Morgunblaðið - 02.02.1996, Side 42
-42 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EYJÓLFUR ELÍASSON
frá Reyðarfirði,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 31. janúar.
Útförin auglýst síðar.
Brynjar Eyjólfsson, Rfkey Guðmundsdóttir,
Guðrún Eyjólfsdóttir, Kristinn Grfmsson,
Jarþrúður Eyjólfsdóttir Karlsson, Bo Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
BJARNI ANDRÉSSON
skipstjóri,
lést í Landakotsspítala 1. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Karen Andrésson,
Alda Bjarnadóttir, Kristján Óskarsson,
Kári Jóhannesson, Bjarni I. Kristjánsson,
Bjarni B. Kárason, Örn Ó. Kristjánsson,
Jóhann Ö. Kárason.
t
Faðir okkar og bróðir,
GUNNAR R. PÁLSSON,
lést á hjúkrunarheimili í Palm Beach,
Flórída, þann 30. janúar sl.
Ralf E. Paulsson, Paul G. Paulsson,
Lovísa Pálsdóttir, Matthildur Pálsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa-
langamma,
SESSEUA GUÐLAUG HELGADÓTTIR
frá Grímsey,
Jaðarsbraut 11,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 17. janúar sl.
Útför hennar fór fram í kyrrþey, að hennar ósk, frá Akraneskirkju
25. janúar sl.
Við þökkum þeim mörgu, sem auðsýndu okkur samúð og heiðr-
uðu minningu hennar.
Helgi Daníelsson, Steindóra Steinsdóttir,
Björgvin Daníelsson, Sigrfður Jónsdóttir,
Hafdís Danielsdóttir, Helgi Andrésson,
Hlín Danfelsdóttir, Erlingur Þorsteinsson
og aðrir ættingjar.
t
Útför eiginkonu minnar,
ELÍSABETAR JÓHANNSDÓTTUR,
Skóiavegi 7,
Hnífsdal,
sem lést í Gautaborg þann 15. janúar
sl., fer fram frá ísafjarðarkirkju á morg-
un, laugardaginn 3. febrúar, kl. 14.00.
Torfi Einarsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR B. JÓNSSON,
Sólbergi,
Bolungarvfk,
sem lést þann 28. janúar sl., verður
jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík
á morgun, laugardaginn 3. febrúar,
kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað-
ir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Landssamtök
hjartasjúklinga.
Fríða Pétursdóttir,
Björg Guðmundsdóttir,
Elfsabet Guðmundsdóttir, Björgvin Bjarnason,
Asa Guðmundsdóttir, Georg Karonina,
Jón Guðni Guðmundsson, Guðrfður Guðmundsdóttir,
Ragna Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Magnús Birgisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
GUÐMUNDUR
GUNNLA UGSSON
+ Guðmundur
Gunnlaugsson
fæddist í Súðavík
8. júní 1917. Hann
lést í Borgarspítal-
anum 28. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Gunnlaugur Rand-
ver Einarsson og
Sigrún Jónsdóttir.
Systkini Guðmund-
ar eru: Pálmi
Sveinn og Jón
Hjaltalín sem nú
eru látnir, Magnús
og Salóme. Eigin-
kona Guðmundar var Asta
Sveinbjörnsdóttir, hún lést 22.
janúar 1993. Ásta átti fyrir tvær
dætur sem eru: Elínborg Stef-
ánsdóttir og Sonja Ingvarsdótt-
ir. Dætur Guðmundar og Ástu
eru Hrafnhildur og Sigrún.
Útför Guðmundar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.80.
GUÐMUNDUR Gunnlaugsson er
látinn á áttugasta aidursári og er
þar genginn góður drengur. Hann
var einn af mörgum þeirrar kynslóð-
ar sem þurfti að vinna hörðum hönd-'
um til að skapa sitt lifibrauð og
leggja stein í þann nægtabrunn sem
við yngri afkomendur margra þess-
ara vinnusömu hraustmenna ausum
úr í dag.
Faðir minn, Pálmi Sveinn, varð á
unglingsárum að ganga i verk hús-
bónda á heimili fjölskyldunnar í
Súðavík. Þar stóð hann við hlið
móður sinnar Sigrúnar Jónsdóttur,
ungrar ekkju með tvíburana Guð-
mund og Jón Hjaltalín, ásamt Magn-
úsi og komungri dóttur, Salóme.
Þetta mótaði líf þeirra systkina, þau
kynntust ung lífsbaráttunni, studdu
hvert annað og brutust öll áfram
af dugnaði og harðfylgi til vegs og
virðingar.
