Morgunblaðið - 02.02.1996, Page 36

Morgunblaðið - 02.02.1996, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Amalía Charl- otta Þórðar- dóttir fæddist í Reykjavík 9. febr- úar 1907. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnar- firði að morgni 23. janúar síðastliðin. Foreldrar hennar voru Maren Guð- mundsdóttir frá Skarfsnesi, f. 18.10. 1874, d. 29.8. 1952, og Þórður Stefáns- son frá Núpstúni í Hrunamanna- hreppi, f. 28.1. 1870, d. 29.1. 1954. Þau bjuggu í Oddgeirsbæ við Framnesveg í Reykjavík, en byggðu sér svo hús á Fram- nesvegi 7 og þar ólst Charlotta upp ásamt systkinum sínum fjórum. Börn Marenar og Þórð- ar eru í aldursröð: 1) Guðmund- ur, sjómaður, fluttist ungur til Boston í Bandaríkjunum þar sem hann lést úr berklum að- eins 31 árs að aldri. 2) Stefán, einnig sjómaður, en starfaði síðast hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Hann bjó alla tið á Framnesvegi 7 þar til hann lést árið 1978 og þar býr enn eftir- lifandi kona hans, Sigríður Halldórsdóttir. 3) Charlotta var þriðja barn þeirra Marenar og Þórðar. 4) Gústaf forstjóri og eigandi vélsmiðjunnar Bjargs í Reylqavík. Hann dó árið 1979 og eftirlifandi kona hans er Helga Ragnheiður Snæbjörns- dóttir. 5) Ólafur, húsgagna- bólstrunarmeistari, f. 1913, kvæntur Guðjónu Friðsemd Eyjólfsdóttir. Charlotta stundaði nám við Verslunarskólann í Reykjavík, en tók síðan að starfa hjá versl- uninni Egill Jacobsen og lauk þvi ekki námi. Hinn 29. október MIG LANGAR með örfáum orðum að minnast kærrar tengdamóður minnar Charlottu A. Þórðardóttur. í 32 ár var ég svo lánsöm að eiga Köllu fyrir tengdamóður og allan þann tíma voru samskipti okkar mjög náin. Þannig bjó ég á heimili hennar og Ásgeirs tengda- föður míns í Skerjafírðinum í nokk- um tíma og skömmu eftir andlát Ásgeirs bjó Charlotta á heimili okk- ar Þórðar á Kýpur í eitt ár. Margs er að minnast og margar fallegar myndir koma í hugann en þakklátust er ég fyrir það að í öll þessi ár bar aldrei skugga á inni- lega vináttu okkar. Það var ómetan- legt fyrir mig að hafa átt fyrstu fullorðinsárin undir handleiðslu hennar og hef ég búið að þeim dýrmæta lærdómi alla tíð síðan. En Kalla, eins og hún var gjaman kölluð, var líka alveg einstök kona. Allt sem hún lagði til mála var já- kvætt og uppbyggjandi. Hún var alltaf í góðu skapi, leiftrandi kát, hrífandi og skemmtileg. Hún var glæsileg og fögur kona, afar létt á fæti og hafði allt til síðustu stundar alveg einstaka útgeislun. Hún fylgdist með öllu sem gerðist í ís- lensku þjóðfélagi; stjómmálum, list- um og daglegu lífi fólks. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á öllu þessu, hafði ætíð mikið til síns máls og maður fann að skoðanir hennar voru heilbrigðar og umfram allt heiðarlegar. Kalla elskaði lífið og tilveruna og sá alls staðar eitthvað fagurt og jákvætt. En hún mátti heldur ekkert aumt sjá án þess að leggja þar gott til af sínum gæðum. Hún unni bókménntum og las mjög mik- ið. Og hún kunni svo sannarlega að láta aðra njóta með sér. Það lýsir Köllu vel að þegar hún vann sem ung stúlka hjá Jacobsen þá árið 1933 giftist Charlotta Ásgeiri Jónssyni, verslun- armanni í Reykja- vík, sem starfaði hjá Eimskipafélagi íslands nær allan sinn starfsaldur. