engin undantekning þar á. „Markmið okkar er að bæta aðstæður fólks með því að koma upplýsingatækn- inni betur á framfæri. í því skyni stefnum við að því að vera til stað- ar á öllum þeim mörkuðum sem það er á annað borð mögulegt," sagði Hill og bætti því við að fyrir- tækið leitaði gjaman samstarfs við frumkvöðla í viðkomandi ríkjum sem hefðu sömu sýn varðandi þessi mál. Hentugur vettvangur til kynninga Hill benti hugbúnaðarfyrirtækj- um og öðrum sem störfuðu við útflutning á tölvutækni á frétta- þjónustu IDG sem tilvalinn vett- vang til að koma vöru sinni á fram- færi. Sagði hann að þjónusta þessi starfaði í líkingu við fréttaþjón- ustur á borð við Reuter eða Assoc- iated Press, með fréttaritara til • staðar út um allan heim. „Útgáfur okkar í hveiju landi hafa allar aðgang að þessum upp- lýsingum og er heimilt að nýta sér þær að vild. Þama hafa oft birst fréttir af nýrri tækni eða nýrri teg- und hugbúnaðar sem vakið hafa athygli. Okkur hafa oft borist fyrirspum- ir um slíkar nýjungar frá aðilum sem hafa áhuga á því að eiga við- skipti við viðkomandi aðila, en hins vegar emm við ekki í góðri aðstöðu til að fylgjast með hvert framhald- ið hefur orðið.“ Hill benti á að Tölvuheimur væri fulltrúi IDG hér á landi og hvatti hann tölvufyrirtæki óspart til þess að nýta sér þennan mögu- leika. IDG stendur nú að útgáfu um 270 blaða og tímarita í um 70 lönd- um, auk þess sem samsteypan hef- ur gefið út bækur á yfir 28 tungu- málum, unnið ýmsar rannsóknir á sviði tölvuiðnaðarins í um 38 lönd- um, auk fjölmargra námskeiða víðs vegar um heim. Svíar stofna sjónvarp í Eistlandi Tallinn. Reuter. SÆNSKA fjölmiðlafyrirtækið Kinnevik hefur undirritað samning við nokkur eistnesk fyrirtæki um stofnun nýrrar sjónvarpsstöðvar í Eistlandi og mun hún nefnast Stöð3. AS EVTV, sem Kinnevik á mikinn hlut í, mun eiga 42% í nýju stöðinni. Telemedia Eesti, sem er að hluta til í eigu sænska fyrirtækisins Teleme- dia, mun eiga um 34%. Aðrir hluthafar eru eistnesku fyrir- tækin Krenno, Finantsinvest og Mainos-sjónvarpið í Finn- landi. Nýja rásin tekur við af EVTV, sem var illa á vegi statt, og RTV, sem sendi á sömu tíðni, en annan hvern dag. Flestir hluthafa nýju stöðv- arinnar voru meðal eigenda gömlu rásanna. Gert er ráð fyrir að auglýsingatekjur nýju stöðvarinnar í ár muni nema rúmlega 200 milljónum ísl. króna. Eistneska ríkissjónvarpið hefur verið vinsælasta rás landsins. Rupert Murdoch ver stórfé til fréttasjónvarps Spring-er gefur út sjónvarps- bækur Bcrlín. Reuter. AXEL SPRINGER Verlag AG og Thomas Lardon, bókmenntalegur umboðsaðili í Hamborg, hafa komið á fót sameignarfyrirtæki til að gefa út bækur, sem eru byggðar á sjón- varpsþáttum og eiga að fylgja þeim. Nýja fyrirtækið nefnist S&L MedienContor GmbH. Lardon legg- ur til einkarétt á sjónvarpsefni, sem hann hefur fengið hjá þýzku sjón- varpsstöðvunum SATl og VIVA. Springer leggur til „verkþekkingu á sviðum markaðssetningar og dreifingar." New Vork. Reuter. RUPERT MURDOCH, stjómarfor- maður News Corp., hefur skipað kunnan mann úr heimi kaplasjón- varps yfirmann nýrrar sjónvarps- stöðvar, sem á að senda út fréttir eingöngu. Úm leið hefur Murdoch lýst því yflr að hann muni veija 80 milljón- um dollara ári til að gera þann draum sinn að veruleika að koma á fót fréttasjónvarpi í líkingu við CNN-sjónvarp Teds Tumers. Murdoch sagði á blaðamanna- fundi að hann vonaði að fréttasjón- varpinu yrði komið upp fyrir árslok. Auk CNN mun Murdoch keppa við svipaðar stöðvar, sem ABC og NBC sjónvarpskerfin hyggjast setja á laggirnar á þessu ári og hinu næsta. Ráðgjafi þriggja forseta Hið nýja fréttasjónvarp Murdochs fær nafnið Fox All News Network og stjórnarformaður þess og aðalframkvæmdastjóri verður Roger Ailes, fyrrverandi stjóm- málaráðgjafí þriggja forseta repú- blikana, sem sagði nýlega lausu starfi sínu sem forstjóri CNBC kaplasjónvarps NBC. Ailes á heiðurinn af því að hafa gert CNBC að fremsta fjármála- fréttaneti heims. Hann hætti hjá CNBC í þessum mánuði þegar NBC, sem er í eigu General Electric Co., skýrði frá fyrirætlunum um koma á fót eigin rás með stanzlaus- um fréttum allan sólarhringinn án þess að telja hann með. Murdoch kvaðst gera ráð fyrir að Fox-sjónvarpsnet sitt í Banda- ríkjunum mundi njóta svo mikilla vinsælda fyrir útsendingar frá kappleikjum á næstu árum að tak- ast mætti að tryggja hinni nýju fréttarás aðgang að kaplakerfum. Ailes og Murdoch eru þekktir fyrir íhaldssemi í stjórnmálum og neita því að fréttarás þeirra verði hlutdræg. Ailes benti á að hann hefði ekki skipt sér af stjórnmálum„í nokkur ár“ og Murdoch sagði: „Satt að segja virðast allar hinar fréttarás- irnar og CNN vera eins. Við verðum öðru vísi.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.