Guðmundur setti snemma á stofn
eigið fyrirtæki í Reykjavík. Það var
Þvottahúsið Eimir við Bröttugötu
og varð síðan einn af frumhetjum
atvinnurekenda í Síðumúlanum þeg-
ar hann flutti rekstur Eimis þangað
í nýja og mikla byggngu. Þar starf-
aði Guðmundur út sinn vinnuferil,
Þvottahúsið Eimir seldi hann Landa-
kotsspítala og sá um
það áfram í nokkur ár,
eða þar til þvottahúsið
var sameinað Þvotta-
húsi Ríkisspítalanna.
„Gummi“ var hann
kallaður á mínu æsku-
heimili og „Gumma
frænda" kallaði ég
hann frá blautu barns-
beini, hann var mér sem
barni strax afar kær.
Gummi frændi hafði
ákveðna sérstöðu á
meðal frændfólksins.
Hann var frændinn sem
kom oft í heimsókn til
okkar á Akranes, léttur í lund og
gjafimar sem hann hafði meðferðis
eða sendi voru oft frábrugðnar öðr-
um gjöfum sem ungur strákur á
Skaganum fékk. Ferðirnar í „bæ-
inn“ urðu margar á æskuárunum
og eru minnistæðar margar ferðir
með Gumma frænda um bæinn á
sendibíl við útréttingar. Þá var víða
farið um borgina og vesturbæ við
að sækja eða skila af sér þvotta-
pinklum, gönguferðir um bæinn og
fastar ferðir við Tjörnina. Gummi
frændi þekkti margt fólk í borginni,
og oft hafði hann gaman af því að
kynna mig, strákpjakkinn fyrir ýms-
um vinum sínum eða kynlegum
kvistum. Þvottahúsið við Bröttugötu
varð því snemma fastur partur í til-
veru minni, einskonar miðja Reykja-
víkur og þar átti ég ófáar stundir
innandyra. Eða þá í garðinum í heim-
sóknum eða á meðan foreldramir
sinntu bæjarerindum.
Þeir voru um margt líkir bræð-
urnir, faðir minn Pálmi Sveinn og
Gummi frændi. Miklir vinnuþjarkar
og afkastamenn, lögðu ávallt mest
á sínar eigin herðar við að komast
áfram í lífínu, höfðu mikinn metnað
og mikið stolt. Þeir ætluðu fjölskyld-
unni allan afraksturinn og börnum
sínum af þeim afrakstri allra mest
og best.
Á unglingsárum mínum og allar
götur síðar var það jafnan fastur
hluti af „bæjarferðunum“ að koma
við í Síðumúlanum eða heima hjá
Gumma frænda og Ástu, eiginkon-
unni sem hann kyntist síðar, elskaði
og dáði.
Ásta var sannkölluð ást í lífí
Gumma, hún var konan sem skap-
Lokað
Lokað frá hádeqi í dag vegna jarðarfarar
ÓLAFS SIGURJONSSONAR.
Skógræktarfélag Reykjavíkur.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug og aðstoðuðu
okkur við andlát og útför föður okkar,
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR
frá Hjarðardal,
Fjarðargötu 14,
Þingeyri.
Vignir Sigurðsson,
Dagrún Sigurðardóttir,
Hermann Sigurðsson,
Gunnar Sigurðsson,
Torfi G. Sigurðsson,
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
frá Bóndastöðum,
Seyðisfirði,
síðast í Smáratúni 13,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laupardaginn 3. febrúar kl. 13.30.
Boðið verður upp á rútuferð frá BSI kl. 12.30.
Reynir Valgeirsson,
Valdfs Valgeirsdóttir,
Örn Jónsson, Sigrfður Gísladóttir,
barnabörn og langömmubörnin.
Svavar Stefánsson,
Guðrún Unnur Rafnsdóttir,
Guðbjörg Edda Karlsdóttir,
Ólafía Guðný Sverrisdóttir.
aði honum heimili, konan sem stóð
við hliðina á honum í áratugi og
varð kjölfestan í heimilislífinu. Þetta
voru samhent hjón hvort á sínu sviði
og alltaf var ánægjulegt að hitta
Ástu, létta, víðsýna og ljúfa mann-
eskju. Það var Guðmundi mikið áfall
að missa „Ástu sína“, eins og hann
kallaði hana oft, en það var nokkuð
óvænt fyrir þremur árum.