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Magnúsdóttur Stephensen og Jóns Þórarinssonar, fræðslumálastjóra og alþingismanns. Ásgeir lést árið _ 1967, 63 ára gam- all. Þau Ásgeir og Charlotta bjuggu fyrst í stað á Framnes- veginum, en fluttu svo fljótlega í eigið hús sem þau byggðu á Hörpugötu 34 í Skerjafirði. Þar fæddust og ólust upp synir þeirra tveir; Jón, formaður Þjóðræknifélags íslendinga, og Þórður, fiskistofustjóri. Jón var giftur Rannvá Kjeld frá Færeyjum. Þau skildu en áttu saman þijú börn; Kristínu, Hönnu Charlottu og Ásgeir. Seinna hóf Jón sambúð með Nönnu Norðfjörð flugfreyju. Þórður er giftur Guðriði Mar- gréti Thorarensen frá Selfossi. Þau eiga synina Ásgeir, Þórar- in, Grím Orn og Egil, þannig að barnabörnin eru sjö. Og barnabarnabörnin, börn þeirra Kristínar Jónsdóttur og Ás- geirs Björnssonar og Hönnu Charlottu og Edgars Cabrera Hidalgo, eru fimm talsins. Charlotta bjó í húsi sínu í Skeijafirðinum allt þar til hún árið 1980 keypti íbúð á Greni- mel 49, þar sem hún bjó þar til hún fluttist á Hrafnistu í Hafn- arfjrði 27. júlí 1992. Útför Charlottu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. gerðist það stundum að samstarfs- fólkið keypti saman einn bíómiða. Kalla var síðan send á kvikmynda- sýninguna til þess að lýsa henni svo fyrir öllum hinum sem biðu spennt- ir. Og ég hef það fyrir satt að ef einhver hinna komst svo síðar til að sjá þessa sömu kvikmynd, þá varð hinn sami oftar en ekki fyrir vonbrigðum því Chariotta hafði gætt lýsinguna þvflíku lífí og inn- blæstri að lýsingin varð skemmti- legri en sjálf myndin. Mér er sérlega minnisstætt árið sem við vorum saman öllum stund- um á Kýpur. Betri og skemmtilegri vinkonu í skoðunarferðum um fá- gætar fornminjar og sögustaði eyj- unnar, í sundlaugarklúbbnum á Ledra Palace eða á gullnum sól- baðsströndum Famagusta, var ekki hægt að hugsa sér þrátt fyrir ald- ursmuninn. Og þá er ekki síður ógleymanlegt ferðalagið til Aþenu og um Ítalíu á leiðinni heim, til Rómar, Pompei og Caprí á slóðir Axels Munthe. Kalla drakk í sig sögu og fegurð þessarra staða af slíkri ákefð og útgeislun að hughrif- in sem hún hafði á mig urðu til þess að ég naut alls þessa svo mörg- um sinnum betur en ég hefði gert ef hún hefði ekki verið með. Það er af nógu að taka þegar ég minnist hennar Köllu minnar en ég vil ljúka þessum fátæklegu minningarorðum með því að þakka og vegsama þátt hennar í uppeldi sona okkar. Henni var ákaflega annt um velferð og hamingju bama- bama sinna og var óþreytandi við að innræta þeim heiðarleika og já- kvætt hugarfar. Einnig var hún afar örlát á blíðu sína og ástúð til þeirra og þegar hún sat með þau í fanginu og las fyrir þau eða sagði þeim sögur naut frásagnarsniild hennar sín hvað best. Þau voru líka einkar hænd að ömmu Köllu og sóttust eftir samvistum við hana. Þeim leið svo vel í návist þessarar hjartahlýju og dillandi kátu konu sem alltaf hafði tíma til að sinna þeim og sem var svo fundvís á leiki og þrautir sem hún tók þátt í með þeim af lífi og sál. Ég held að hún hafi varðveitt barnið í sér betur en flestir aðrir. Og ekki minnkaði þörf barna- bamanna að hitta ömmu sína þegar þau voru komin á unglingsárin, þá kunni hún þá list að hlusta