Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 37. 1 una að við heyrðum hrópað: Bjóddu þeim inn!Síðan sat ammameð okk- ur og spjallaði ásamt því að forvitn- ast um hagi vina minna. Hvar býrð þú, hverra manna ertu, hvað ertu að gera o.s.frv. voru spurningar sem dundu á vinum mínum, og all- ir tóku þeir þessu vel, því þannig var nú bara amma Kalla, alltaf með í umræðunum. Að lokum verð ég að minnast á það hversu glæsileg kona hún var, aldrei nokkurn tímann fór hún úr húsi án þess að taka sig til. í veisl- um var hún ætíð glæsilegasta kon- an á staðnum, brosmild, vel klædd og hrókur alls fagnaðar. Þannig var amma Kalla. Með þess um fátæklegu orðum vil ég kveðja ömmu mína í hinsta sinn. Henni mun ég aldrei gleyma. Asgeir Jónsson. Þegar ég minnist Köllu þá koma ótal minningar upp í hugann. Þó ber hæst þá vináttu okkar á milli sem varað hefur alla tíð. En frá því ég man fyrst eftir mér, finnst mér við alltaf hafa verið bestu vinkonur þó aldursmunur væri u.þ.b. 40 ár, sem ég að vísu fann aldrei fyrir. En Kalla giftist ömmubróður mín- um sem er látinn. Hjá okkur var alltaf gagnkvæmt traust. Gátum við endalaust ræðst við. En efst í huga mér eru eiginleikar Köllu. Ég nefndi áðan vináttuna. Nú nefni ég fryKKðina, einlægnina, traustið og glaðværðina. Því hvernig á annan hátt má skýra vináttu sem varað hefur svo lengi? Tryggð hennar er mér eftirminnileg. Kalla sagði mér frá fjölskyldum okkar, bæði af sorg og gleði, og ekki talaði hún illa um nokkurn mann. Eða eins og hún orðaði það: „Þú mátt ekki misskilja mig, Dobba, þetta er ekki illa meint.“ Og ekki bar hún kala til nokkurs manns. Kalla var alltaf með opinn hug- ann og hlustaði. Hún var sú mann- eskja sem mér fannst ætti að lifa okkur öll, en þetta er sagt af eigin- girni, því síðustu árin var heilsu hennar farið að hraka og þráði hún oft hvíldina, þegar henni leið sem verst. Kalla var alltaf hrókur alls fagn- aðar og húmorinn alltaf til staðar, hlátur hennar og glaðværð verður okkur lengi í minnum. Hjá mér verður mikið tómarúm þegar hún er nú horfin á æðri stað. Ég kveð þig með þakklæti. Soffía Kristín. Það verður erfítt að hugsa sér heiminn og tilveruna án Köllu, nú er skarð fyrir skildi. Hún hefur allt- af verið hér, allt frá því að ég man eftir mér, verið einn af þessum föstu punktum í lífi mínu. Þegar ég var að alast upp leið enginn sunnudag- ur án Köllu, engin jól án Köllu, afmæli, fjölskylduboð, veikindi, gleðidagar. Alltaf var hún til stað- ar, kvik í hreyfingum, glöð, bros- andi, trygg, trúföst; kletturinn. Aldrei heyrði ég styggðaryrði hrökkva af vörum hennar og oft hef ég dáðst að þessu sérstæða lundarfari sem hún bjó yfir. Þetta ríkidæmi gerir hana nánast eilífa í mínum augum, minningin um Köllu mun lifa með mér alla tíð. Ég og ijölskylda mín minnumst hennar með djúpri virðingu og við þökkum henni samfyldina, tryggð hennar og einlæga vináttu í okkar garð. Hennar verður sárt saknað. Far þú í friði. Þórunn Hafstein. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvirsett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er mðttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimaslðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að liafa skfrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grcinunum. KRISTJÁN BOGI EINARSSON + Kristján Bogi Einarsson fæddist á Siglu- firði 1. ágúst 1943. Hann lést á Borgarspítal- anum 24. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 1. febrúar. ÞÓTT KYNNI okkar við Kristján Boga Einarsson hafi ekki spannað nema stutt- an tíma, tíu ár ef vel er talið, þá voru það þessi ár, sem voru svo lengi að líða, þessi löngu, höfgu og virðulegu ár æskunnar. Við sátum saman öll árin í barnaskóla og í miðskóladeild MA, uns Bogi flutti suður. Bogi var þybbinn og hláturmild- ur náungi, sem maður kynntist fljótt, hárið dökkt og stíft, svolítið í stíl við Knoll eða Tott, sem voru líka okkar menn. Heimili Boga, fyrst í gamla Oddfellow-húsinu og síðan á Brekkugötu 34, stóð okkur félögunum alltaf opið. Við lékum okkur ósjaldan í ævintýraheimum gosdrykkjaverksmiðjunnar, sem faðir hans stýrði. Einar Kristjáns- son framkvæmdastjóri var maður mildur og átti erfitt með að segja nei við yngsta son sinn og óláta- belgina vini hans. Aminningum lauk venjulega með óverðskulduð- um trakteringum og við fengum að bergja á þessum guðaveigum, sem gosdrykkirnir voru, þegar hápunktur lífsins og framtíðar- draumur var að vinna í Lindu eða í Sana. Bogi var jafnan í góðu skapi og örlátur að eðlisfari. Hann var líka, í hófi, svolítill grallari og latti okkur ekki dáða. Við nutum þeirra forréttinda að hafa Örn Snorrason að kennara. Örn var eins og Bogi, örlátur og skapgóður að eðlisfari, en meiri grallari en við allir til samans. Aldrei voru agavandamál í tímum hjá Erni, enda hafði hann sérstaka tíma, sem voru ætlaðir til að veita okkur og honum sjálf- um útrás. Þá gekk stundum mikið á í Barnaskóla Akureyrar. Ein- hvern veginn er ekki hægt að minnast vinanna frá þessum æskuárum án þess að minnast Arnar. Við sáum sjaldan Boga eftir að leiðir skildu í MA. Þó vissum við af honum. Við vissum að hann missti föður sinn aðeins tveimur árum eftir að hann flutti að norð- an. Alvara lífsins byijaði því snemma hjá Boga. Það voru bæði skin og skúrir hjá þessum gamla vini okkar. Þá sjaldan við hittum hann, var hann þó undantekn- ingarlaust glaður og reifur og tal- aði aldrei um erfiðleika sína. Fyrir rúmum tveimur árum, þegar ár- gangurinn 1943 hélt upp á hálfrar aldar afmæli sitt á Akureyri með glæsibrag, var Kristján Bogi Ein- arsson einn af þeim fyrstu sem boðuðu komu sína. Hann komst þó ekki af óviðráðanlegum ástæð- um. Okkur þótti þetta mjög mið- ur. Þegar veislan stóð sem hæst, barst árganginum bílfarmur af rauðum rósum frá Boga. Þessi sending var honum lík. Við sem þekktum glaðværð hans, lífsgleði og örlæti, vissum hins vegar minna um kjarkinn, æðru- leysið og heiðríkjuna, sem þessi vinur okkar bjó yfir og sýndi þeg- ar hann, á besta aldri, kenndi sjúk- dómsins og vissi hvert stefndi. Eiginkonu Boga, Sólveigu Har- aldsdóttur, og börnunum fjórum sendum við samúðarkveðjur okkar. Svanur Eiríksson og Tómas Ingi Olrich. Góður vinur okkar, Kristján Bogi Einars- son, er látinn aðeins 52 ára að aldri, eftir stutt en mjög erfið veikindi. Eftir að hafa fylgst með baráttu Boga síð- ustu mánuði, er ekki hægt annað en að undrast þvílíkt æðru- leysi hann sýndi í veik- indum sínum. Aldrei var kvartað, heldur reyndi hann að lifa eins eðlilegu lífi og kostur var og að sem minnst röskun yrði á heimilislífinu. En Bogi stóð ekki einn. Sólveig kona hans, börn og tengdabörn gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að létta honum byrðina og fyrir það var hann innilega þakklátur. Barnabörnin voru líka miklir gleði- gjafar og naut hann þess að hafa þau nálægt sér, enda var Bogi mikill fjölskyldumaður. Sollu studdi hann heilshugar í miklum og tímafrekum störfum hennar fyrir stéttarfélag sitt og gerði allt sem hann gat til þess að hún gæti sinnt þeim störfum áhyggju- laus. Bogi var sannarlega gleðinnar maður, mikil félagsvera og naut sín vel í góðum félagsskap. Hann var gæddur ríkulegri kímnigáfu og var mikill sögumaður. Ógleym- anlegar eru stundirnar með þeim hjónum, þar sem hann fór á kost- um í frásögnum sínum og einstök kímnigáfa hans naut sín til fulls. Allt var þetta græskulaust gaman, sem engan særði. Bogi var góðum gáfum gæddur, las mikið, hafði yndi af tónlist og málaði fallegar myndir. Bogi og Solla áttu hjólhýsi á Flúðum, þar sem þau dvöldu hve- nær sem tækifæri gafst og áttu þar sínar ógleymanlegu stundir. Þar naut Bogi sín til fulls og sóttu börn þeirra og fjölskyldur mikið til þeirra. Síðasta kveðja Boga til okkar er kort frá