Ásta átti tvær dætur áður sem '
urðu uppeldisdætur Gumma, þær
Elínborgu og Sonju. Saman áttu þau
tvær dætur, Hrafnhildi og Sigrúnu
sem fengu alla hans athygli þegar
eldri dætumar fluttu að heiman.
Hrafnhildur og Sigrún urðu sólar-
geislarnir sem skinu hvað skærast
í huga Gumma, þær urðu hans til-
vera og framtíð, ekkert í verkum
hans virtist hafa tilgang nema hluti
af því væri tengdur þeirra velferð.
Ást hans til þeirra var mikil, oft var
það haft á orði að þegar ættmenni
hittu Gumma þá voru ávallt fyrst í
umræðunni fréttir af högum Hrafn-
hildar og Sigrúnar. Dætumar voru
hans dýrmætasta eign, hann sá í
vexti þeirra virkilegan tilgang í líf-
inu og það veitti honum lífsfyllingu
að leggja enn meira á sig til að
gera framtíð þeirra sem mesta og
besta. Þær voru um leið hans fram-
tíð sem hann deildi með konunni sem
hann dáði, Ástu.
Gummi varð fyrir áfalli síðla árs
1994 og kom heim af sjúkrahúsi sem
sjúklingur. Maðurinn sem þrátt fyr-
ir aldur var fram að þvi virkilega
sprækur, fór í laugarnar, ók um
bæinn og sá um alla sína umsýslu
og eignir sjálfur þurfti skyndilega á
stuðningi annarra að halda í hinu
daglega lífi. Áfallið var mikið fyrir
þennan kappsama og sjálfstæða
mann, hann sem „aldrei“ hafði ver-
ið upp á aðra kominn síðan hann
sleit barnsskónum í Súðavík. Gummi
hafði mjög skýra hugsun í veikind-
um sínum og mikinn viljastyrk. Enn
átti hann til hinn gamla metnað og
stolt. Hann ætlaði sannarlega að
standa réttur og hafa sitt sjálfstæði
og heimili á meðan stætt væri. Slíka
menn ber að virða, slíkra manna
ber að taka tillit til, slíkir menn eiga
rétt á að fá fullan stuðning frá þeim
sem þeir hafa helgað líf sitt og strit.
Þegar veikindi eða erfiðleikar
dynja yfir, þá reýnir á þá sem næst-
ir okkur standa. Þá fyrst upplifum
við hvaða vini við eigum og hver
eru börnin okkar. Það er oft ótrú-
legt hvað veraldlegir hlutir geta
blindað okkur mannfólkinu sýn,
jafnvel svo að ágirndin yfirtekur
skynsemina og menn verða upp-
teknir af því að skara eld að eigin
köku, en í annarra manna eldstæði.
Það jafnvel svo að þeir sem áður
stóðu næstir bregðast og neita áður
ástkærum öldungi um stuðning og
horfa til hans sem byrði. Gummi,
þessi elskulegi frændi minn sem enga
illgirni átti til, hann þurfti að upplifa
það að verða settur skör lægra en
þeir veraldlegu hlutir sem hann sjálf-
ur hafði aflað. Þrátt fyrir mótlæti
og vonbrigði var hann ákveðinn í að
standa til þrautar þótt gæfi á bátinn
í þessum lífsins ólgusjó og þá með
stuðningi annarra.
Hrafnhildur stóð við hlið Gumma
eins og klettur í hafinu og var alltaf
tilbúin til að styðja hann við hvert
ólagið sem kom síðustu mánuðina.
Frá henni og börnunum kom mikið
af þeirri hlýju sem hann þurfti á
að halda. Sonju sem býr erlendis
minntist hann ávallt mjög innilega
í veikindum sínum. Aðrir úr hans
ástkæru og nánustu fjölskyldu voru
ekki til staðar þegar hann loksins
þurfti sjálfur á þeim að halda, þær
horfðu í aðra átt.
Ég er stoltur af þessum elskulega
frænda mínum, minning hans mun
lifa áfram því hann er hluti af upp-
runa mínum og uppvexti sem þeir
bræður Guðmundur og Pálmi Sveinn
tóku höndum saman um að tryggja
ásamt móður minni Matthildi.
Bestu þakkir vil ég flytja hjúkr-
unarfólki og læknum á deild 4B á
Borgarspítalanum sem sýndu
Gumma mikinn skilning og góðan
stuðning. Ég kom þar oft og fylgd-
ist með frábæru starfi þessa fólks
þar sem virðing fyrir manneskjunni
er vissulegu sett í forsæti.
Pálmi Pálmason.