og gefa góð ráð. Vinir þeirra löðuðust líka að ömmu Köllu og margir þeirra bundust vináttuböndum við hana og fóru þá gjarnan einir í heimsókn til að ræða sín mál. Hún ræktaði frændsemi og vináttu betur en flest- ir aðrir og þeir vom ætíð margir sem lögðu leið sína í Skeijafjörðinn og síðar á Grenimelinn á hennar fallega heimili sem einkenndist af fallegum hlutum, fágætri smekkvísi og umfram allt hlýju og anda sem ekki er hægt að lýsa. Fyrir rúmum fjórum árum varð Charlotta fyrir því áfalli, 84 ára gömul, að taka varð af henni annan fótinn fyrir ofan hné og fluttist hún fljótlega eftir það á Hrafnistu í Hafnarfírði þar sem hún undi hag sínum afar vel frá fyrsta degi i umsjá þess góða fólks sem þar starfar og þar eignaðist hún góða vini meðal vistmanna. Einnig á Hrafnistu lá ósjaldan leið vina og vandamanna sem fylgdust með hetjulegri baráttu hennar og dugn- aði við að fara um allt á gervifæti sínum og hin óbilandi góða skap- gerð gerði samskiptin við hana mannbætandi sem aldrei fyrr. Þórarinn sonur okkar hefði sann- arlega viljað komast oftar síðustu misserin til hennar ömmu sinnar enda telur hann sig eiga henni fleira gott að gjalda en tíundað verður. En hann er nú við nám í Danmörku og fínnur sárt til þess að vera ekki með okkur á kveðjustundinni. Við munum öll varðveita í hjört- um okkar minninguna um yndislega móður, tengdamóður og ömmu sem auðgaði líf okkar meir en ég fæ lýst með orðum. Elsku Kalla mín, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðríður M. Thorarensen (Systa). Það kvað vera fallegt í Kína. Keisarans hallir skína hvítar við safírsænum. En er nokkuð yndislegra - veit auga þitt nokkuð fegra - en vorkvöld í vesturbænum? (Tómas Guðm.) í Vesturbænum stóð vagga henn- ar Köllu okkar og var gælunafn Amalíu Charlottu Þórðardóttur. Hún fæddist í Oddgeirsbæ við Framnesveg í Reykjavík, en fluttist með fjölskyldu sinni skömmu síðar að Framnesvegi 7, þar sem foreldr- amir höfðu byggt sér hús og ólst Charlotta þar upp í skjóli þeirra ásamt fjórum bræðrum sínum. Má nærri geta að á slíkum slóðum hafi æsku- og unglingsár verið við- burðarík og hópurinn brugðið svip á hverfíð. Þegar fram liðu stundir, hóf Kalla nám í Verslunarskóla íslands og þaðan lá leiðin til starfa hjá Versluninni Egill Jacobsen. í upphafi þessa greinarkorns leyfði ég mér að vitna til Tómasar skálds, sem í sama kvæði lýsir þrá ungmeyja í Vesturbænum: En dóttirin? Hún er heima og hvað hana kann að dreyma er leyndardómurinn dýri. En draumurinn rættist og ungur maður á Laufásvegi tók að renna hýru auga til heimasætunnar á Framnesvegi, sem sé hann Ásgeir. Ásgeir Jónsson var sonur Sigríð- ar Magnúsdóttur Stephensen og Jóns Þórarinssonar fræðslumála- stjóra og alþingismanns. Þau Kalla og Ásgeir felldu hugi saman. Ásgeir var starfsmaður hjá Eimskipafélagi íslands nær allan starfsaldur sinn. Hann lést árið 1967, 63 ára að aldri. Kalla og Ásgeir hófu búskap sinn á Fram- nesvegi 7, en brátt byggðu þau hús að Hörpugötu 34 í Skeijafirði, þar sem þau bjuggu við rausn allan sinn búskap. Þeim varð tveggja sona auðið, en þeir eru Jón, formaður Þjóð- ræknisfélags íslendinga, og Þórður fískistofustjóri. Heimilisbragur allur á Hörpu- götu 34 var með þeim hætti, að ekki