Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 50

Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 50
50 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Leikritið KARÍUS OG 3AKTUS verður sýnt í Kringlunni, 2. hæð, í dag, föstudag, kl. 15.00 og á morgun, laugardag, kl. 13.00. [ rtr j Ókeypisaðgangur. LLJTannverndarrao r ÞOLFIMIKENNARAR - ÞOLFIMILEIÐBEINENDUR Laugardaginn 3. febrúar kl. 14.00 verður í MÆTT, Faxafeni 14, stutt nómskeið í: 1. Áreynslulíffræði - (fyrirlestur og fyrirspurnir) Dr. Þórorinn Sveinsson. 2. Notkun POLAR púlsmæla í þolfimi og við aðra þjálfun. (Kynning). 3. Stuttur þolfimitími þar sem POLAR púlsmælar verða notaðir. ÍDAG Með morgunkaffinu JÚ, ég er reyndar orðin þreytt á að standa hérna. Náðu í stól fyrir mig. GÓÐAN dag, ég er nýi pósturinn. Átt þú hundinn sem var að bíta mig í fót- legginn? HOGNIHREKKVISI // fcerru/r L st&binj\ fyfrir ,6cjcFb/eesi heimi/Sð‘,. " Farsi jj> FékJcstu isár-fyri'rkerffsviLLu.?" (jAli6LACS/ccOC-rHAO.T VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is GUÐBJORG Lilja hringdi til Velvakanda og sagðist vera ánægð með fréttina „Heimsferð- ir til Costa del Sol“ sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 30. janúar sl., og að farið sé að bjóða ferðir aftur til Costa del Sol. Þar var talað um að feiknamiklar breytingar hefðu orðið eftir að ný borgarstjórn tók til starfa og vill hún bæta því við að Costa del Sol hefði fengið verðlaun frá Evrópuráði fýrir hreinustu og fallegustu strendumar í allri Evr- ópu. Fólk sem fer þangað sér alls staðar fánana sem tákn um þessa við- urkenningu. Strendurnar eru hreinsaðar á hvetjum morgni og farið er yfir þær á kvöldin líka. Fyrir fáeinum árum voru allar strendurnar grafnar upp og allt frárennsli sem rann út í sjó tekið í stórt holræsi og því beint niður til Malaga þar sem unn- inn er úr því áburður sem t.d. er notaður í garða. Tapað/fundið Hringar töpuðust TVEIR hringar, annar var úr gulli með giærum steini en hinn módelsilf- urhringur með bláum ís- lenskum steini, töpuðust á Næturgalanum í Kópa- vogi aðfaranótt sl. sunnudags. Hafi einhver fundið hringana er hann beðinn að hringja í síma 567-3113. Fundarlaun. Sigurbjörg. Silkitrefill RAUÐUR silkitrefill með bláu blómamynstri tap- aðist fyrir u.þ.b. 10 dög- um, líklega á Bergstaða- stræti. Einnig tapaðist snáklaga gullarmband um svipað leyti. Finnandi vinsamlega hringi í síma 551-5216 eftir kl. 18. Seðlaveski tapaðist SEÐLAVESKI með öll- um skilríkjum tapaðist í Ármúla í Reykjavík sl. mánudag. Skilríkjanna er sérstaklega saknað og er sá sem veit um veskið vinsamlega beðinn að senda þau til eigandans eða lögreglunnar. Hanskar töpuðust BRÚNIR skinnhanskar töpuðust við veitingahús- ið Ártún, annaðhvort á bílaplani eða í anddyri, laugardaginn, 28. janúar sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 554-6994 eða 554-0105. Úr tapaðist GULLÚR með gullkeðju af gerðinni Pulsar tapað- ist í eða við Kringluna þriðjudaginn 23. janúar sl. Skilvís finnandi vin- samlega hringi í síma 567-8126 og er fundar- launum heitið. Gleraugu töpuðust GLERAUGU í svörtu hulstri töpuðust föstu- daginn eða laugardaginn 19.