Flúðum, sem hann málaði fyrir síðustu jól, þá mikið veikur. En nú er hláturinn hans Boga hljóðnaður og sögurnar góðu verða ekki fleiri. Eftir sitjum við hnípin og eigum erfítt með að skilja að Bogi skyldi hrifínn á brott svo fljótt og á svo miskunnarlausan hátt. Elsku Solla og fjölskylda. Sam- úð okkar er ósköp léttvæg á stundu sem þessari, en vonandi rennur upp sá tími, að sárasta sorgin sefast og þið getið glaðst yfir öllum þeim góðu stundum, sem Bogi átti með ykkur. Við vei'ðum ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst Boga og átt vináttu hans, vináttu, sem aldrei bar skugga á. Unnur og Gunnbjörn. Kveðja frá félögum í Lions- klúbb Garðabæjar Vinur okkar Kristján Bogi hefur kvatt okkur Lionsfélaga í annað sinn. A fundi fyrir um ári kvaddi hann klúbbfélaga sína. Mörgum eru minnisstæð orð hans er hann sagði að nú væru þáttaskil í lífi sínu, hann yrði að velja milli félags- starfsins og fjölskyldunnar. Hann veldi fjölskylduna en kveddi félag- ana með miklum söknuði. Þetta var Kristján Bogi eins og ég þekkti hann best. Eitt af stórverkefnum Lions- hreyfingarinnar á íslandi er mann- ræktarverkefnið Lions Quest, sem kennt er nú í flestum grunnskólum landsins. Hugsunin á bak við það verkefni er fjölskyldan og einstakl- ingurinn innan hennar. Kristján Bogi valdi fjölskylduna vegna breyttra aðstæðna hjá henni og skildum við félagamir viðhorf hans en klúbburinn varð fátækari á eft- ir. Kristján Bogi var um tíu ára skeið starfandi í klúbbnum og setti sitt mark á starf hans. Hann tók virkan þátt í skógræktarverkefni klúbbsins á reit rétt ofan við Vífíls- staði, hann sat í skemmtinefnd og tók ávallt virkan þátt í vinnuverk- efnum sem á döfínni voru. Er mér var falið að taka að mér formennsku í klúbbnum starfsárið 1992-1993 óskaði ég eftir því að fá að velja mér ritara og gjald- kera. Kristján Bogi var sá fyrsti sem ég leitaði til, til ritarastarf- ans, og tók hann málaleitan minni vel. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Kristján reyndist mér einstakur félagi. Hann var mjög lipur penni, fundargerðir hans voru léttar og skemmtilegar. Við sátum fjölda funda þar sem við ræddum skipu- lag klúbbfundanna og á hvern hátt við gætum gert þá líflega og skemmtilega. Allar tillögur, hversu bijálæðislegar sem þær voru, voru ræddar. Kristján dró ekkert undan. Hann var kjarkmaður að takast á við nýjungar, gaf góð ráð og gekk í verkin án þess að draga af sér. Skemmtilegur, léttur húmor Krist- jáns gaf okkur félögunum oft mik- ið. Þegar við fundum upp á því eitt sinn að fara með allan klúbb- inn í heimsókn á Sjúkrahús Kefla- víkur og hlusta þar á erindi um breytingaskeið kvenna varð það lengi vel tilefni léttra skota og at- hugasemda á formanninn. Og eitt sinn þegar formaðurinn gleymdi sjálfur að mæta á boðaðan fund þá sá Kristján sjálfur um að fara gegnum dagskrána og taka ákvarðanir og sagði: Það gerði ekkert til þótt þú mættir ekki. Ég kláraði þetta bara. Og glettnin og hlýjan leyndi sér ekki í andliti hans. Svona reyndist Kristján mér. Hafí hann þökk fyrir einstaklega ljúft, ánægjulegt og skemmtilegt sam- starf. Því miður hætti Kristján Bogi í klúbbnum okkar. Við skildum af- stöðu hans vegna breyttra fjöl- skylduhátta. En okkur grunaði ekki að svo stutt yrði til þess að hann. kveddi okkur í annað sinn og nú til lengri farar. Við Lionsfélagar í Lionsklúbb Garðabæjar þökkum Kristjáni Boga óeigingjarnt starf hans í þágu klúbbsins og Lionshreyfing- arinnar á íslandi. Kristján var góð- ur Lionsmaður. Við vottum eiginkonu hans og fjölskyldu okkar dýpstu samúð og þökkum fjölskyldunni allri fyrir að hafa fengið að njóta samvista og frístunda hans um langan tíma. Fyrir hönd félaga í Lionsklúbb Garðabæjar, Arthur Knut Farestveit. Hann Bogi vinur okkar er dáinn. Það þurfti ekki að koma á óvart þeim sem fylgst hafa með veikind- um hans undanfarna mánuði. Okkur brá aftur á móti illa þegar Sólveig sagði okkur í ágúst síðast- liðnum að Bogi væri með krabba- mein á alvarlegu stigi. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þeim hjónum frá því að þessi stað- reynd var ljós og kom þá vel fram hversu gott samband þeirra var. Fyrstu kynni okkar af Sollu og Boga voru, er þau urðu nágrannar okkar í Hörpulundinum í Garðabæ á árunum 1977 og 1978. Við vorum með krakka á svipuðu reki og vegna þess varð nokkur samgangur milli heimilanna sem jókst í sífellu eftir því sem við kynntumst þeim betur. Þegar þau fluttust síðar í Goða- túnið hélst sambandið við þau og hefur það þróast í góða vináttu með árunum. Þau voru alla tíð einstak- lega góð heim að sækja og var Bogi ætíð hress og kátur, sama hvað á gekk. Stundum var tekið í spil, ýmist heima hjá okkur eða þeim og spiluð vist fram undir morg- un. Bogi var þá í essinu sínu og var alltaf til í að taka eitt spil enn. Við fórum nokkrum sinnum sam- an í ferðalög og útilegur í gegnum tíðina. Á síðustu árum eru okkur sérstaklega minnisstæðar ferðir á Strandir í dásamlegu miðsumar- veðri og önnur ferð austur að Kirkjubæjarklaustri þegar við horfðum öll saman á sólina koma upp yfír Öræfajökul frá tjaldbúðum okkar í Landbrotshólunum. Nokkur undanfarin ár hafa þau Solla og Bogi verið með hjólhýsi, austur á Flúðum og búið sér þar sannkallaðan sælureit af mikilli natni. Þær hafa örugglega ekki verið margar helgamar á sumrin, sem þau dvöldust ekki þar. Það hefur verið gaman að heimsækja þau því þótt hjólhýsið væri ekki stórt var alltaf nóg pláss fyrir alla gesti og húsbændumir ekki minna stoltir af þessum litla bústað sínum en margur af sínum stóra. Það var indælt líf að vera gestur þeirra, sitja í tjaldstól fyrir utan hjólhýsið og horfa á umhverfið meðan Bogi annaðist grillið, en þar var sannur meistari í eldamennsku á ferð. Við höfum einungis tæpt hér á örfáum minningum af mörgum um vin okkar Boga sem við kveðjum í dag, en minningin um góðan dreng mun lifa með okkur áfram. Kæra Sólveig og börn, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Erla og Gústaf. HILDIG UNNUR GUNNARSDÓTTIR + Hildigunnur Gunnarsdóttir fæddist 21. apríl 1928, að Helluvaði í Rang. Hún lést 22. janúar í Reykjavík og fór útför- in fram frá Dómkirkjunni 1. febrúar. MIG LANGAR í fáeinum orðum að minnast föðursystur minnar, Hildi- gunnar Gunnarsdóttur frá Helluvaði á Rangárvöllum. Stella frænka, eins og hún var ætíð kölluð á meðal okkar bræðr- anna í Akurgerði, var á svipuðum aldri og faðir minn og því var þann- ig háttað að við strákarnir og böm þeirra Stellu og Gunnars Siguijóns- sonar, eiginmanns hennar, vorum á svipuðu reki. Á okkar yngri árum og fram yfír fermingu voru mikil samskipti á milli fjölskyldnanna sem því miður dró úr aif ýmsum ástæðum eins og því miður oft vill gerast nú til dags í hinu stressaða þjóðfélagi nútímans. Það voru ófá boðin sem við fórum í til Stellu og Gunnars og þau aftur til okkar. Við krakkam- ir áttum mörg sameiginleg áhuga- mál og það var til dæmis mikið spek- úlerað í fótboltanum, en Gunnar maður Stellu hafði verið einn af máttarstólpum Vals á fyiri ámm. Við Víkingamir áttum nú erfítt með allan samanburð við Valsara en gáfumst samt ekki upp og reyndum bara enn betur við knöttinn. Síðustu árin gáfust stundum tækifæri til að rifja upp gamla tíma og ég veit að móðir mín og Stella töluðust oft við í síma og ræddu um hina gömlu, góðu daga. Stella bjó seinni árin í Jórufelli í Reykjayík með börnum sínum Kidda og Ásdísi, en Gunnar og Anna vom flogin úr hreiðrinu. Stella bar mikla umhyggju fyrir bömum sínum og bambörnum og var sérlega kært með þeim öllum. Stella mín, megir þú eiga bjart framundan með þeim sem þér þótti svo vænt um. Ég veit að hugur þinn verður hjá okkur öllum. Hvíl þú í friði. Þinn frændi, Gunnar Jónasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.