gleymist þeim, sem hans naut. Gestrisni og hlýja var húsbændum eins eðlislæg og andardrátturinn. Rausn og menningarleg glaðværð var aðal þessa húss. Þegar ég kom hingað suður haustið 1946 fór mér að verða tíð- förult suður í Skeijaförð, enda átti ég þar hagsmuna að gæta, þar sem var systurdóttir Ásgeirs, Kristín litla á Reynistað, sem mér var farið að lítast á. Kristín fór snemma með mig í heimsókn á Hörpugötu og var mér þar óðara tekið opnum örmum og brátt var ég orðinn sem heima- maður. Ásgeir var einstakur dreng- skaparmaður, listelskur og var jafn- an ljúft að vera samsvistum við hann. Kalla var ung í anda, falleg og heillandi. Svo var hún til hinstu stundar. Kalla og Ásgeir voru sam- hent um að láta gestum sínum líða vel og samkvæmin á Hörpugötu líða seint úr minni, þar sem saman voru komin meðal margra annarra Haf- steinssystkinin frá Húsavík og skyldulið en Ásgeir var móðurbróð- ir þeirra, systkin Köllu og Ásgeirs áamt öðru frændfólki og vinum. Ásgeir settist við píanóið, söng ýmist gamla slagara eða stjórnaði fjöldasöng. Eftir að Ásgeir lést 1967 bjó Kalla áfram á Hörpugötu og var ætíð jafn ánægjulegt að heimsækja hana og alltaf hélt hún reisn sinni og sjarma. Árið 1980 fluttist hún í íbúð sem hún keypti á Grenimel 49, þar sem hún hjó uns hún fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 1992, en þar dvaldist hún til dauðadags. Seinustu ár Köllu voru henni um margt mjög þungbær og í janúar 1992 var hún svo þjökuð af æða- þrengslum í fæti, að nema varð hann brott. Var hún þó jafnan sár- þjáð það sem eftir var ævinnar. Þrautir sínar bar hún þó af slíkri hetjulund að aðdáun hlaut að vekja. Á Hrafnistu kom hún sér vel fyrir enda naut hún þar góðrar aðhlynningar og tókst að flytja með sér þangað nokkuð af andblænum frá Hörpugötu og Grenimel. Kalla var meðlimur í Oddfellow- reglunni í Rebekkustúkunni Berg- þóru og naut starfsins og félags- andans þar, enda reyndust reglu- systur hennar framúrskarandi vei í hvívetna, m.a. með heimsóknum í veikindum hennar. Enda þótt Kalla væri hnigin á efri ár og ævilok hennar í raun líkn, úr því sem komið var, hljótum við, sem áttum því láni að fagna að kynnast þessari heillandi konu, að sakna hennar ákaft. Sárastur harmur er þó kveðinn að sonum hennar og nánustu ást- vinum. Þá er hollt að minnast orða Sigurðar Nordals: Sá sem vildi losna við alla sorg og söknuð, yrði að kaupa það því dýra verði að elska ekkert í heimin- um. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Kristínu. Guðmundur Benediktsson. Mig langar að minnast í örfáum orðum frænku minnar Charlottu Þórðardóttur, eða Köllu eins og hún var jafnan kölluð. Af mörgu er að taka í þeim efnum. Það sem fyrst kemur í hugann er glaðværðin, hlýj- an og glæsileikinn og sem alltaf fylgdi henni. Sífelldur og brennandi áhugi hennar á málefnum líðandi stundar gerðu það að verkum að í hennar AMALIA CHARLOTTA ÞÓRÐARDÓTTIR tilfelli var aldur nánast afstæður. Af þessum sökum var kynslóðabilið henni framandi og aldur viðmæl- enda hveiju sinni aukaatriði. Það eru í raun forréttindi að hafa feng- ið að kynnast manneskju eins og Köllu. Ékki bara vegna þess hve vel hún reyndist alla tíð. Líka vegna þess að hún, með sinni jákvæðu lífs- sýn og