-20. janúar sl. á Laugavegi, eða í mið- bænum. Gleraugun eru blá með allskonar litum í og eru hálf lesgleraugu. Skilvís fínnandi vinsam- lega hafi samband í síma 551-9875 eða 551-1022. Gæludyr Kettlingar LÍTILL kettlingur óskar eftir góðu heimili. Upp- lýsingar í síma 568-2878 eftir kl. 18. Tegurul: 1188 Stserðir: 36-41 Litur: Brúnn PEIME LONDON Verð: 1.995,- Póstsendum samdægurs oppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg • Sími 552 1212 Austurstræti • Sími 552 2727 Víkverji skrifar... VIÐSKIPTAVINUR Pósts og síma lýsti á dögunum fyrir Víkveija óánægju með viðskipti sín við stofnunina. Hann hafði keypt símtæki á heimili sitt og fór með það í viðgerð. Svo þegar hann náði í gripinn nokkrum dögum síðar og spurði hvað hann ætti að borga fékk hann þau svör að hann ætti ekkert að borga núna, heldur kæmi rukkunin á næsta símareikningi. Eigandi símans varð hvumsa þegar hann var vinsamlega beðinn að kvitta fyrir móttöku símans, á eyðublað þar sem enga upphæð fyrir viðgerðina var að finna. Hann var sem sagt látinn skrifa undir óútfylltan reikning sem enginn vissi hve hár yrði og þrátt fyrir að rætt væri við menn hér og þar í fyrirtæk- inu var svarið alltaf það sama: Svona er þetta og engu er hægt að breyta. Viðkomandi tók reyndar við símanum og hripaði nafn sitt á umrætt eyðublað en ákvað um leið að hafa ekki frekari viðskipti við P&S vegna símtækja. Fór með það nýviðgerða heim í geymslu og keypti síðan nýjan síma af einkafyr- irtæki úti í bæ. OG SVO var það frúin, sem fékk gefins boðsmiða á for- sýningu í Regnboganum á kvik- mynd eina í fyrri viku. Á miðanum stóð að hann gilti fyrir tvo, svo að hún bauð vinkonu sinni í bíó. Saman fóru vinkonurnar sigri hrósandi með miðann og voru mættar við dyr kvikmyndahússins tíu mínútum fyrir níu, en þá kom babb í bátinn. Dyravörðurinn hleypti þeim alls ekki inn og kvað „uppselt" á sýninguna, það væru engin sæti til. Konunum fannst þetta að vonum súrt og bentu á að þær væru með miða. Benti dyravörðurinn þeim þá á, að á miðanum stróð „á meðan húsrúm leyfir“. Þetta var sem sagt ekki gildur boðsmiði nema með skilyrð- um. Víkveiji hefur aldrei áður séð slík skilyrt boð og hefur hann þó oft fengið boðsmiða í bíó. Kannski er þetta einhver nýbreytni, að gabba fólk að^. kvikmyndahúsum með hálfgildings loforði um að það fái að sjá myndina, en hleypa því svo ekki inn, þegar á hólminn er komið. VEGNA deilna í Skútustaða- hreppi vegna íbúanna syðst í hreppnum og íbúanna í byggða- kjarnanum við Reykjahlíð um rekst- ur skólans þar nyrðra hefur tals- vert borið á því í fréttum að íbúai sunnanverðs Skútustaðahrepps séu kallaðir Suðursveitungar. En er þetta réttnefni á þessu fólki? Til er sérstök sveit í Skaftafellssýslu, sem heitir Suðursveit og hafa íbúar þess alla jafna verið nefndir Suðursvei- tungar. Þeir eru hinir einu sönnu Suðursveitungar. Hinir eru því íbú- ar í sunnanverðum Skútustaða- hreppi. xxx Nú er búið að útrýmareykingum úr kvikmyndahúsum og er það vel. En annað er það, sem fer mjög í taugar Víkveija og það er sá dauni poppkornsfnikur, sem leggur um öll kvikmyndahús. Hann er lítt betri en reykstybban. Vík- veiji leggur til að næst verði popp- kornið á dagskrá, þegar hugað er að því að kvikmyndahússgestir geti andað að sér hreinu og ómenguðu andrúmsloftinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.