hugarfari, varð öðrum fyrir- mynd. Ég vil að lokum þakka Köllu fyr- ir margar yndislegar stundir sem eru og verða ljóslifandi í minning- unni. Blessuð sé minning Köllu fí»ænku. Jóni, Þórði og fjölskyldum þeirra færum við, ég og mitt fólk, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Árni Guðmundsson. Til foldar er hnigin fögur kona. Fögur kona í öllum skilningi þess orðs. Hönd þess er öllu ræður hefur tekið í útréttan arm, linað líkams- þján og veitt hvíld. Amma Charlotta hefur nú lagt út á nýjar brautir, okkur ókunnar. Við hin horfum á eftir henni, hvorki í sorg né gleði, heldur með virð- ingu, þakklæti og söknuði. Virðingu fyrir því viðhorfi hennar til tilver- unnar og samferðamannanna og fyrir hreinskiptnar skoðanir hennar á hlutunum. Þakklæti fyrir að hafa notið gleði hennar, ástar og um- hyggju. Söknuði yfir að tími hennar hér á jörð skuli liðinn. Það var fyrir 15 árum að ungt fólk tók á leigu íbúð og hóf bú- skap. Eitt af fyrstu verkunum var að bjóða ömmu Köllu í heimsókn, bæði til að leggja blessun sína yfír búskapinn og eins til að breyta því sem breyta þurfti, en þá list kunni hún öðrum betur. Á útleiðinni hitti hún íbúðareigandann sem var með vangaveltur um hvort unga fólkinu myndi líða vel í íbúðinni. „Það er eitthvað að unga fólkinu ef það getur ekki látið sér líða vel hérna,“ sagði þá Charlotta. Þessi orð greyptust í huga unga fólksins því þau endurspegluðu þá lífsskoðun hennar að vellíðan sé grundvöllur farsældar, en að því marki verði menn að keppa sjálfír, bæði sem einstaklingar og í samfélagi með öðrum. Við kveðjum ömmu Köllu í dag. Við sitjum eftir ríkari af þeim and- legu verðmætum sem hún gaf okk- ur. Við munum halda minningu hennar á loft og leitast við að bjóða bömunum okkar hin sömu verð- mæti sem vegamesti á lífs- göngunni. Ásgeir Björnsson. Amma mín, Amalía Charlotta Þórðardóttir, er látin. Hvað er hægt að segja á svona stundu þegar einn af mínum bestu vinum deyr, ekki mikið, en samt er hægt að minnast allra þeirra yndislegu stunda sem við áttum saman. Árið 1992 veittist mér sá heiður að flytja til ömmu Köllu á Grenimelinn er hún veiktist fyrst, og bjó ég hjá henni um skeið, eða þar til hún fluttist á Hrafnistu. Annarri eins kjarnakonu hef ég aldrei kynnst og mun sjálfsagt aldr- ei kynnast. Ég minnist allra þeirra göngu- ferða sem við fórum um Vesturbæ- inn, og alls þess sem við spjölluðum um, þegar við sátum við eldhúsborð- ið og spiluðum á spil eða einfaldlega þegar við sátum saman fyrir framan sjónvarpið. Þeirri ást og hlýju sem hún veitti manni mun ég aldrei gleyma, og mun varðveita þá minn- ingu innst í hjarta mínu um ókomna tíð. Hjá henni var gott að vera. Amma Kalla hugsaði ávallt fyrst um aðra áður en hún hugsaði um sjálfa sig. Það er mér mjög minnis- stætt þegar ein af vinkonum hennar kom í heimsókn og færði henni gjöf. Þá hugsaði hún strax um það hveij- um hún gæti gefíð hana, og þannig glatt einhvem annan. Svona hugs- aði hún alltaf. Mikill gestagangur var alla tíð hjá henni ömmu og ávallt voru allir velkomnir á heimiíi hennar. Það er mér einnig minnisstætt, að þegar vinir mínir komu í heimsókn, voru þeir ekki fyrr komnir inn í forstof-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.